Þjóðviljinn - 03.12.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.12.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. desember 1958 Blaðaljósmyndan " leikstjón Pennébaker Productions nefn- ist eitt af nýjustu kvikmynda- félögunum í Hollyvvood — það er fyrirtæki leikarans fræga Marlon Brando. Kvik- myndin, sem félagið vinnur nú að, heitir „Upp með byss- urnar“. Auk hagnaðar féiags- ins af gerð myndarinnar fær Brando 150 þúsund dollara Marlon Brando fyrir að leika í henni. Hið gam’a og rótgróna félag í Hollyvvood, Paramout, mun að verulegu leyti leggja fram fé tiL gerðar kvikmyndarinnar gegn því að fá dreifingarrétt- inn á herini og allt að 27 af hundraði þess .sem inn kem- ur fyrir sýningarnar. Karl Ma’den, sem síðast lék með Marlon Brando í myndinni ,,Á eyrinni“, fer með. annað af aðalhlutverkunum, leikstjór- inn heitir Stanley Kubrick en framleiðandinn er Frank P. Rosenberg. A næsta ári mun Pennebak- er Productions gera kvikmynd eftir franskri skáldsögu. Myndin verður tekin í Frakk- landi og leikur Marlon Brando að sjálfsögðu aðal- hlutverkið. En hver er Þessi Stanley Kubrick, sem getið er hér að ofan? mun einhver spyrja. Ef svara ætti þessari spurningu með einni setningu, yrði svar- ið eitthvað á þessa leið: Stanley Kubrick er sá í hópi yngstu kvikmyndaleikstjóra í Bandaríkjunum, sem hvað mestar vonir eru tengdar við um þessar mundir. Og hvers vegna nýtur hann svo mikils álits? Svar: Vegna hinna um- töluðu en jafnframt umdeildu mynda sinna: „Spilið er tap- að“ og „Framaleið“. Síðar- nefnda kvikmyndin er sú hin sama og vakti mesta reiði af- dankaðra herforingja og stjórnarvalda í Frakklandi snemma á þessu ári, eins og getið var hér í þættiiium fyr- ir skömmu. Staniey Kubrick er aðeins. 29 ára gamall, fæddur í New York. Faðir hans var iæknir, en jafnframt mikill áhuga- maðm um ijósmyndir og ljós- myndagerð. Ljósmyndaáhug- ann erfði Stanley af föður sínum og aðeins lö ára göml- um tókst honum að selja hinu víðkunna myndatímariti Look fréttamyndaflokk. Ári siðar var hann fastráðinn ijós- myndari hjá tímaritinu og brátt sendur út um allar jarð- ir til myndatöku. ★ Stuttar kvikmyndir — og langar Um tvítugsaldur tók að vanka hjá Stanley Kubrick áhugi fyrir kvikmyndun og fyrsta myndin, sem hann gerði, var „Keppnisdagur“. Þetta var stutt kvikmynd, sem fjallaði um taugaspenn- ipg hnefaieikamanns fyrir keppni; fullgerð árið 1951. Ári síðar sagði Kubrick lausu starfi sínu hjá Look og hófst jafnframt þegar handa um gerð næstu stuttu kvikmynd- ar sinnar „Presturinn fljúg- andi“. Segir í henni frá presti einum í Mexikó, sem varð að taka flugvél í þjónustu sína til þess að geta náð til allra sóknarbarna sinna. Þessar stuttu kvikmyndir vöktu enga" sérstaka athýgli, en Stanley Kubrlck lagði þó ekki árar í bát heldur snap- aði saman lánsfé meðal skylduiiðs síns og vina til að hefja töku fyrstu iöngu kvik- myndar sinnar; „Ótti og iöng- un“ nefnist myndin og seg- ir frá fjórum hermönnum sem komast af hréinni tilviljun inn á yfirráðasvæði óvinarins, Frami Stanleys jókst lítið við þessa mynd og þó tókst hon- „Fögur og fingral(>ng“ heitif ítíiÍsk kvikmynd, sem Austurbæ.i- arbíó sýnir um þcssar mundir. Þetta er mynd af léttara taginu, en medal leikendanna eru Sophia Loren og Vittorio de Sica, sem sjást hér fyrir ofan í hlutverkum sínum. Atliygli lesenda þátl arins skal vakin því, að Bæjarbíó Hafnarfirði hcfur a undanförmi sýnt o sýnir enn (þega ekki eru leiksýninj ar í bíóinu) þýzk kvikmynd, sem gei er undir stjórn eir frægasta kvikmyndi gerðarmanns fyrr c síðar. Þjóðverjar Georg Wilhelm Pabs_. Mynd þessi Jieitir „Flamingo“, gerð fyrir um það bil fjórum árum. Þó að hún verði á engan hátt talin í röð fremstu verka Pabst, cr myndin um margt athyglisverð og ber mikilli kunnáttu höfundarins á ýmsan hátt vitní. Kvikmyndin er gerð eftir skáldsögu Hans- Emil Dits, en aðalleikendurnir eru Elisabeth Miiller og Curd Jiirgens sem sjást hér á myndinni fyrir ofan. um að fá lánað nægilegt fé til áframhaldandi myndatöku. Næsta kvikmynd hans nefnd- ist á ensku „Killer’s kiss“ og eins og við gerð fyrri mynda var Kubrick ekki aðeins ieik- stjóri, heldur og höfundur tökurits og framleiðandi. * Heimsfrægur fyrir „Framabraut“ Fjárhagslega séð var „Kill- er’s kiss“ fisakó eins og fyrri myndir Kubrick, en einum af fremstu , sjónvarpsmönnum Bándaríkjanna, James B. Harris, þótti kvikmyndin þó sýna svo ótvíræða hæfileika hjá höfundi, að hann ieitaði eftir samvinnu. Upp úr þeim samningum sem á eftir fylgdu var stofnað kvikmyndafélagið Harri-Kubrick Films Corpor- ation og fyrsta myndin sem félagið sendi frá sér var „The killing“. Kvikmynd þessi þyk- ir hin athyglisverðasta, kunm áttusamlega gerð og harla frumleg, og athyglj mánna tók nú að beinast að höfundi hennar og ieikstjóra. Með næstu mynd sinni „Frama- ieið“ hlaut Stanley Kubrick heimsfrægð. Er ekki furða þó að hann sé farinn að finna til sín og hafi til áð* bera nokkurt sjálfstraust, eins og eftirfagandi saga, sem um hann er sögð, ber með sér: Þegar Stanley Kubrick hafði ákveðið að hefja töku á kvik- myndinni „Upp með byssurn- ar“ hringdi hann til Gretu Garbo og spurði, hvort- hún væri ekki fáanleg til ,að taka að sér aðalhlutverkið, Leik- konan spurði þá hver ætti að fara með aðalhlutverk karla í myndinni og Kubrick svar- aði: Marlon Brando. Þá á Greta að hafa spurt: Brando, hver er nú það? Þykir mörg- um sennilegt að svar hinnar frægu og stórlátu leikkonu hafi sízt orðið til að auka sjálfstraust Stanley Kubrick — í bili að minnsta kosti. ÞAÐ ER IIREINT ekkert upp- lífgandi, skal ég segja ykkur, að rl'fa sig upp klukkan hálf sjö á morgnana núna í skammdeginu, demba sér í spjarirnar, sötra úr kaffibolla, ef tími vinnst til og arka síð- an af stað út á næstu stræt- isvngnastoppistöð. Það væri sök sér að vákna svona snemma ef það væru stillur og hreinviðvi eða bjartviðri, i en það er nú ek'ki aldeilis siíku að heilsa núna; suðaust- an lemjandi rigning á öðrum glugfranum svæfir mann á . kvöidtn, suð-vestan slagviðri á hinum glugganum vekur mann á morgnana. Og mér í finnst ákrflega óyndislegt að ' koma út £ svarta myrkur og i grenjandi rigningu á hverjum i morgni; það er eins og maður vakni ekki almennilega allan . dagiim, þegar svona viðrar. - Eina bótin er, að það er svo i dimmt, að maður sér ekki . hvað rigningin er mikil, ann- ! ars muudi maður kannski . hætta við að fara út og leggja i sig aftur. Og maður er svo r’ p”f-iað’>r, að maður finnur i elíki hvernig hann verður ( gegndrepa á leiðinni í strætó, Myrkur — rigning — morgunsyíja — Vinna hefst of snemma á morgnana í skammdeginu — Happdrættið. maður er jafnvel of syfjaður til þess að geta oíðið reið- ur að marki, þótt biðskýlið sé jafnan harðlæst um þetta leyti á morgnana, svo að mað- ur verður að standa úti í illviðrunum ef það dregst að vagninn komi. Sem sagt: vegna myrkursins sér maður ekki hve hundblautur maður verður á leiðinni í strætó á morgnana, og vegna syfjun- ar finnur maður ekki, að mað- ur er orðinn gegndrepa, þeg- ar maður kemst inn í vagn- inn; maður kemur þannig fremur óburðugur og illa fyrirkallaður til vinhunnar klukkan 7,20 að morgni. Er ekki óþarfi að byrja að vinna svona snemma á morgnana, a.m.k. í svartasta skammdeg- inu? Víða er byrjað að vinna klukkan 8 og það finnst mér alveg nógu snemmt. Ekki er því að heilsa, að menn sjái betur til að hætta vinnu klukkan 5, þótt þeir byrji svona snemma á morgnana, nei, maður byrjar í myrkri og hættir í myrkri. Eg mundi vilja leggja til, að yfirleitt væri hvergi byrjað að vinna fyrr en klukkan 8 yfir dimm- ustu vetrarmánuðina, a.m.k. Leti, segið þið. Og það má svo sem vel vera, að pósturinn sé í latasta lagi, en það er nú samt ekki fyrst og fremst af leti að ég vek máls á þessu. Eg held bara, að það væri frá flestum eða öllum sjónar- miðum betra fyrir alla aðilja, að vinna hæfist yfirleitt ekki fyrr en klukkan 8 að morgni í svartasta skammdeginu. — ÞÁ ER ÞAÐ happdrættið okkar. Eruð þið búin ~að fá ykkur miða? Ef svo er ekki, ættuð þið ekki að draga það öllu lengur. Það er auðvitað ekki öruggt að miðum, sem þið kaupið í dag jafngildi bréfi uppá hundrað þúsund króna bifreið 23. desember, en hverjum miða fýlgir vinn- ingsvon, og allir miðarnir koma til greina að geta orð- ið vinningsmiðar. Tikallinn er orðinn harla lítils virði, von- in er hins vegar alltaf mikils virði, jafnvel þótt það sé nú ekki glæsileg vinningsvon. Og þegar fólk á kost á því að tryggja sór mikilsverða vinn-, ingsvon f.yrir tíkall, sem er lítilsvirði, þá hugsar sig von- andi enginn tvisvar um. „KÆRI' BÆJARPÖSTÚR. Eg hlusta talsvert á útvarp á kvöldin, enda er það þægileg asta og ódýrasta dægrastytt- ingin fyrir eldra fólk, sem kýs helzt að halda sig heima fyrir. Undanfarin kvöld hefur ánægja mín af útvarpshlust- uninni verið trufluð af ein- hverjum annarlegum höggum, sem heyrast í útvarpssal og berast þaðan út um landið. Eg hef gengfð úr skugga um að þessi hljóð eru ekki að kenna bilun í viðtæki mínu. Kunningjar mínir hafa einnig heyrt þetta í. sínum. Það er greinilegt að, einhverskonar1 barsmíð er stunduð í næsta nágrenni við hljóðnema út- varnsins. í trausti þess, að ekki sé búið að stofnsetja smíðaverkstæði í útvarpinu, vona ég að útvarpsyfirvöídin 'komi í veg fyrir þessa truflun á því þjóðþrifafyrirtæki sem útvarpið er. Útvarpshlustandi í Reykja- vík.“ Til liggn* leiðiit

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.