Þjóðviljinn - 25.11.1958, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Síða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 25. nóvember 1958 -«= Þjéðviljann vantar barn til blaðburðar á Seltjarnarnes og Miklubraut. TaliS við afgreiðsluna, sími 17500. VESTURVER Úr — klukkur — og úrabönd í fjölbreyttu úrvali. tíraviðgerðir framkvæmdar fljótt. Sent gegn póstkröfu. Helgi Sigurðsson úrsmiður Vesturveri. Sími 24773. Sérleyfisferðir Stykkishólnur — Reykjavík Frá Stykkishólmi sunnudaga og fimmtudaga kl. 10 fyrir hádegi. — Frá Reykjavík þriðjudaga og föstu- daga klukkan 10 fyrir hádegi. Komið við í báðum leiðum í Borgarnesi. Bifreiðastöð Stykkishólms Nauðungarupphoð verður haldið í Baldursstöðinni við Sörlas'kjól, hér í bænum, miðvikudaginn 3. desember n.k. kl. 3 e.h., eftir kröfu Georgs Gunnarssonar, Baldursgötu 17. Seldur verður 1 /4 hluti naglagerðarvélar tilheyr- andi Ingva Guðmundssyni, Eskihlíð 20, hér í bænum. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Skípulag samgangna Framhald af 12. síðu. minnki. Kemur þetta m.a. bæði fram í orðalagi þingsályktunar- innar frá 15. marz 1956 og einnig í greinargerð þingsálykt- unartillögunnar. 1 þingsálykt- untillögunni er nefndinni falið að gera tillögur um „skipu- lag samgangna þessara," þ.e. innanlands, á landi, á sjó og í lofti, „þannig að þær verði í heild sem hagkvæmastar fyrir allar byggðir landsins, en kostnaði þó í hóf stillt svo sem tauðið er.“ í greinargerð þings- ályktunartillögunnar segir m.a. að fyrir fjárveitinganefnd, sem flutti tillöguna, vaki, að ,,fund- inn yrði grunvöllur fyrir heppi- legu og hagkvæmu samstarfi allra þeirra laðila, sem að rekstri samgangna standa.“ Þörf betra skipulags Nefndin hefur kynnt sér samgöngumál innanlands ræki- lega, og virðist að þörf sé bætts og aukins skipulags á þeim. Bæði er nauðsynlegt að tryggja betri þjónustu. með auknu eftirliti og samræmi í far- og flutningagjaldi og auk þess veita þeim, sem rekstur samgangna lannast, aukna tryggingu fyrir að njóta þeirra viðskipta, sem til falla á sér- leyfissvæðinu. Fólksflutningar með bifreið- um, þ. e. samgöngur á landi, eru nú að heita má sá eini hinna þriggja þátta samgangnanna, sem skipulagður er. Sú skipu- lagning komst á með lögum nr. 62, 28. janúar 1935, um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum, og hafa þau lög haldizt lítið breytt til þessa dags, þótt þau hafi tvisvar verið gefin út lað nýju með smávægilegum breytingum, nú síðast sem lög nr. 42, 4. apr- íl 1956. Munu flestir, sem til þekkja, vera sammála um, að skipulagning sú, sem komst á 1935 með framangreindri lög- gjöf, hafi orðið til þess að þoka þessum málum í betra horf. Þá eru einnig í gildi önn- ur lög, er varða samgöngur innanlands, en það eru lög um leigubifreiðar í kaupstöð- um og kauptúnum, nr. 40, 1957. Um strandferðir og flutninga á sjó, eru engin slík ákvæði í lögum. Flugsamgöngur 1 lögum nr. 119, 28. desember 1950, um stjórn flugmála, seg- ir svo í 3. gr.: „Heimilt er ráðherra að setja reglur um flugferðir inn- lendra flugfélaga og, ef nauð- syn krefur, að veita einu eða fleiri félögum sérleyfi til fastra áætlunarferða á ákveðnum leið- um innanlands og utan“. Slí'kar reglur voru settar þegar árið 1947, nr. 13, 28. janúar, og byggðar á loftferða- lögunum, nr. 32, 14. júní 1929. I framkvæmd hefur þessum málum verið þannig háttað síð- ustu árin, að Flugfélag íslands h.f. hefur eitt haldið uppi reglubundnum áætlunarferðum innanlands. Flugfélag íslands h.f. fékk sérleyfi til flugferða innanlands árið 1952, á sautj- án tilteknum flugleiðum. Sér- leyfi þetta er nú runnið út, en hefur ekki verið endurnýjað, og starfrækir því Flugfélag Is- lands h.f. innanlandsflugferðir sínar án sérleyfis. Wauðsyn sameiginlegrar stjórnar Þiað er ljóst, að sérleyfi á ákveðinni flutningaleið tiltek- inn tíma er mikilsverð atvinnu- trygging hverjum þeim aðila, sem samgöngur annast. Með slíka tryggingu að bakhjarli um meiri og stöðugri viðskipti eru vaxandi líkur til, lað sér- leyfishafi sjá sér fært að bæta þjónustu sína fremur en elia, um leið og komið er á fót opinberu eftirliti með þjón- ustunni, verði og ferðafjölda. Nefndin telur, að nauðsynlegt sé, að samgöngumálin í heild verði skipulogð undir sameigin- legri stjórn, á svipaðan hátt og ferðir sérleyfisbifreiða nú eru. Telur nefndin, að á þennan hátt megi koma í veg fyrir árekstra og kostnaðarsama samkeppni milli samgöngu- greinanna. Nefndin hefur því samið frumvarp til laga um skipu- lagningu samgangna. Frum- varpið miðar að því að koma á fót sameiginlegri stjórn allra samgöngumála, skipulagsnefnd samgangna, undir yfirstjórn samgöngumálaráðuneytisins. Myndi slík skipulagsnefnd samgangna ná til samgangna á landi og í lofti með sérleyfir- ákvæði frumv., sem lagt er til að nái til fólksflutningsbifreiða, yfir tiltekinni stærð, og einn- ig til flugsamgangna. Til sam- gangna á sjó myndi skipulags- nefnd ná með íhlutunarrétti um áætlanir strandferðaskipa og ríkisstyrktra flóabáta. Ek'ki er lagt til, að Skipaútgerð rík- isins né flóabátum verði veitt almennt sérleyfi, en ráðherra heimilað að veita Skipaútgerð- inni slíkt sérleyfi, ef samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar eða bæjarstjórnar liggur fyrir. GOLFTEPPI Nýkomið glæsilegt úrval af þýzkum ullarteppum af mörgum stærðum og gerðum. — Einnig ullarhampsteppin margeftirspurðu. Wiitoei ísíenzk Komið og kynnið ykkur íslenzku W IL T 0 N teppaíramleiðsluna. — Tví- mælalaust þéttasta og bezta teppaefni af ísl. gerð er sézt hefur hérlendis. Klæðum horna á milli. Athygli er vakin á því fyrir fólk, sem er að byggja, að algjör óþarfi er að dúkleggja undir teppin. — ATH.: íslenzku Wilton teppin lóast mjög lítið, Fljót og góð afgreiðsla. Spatið tíma, etíiði og fytirhöín og láfið okkur teppaleggja fyrir yð- ur. — Þeir, sem ætla að fá afgreiSshi íyrir jól, eru viusamlega beðrJr að panta strax. Einnig tökum við að okkur stærri verk svo sem stóra samkomusali, hótelherbergi, híósali og opinberar byggingar. TEPPI HF Aðalstræti 9 — Sími 14190. ;•* n f V v"* r 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.