Þjóðviljinn - 03.12.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.12.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. desember 1958 — ÞJÓÐVIUINN — (0 í ÞRÓTTI RITSTJÓRI: Handknattleiksmótið: Meistaraflokkur Fram átti bezta leik kvöldsins Fyrstu leikirnir á sunnudags- kvöld voru í öðrum flokki kvenna og léku fyrst Ármann og KR, þar sem Ármann vann með 5:3. Ármannsstúlkurnar eru efnilegar og vel æfðar. KR stúlkurnar virtust nokkuð þyngri og ekki eins léttar og Ármenningarnir. Leikur Fram og Þróttar lauk með sigri Þróttar 4:3, Þróttar- stúlkurnar voru ójafnar, og virtust margar vera byrjendur, og sýndu ekki nóga kunnáttu. Framiiðið er nokkuð efnilegt, þótt sumar séu þar smáar vexti. Þriðji flokkur karla: ÍR — Víkingur 7:5 Víkingar byrjuðu betur, voru ákveðnir, en ÍR aftur á móti óákveðnir. Víkingar voru sterk- ari, en þeir höfðu þann galia að vera þrír á línu en ÍR-ingar lærðu fljótt á þetta. Víkingar höfðu skorað 5 mörk gegn 2, en þegar ÍR-ingar lærðu á þá skoruðu þeir 5 mörk í röð, og unnu. ÍR-ingarnir voru evolítið kærulausir, og má t.d. Pálmi gæta sín að láta leikinn ganga, og miða að því að opna vörn- ina. Þriðji flokkur karla: Ármann — Þróttur 6:5 I báðum liðum var mikil taugaspenna, og náði hvorugt liðið þeim leik sem þau geta ef þau gera sitt bezta. Það var eins og þeir hefðu báðir gleymt flokksleiknum. Þróttur lék líka að því leyti skakkt, að hafa þrjá menn á línu, sem staðsettu síg þar illa, en hinir fengu ekki við ráðið. Þessi efnilegu lið geta leikið langtum betur en þetta. Meistaraflokkur karla: KR — Þróttur 18:4 Leikur KR var ekkert sér- stakt að þessu sinni en það nægði til þess að ráða öllu, og þeir þurftu ekki að leggja meira að sér. Guðjón Ólafsson sýndi að hann er í mjög góðri þjálf- un ög Karl Jóhannsson var betri en hann hefur verið und- anfarið í leikjum KR í móti þessu. Rainier fursti vill eiga gott lið Knattspyrnufélagið Monaco frá samnefndu furstadæmi í Frakklandi, er í þann veginn að styrkja lið sitt með því að kaupa snjallan austurrískan leikmann fyrir upphæð sem mun svara til 4—500 þús. ísl. króna. Rainier fursti sem er sagður aðalráðamaður í félaginu, vill að félagið eigi nóg af góðum leikmönnum, og kaupi þá leik- menn sem það þarfnast. Það má ekki horfa í peningana, seg- ir furstinn, sem vill að liðið verði sterkt og öflugt. Furst- inn heldur því fram að gott knattspymuíið í furstadæminu sé mjög mikil auglýsing fyrir Monaco, þar sem hægt væri að bjóða ferðamönnum að horfa á góða leiki, sem væri meira en venjulegt skemmtiatriði. Lið Þróttar 'var mjög lélegt. Meistaraflokkur karla: Fram — Ármann 20:7 Ármenningarnir voru mjög vaklandi í þssum leik við Fram, og virtust naumast vita hvað þeir áttu að gera á augnablik- um þegar mikið lá við. Þeir höfðu einn og tvo menn á línu og þá venjulega saman fyrir miðju marki en létu hornin eiga sig, og hjálpuðu Fram þannig til við vörnina.-Það var eins og þeir vissu ekki hvert fara skyldi. Þó var það svo að þeir náðu oft góðum sam- leik úti á gólfinu, en það var eins og hann stefndi ekki að neinu sérstöku. Margir leik- manna hafa undirstöðu í leikn- um en kunna ekki að nota sér hana, en það ætti liðið að geta lagað. 1 vörn er liðið allsæmi- legt. Fram náði góðum leik og sér- staklega var leikur þeirra á línu mjög góður, og á Jón Þ. þar mestan heiður, en hann er mjög laginn, og með gott grip, og hann kann lagið á því að nota hornin, og opna fyrir hina. Miðherji Ármanns lá yfirleitt of framarlega og notuðu Fram- arar það meistaralega vel. Guð- jón átti margar sérlega góð- ar sendingar inn á línu. Var leikur Fram langbezti leikur einstaks liðs í liúsinu þetta kvöld. Leikur þessi var engan veg- inn góður, og þó sérstaklega í fyrri hálfleik en hann emdaði 7:6 fyrir Val. Valsmenn náðu sér þó í síðari hálfleik, og áttu sæmilegan leik en þó ekki meira. Þeir geta verið skæðar skyttur, og þeir dreifa leiknum oft vel. Árni átti nokkuð góð- an leik og eins Bogi og Valur Ben. sem hefur gott auga fyrir opnunum. Annars hafa Vals- menn ekki þá æfingu sem þarf vegna húsleysis. Þess má líka geta að Valur hefur fengið nýj- an ungan markmann sem vakti athygli í, þcssum fyrsta leik sínum. Það var eins og hann hefði ekki við að stríða byrjun- arörðugleikana sem svo margir verða að .berjast við. Hann var rólegur ,og yfirvegandi. Er hann vissulega styrkur fyrir liðið. Lið Víkings var slappt, og nálgast að vera lélegt. Sigurður Jónsson var eini maðurinn sem eitthvað kvað að. Liðið hefur lélegt grip, og vantar þjálfun. V + J» Frá aðalíundi Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Reykj avíkurfélögin léku alls 330 leiki á smurinu Ölaíur Jónsson kosinn íormaður ráðsins 'i Á fimmtudagskvöld var aðal-j fundur Knattspyrnuráðs Reykjavíkur haldinn í félags- heimili Fram. Var fundurinn fjölmennur, því að auk hinna fimm fulltrúa frá hverju félagi voru þar sem gestir forseti ISl, stjórn KSt, formaður IBR, full- trúar frá Knattspyrnudómara- félaginu, blaðamenn og fleiri. Skýrsla stjórnar KRR lá fyr- ir og var hún nær 60 vélritaðar síður, hið fróðlegasta rit. Grein- ir þar frá því sem gerðist hér á árinu 1958, en leiknir hafa verið hvorki meira 'né minna en 330 leikir af reykvískuni liðum. Auk þese veitir skýrsl- an margskonar fróðleik unft sigurvegara í ýmsum flokkum, langt aftur í tímann. Ýms ann- ar fróðleikur er þar geymdur. Ólafur Jónsson setti þingið og flutti skýrslu, en í þingbyrjun minntist hann Erlendar Ö. Péturssonar -og bað menn að rísa úr sætum til þess að heiðra minningu þesea ágæta, gengna forustumanns. Síðar verður vik- ið að skýrslu ráðsins nánar. :Á þessum fyrra fundi vora Framhaid á 10. síðu. Fjöídinn kemur til okk iKisr Annað kvöld verður meistara- móti Reykjavíkur i körfuknatt- leik haldið áfram i íþróttahús- inu að Ilálogalandi. Þá keppa í 1. flokki karl'a Iþróttafélag stúdenta gegn IR a-liði, og í 2. flokki karla Ármann a-lið gegn IR b-liði. Síðustu leikirnir verða svo miðvikudaginn 10. des. á sama stað. Þá keppa í 1. flokki karla ÍS gegn KR og í kvenna- flokki IR gegn KR. I móti þessu taka þátt 14 lið frá 5 félögum: ÍR sendir 6 lið, Körfuknattleiksfélag Reykja- víkur 2 lið, Ármann 4 lið, IS eitt lið og KR eitt lið. Staðan er nú þessi: í 1. flokki karla: L U T J St. ÍR a-lið 2 2 0 0 4 KFR 2 110 2 IS 110 0 2 IR b-lið 3 0 3 0 0 Ungverjaland Belgía 3:1 Fyrir nokkru háðú Úng- verjar og Belgar landsleik í knattspyrnu og fóru leikar svo að Ungverjar unnu 3:1, en í hálfleik stóðu leikar 1:1. Leik- urinn fór fram í Budapest. M esta úrval raf tæ k j a N ú fyrir jólin höfum ur upp af beztu vörut KÆLISKÁPAR ELDAVÉLAR IiRÆLIVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ,,GRILL“, sjálfvirk BRAUÐRISTAR PÖNNUR, sjálfvirkar KAFFIKÖNNUR sjálfvirkar STEIKAR-„GRILL“ GUFU-STRAUJÁRN STRAUJÁRN, með hitastilli STRAUVÉLAR BORÐELDAVÉLAR ÞVOTTAPOTTAR KARTÖFLU-AFHÝÐARAR SKÓBURSTARAR ÞRÍSKIPTAR PERUR í ameríska standlampa ÚTSÖGUNARSAGIR OFNAR MEÐ VIFTU OFNAR MEÐ GEISLA OFNAR MEÐ LOFTSTREYMI HITABAKSTRAR FÓTAVERMIR er alltaf hjá okkur. v i ð reynt að b y r g j a okk- egundum sem völ er á:i HITAKÖNNUR HNÍFABRÝNI RAKVÉLAR STRAUBORÐ sem má hækka og lækka VASALJÓS, 4 tegundir J ÓLATRÉSLJ ÓS L J ÓSAKRÓNUR LAMPAR í öll herbergi ÚTIDYRALJÓS með húsnúmerinu BORÐLAMPAR RÚMLAMPAR RYKSUGUR HRAÐSUÐUKÖNNUR HRAÐSUÐUPOTTAR HRINGBÖKUNAROFNAR CORY-KAFFIKÖNNUR HÁRÞURRKUR HANDÞURRKUR GRÆNMETISKVARNIR ,, MILK-SH AKE ’ ’-vélar RJÓMAÍS-VÉLAR fyrir kæliskápa SPENNUBREYTAR fyrir „Braun“- rakvélar til þess að hægt sé að nctíí þær í bíla. — Allar þessar vörur eru fyrirliggjandi, eða væntanlegar — Véla- og raftækjaver/luuin hf. Bankastræti 10. Sími 12852.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.