Þjóðviljinn - 06.12.1958, Side 10

Þjóðviljinn - 06.12.1958, Side 10
Framhald af 1. síðu. góðu, íslenzku sveita- bjúgun, spikfeit og búin að hanga tvo mánuði uppi í eldhúsi, það var nú mat- ur £em talandi var um. t>að kom vatn í munn- inn á honum við þá til- hugsun. Hann festi á sig skíðin og renndi sér af stað. Hann var þaulvanur skíðamaður og bar því fljótt yfir. Þegar hann var kominn niður byggð fór hann að líta í kringum sig eftir bæjum, í þeirri von að þar væru bjúgu til. Við túngarðinn á fyrsta bæn- um leit hann í kringum sig, og sá þá að þar var annar jólasveinn. „Hver ért þú?“ spurðu þeir hver um sig, því þó að jólasveinarnir séu all- ir bræður, þá þekkja þeir ekki hver annan. „Eg heiti Skyrgámur, en getur þú sagt mér, bróðir. hvar ég get feng- ið gott skyr“? „Það er allstaðar til, veiztu ekki . að á þessu landi er allt fullt af skyri"? „Eg vil ekki þetta skyr frá Samsölunni eða mjólkurbúunum. Nei, þá er nú blessað íslenzka súrskyrið betra, það sem hitaði manni út í hverja taug, Þó að það væri étið beingaddað í 30 stiga frosti“. Eftir að hafa rætt á- hugamál sín um stund, fóru þeir heim á bæinn. Þar voru allar dyr lokað- ar, en það gerði þeim ekkert til, jólasveinar þurfa ekki lykla, þeir fara bara beint í gegnum hurð- irnar. Þeir komust fljótt inn í eldhús, sem þó var ekki eldhúsi' líkt því þar var ekkert kjöt hangandi uppi í loítinu. Það sem vakti mesta athygli þeirra var ein ferleg, stutt en digur, hauslaus snjókerling sem s-tóð þar úti í einu horn- inu. Þeir gláptu báðir al- veg hissa, þvílíkt höfðu þeir aldrei séð á sinni lifsfæddri ævi. Hvernig gat staðið á þessu? Snjó- kerling inni í eldhúsi! Það var alls ekki viðeig- andi staður fyrir heiðar- ' lega snjókerlingu að vera þar. Þeir urðu að bjarga henni út í frostið, svo að hún yrði ekki steindauð á morgun. Hlupu þeir því til. hennar, tóku utan um hana og ætluðu að bera hana út. En það var vont að taka á henni, hún var hörð eins og steinn og hál eins og klaki í blíðviðri, og auk þess fór hún nú að gefa frá sér eitthvert murrandi suðuhljóð. Við- þetta urðu þeir svo hræddir að þeir slepptu öllum tökum á kerling- unni og flýttu sér sem mest þeir máttu að kom- ast út úr þessu dularfulla húsi. Úti stönzuðu þeir til að burrka af sér svit- ann og jafna sig ofurlítið eftir hræðsluna, en enga hugmynd höfðu þeir um að þeir höfðu verið að glima við kæliskápinn. En þar sem að jóla- sveinar mega aldrei vera lengi tveir saman, urðu þeir nú að skilja og fara hvor sína leið, þeir áttu báðir að gegna sínum ákveðnu verkefnum. Festu beir því báðir á sig skíðin og héldu áfram • ferðum sínum. Fóru þeir sinn í hvora áttina, og litil líkindi voru til að þeir myndu hittast fyrr en kannski á næstu jól- um. Alltaf var Bjúgnakræk- ir að vonast til að hann gæti orðið sér úti um einn eða tvo bjúgnalanga, því annan mat vildi hann ekki ieggja sér til munns. Loks sá hann bjúgun, það var í matarbúð við Laugaveginn, og var hann fljótur að ná sér í nokkra langa og borða þá. Ekki þótti honum þessi bjúgu góð, en þó betri en ekkj neitt, enda sefuðu þau sárasta sult- inn. Eftir þetta gat hann farið að líta í búðaglugg- ana og sjá hvar þar væri á boðstólum. Og þar var nú sitt af hverju tagi. Nú voru öll börn hætt að leika sér að hornum, kjálkum, leggjum og Framhald á næstu síðu. — Jú, sagði drengur- inn og horfði á föður sinn. Hvað var að andlit- inu á pabba? Og rödd hans, sem venjulega var svo snögg og hörð, var nú svo undarlega hlý. — Á hvað var hann að horfa? •— Ekki vissi drengurinn að hugur föður hans ljómaði og hlýnaði allur við gamlar minningar. Minningar um móður Pétur Sumarliðason: Stolizt i róðw Drengnum hlýnaði öllum, bara við að heyra þessa rödd. Faðir hans tók upp tóbaksglasið og hellti úr þvi í stóran hrygg á handarbakið, studdi síð- an olnbogum á hné sér og lagaði til tóbakið, glas- ið falið í hægri lófanum. Svo sat hann bara kyrr og starði í loga mótor- lampans. Drengurinn þorði ekki að hreyfa sig, starði bara á föður sinn. drengsins. Gömlu konuna sína, var hann vanur að kalla hana því hann ætlaði líka að elska hana þegar hún væri orðin gömul. En hún varð aldrei göm- ul. Hún dó þegar dreng- urinn þeirra var ársgam- all. _____________ Drengurinn sá að laoir hans bærði varirnar eins og hann væri að tala við einhvern, en heyrði hann ekki sefia neitt. kindavölum, enda var fátt um slíka þjóðlega hluti í giuggunum. Aftur á móti var allt fullt af ýmiskonar nýju dóti sem hann vissi tæplega hvað var. Margt af því var þó býsna glæsilegt, og margt af því hvarf ofan í poka jólasveinsins. Hann fór búð úr búð og keypti meira og meira, jólasveinarnir hafa alltaf nóga peninga. Á rassin- um á buxunum þeirra er vasi sem aldrei tæmist, og þess vegna verða þeir aldrei peningalausir hvað mikið sem þeir kaupa, enda kaupa þeir aldrei annað en dót og góðgæti handa krökkunum. Þegar pokinn var orð- inn fullur var kominn aðfangadagur. Nú vai'ð hann að flýta sér mikið, allir urðu að fá sitt, og það í síðasta lagi á að- fangadagskvöld. Ekki veit ég hvernig hann fór að því, en ég held að honum hafi tek- izt það, og verið getur að hann hafi komið með jólagjöfina þína í pokan- um. ----- Óskastundin — r(S Svo allt í einu kinkaði hann kolli í ákafa, rétti úr sér, tók í nefið og stóð upp. — Jæja, vinurinn. Ætli rokkurinn fari ekki að verða heitur? Við verð- um að vera búnir að setja í gang áður en Bessi kemur, annars heldur hann að allt sé bilað. Færðu þig tjl og verlu kátur, kútur minn, nú verðum við saman á sjó og róum langt því lóðirn- ar eru úti í Djúpál. Drengurinn hlustaði á rödd föður síns, svo djúpa og hlýja, og það seitlaði um hann friður og öryggi. Hann stóð upp og færði sig svo hann yrði ekki fyrir. Faðir hans bjó allt undir gang- setninguna. Allt í einu var vélin farin að pústa. — Dreptu á lampanum —, kallaði faðir hans. Drengurinn flýtti sér að skrúfa frá lampanum. — Farðu svo fram á lúkarskappa og vittu hvort þú sérð ekki til kallanna. Drengurinn fór upp í rórhús, en þégar hann kom fram á dekkið stökk Bessi um borð, sjálfur formaðurinn. — Nei, hvað sé ég, er hornsíli um borð. Heldurðu að þú verðir ekki sjóveikur, kallinn minn? — Nei, nei, sagði dreng. urinn. Hann þorði ekki að bæta því við, að hann hefði oft komið út á vík- ina og aldrei orðið sjó- veikur. — Nei,nei, sagði hann aftur. Hann var ekki viss um hvort Bessi hefði heyrt til hans. 10) — ÞJÓÐVtLJINN — Laugardagur 6. desember 1958 Landslið — pressa Framh. af 9. síðu sínum gamla, létta leik getur margt skeð. Leikurinn milli Ármanns og Vals getur orðið nokkuð jafn, þó eru Valsmenn heldur líklegri til sigurs, enda þegar farnir að finna hvern annai betur en í byrjun mótsins, og hjálpa þar leikir og eins nýja húsið. * Fram verður sennilega ekki í neinum vandræðum með Þrótt, til þess hefur Þróttur átt of slaka leiki og eins hitt að Fram hefur yfirleitt átt góða leiki. Þó er það nú svo að leikir þeirra eru svolítið mis- jafnir, en það kemur Fram tæp- ast að sök í þessum leik. Aðrir leikir á morgun: 3. fl. B: Víkingur C — KR 3. fl. B Víkingur B — Fram. 2. flokkur: Þróttur(?) — ÍR eða Fram. (Úrslit). 1 þ r ú 11 i r Framhald af 9. síðu. sýndi fremur góðan leik. Ragn- ar og Birgir virðast æfingar- litlir og mun daufari en á s.l. keppnistímabili. Reynir var í betra lagi framan af. Karl Ben. er duglegur en mistókst þó oft hrapallega í góðum tækifærum. Pétur Sigurðsson var lítið með í leiknum, enda lítið um „linu- epil“. Hörður Felixsson var traustur í vörn, en er aftur á móti nokkuð þungur í sókninni. * „Landsliðið“ sem heild féll ^remur illa saman og má ef til | vill um kenna of tíðum skipt- ingum. Mörk „landsliðsins11 skoruðu: Gunnlaugur 10, Karl J. 7. Reynir 5, Birgir 3, Ragn- ar 3, Hörður 1, Karl B. 1 og Pétur 1. Blaðaliðið náði sér aldrei verulega á strik, einhvernveg- inn náði það aldrei saman. Vörnin var fremur opin og sóknarleikurinn nokkuð þungur og einhæfur. I blaðaliðinu voru þeir Hjalti markv., Hermann og Matthías einna atkvæðamest ir. Þórir Þ„ Geir og Ágúst virð- ast æfingalitlir. Bergur er lag- inn, en fyllir ekki stöðu mið- bakvarðar. Mörk blaðaliðsins skoruðu: Hermann 7, Þórir Þ. 5, Mattías 3 og Ágúst, Bergur og Geir sitt markið hver. Dómari var Valur Benedikts- son. Als. A ð v ö r ii n um sföðvmt atvinnurekstrar vegna van- greidds söluskatts og útflutningssióðsgialds fyrir árið 1957. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 86, 22. desember 1956, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja, hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt og útflutningssjóðsgjald fyrir árið 1957, stöðvaður, þar til þau hafa gert full s’kil á hinum vangreiddu gjöldum. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til toilstjóraskrifstofunnar, Amarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 5. desember 1958. Sigurjón Sigurðsson. 1 s I e B z k Framhald af 7. síðu. sögninní (kom), en aukasetn- ingin skiptj mjög litlu máli, yrðu setningaskij á undan fyrr en og setningin um leið tíðarsetning: — Hann kom, fyrr en við var búizt.“ Þessi dæmi sýna að skóliakommu- setningin byggir ekki ein- göngu á setningafræðilegri greiningu, því að merkingin ræður hér áherzlu. Þegar rætt er um kommu- setningu eftir merkipgu er átt við það að setja kómmu þar sem hennar er þörf vegna þess að hlé er gert í lestri eða eðlilegum flutningi. Af sjálfu sér leiðir að miklu frekar er þörf kommu í löng- um málsgreinum liugsunarinn- ar, ef svo mætti að orði kveða, t u ii g a og til að tengja saman það sem saman á. Vitanlega er ekki unnt að setja kommu við allar hvíldir í lestri, en komma eftir merkingu má hvergi vera nema. þar sem einhver hvíld eða eitthvert hlé er í lestri eða framsögn efnisins. Það er því engin skynsemi í því að setja komm- ur alls staðar þar sem stirð- ur ræðumaður gerir hlé í flutningi eða slítur sundur ræðu sína. Og svo getur reið- ur maður þulið úr miklu lengra máli hvíldarlaust (án þess að anda) en skynsamlegt væri að hafa algerlega kommulaust. Hvur, liv()r og hver Alkunna er það að þegar talað er um tvo, er rétt að nota orðið hvor, en hver þeg- ar talað er um fleiri en tvo. Hins vegar hefur verið algeng um land allt myndin livur (borin frsm með hv eða kv eftir má'lýskum, en alltaf með u-j) í merkingunni „hver“ og einnig í merkingunni ,,hvor“ víðast hvar á landinu. Eg hef það fyrir satt að ó- skólagengið fólk á Suðurlandi geri almennt greinarmun á „hver“ og „hvor“, en ég veit ekki hvort svo er annars stað- ar á landinu. Sunnlendingar segja í daglegu tali „hvur“ =hver, og „hvor“, um tvo. (Eg ætla að skjóta því hér inn í aÓ effir skólakommu- setningu er tæpast afsakan- legt að nota þessar tvær síð- ustu kommur, að minnsta kosti ekki þá fyrri, en þær skipta máli fyrir merkinguna og því set ég þær.) Nemandi minn af Aust- fjörðum kenndi mér fyrir nokkrum árum þennan hús- gang úr heimahögum sínum: „Oft er í holti heyrandi nær, þótt hundar lágum urri. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvurri.“ Hér sker rímið úr um það að sá sem ort hefur vísuna, hefur notað myndina „hvur“ fyrir ,,hvor“ og þá sjálfsagt einnig fyrir ,hver“. Og í Ey- fellskum sögnum Þórðar Tóm- assonar 1 Vallnatúni (III, 83. bls.) er þessi vísa eftir mann úr Garði á Suðurnesj- um: „Þorgeirs arfar eru þrír í flyðrukarfa: Árni, Jón og Eyjólfur, ár í sjónum beygir hvur.“ Þeir sem kunna visur eins og þessar. þar sem fram kem- ur gamall framburður, gerðu mesta þarfaþing ef þeir björg- uðu þeim frá glötun. — Hér er ein, talin a.m.k. 100 ára gömul, úr Húnaþingp og sýnir flámæli (samruglingur á i og e); „Ef að slyngan áttu vin, eflaust þangað fljótast haltu, því armbönd, hringar úr og men eru þing sem kaupa skaltu.“ Fleira af þessu tagi verður Eg þakka orðalista sem að bíða. hafa borizt. Þeir verða at- hugaðir síðar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.