Þjóðviljinn - 09.12.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ef „gumsið” hefði ekki fengizt hefði fólkið í sj ávarþorpunum eystra haldið áfram að flýja byggðir sínar Rabbað við Ælfreð Guðnason, formann Árvakurs á Eskifirði liússins og er það verk þegar haí'ið; það þarf í öðru lagi að byggja stærri þrær fyrir móttöku síldar og í þriðja lagi að byggja lýsisgeymi. Ef frystihúsið væri ekki hérna væri bókstaflega ekki hægt að lifa á þessum stað nú. En ef við gætum komið upp bátaflota af heppilegri stærð, og komið frystihúsinu í nýtízku horf, — það er orð- ið nokkuð gamalt — tel ég ör- uggt að við getum lifað sæmi- legu lífi hér á Eskifirði. Allt byggist liér á sjávar- útvegi. Smáþorpin lifa ekki nema þau hafi sæmilega út- gerð og skilyrði tii að vinna úr aflanum. J. B. Það var á einu þessara imildu kvölda þegar sumar- itð hefur enn ekki að fullu kvatt, en haustið er að bú- ast til að taka sæti, að ég Mtti gamlan og góðan kwnningja minn, Alfreð Gaðnason. Fjcrðurinn logn- kyrr langt út, — þar úti sáust bátar — og' bærinn við flæðarmálið, innst við f jörðjnn híjóðlátur, — virt- ist. hafa smitazt af kyrrð kvöldsins. Ein var þó und- antekning: frá hvítu stóru Msi niðri við sjóinn barst griýr út um opnar dyr, fastur, reglubundinn véla- gmýr. Þarna inni hitti ég Alfreð enn að starfi; dag- v&ktin farin heim, en im®kkrir menn enn á sínum sitað, vafalaust nætunakt. Vsð færuin okkur í lilé fyr- iir mesta hávaðanum, og svo hef ég að spyrja Alfreð Mnna fávísu spurninga hilaðamannsins. Ef vinnan við togara- aflann hefði ekki verið — Hvernig hefur atvinnan verið hjá ykkur hér? —Það hefur verið ágæt at- vinna hér á Eskifirði í sum- ar, svarar Alfreð. — En s.l. vetur? — Það var nokkuð gott eft- ir að togararnir fóru að leggja upp hér í vetur, en s.l. haust og veturinn þar til togaraaflinn kom var slæmur. — Hvaða togara hafið þið? Við erum aðilar að tveim togurum, Vetti og Austfirð- ingi, að 1/3 móti Fáskrúðs- firðingum og Reyðfirðingum. Það er mikil atvinnubót að þessum skipum. Vetrarmánuð- irnir hefðu orðið slæmir ef þeir hefðu ekki komið. Það er vafasamt að þorpið hefði lialdfet við ef vinnan við afla togaianna liefði ekld komið til. Von á tveim stórum veiðískipum — Er þetta þá fullnægj- andi? — Það vantar í þetta báta- fiskinn til þess að rekstur frystihússins geti verið góð- ur. En við ætlum að gera tilraun með vetrarveiðar héð- an. Erum að láta smíða 130 !|esta skip úti í Noregi. Það er væntanlegt um næstu ára- mót, og við vonumst til að það geti hafið veiðar á næstu vetrarvertíð. Frystihúsið á að eignast þetta skip, og það á að leggja upp hér. Þá er ætlunin að kaupa hingað einn af 250 lesta austurþýzku togurunum. Meira atvinnuöryggi tryggari rekstur — Eru engir bátar hér? — Jú, þrír bátar eru gerðir farin, en nokkur netaveiði hefur enn haldizt. Við hefðum getað unnið miklu meiri síld ef við hefð- um stærri þró og geymi und- ir lýsið. Þróin tekur aðeins 1500 mál, -— annars hefðum við getað tekið móti miklu meira af síld. Aukin síldarbræðsla mikil nauðsyn —' Lýsisgeymi þurfum við endilega að fá, heldur Alfreð áfram, a.m.k. fyrir 300—500 lestir. Við þurfum einnig að stækka þróna upp í 8—10 þús. mál til þess að geta haft þar 10 daga vinnslu. Þróin^ getur fyllzt á einum degi. Aukning bræðslu hér gæti stytt bið bátanna eftir lönd- un hér á Austfjörðum. Aukning síldarbræðslunnar er nauðsynjamál. Undanfarin ár hefur síldveiðinni alltaf lokið liér á Austfjörðum í vaxandi mæli á hverju sumri, og í sumar hefur beinlinis staðið á móttöku, þannig að flotinn hefði getað veitt all- miklu meira ef móttaka hefði verið i lagi. Óhemju aukakostnaður — Það er líka mj"g nauð- synlegt að stækka lýsisgeym- inn. Við höfum látið hér lýsi á nálega 1000 tunnur. Það er ótrúlega óhagkvæmur rekstur að þurfa að velta þeim fram og aftur, og óhemju auka- kostnaður sem fylgir því, auk þess eem tunnurnar þurfa líka svo mikið pláss. út héðan, þeir eru á síldveið- um á sumrin en gerðir út við Suðurland á vetrarvertíðum. En svo fáum við fisk af trill- um sem veiða hér úti í firð- inum. Þar sem þrír aðilar eru að togurunum koma eyður í vinnuna og framleiðslu frysti- Alfreð Guðnason hússins, og ætlunin með nýju skipunum er að fylla eyðurn- ar sem þarna verða á milli og skapa þannig jafnari vinnu, meira atvinnuöryggi og trygg- ari rekstur frystihússins. Aðalatvinnutæki þorpsins — Hvað er frystihúsið stórt og afkastamikið ? — Það á að geta afkastað 15—20 tonnum á sólarhring á 8 stunda vakt. Það má heita að frystihúsið sé aðalatvinnu- tæki þorpsins. Hér vinna flest- Frystihúsið ir, fer upp í 60—80 manns þegar flest er. Við höfum fryst um 18 þús. kassa það sem af er þessu ári. Hefðum getað tekið við miklu meira — En svo er það blessuð síldin sem farin er að heim- sækja ykkur. — Já, við höfum tekið á móti 15000 málum af síld, þar af hafa verið frystar 1200 tunnur. Það var mikil síld hér í firð- inum um tíma, er nú að mestu Eskifirði — Söltun? ■— Fram að þessu hafa hér á Eskifirði verið saltaðar um 4 þús. tunnur. Þrjú meginverkefni — Hver eru stærstu mál ylfkar varðandi atvinnu og afkomu nú? •— Við eigum von á tveim stórum skipum, eins og ég sagði þér áðan, og það stærsta sem þarf að gera næst er stækkun og lagfæring frysti- Séð yfir byggðina á Eskifirði og út á fjörðinn L.S.Ú. boðar stöcivun fiskifiotaus Framhald af 1. síðu. Áætluninni fylgir greinargerð yfir tekju- og útgjaldaliði henn- ar. Nefndin fór yfir áætlunina lið fyrir lið, og leggur til, að hún verði lögð til grundvallar í væntanlegum umræðum við ríkisstjórnina um starfsgrund- völl fyrir bátaútveginn á kom- andi ári. Þó telur nefndin, að óhætt muni vera að hækka áætlað verð á lifur um ca, 20%. 2) Framleiðsla sjávarafurða hefur stöðvast, eða legið við stöðvun hennar hvað eftir ann- að á undanförnum árum vegna verðbólgu og hins liáa kaup- gjalds í landinu, þar sem ekki hefur reynzt mögulegt að fá svo hátt verð fyrir afurðirnar á erlendum mörkuðum, miðað við skráð gengi, að það gæti borið uppi hinn háa fram- leiðslukostnað. Hefur því ríkisvaldið orðið að gera sérstakar ráðstafanir til þess að leysa þennan vanda hverju sinni til þess að forð- ast stöðvun. Það er sameigin- legt við flestar þessar ráð- stafanir, að þær hafa aðeins leyst vandann til bráðabirgða og stundum ekki nema að nokkru leyti og þá aðeins um skamman tíma. Síðasta bráðabirgðal.ausnin á vandamálum útflutningsfram- leiðslunnar var gerð með lögum um Útfiutningssjóð o. fl. nr. 33/1958. Með þeim ráðstöfunum urðu þó vissar greinar útflutnings- framleiðslunnar afskiptar, svo sem rökstutt var af L.I.Ú. í bréfum til ríkisstjórnar og Al- þingis frá 3. og 13 maí sl. Nú er komið í ljós, að grund- Viöllur sá, sem gengið var út frá við þessa lagasetningu, hef- ur raskazt mjög verulega, þar sem grunnkaup hjá verkafólki í landi hefur hækkað um 9— 10% fram yfir það, sem lögin gera ráð fyrir og kaupgjalds- vísitala hefur auk þess hækkað um allt að 10% umfram það, sem ætlað var. Fjölda margir aðrir kostnað- arliðir fylgja svo í kjöJfarið. Þá hefur það álit komið fram. hjá hagfræðingum, að búaet megi við svo miklum víxlhækk- unum kaupgjaMs og verðlags á komandi ári, að kaupgjalds- vísitala verði komin upp í 250 til 270 stig síðari hluta árs- ins 1959, ef ekkert er að gert til þess að stöðva þessa þró- un. Vegna halJareksturs báta- útvegsins á yfirstandandi ári og undanförnum árum telur fundurinn það úti'okað, að hægt verði að hefja róðra á komandi ári, nema tryggt sé, að útflutningsframleiðslunni verði bættur sá stóraukni til- kostnaður, sem orðinn er um- fram það, sem gert var ráð fyrir, þegar lögin um Útflutn- ingssjóð o.fl. voru sett. Jafn- framt verður að bæta úr þeim amímörkum, sem voru á lög- unum varðandi vissar greinar útflutningsframleiðslunnar og síðast en ekki sízt að tryggja að starfsgrundvöllur sá, sem nú verður lagður, endist að minnsta kosti allt árið 1959. „Vegna hins ískyggilega á- stands samþvkkir fundurinn að fresta aðalfnndinum og felur jafnframt stjórn og verðlags- ráði L.I.Ú., að vinna að því, að fá starfsgrundvöll fyrir út- vegjnn á komamli ári í sam- rír mi við það, sem hér er kraf- izt. Takist það ekki. fehir fund- urinn stjórn L.Í.Ú. að boða til framhahlsaðalfundar fyrir næst koniandi áramót, sem taki á- kvclrðun um, hverjar ráðstafan- ir skuli gera til þess að ná viðunandi starfsgrundvelli". Var tillaga þessi samþykkt samhljóða. Seint í gærltvöldi fór fram stjórnarkjör. Var Sverrir Júl- íusson kjörinn formaður í 15. sinn og jafnframt formaður verðlagsráðs L.Í.IJ. Varafor- maður var kjörinn Loftur Bjarnason Hafnarfirði. Nánar verður sagt frá stjórnarkjöri og ályktunum fundarins i blaðinu á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.