Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJ11\'N — (11 PETER CURTIS: 47. dagur. Satt að segja hefur mér þótt þetta mjög óþægilegt, einkum bar sem þessi óbekkt virðist hafa bvriað um sama leyti og ég kom. Sumt fólk ímvndaði sér sjálf- sagt að ég hefði spillt barninu við móðnr þess, en Curwenhjónin hafa aldrei gefið þaö í skvn með einu orði. og þegar ég minntist á það sjálf. sögðu þau mér, að siíkt hefði aldrei hvarflað að þeim. Þó er óvíst aö bau hefðu sent’hana í heimavistar- skóla þrátt fyrir þetta, en þau hafa í hyggju að fara th iitlanda í ársbyriun. Frú Curwen virðist hafa óbeit á húsinn og siá eftir að hafa flutt á svona einmana- legan og.afskektan stað. Og ef hún lætur einhverja ósk í IjóSi verður hann auðvitað samstundis við henni. Eg h.ef víða verið en aídrei séö hión jafnhrifin hvort af öðru. Það er svo mikið skrifað um hjónaskilnaði í blöðum oo' skáldsögum að það liggur við að maður haldi að ást í hjónabandi sé gamaldags, en það er sannarlega gott og gaman að kynnast hjónum. sem eru reglulega ástfangih á gamaldags vísu. En bótt henni leiðist húsið, geri ég ráð fyrir aö hún hafi haft gott af rivölinni hérna. Hún er ger- ólík nersóna oe konan sem þér lýstuð fyrir mér kvöld- iö í Hunstanton, mikiu aðgengilegri, ef mér leyfist aö seojin það. Mér bótti vænt um að fá bréfið frá yður, bótt þér trúið því sjálfsagt ekki nema mátulega, fvrst ég dró svona lengi að svara bví. Eg óska yður gleðilegra jóla og ails hins bezta á komandi ári. Eg lmt, yður vita þeg- ar ég fm nýia atvinnu. Ef til vill verður bún nógu nærri yður til þess að við gætum hitvt stöku sinn- um og drukkið saman tebolla. Það þætti mér gaman. Yðar ein-æo', Mvra Duffield.“ Eg las bréfið til enda. bvrjaði á því aftur og las hvert einasta orð að nýju, og stóð svo barna agndofa, eins og bréfið hefði sprengt mig í loft, upp og lam- aö mig. Ungfrú Dí.önu samdi ekki við móður sína. Ungfrú Eioise ætlaði að senda þetta viðkvæma, ynd- islega barn 1 skóla handa börnum, sem voru næstum því munaðarlaus. Hálskh.iturinn. „Hún er gerólík persóna..“ „Svo innilega áctfangin hjón.“ Undrunin yfir asnanum. Skyndileg uppsögn mín. Allt þetta kom heim. eins og brotin í gestaþraut, en þó var einn munur á. Þegar bútarnir í gestaþraut eru settir saman, sést, hvað beir eiga að tákna. Þessir bútar áttu allir saman, en útkoman varð tóm vitlevsa. Eg tók af mér hvítu svuntuna, sem ég hafði ekki skeytt um að taka af mér síðan ég ba.ðaði drenginn, og fór niður í setustofuna. Frú Forsdýke lá á hnjánum framan við arininn og; var að pakka jólao-jöfum inn í mislitan pappír og binda utanum þá silfurþráð. Hún leit unp og sagði: ..Komið bér inn. Fóstra. Er allt tilbúið?“ Eg sagði: „Mér þykir m’ög leitt. frú Fors- dyke, að þurfa að segja þetta á þessum tíroa, en ég var að fá fréttir sem gera það a.ð verkum að ég neyð- ist til að fa.ra héðan. Eg get ekki farið með ykkur til Devon á morgun.“ ,,Vit,leysa, Fóstra. auðvitað mea'ið þér til. Hvar ætt- um við að útvega okknr barnfóstru á Þnrláksmessu? Veslingurinn, þér eruð alveg í uppnámi. Svona, setjizt þér nú niður og segið mér allt af létta. Við hljótum að geta kipot þessu í lag án þess að þér þurfiö að fara sjálf.“ Hún fjarlægði nokkra litla pakka af sófanum og. hristi til púða. „Mér þykir það leitt,“ sagði ég. „Það er dálítið sem ég ein get gert og ég verð að gera þaö undir eins.“ „Ég hefði haldið,“ sagði húr» og rödd hennar varð hörkulegri, „að þaö gæti beðið þangað til eftir jól. Það kemur ekki annað til mála. Eg get ekki haldið jólin í Devon og haft Cedric í pilsunum allan tímann. Ekki fyrr en eftir jól, Fóst,ra.“ „Nei. Eg er þegar búin að bíða of lengi. Eg get ekki lýst því hve leitt mén þykir aö valda yður þessum óþægindum, en þetta er svo áríðandi, ,Eg verð að fara héðan í fyrrámálið:“ Gremja o'g forvitni blönduðust 'í andliti hennar. „En hvernig getur staöið á þvi? Er einhver veikur — eða dáinn?“ „Eg þarf nú einmitt að komast að því, frú.“ „Jæja,“ sagöi hún reiðilega. „Eg hef bara aldrei heyrt annað eins og þetta. Fyrirvaralaust og útskýr- ingalaust og allar áætlanir okkar fara út um þúfur. Eg hefði aldrei trúað þessu á yður. Eg hélt þó aö þér heföuð einhverja sóma- og ábyrgðartilfinningu.“ „Það hef ég,“ sagði ég. „En þarna er um að ræða eldri tilfinningar. Mér þykir þaö mjög leitt, en ég verö að fara.“ Og' ég hugsaði meö mér: Jclin eru þó talin vera hátíð barnanna; það var varla svo mikil fjarstæða aö hún og faðirinn önnuðust barnið í fáeina daga. Aö minnsta kosti fannst mér þaö ekki í svipinn. Eg pakkaði um nóttina og náöi í lest klukkan tíu frá Liverpoolstræti. Eg reyndi aö komast aö því hvern- ig ég kæmist á fljótastan og auðveldastan hátt til St. Brodric, en afgreiöslusalurinn var troðfullur af fólki í jólaskapi, klifjuðu pökkum og pinklum með börn sér við hlið, og ég gat ekki fengiö annað út úr afgreiðslumanninum en þaö, að ég yrði að fara til Colchester. Lestin var troðfull af fólki og hægfara og klukkan var næstum orðin tólf begar hún kom til Colchester. Þar komst ég aö því, að ég varö aö fara til Saxmund- ham, skipta þaP um lest og fara með lítilli aukalínu til Northam St. Mary, en það var næsta járnbrautarstöö við St. Brodric. Ferðin yfir landiö meö hægfara sveita- lestum tók megniö af deginum, og þegar til Notham kom, var orðið dimmt og kalt. Eg var þó fegin þegar ég uppgotvaði það, aö við brautina beiö leigubíll, sem virtist fara reglubundnar ferðir frá Northam til St. Brodric. Ökumaðurinn í þessu farartæki, gamall skröggur, dúðaður þykkum yfirfrakka, var þó ekki á því aö leggja strax af stað. Eg sagöist þurfa að flýta mér og bauð honum aukaþóknun ef hann vijdi leggja af staö undir eins. Hann ræskti sig og' spýtti. „Fyrirgefið, frú mín,“ sagði hann. „Þessi bíll er kallaöur brautarbíllinn og hann ber nafn með rentu'. Eg tek hérna fólk sem ætlar til St. Broddy og í hin þorpin og ég bíð hérna þangað til Ipswich lestin kem- ur. Peningarnir eru ekki aðalatriðið, heldur álitið. Ef einhver kemur með Ipswich lestinni og ætlar til 11- borough, þá er það lítil huggun fyrir hann að vita að þér hafiö greitt mér tvöfalt gjald, ha?“ Og þegar ég var búin að ganga úr skugga um að um regnkápur MARKAÐURÍNN Hafnarstræti 5 og Laugaveg 89. I þ r ó í t i r Framhald af 9. síðu. kvöld, því að Þróttur var talinn öruggur sigurvegari og líklegur sigurvegari í mótinu, en þetta jafntefli gerir þeim erfiðara fyrir er til úrslitana kemur. Þróttarpiltarnir virtust ekki taka leikinn- sérlega hátið- lega og sýndu ekki svipaðan leik og þeir eru vanir að gera. Það munaði ekki nema broti úr sek. að leikurinn tap- aðist, því að á meðan knött- urinn flaug yfir teiginn, kvað blístra dómarans við. Leikn- um var lokið, en knötturinn hafnaði í markinu! Víkingar börðust aftur á móti allan timann og liðin skiptust á um að hafa forust- una. Víkingur skoraði fyrst, 1:0 — 1:1 — 1:2 — 3:2 — 3:4 — 4:4. Leikur mark- mannanna vakti óskipta at- hygli áhorfenda. Fyrsti fiokkur karla: KR — Fram 12.9 Leikur þessi var lengi jafn og spennandi og mátti vart á milli s.já .allan fyrri hálfleik. Fram skoraði fyrsta markið, KR jafnaði 1:1 og svo hélt 'þetta áfram, þannig að KR- ingar höfðu alltáf' forustuna en Fram jafnaói í sífellu í fyrri hálfleik. í hálfleik standa leikar 6:5 fyrir KR, en rétt eftir leikhlé jafna Framanar 6:6. Síðan gera KR- ingar 4 mörk í röð, og þá voru úrslitin ráðin. Virtist sem Framara vantaði úthald á við KR-in'ga. Fyrsti floklcur l.arla: Ánþaim — Vikingur 6;6 Það blés ekki byrlega fyr- ir Ármenningum til að byrja með, því að Víkingar höfðu skorað 4 mörk áður en Ái’- mann komst á blað, og var þá nokkuð liðið á leikinn. Svo tóku Ármenningar að sækja í sig veðrið en það var of seint til þess að ná þvi að sigra. 'Bar leikur Ármenninga svolítinn svip þess að leik- menn liðsins væru ekki sér- lega leikvanir, þá hefði öðru- visi farið. í liði þessu voru íþróttakappar sem kunnari eru úr öðrum greinum en handknattleik, þar varu hetj- ur úr frjálsu'm iþróttum, S”ndkav’pi og ef svo mætti ecrTia, uppgjafa knattspyrnu- mf’i. l.íá þar nefna Þóri Þor- steinsson og Hilmar Þor- björn'sson, sem sannarlega eru liðtækir, og Þorgéir Ólafsson sem er þekktur sundgarpur. Eftir gangi leiksins voru Ármenningar nær þvi að sigra, þó geta báðir unað jafnteflinu. ViStal viS Svavar Framhald af 7. síðu. verulega stórt málverk — eitt þeírra listaverka sem sltýra tímann, bregða yfir hann bir.tu, varpa á hann ljósi. Það kynni að vera mesta málverk Islend- ings á atómöld. Eg læt þá skoðun í ijós við listamanninn. — Heldurðu það :ugi ejtt- hvað? segir hann. Það er orðið hlýtt I skálan- um. B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.