Þjóðviljinn - 04.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. deaember 1958 ÞlÓÐVILJINN Útgeíandl: 8ameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamqnn: Ásmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon. Tvar K Jónsson. Macnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greíösla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur'. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðar Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans Eru þefta „s\'ik við þjoðina64? rí^íminn í gær hefur þau um- mæli eftir Hermanni Jón- assyni forsætisráðherra úr ræðu hans á fundi Fram- sóknarfélags Reykjavi'kur í fyrrakvöld að „það væru bein svik við þjóðina að ganga inn á síðustu efnahagsmálatil- lögur Alþýðubandalagsins“. Greinilegt er að forsætisráð- herrann hefur hér viðhaft þá sérkennilegu smekkvísi að leggja á opinberum fundi út af tillögum sem lagðar hafa verið fram í rikisstjórninni sem umræðugrundvöllur af hálfu eins stjórnarflokks- ins til lausnar á efnahags- málunum. Er það að vísu í samræmi við þau vinnubrögð öll sem afturhaldsöfl Fram- sóknarflokksins hafa viðhaft síðustu dagana, eða eftir að þau tóku þá ákv"rðun að reyna að sprengja stjórnar- samstarfið og taka höndum saman við íhaldið. að er að sjálfsögðu e'kkert leyndarmál, og sízt eftir það sem gerzt hefur að und- anförnu, að tillögur Alþýðu- bandalagsins eru í öllum meg- inatriðum byggðar á svo að segja einróma afstöðu Al- þýðusambandsþingsins. Af- greiðsla þess á efnahagsmál- unum var gerð einróma að undanteknum ,,miðkaflanum“ í ályktuninni, sem samþykkt- ur var með öllum greiddum ackvæðum gegn aðeins 32. Það liggur því beinr.st við, þegar forsætisráðherrann og Tíminn tala um „svik við þióðina", verði gengið inn á ti’lögur A’bvðubandalaesins, að líta á efnahagsmálaálykt- un A’þýðusambandsþingsins, sem er impistaða og megin- kiarn; tillagna Alþýðubanda- lagsins. Qá hluti efnahagsmálaálykt- ^ unar Alþýðusambands- þingsins, sem snertir beint lausn efnahagsmálanna, er svohl jóðandi: „Þingið telur að irnða þurfi ráðstafanir í ef'rp- hagsmálunum við eftirfar- andi: 1. að stöðva dýrtíðina, 2. að tryggja Uaupmátt laun- anna, 3. að fryggja næga at- virnu, 4. að vinna njarkvtst að aukinni útflutningsfram- leiðsUi. Þintrið leggur því á- her/Ju á að þe.gar í s+að verði eftirfarandi ráðstafanir gerð- ar; Nú þerVr verði hafizt handa um að stöðva ve-ðbólg- una. 26. þing ASÍ lýsir yfir því, að íii hess að auðvelda freitari aðgerðir getur það fallizt á. að vísitalan verði greidd r'ður þannig, að hún hækki ekki frá hví seni nú er (framfærsluv'sitala 202 stig og kaupgjaldsvísjtala 185), með þeim hætti að það valdj engri rýrnun á kanp- mætti > una, enda yerði fjár- in,s t’l niðurgreiðslunnar ekki aflað með auknum sköttmn, «em verlialýðsstéttin verður að bera. Fjár til niðurgreiðsl- unnar og til stuðnings at- vinnuvegunum verði m.a. afl- að með: 1. Sparnfaði í rekstri ríkisins og frestun um skeið á nokkrum þeim fjárveitingum til fjárfestin.gar á vegum liins opinbera, sem minni þýðingu hafa í rekstri þjóðarbúsins, þó án þess að af því leiði at- vinnuleysi. 2. Með því að verja greiöshlaígangi rílds- sjóðs ú því skyni. 3. Með auknum tekjum af einka- sölum og skattlagningu á þá, sem grætt liafa á verðbólg- unni, — Koniið verði upj) stofnun, er Iiafi það verkefni lað gera áætlun um fjárfest- ingu og heiklarstjórn á sviði atvinnumála í samráði við rík- isstjómina. Iáigð verðí á- herzla á að efla þær atvinnu- greinar sem þýðingarmestar em frá hióðhagslegu sjónar- iniði. Ríldsstjórnin láti fara fram ýtarlega endurskoðun á rekstrarfvrirkomula.gi og sldr^xn mála í aðalatvinnuveg- um landsins, s.iávarútvegi, laMbúnaði og iðnaði, með það fyrir augiun að rekstur þelrra verði sem liagfelldastur frá sjórlxrmiði þjóðarheildarinn- ar“. etta er grundvöllur þeirra tillagna, sem forsætisráð- herrann og Tíminn hrópa upp um að sé „svik við þjóðina" að ganga að og þá væntan- lega einnig að ræða um! Hvorki Alþýðusambandsþingið né þingflokkur og ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa sett fram neina úrslitakosti heldur markað stefnu sína og kröfur í sambandi við umræður um lausn efnahagsmálanna og stjórnarsamstarfið. Og þessar tillögur liggja ljóst fvrir og þvi giörsamlega, von'aust fyr- ir afturhaldsöflin í Framsókn að gera úr þeim grrýlu eða glæp. Það eru aðrir aðilar en . Alþýðubandalagið og verka- j lýðssamtökin sem hyggja á „svik við þjóðina", og þá ekki sízt íslenzkar alþýðustéttir, ef gera á afst.öðu Alþýðusam- bandsþingsins og efnahags- málatillögur þess og Alþýðu- bandalagsins að ástæðu til stjórnarslita., eins og nú er greinilega að stefnt af því svarta afturhaldi í Framsókn- arflokknum sem alltaf var andv.'gt vinstri stjórn og vinstri stjórnarstefnu og reynf hefur með verulegum árangri að hindra framkvæmd ýmissa veigamestu atriða j stjórnarsáttmálans. Hrópyrði. Tímans og Hermrnns Jónas-! sonar um „svik við þjóðina" eru því aðeins illa tilbúin grima til að skýla þeirri á- sjónu afturhaldsins í Fram- sóknarflokknum sem greini- lega má merkja að baki þeirra kappsam’egu tilrr.una sem nú eru gerðar til að sundra ríkis- etjórninni. Forsendur einræðisins eru fyrir hendi í Frakklandi HarSnandi átaka aS vœnta utan bings er afturhaldiS hefur einokaS þingiS . f j /^árungarnir í París segja ^ að fyrsta þing fimmta lýðveldisins sé það íhaldssam- asta sem Frakkar hafa búið við síðan á stjórnarárum Lúð- víks 18. fyrir rúmri öld, og þeir hafa talsvert til síns máls. Með breytingum á 'kjördæmaskipun og kosninga- f.yrirkomulagi hugðist de Gaulle, borgarakonungur 20. aldarinnar, búa í haginn fyrir sína menn. Honum tókst það svo vel að fullyrt er í París að honum þyki sjálfum nóg um. Vinstri flokkarnir hafa verið gerðir áhrifalausir á þingi, enda þótt yfir 40 af liundraði franskra kjósenda greiddu þeim atkvæði. Komm. únistar, sem í fyrri kosn- ingaumferðinrii, þegar hver flokkur var einn á báti, hlutu Jaoues Soustelle (t. h.) í ræðu- stól í Alsír í vor ásamt Massu jfallhlífarhers- flest atkvæði, hafa fengið tíu '5 liöfðin.gja. þingsæti. Við slíku mátti bú- ast, nýju kosningalögunum var fyrst og fremst beint gegn þeim. Sósíaldemókratar fengu að sinu leyti enn verri útreið, enda þótt þeir héldu 40 af 100 þingsætum sínum. Sósíaldemókrataflokkurinn er nefnilega stjórnarflokkur, flokksforinginn, Guy Mollet, átti manna mestan þátt í að hefja de Ga alle til valda í vor. Þar með voru vinstri öflin lömuð og klofin, í stað þess að fylkja þeim gegn uppreisn herforingjanna í Alsír. Mollet var launað með embætti að- stoðarforsætisráðherra og mörgu kjördæmi hagrætt eft- ir óskum hans þegar til kosn- inga dró. Þeir sem réðu stefnu sósíaldemókrpfa gerðu sér vonir um að þeir yrðu stærsti eða næststærsti flokkur þings- ins. |7"nut Stáhlberg, Parísar- fréttaritari Stockholms- Tidningen, málgagns Alþýðu- sambands Svíþjóðar, segir í blaði sínu í fyrradag: „Fyrir frönsku sósíaldemókratana voru úrslitin eins og kylfu- högg. . . . Flo'kkurinn hefur ekki tapað mjög mörg- um atkvæðum, en þingsæta- tapið er engu að síður per- sónulegur ósigur fyrir flokks- foringjann Guy Mollet og vantraust á málamiðlunar- stefnu flokksins gagnvart í- haldinu síðan í kosningunum fyrir tveim árum síðan, sem hefur gerf flokkinn að banda- manni striðsæsingamannanna í Alsír.“ Stáhlberg telur að á aukaþingi sósíáldemókrata, sem kallað hefur verið sam- aji til að ræða kosningaósigur- inn, verðj ákveðið að hafna stefnu Mollets og taka upp róttækari stefnu, ekkert ann- að geti bjargað lífi flokksins eins og þingið er nú skipað. , ' Oi " Ó, .■•••JJ ' ' iT'ekizt hefur að stjaka •*- kommúnistum út af þingi, Charles de Gaulle hershöfðingi ávarpjar nðdáendur sína. en þeir eru eftir sem áður rúmur fimmti hluti frönsku þjóðarinnar. Slíkt afl, kjarrii verkalýðsstéttarinnar, vérður ekki að engu gert með kosn-' ingabrellum. Stór flokkur, sem útilokaður er frá áhrif- um á þingi, beitir sér auðvít- að utan þess. Vitað er að Soustelle, ioringi gaúllista- flo'kksins nýja UNR, og marg- ir nánustu samstarfsmenn hans, hafa einsett sér áð þjarma að kommúnistum með lagasetningu, sem hlýtur að skerða fre’.si og lýðræðiölég réttindi allra franskra. borg- ara. Franskir kommúnistár eru við því búnir að þurfa að starfa að meira eða minriá. leyti á laun. Þjóðfélagsátökin hljóta að harðna, því að vinstri öflin eru ekki úr sög- unni í þjóðlífinu, þótt þeim sé meinað áhrifa á þingi í samræmi við fylgi sitt með þjóðinni. phokkur Soustelle, UNR, mun * ráðá’ yfir hátt á þriðja hundrað þingsætum á nýja þinginu. 1 Frakklandi félck hann 188 þingmenn kjörn.a og^ hann er viss um stuðning flestallra þingmannanna frá Alsír, sem eru 71 talsins. Auk þess getur hann búizt við lið- veizlu smærri flokksbrota hægri manna. íhaldsmennirn- ir gömlu, flokkur Pinay fjár- málaráðherra, hefur 132 þing- sæti. Til samans munu þvf þessir tveir íhaldsflokkar ráða yfir rúmum tveim þriðju af 546 þingmönnum. Það eina sem vitað er með vissu um stefnu þessarar afturhaldsfylkingar er að hún vill helzt algerá innlimun Alsír í Frakkland og má ekki til þess vita að geng- ið sé til sanminga um frið við sjálfstæðishreyfinguna þar. I öðrum málum, svo sem efna- hagsmálum og utanríkismál- um, hefur UNR alls enga stefnu. I rauninni er þetta ekki stjórnmálaflokkur held- ur samsteypa allskonar hópa manna, sem hlaupið hafa sam- Framhald á 10. siðu.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.