Þjóðviljinn - 06.12.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.12.1958, Blaðsíða 9
47 — Óskastundin Laugardagur G. des. 1958 — 4. árg. — 40. tb!. HEILABROT Hvaða karlmannsnafn getið þið lesið út úr þessu: as as ,as.. SAMKEPPN- INNI LOKIÐ Samkeppninni um bezta dagbókarkaflann er nú lokið. Þrjár stúlkur sendu í keppnina og höf- um við birt alla kaflana og þið væntanjega lesið þá. Við vildum ekki þeg- ar til kom gera upp á milli þeirra,, þeir voru allir góðir og við höfum sent öllum stúlkunum hina eftirsóttu bók. Nú eru Það vinsamleg til- mæli okkar að þessar pennafæru stúlkur skrifi okkur um bókina. Hvern- ig þeim líkar hún og hvort þær telja sig hafa gagn af henni. POSTHÓLFIÐ Eg óska áð komast í. bréfasambancl við þilteða stúlku á aldrinum 10 til 12 ára. Kiistborg Björgvins- dóttir, Krossgerði um Djúpavog. Eg óska að komast í bréfaskipti við pilt eða Itáðníng á gátu. Barnið gengur á fjórum fótum en fullorðinn á tveim, ellin bætir staf til stuðn- ings og staulast heim. stúlku á aldrinum 10 til 12 ára. Hansína Ingólfsdóttir, Krossgerði um Djúpavog. Kæra Óskastund. Eg þakka þér fyrir all- ar ánægjustundirnar. Mér fannst mjög gaman að Páskanorninni og Dans- leiknum eftir Selmu Lag- erlöf. Mig langar til að biðja þig að birta fyrir mig textann Nú liggur vel á mér og Lóa litla á Brú. Loks ætla ég að senda þér skrítlur. Vertu blessuð og sæl, Kidda Kettlingur. KLIPP KLIPP Reynið að klippa svona myndir. Þið getið raðað mörgum saman og gert lióp- myndir af fuglum. Það væri falleg skreyting í vinnu- bók í náttúrufræði með kaflanum um farfugla. Sendið okkur klippmyndjr, sem þið liafið gert. nitstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir - Otgefandi: Þjóóviljinn Sveinn Sveinsson: að var komið alveg fram að jólum, og litli jólasveinninn hafði stein- gleyrnt öllu sem hann átti að gera. Hann hafði steingleymt því að hann átti að fara með jóla- gjafip til barnanna, og hann hafði alveg gleymt að hafa jólafötin sín í lagi; hann hafði bara al- veg gleymt að vakna allt þetta ár, frá því að hann kom heim eftir jólin í fyrra. Hann geispaði ógur- lega, teygði sig allan og staulaðist fram úr rúm- inu, Þetta var Ijóta á- standið. Honum gekk þó vel að finna fötin sín, því að jólasveinár eru á- kaflega reglusamir með ,að brjóta fötin sín sam- an og leggja þau á vísan stað þegar þeir hátta. Hann flýtti sér í sokk- ana, í buxurnar og skóna, en húfuna sína fann hann hvergi hvernig sem hann leitaði. Allt í einu mundi hann hvernig á því stóð, Krakltarnir í Austurstræti liöfðu náð í hana í fyrra þegar hann var að fara heim ,til sín. Jæja, hann átti aðra húfu, það gerði ekkert til. Hann setti upp hvíta snjóvettlinga, tók stóran poka og snærisspotta og hljóp út. Úti -var mikið og gott jólasveina- veður, tunglsljós, frost og snjór. Jú, jú. Þama voru skíðin hans og skíðastafimir síðan hann kom heim í fyrra, al- veg eins og hann . hafði gengið frá þeim við kofa- dyrnar s í n a r . Verst hvað hann var orðinn voðalega svangur. Eina,. von hans var að geta krækt sér í bjúga einhversstaðar á bæ sem hann kæmi að. Verst hvað þau voru víða orðin vond, þetta voru engin bjúgu sem nú voru búin til í Kjötbúðinni Borg eða Sláturfélagi Suðurlands. En gömlu, Framhald á 2. síðu. Laugardagur 6. deannber 1958 — ÞJÓÐVILjrNN (9 LANDSLIÐ — BLAÐLIÐ S.l. þriðjudagskvöld efndi H.S.Í. iil keppni í kvenna- og karlaflokki milli úrvalsliða, er landsliðsnefnd sambandsins hafði valið og liðs er íþrótta- fréttarítarar dagblaðanna sáu um val á. Mjög mikill áhugi virtist vera fyrir þessum leikj- um, fullt hús áhorfenda, a.m.k. 650—700 manns. Kvennaflokkur: „Landsíið“ — Blaðalið 17:10 (9:6) (8:4) Leikur þessi var fremur góð- ur og án efa sá jafnasti, sem háður hefur verið hingað til og má þakka það skynsamlegri aðferð við val liðanna. í byrjun leiksins sýndi „landsliðið" dá- góðan leik, en hinsvegar virt- ist blaðaliðið ekki ná saman sem ekyldi. Þetta lagaðist þó von bráðar. Var fyrri hluti halfleiksins nokkuð jafn, en úr því fór að síga á ógæfuhliðina fyrir blaðaliðinu. Náði „lands- liðið“ 4—5 fnarka forskoti (nokkur þessara marka voru fremur ,,ódýr“) skömmu eftir miðjan hálfleikinn, en blaðaliðið var þó ekki alveg á því að gefa hlut sinn. Tókst þeim að minnka markamuninn nokkuð þannig að leikstaðan í leikhléi var 9:6. „Landsliðinu" í vil. Síðari hálfleikur var mjög svipaður þeim fyrri, jafn fram- an af, ’en síðan tókst lands- liðinu að auka nokkuð forskot sitt og loks hlaðaliðinu að minnka muninn lítilsháttar. Framan af leiknum var leik- ur beggja fremur góður, en er líða tók á leikinn varð leikað- ferð beggja mjög óraunhæf, sem ef til vill má rekja til skorts á úth'aldi. Ekki verður annað sagt, en grip beggja hafi verið fremur léleg og send- ingar ekki eins vandaðar og krefjast verður af jafn leik- vönum keppendum. Mörk landsliðsins ekoruðu: Gerða 7, Helga 5, Sigríður L. 4, Perla 1. Mörk blaðaliðsins skoruðu: Ólína 4, Liselotte 3, Inga Magnúsd. 2 og Inga Hauksd. 1. Dómari var Daniel Benja- mínsson. Einkennanidi var og um leik þennan, hversu erfið- lega gekk að skora úr víta- köstum. Alls vðru framkvæmd 8 vítaköst í leiknum, en aðeins 3 þeirra höfnuðu í netinu, Itarlaflokkur: „Laiulslið“ — Blaðalið 31:13 (14:9) (17:9) „Landsliðið“ byrjaði mjög vel, var húið að ekora 4 mörk, áður en blaðaliðið hafði áttað sig. Var það Karl Jóhannsson, sem skoraði þessi 4 fyrstu mörk leiksins, öll svo til á sama etað, og er því ekki f jarri lagi að álíta að einhver veila hafi verið í hægri væng varnarinn- ar hjá blaðaliðinu. Eftir þetta var leikurinn nokkuð jafn, „landsliðið" hélt sínu forskoti 3—5 mörkum og var leikstað- an, er /blásið var til leikhlés 14:9 „landsliðinu" í vil. Síðari hálfleik náði ,,landsliðið“ al- gerlega undirtökunum í leikn- um, juku þeir brátt forskot sitt upp í 7—8 mörk og undir leiks- lokin enn upp í 10—11 mörk. Leiknum lauk svo með algjör- um sigri „landsliðsins" ' 81:18 og mun það vera einn mesti sigur „landsliðs11 í leikjum sem þessum. Leikur þessi sýndi að beztu leikmenn vorir hafa enn ekki nægilegt þol í 2x30 mínútna leik, enda er heldur ekki við því að búast, þar sem leikirnir í vetur fram að þessu hafa eingöngu verið stuttir þ.e. —• 2x10 mín. og 2x15 mín. I „landsliðinu“ bar Gunnlaugur af, sýndi jafnframt, að hann er vel liðtækur „línumaður" Einar var mjög traustur, bæði í sókn og vörn. Karl. Jóhannss. virðist einnig vera í allgóðri æfingu, en honum hættir til að skjóta of mikið í vonlausum tækifærum. Guðjón i markinu Framhald á 10. síðu. Handknattleiksmótið: LokaþáBurinn uen helgina Um þessa helgi fara fram síðustu leikir Reykjavíkurmóts- ins að þessu sinni. Er þar um að ræða hreina úrslitaleiki og aðra leiki sem þó ekki hafa á- hrif á úrslit í flokkunum. 1 þriðja flokki B. eru Vík- ingar lang sigurstranglegastir og almennt talið að þeir eigi bezta liðið í þeim flokki. Mun þeim nægja jafntefli til sigurs. 1 þriðja flokki A er það Þróttur sem leikur til úrslita. Þó er sá möguleiki til að Vals- menn komist í úrslit, en til þess þurfa þeir að sigra KR með 9 marka mun, sem senni- lega gengur erfiðlega. Kæra j kom fram á leikinn Fram — ÍR og þegar þetta er skrifað var ekki búið að dæma í því máli, en á morgun á úrslita- leikurinn að fara fram. í kvöld fer lika fram úrslita- leikurinn í meistaraflokki kvenna og eigast þar við Ár- mann og KR. Verður það án efa jafn og skemmtilegur leik- ur, en kunnugir telja allerfitt að spá um úrslit og vafalaust þurfa Ármannsstúlkurnar að spjara sig og leika ákveðnara en þær gerðu á móti Þrótti. KR-stúlkurnar munu líka leggja sig fram til að vinna. Sem sagt mjög tvísýnn leikur. Þá verða í kvöld hrein úrslií í öðrum flokki karla milli Ár- manns og Þróttar, og verðsr það jafn leikur og tvísýnn. Bæði liðin eiga góða leikmenn og kröftuga, og sjálfsagt ekki oft verið svo góð tvö lið í öðr- um flokki í úrslitum. Bæði lið- in hafa jafntefli úr keppninni áður, og jafna stigatölu. Tveir aðrir leikir í öðrum flokki eru líka i kvöld en þeít hafa ekki áhif á úrslit móts- ins, en það eru Víkingur — KR og Fram — 1.R, hvortveggjs, jafnir og tvísýnir leikir. KK verður ekki unx þokað Fram gerði þann rugling í reikninginn að vinna IR í meist- araflokki, svo að þeir korna með 2 stigum færra til úr- slitakeppninnar, og eins ag styrkur KR hefur verið í móti þessu er það naumast fræðileg- ur möguleiki fyrir IR að vinna með það mörgum mörkum að dugi. Hitt er víst, að ÍR-ingar munu gera sitt hezta til þess að gera KR-ingunum erfitt fyr- ir, og helzt vinna. ÍR-ingar hafa í síðustu leikjunum sótt sig, og ef þeim tekst að Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.