Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudag'ur 10. desember 1958 Nú er röðin komin að Adolf Hitler Á síðustu árum hefur gætt tilhneiginga hjá vestur-þýzk- um kvikmyndagerðarmönn- um til að fegra hlut ýmissa af hinum alræmdu stríðs- glæpamönnum nazista, jafn- vel bregða yfir þá einskon- ar hetjuljóma. Og nú virðist röðin komin að sjálfum höfuðpaurnum, Adolf Hitler. Kvikmyndafélagið ACRA í Vestur-Berlín hefur sem i sagt á prjónunum gerð kvik- Adolf Hitler Spát heimkehrer myndar, sem á að nefna á þýzku „Spát heimkehrer Ad- olf Hitler“ — Adolf Hitler, sá sem seint kom heim. ic Kvikmynd um Ilitler og kafbátsfoxingja Hin væntanlega kvikmynd hefur þegar verið skráð í bækur vestur-þýzku kvik- myndastofnunarinnar í Wies baden og starfsmenn þar segja, að söguþráðurinn eigi að verða spennandi í bezta lagi og ekki muni skorta andsovczkan áróður. Myndin á að gerast á þessu ári og lýsa m.a., er Adolf Hitler kemur til v-þýzku flótta- mannabúðanna í Friedland með járnbrautarlest, eem flutt hefur þýzka fanga frá Sovétríkjunum. í þessu sam- bandi má geta þess, að öll- um flutningum á þýzkum stríðsföngum og stríðsglæpa- mönnum frá Sovétríkjunum var lokið fyrri hluta ársins 1956 — og fullsannað þyk- ir. , að Hitler hafi framið sjálfsmorð í neðanjarðar- byrgi sínu í Berlín, skömmu áður en sovézku herirnir tóku borgina. Sama kvikmyndafélag, ACRA í V-Berlín, hefur ný- lega sent frá sér myndina „U-47 Kapitán Leutnant Prien“. I henni er einn af kafbátsforingjum þýzku naz- istanna, Gúnther Prien, gerð- ur að liinni mestu hetju, en tónlistina við myndina hef- ur Norbert Schultze samið, h"fundur nazistasöngsins fræga „Wir marschieren gegen Engeland." f myndinni er Prien, sem m.a. stjórn- aði skipi sínu í flota þeim sem tók þátt í árásinni á Noreg, lýst sem glæstri fyr- irmyr.d æskulýðsins. Þegar kvikmyndin var frumsýnd í Stuttgart í Vestur-Þýzka- landi í haust, var m.a. kom- izt svo að orði í auglýsing- um blaða, að myndin fjall- aði um „þýzkt mikilmenni“, „fyrirmynd allrá sannra Þjóðverja". ★ Kvikmyndastjórý nazista Einn af föstum starfs- mönnum ACRA, félagsins sem áður var getið, er Veit Harlan, einn af þeim kvik- myndagerðarmönnum sem mest kvað að á stjórnarár- um nazistanna í Þýzkalandi. Er ekki ólíklegt að hann eigi einhvern þátt í gerð þeirra .mynda, sem minnzt var á hér að framan. Veit Harlan er tæplega sextugur að áldrl og hefur fengizt við kvikmyndagerð í nær hálfan þriðja áratug. — Kunnáttu hans í kvikmvr.da- gerð og listrænum hæfileik- um neitar enginn; hann er af mörgum talinn í hópi snjöllustu tæknivirtúósa kvikmyndalistarinnar. Naz- istax’nir notuðu líka hæfi- leika hans og kunnáttu ó- spart í áróðursþjónustu sinni og er frægasta — eða öllu heldur alræmdasta — m.ynd Harlans „Gyðingurinn Súss“, sem hann gerði ár- ið 1940 eftir fyrirmælum Göbbels sjálfs. Að loknu stríðinu var Veit Harlan ákærður fyrir stríðsglæþi en sýknaður. — Þrátt fyrir víðtæk mótmæli var hann aftur ráðinn til starfa við kvikmyndagerð fyrir sjö til átta árum og starfar nú, sem fyrr segir, hjá ACRA-félaginu í Vest- ur-Berlín. Kona hans er af sænskum ættum, Kristina Söderbaum að nafni; leikur hún jafnan nú eins og áður fyrr aðalhlutverkin í mynd- um hans. Ivvikmynd hefur nýlega verið gerð eftir einni af skáld- sögum Bandaríkjamannsins Invin Shaw. Siagan lieitir „Ung ljón“ og er ein af aðalpersónunxun í henni ung- ur liðsforingi í lier þýzku nazistanna. Á myndinni hér fyrir ofan sést Marlon Bxjando í hlutverki nazistafor- ingjans. Lausnarbeiðni Hermanns byrgðinni yíir EFTIR að forsætisráðh. lagði leið sína á Alþýðusambands- þing, þar sem tilmælum hans var hafnað, lá það í loftinu að bann bæðist lausnar einhvern daginn; enda kom það fram. Málgagn forsætisráðherra, Tím- inn, hefur undanfarið deilt mjög á fulltrúa alþýðusamtak- anna fyrir að hafna tilmælum ráðherrans; virðist blaðið telja, að það hafi verið gert af fjand- skap við ríkisstjórnina, skamm- sýni og óbilgirni. Hver voru þá tiimæli ráðherrans? Einfald- lega þau, að verkauýðurinn af- saiaði sér 17 vísitölustiga kaup- — Reynt að koma á- á verkalýðinn uppbót, sem kom til fram- kvæmda nú um síðustu mán- aðamót, fram yfir áramótin, en fengi svo uppbótina í janúar. Átti þetta að tryggja ríkis- stjórninni vinnufrið í bili, til þess að athuga, livað hægt væri að geia í efnaliagsmálunum. Og þessu höfnuðu fulltrúar alþýðu- samtakanna að sjálfsögðu. Það var í fyrsta lagi mjög óákveðið orðalag, þegar í tilmælum ráð- herrans var talað um að at- huga hvað hægt væri að geræ Hefur ríkisstjórnjn ekki hajit það til athugunar srðan hún kom til valda? Var henni ekki, a. m. k. af verkalýðsins hálfu, tryggður vinnufriður strax í upphafj stjórnarferils síns, til þess að finna jákvæðar leiðir, einkum í efnahagsmálunum? Það var ekki verkalýðsins sök, að verðbólguskrúfan fór af stað aftur, togstreitan milii verðlags og kaupgialds hófst að nýju. Þau 17 vísitölustig, sem hér um ræðir, eru kaupuppbót verkalýðsins til að mæta verð- hækkunum, sem þegar hafa orðið. Hversvegna ekki að byrja á því að koma í veg fyrir að þær ættu sér stað? í tilmælum forsætisráðherra fólst engin til- laga, sem líkleg væri sem um- ræðugrundvöllur;. fulltrúar á Alþýðusambandsþingi voru að- eins spurðir: Viljið þið afsala verkalýðnum 17 vísitölustiga kaupuppbót á desember, já eða nei. Að mínu áliti var fyrir- fram dauðadæmt að leggja málið þannig fyrir, án þess að geta um ieið bent á einhverjar leiðir, sem stjórnin, eða for- sætisráðherra, taldi koma til greina að fara, því það segir sig sjálft, að eftirgjöf á 17 vísitölustiga kaupuppbót til handa verkalýðnum í einn mánuð, var ein út af fyrir sig gagnslaust úrræði. Þá held ég, að óheppilegt hafi verið að fara fram á ^slíka eftirgjöf verkalýðsins á réttmætri kaup- uppbót einmitt á sama tíma og Alþingi var að samþykkja launahækkun til opinberra starfsmanna. Þótt sú hækkun væri án efa í alla staði rétt- mæt, þá hefði verið meira sam- ræmi í tilmælum forsætisráð- herra, ef hann hefði einnig far- ið fram á að opinberir starfs- menn gæfu eftir þá launahækk- un fram yfir áramótin. Þegar forsætisráðherra og málgagn hans reyna nú að kenna undir- tektunum, sem orðsending ráð- • herrans fékk á Alþýðusam- bandsþingi hvernig komið er, þá verkar slíkt þannig á mann, að maður hlýtur að spyrja: Var Hermann ákveðinn í að beiðast lausnar, áður en orð- sending hans kom fyrir Alþýðu- sambandsþing? Hann mátti vita, hvernig tilmælum hans yrði svarað þar;* — ætlaði hann að- eins að nota það svSr sem á- tyllu til að kenna verkalýðnum um allt saman? NÚ FER því fjarri, að vilja- yfirlýsing Alþýðusambands- þingsins hafi verið neikvæð fyrir stjórn Hermanns. Þvert á móti óskaði þingið beinlínis eftir því, að rikisstjórnin leysti vandamálin í samráði og sam- vinnu við verkalýðssamtökin. Tiliaga forsætisráðherra fól ekkert slíkt í sér; hún var ein- hliða krafa á hendur verka- lýðnum, sem fulltrúar hans áttu að játa eða liafna um- svifalaust; vandræðalegt fálm Framhaid á 11. síðu. Bókaútgáfan FJÖLNIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.