Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 1
Miðviku^a,gur 10. desember 1958 — 23. árgangur — 282. tbl. ¦..'.. iiiaii Vs. Guðmundur Péturs, ÍS 1, siglir inn á Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. Sig. Guðm.). Tólf 250 rúmlesta fiskiskip bœtast í flotann nœstu vikur og mánuði Fyrsfa skipiS, GuBmundur Péfurs IS 1, reynd'isf hiB bezta s]óskip i affakaveðri á heimleiSinni SíÖdegis í gær sigldi vs. Guðmundur Péturs ÍS 1, hiö fyrsta af tólf 250 rúmlesta fiskiskipum sem ríkisstjórnin hefur látið smíða í Stralsund í Austur-Þýzkalandi, inn á Reykjavíkurhöfn, en skipið kom, eins og áður hefur verið getið í fréttum blaðsins, til heimahafnar sinnar, Bolungarvíkur, fyrir helgina. Gert er ráð fyrir að hin 11 skipin verði afhent eigendum í þessum mánuði og fyrri hluta nsesta árs, en þau verða gerð út frá Dalvík, Akureyri, Siglufirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðar- firði, Bíldudal, Rauíarhöfn, Vopnafirði, Þingeyri og Hólmavík. Skipið, sem kom til Reykja- víkur í gær, var afhent eig- endum af Volkswerftskipa- smíðastöðinni í Stralsund 10. nóvember s.l. og veittu því mót- töku Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjjóri, Gunnar Friðriksson framkvæmdastjóri Desa h.f. sem annazt hefur.alla samninga fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar við austurþýzk stjórnarvöld, og Guðfinnur Ein- arsson framkvæmdastjóri BaM- urs h.f. í Bolungarvík, kaupandi skipsins og útgerðarfélag. Vandað og sterklegt — hið bezta sjóskip / Blaðmönnum var boðið að skoða hið nýja skip í gærdag, skömmu eftir komu þess til Reykjavíkur. Var það álit sér- fróðra manna sem um borð voru að skipið væri vel og sterklega byggt og búnaður allur hinn vandaðasti. Skipstjórinn, Leifur Jóns- son, eagði að Guðmundur Péturs hefði reynzt hið bezta sjóskip á heimleiðinni og lenti skipið þó í aftakaveðri, 12-14 vindstiga stormi, fyrir Norðurlandi. Mun skipið hafa gengið um 11 sjómílur á heimleiðinni, en meðalhraði þess og hinna ellefu mun á ætlaður um 12 mílur. Gert er ráð fyrir að á tog veiðum verði skipshöfnin 14 manns. Fyrsti stýrimaður á Guðmundi Péturs er Þórir Hinriksson og fyrsti vélstjóri Jóhannes Jóhannesson. Smíðasamningur gerður í ársbyrjun 1957 Eins og áður var getið, eru 250 rúmlesta skipin tólf smíðuð í Austur-Þýzkalandi á vegum •/1 urMnnn 7 aura Vcrðlagsráð landbúnaðar- ins hefur nú hækkað mjólk- urverðið um 7 aura Iítrann. Verð á kjöti hækkar um 26 aura kg. í heildsölu. Og' eggjakílóið hækkai; um 2 krónur. ríkisstjórnarinnar. Með lögum frá 27. des. 1956 var stjórn- inni heimilað að láta smíða 6 og siðar önnur 6 150 til 250 rúmlesta fiskiskip og jafnframt var ríkisstjórninni heimilað að taka lán f.h. ríkissjóðs til þess- ara skipasmíða og endurlána allt að 80% af andvirði hvers skips. Samkvæmt þessari heimild fól ríkisstjórnin hlutafélaginu Desa í ársbyrjun 1957 að hafa milligöngu við stjórnarvöld Austur-Þýzkalands um smíði skýpanna. Samningur var gerð- ur 14. janúar 1957 um smíði fyrstu skipanna og síðan við- bótarsamningur í maí-mánuði sama árs. Jafnframt var gerður samningur um kaup á aðalvél- um og togvindum í Vestur- Þýzkalandi. Lán til kaupanna fengið í Sovétríkjunum Verð hv«rs skips er tæpar sex og hálf milljón, og er yfirfærslugjald þar með irtni- falið. 'Framhald á 3. síðu. Afhugcssemd dð^cir CERIÐ SKSL Happdrætti þýSublaðsins Vegna endurtekinna um- mæla í Alþýðublaðinu um bað að strandað hafj allt stjórnarsamstarf á Því, að ég- hafi ekki viljað viður- kenna að útgerðin í land- inu þyrfti nema 37 milljón- ir króna í auknar bætur á næsta ári í stað þess að Jónas Haralz hafi talið að hún þyrfti 105 milljónir króra, þá þykir mér rétt að lýsa því yfir, að þessi ummæli eru ALGJÖRLEGA RANGLEGA EFTIR MÉR IIÖFÐ. Ég hefi ekkert slíkt sagt og virðast sögumenn Al- þýðublaðsins því hafa bi'iið þetta til sjálfir. Ég hefi markað mína af- stöðu þannig, eins og fram kemur í tillögum Alþýðu- bandalagsins, að semja eigi við útgerðina á þeim grund- velli að afkoma henrar verði svipuð og um var samið í árslok 1957. Niðurstöður nefndar þeirrar sem gert hefur sam- anburð á rekstursafkomu útgerðarinnar nú og þá, Iiggja ekki emi fyrir og á meðan vil ég ekki segja hvað mikið muni þurfa að áætla útgerðinni sem heild í auknar bætur. Jónas Haralz hefur held- ur ekkj sagt að auka þurfi bætur til útgerðarinnar um 105 milljónir, en hann hef- ur hins vegar sagt að láta muni nærri að öll útgjöld útgerðarinnar hafi hækkað um 105 milljónir króna vegna hækkunar á grunn- kaupi, hitt hefur hann svo einnig bent á að athuga þurfi að hvað miklu leyti önnur atriði í rekstri út- gerðarinnai; hafi snúizt hénni i hag. Það er tilgangslaust fyr- ir Alþýðublaðið að halda því frani, að stjoinarsam- starfið hafi rofnað af því, að ég hafi viljað gera svo illa við útgerðina, en aðrir ráðherrar hafí hins' vegar viljað gera svo vel við hana. Áður hefur Alþýðublaðið og ýmsir forystumenn AI- þýðuflokksins þó talið, að ég hafi gert of mikið fyrir útgerðina. Lúðvík Jósepsson. Deildafundir Fundir í 5. deild (Bolladeild) og 9. deild (Kleppsholtsdeild) í kvöld kl. 8.30. Áríðandi mál á dagskrá. Sósíalistafélag Reykjavíkur. KKI frestað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.