Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagttr 10. desember 1958 þlðÐVIUINN ÚtKefandl: .Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. - Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, íyar h Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðb.iófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar. prentsmíðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- ersstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. '—--------------------------/ Fjárfesting og framleiðsla að liggur ljóst fyrir, hver er aðalágreiningurinn milli Alþýðubandalagsins og verkalýðssamtakanna annars vegar, og Pramsóknarflokks- ins hins vegar um vanda efna- hagsmálanna. Framsóknar- flokkurinn dregur enga dul á að hann telji að lækka verði kaupið, að launþegarnir verði að fórna, að lífskjör verka- manna verði að rýrna. Þetta eru ráð Framsóknarflokksins og það eru hans einu ráð varðandi efnahagsmálin. Al- þýðubandalagið, verkalýðs- samtökin og einnig þing opin- berra starfsmanna benda hins vegar á að draga beri úr fjár- festingunni í landinu og spara í rekstri ríkisins. Gegn öllum slíkum tillögum. rís Fram- sóknarflok'kurinn og blað hans Tíminn öndverður, og heldur því fram að þær séu árás á dreifbýlið og muni jafnvel leiða til atvinnuleysis. Tíagfræðingar hafa marg- sinnis bent á, að hér á iandi væri fjárfesting hlut- fahslega meiri en í nokkru öðru landi sem skýrslur lægju fyrir um. I allmörg ár hefur árleg fjárfesting hér verið um og yfir þriðjungur af öllum þjóðartekjunum og ekki er nóg með að f.iárfestingin hafi verið þetta mikil, heldur hef- ur engin skynsamleg heildar- stjórn verið á henni, en ár- lega evtt stórum fúlgum í fjárfestingu sem síður en svo hefur miðazt við aukningu þjóðarteknanna. Ríkissjóður og ýmsar stofnanir ríkisins eiga mjög mikinn þátt í þess- ari mi'klu fjárfestingu. Henni er m.a. haldið uppi á þann hátt, að ríkissjóður heimtar hærri og hærri skatta og tolla á hverju ári til að verja þeim tekjum til fiárfestingarfram- kvæmda. Á fjárlagafrumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Al- þingi, ér talið að bein fjár- festing nemi 230—250 millj- ónum króna. Fjár til þessara framkvæmda er svo aflað með þvi að hækka hið almenna vöruverð, en það leiðir af sér aukna dýrtíð, hækkar vísitöl- una og auðvitað fylgir svo nækkað kaup. Alkunnugt er, að á þessu ári hefur atvinna verið mjög mi'kil, svo að segja am allt land. 1 mörgum grein- um hefur verið skortur á vinnuafli. En ríkið og opin- 'berar stofnanir draga til s;n mikið vinnuafl og binda það við alls konar framkvæmdir, á og framleiðsluna vinnuhendur. í bending Aiþýðusambands- þings og Alþýðubanda- iagsins að rétt væri að lækka nokkuð útgjöld ríkisins, bæði varðandi almennan reksturs- kostnað og eins til að draga úr fjárfestingunni, var ein- ungis um það að draga þar nokkuð úr, en alls ek'ki um hitt að valda neinni stöðvun. Hér skulu nefnd dæmi 'um nokkrar f járveitingar, sem flestir munu geta orðið sam- mála um að ekki væri óskyn- samlegt að draga nokkuð úr um eins árs skeið. Á fjár- lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að Landssíminn hafi um 9 milljóna króna hreinan tekjuafgang árið 1959. Hins vegar er áætíað að síminn ráðist í fjárfestingar upp á um 12 milljónir króna, og þannig ætlazt til að greiða þurfi beint úr ríkissjóði fram- lag er nemur þremur milljón- um króna, eða hækka almennt verðlag í landinu til þess að Landssíminn geti staðið í þetta miklum framkvæmdum á næsta ári. Skyldi það vera stórhættulegt að telja að Landssimanum nægði sinn eigin tekjuafgangut til fjár- festingar ? 1703 skyldi það vera stór- hættulegt að lækka fram- lag til byggingar Skálholts- kirkju, til byggingar lögreglu- stöðva í Reykjavík og Kefla- vík, sem ekki er verið að byggja hvort sem er, til bygg- ingar stjórnarráðshúss, sem ekki er heldur verið að byggja, og þannig mætti lengi telja. Eða skvldi vera stór- hættulcgt þó ákveðið yrðí að Island héldi einungis uppi eir>u rándýru sendiráði í París í stað tveggja, og skyldi vera orðin goðgá að nefna sam- einingu sendiráðanna á Norð- urlöndum? Hvers vegna má ekki sameina Áfengisverzlun- ina og Tóbakseinkasöluna. í stað þess að hlaða þar upp tvennu starfsliði? Og skyldi ekki mörg ríkisstofnunin geta^ sparað sér 5—10% rekstr- arútgjöld ef vel væri að gáð? Ríkið hefur einnig á undan- förnum árum staðið í mjög fjárfrekum framkvæmdum, byggingu raforkuvera og lagningu raforkulína víðsveg- ar um land, og byggingu sem- entsverksmiðju. Lán hafa ekki fengizt til þeirra framkvæmda nema að nokkrum hluta, og þær því hvílt á ríkinu beint og óbeint af miklum þunga, og verið lagðar á herðar al- mennings í landinu sem neyzluskatttar með tilheyr- andi erfiðleikum. ohði viðurkenna allir að eitt brýnasta verkefni Is- lendinga nú sé aukning jút- flutningsframleiðslunnar, auka þannig gjaldeyristekjur þjóðarinnar, hækka raunveru- lega þjóðartekjurnar. En hvernig á það að vera hægt án þess að stóraukið vinnu- afl fáist? Menn verða að fást á nýju skipin sem eru að koma til landsins. Menn verða að fást til stóraukinnar fisk- f járfestingar- sama. tíma vantar Þjóðvísur og þýðingar Hermann Pálsson: Þjóð- vísur og þýðingar — 60 blaðsíður. — Sjöundi bókaflokkur Máls og meimíngar, 2. bók. — Reykjavík 1958. Fyrrihluti kve-rsins ílytur frumort kvæði: Þjóðvísur. Seinni hlutinn geymir þýðingar úr þremur málum: írsku, gel- isku og ensku. í efnisyfirliti er getið um aldur flestra írsku kvæðanna, en þau eru frá 9. og 11. öld. Þýðingarnar, sýnast einkum heyra þeim flokki Ijóða, sem kallast þjóðvísur eða þjóðkvæði. Slík ljóð eru jafn- Hermann Pálsson an torveld í þýðingu; þau eru svo nátengd anda og hug- myndaheimi þeirrar þjóðar, sem þau eru vaxin hjá, að töfr- ar þeirra fara löngum forgörð- um á leiðinni yfir á aðra tungu. Eg dreg sízt í efa að þau kvæði, sem Hermann hefur freistað að þýða á íslenzku, séu falleg og sterk á frummálinu; og hann er svo handgengirin menningu og menntum þess fólks, sem gat þau, að honum hefur verið hægt að meta kosti þeirra. Hann þýðir þau vita- vinnslu í landi. En hvaðan á þetta vinnuafl að koma? Það er furðuleg skammsýni að stritast við að halda uppi kapphlaupi við útflutnings- framleiðsluna í landinu, með því að binda vinnuaflið í fjár- festingarframkvæmdum sem margar hverjar eru mjög vafasamar frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Verkalýðshreyf- ingunni í landinu er það Ijóst að vara.nleg undirstaða bættra lífskjara er au'kin útflutnings- framleiðsla. Framsóknarfor- ingjarnir reyna hins vegar að halda að mönnum þeirri blekkingu að það sé vilji verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagsins að stöðva framfarir og framkvæmdir og alveg sérstaklega úti um land- ið. Augljóst er að allar full- yrðingar í þá átt eru stað- lausir stafir og sagðar gegn betri vitund. Það sanna jafnt fortíð verkalýðshreyfingarinn- ar í atvinnuuppbyggingu landsins og þær tillögur sem nú hafa verið gerðar. skuld á vandað mál, og hrynj- andi þeirra er ekki margra bóta vant. En það kemur í sama stað: þýðingarnar reynast ekki sérstaklega minnisstæður skáldskapur í búnijngi Her- manns. Orsökin er ekki kunn- áttuleysi eða klaufadómur af hálfu þýðanda, heldur eigind þjóðvísunnar — sem getið var. Eg get ímyndað mér að þetta stef sé fagurt og huggunarríkt í munni þeirrar þjóðar, sem langan tima lá undir vopnum og eldi norrænna víkinga: Bitur vindur blæs i nótt, bærir úfið Ránartraf. Grimmir Norðmenn geta ei sótt greitt um sollið írlandshaf — en það fer fyrir ofan garð og neðan hjá íslendingi á vorri tíð. í mínum augum blikar þó ein lítil perla í þýðingunum: Stöðulvísa, sem er á þessa leið: Garður minn er sprottinn, á gróður fagran sér: gullin eþli á trjánum og þroskuð stöngulber, lostæt kirsuberin hjá lágum rósavendi og ljúfling minn á skemli með kver í smárri hendi. Þjóðvisur Hermanns eru svo keimlíkar, þýðingum hans, að tæplega yrði á milli greint — ef hann gerði það ekki sjálfur í útgáfunni; frumortu ljóðin Kjartan Ólafsson: Eldor- ado. Útgefandi Setberg S.F. Bók þessi er framhald af ferðabók Kjartans Ólafssonar „Sól í fullu suðri“, er kom út árið 1954, þar sem hann segir frá ferð sinni um ríkin í Karabíska hafi og austur- hluta Suður-Ameríku. Rit þetta vakti þegar mikla eftir- tekt og hlaut ágætar vinsæld- ir bæði meðal lesenda og gagnrýnenda. Voru allir á einu máli um að hér væri um einstætt rit að ræða vegna óvenjulegrar vand- virkni, frábærs valds yfir éfni og sérstæðr.ar stílsnilldar. Síðari hlutinn, Eldorado, kom út fyrir svo sem þrerii vikum. Rit þetta tekur til ríkjanna í vesturhluta Suður- Ameríku: Chile, Perú. Boliviu, Ecuador og Kolombiu. Um um stíl og frágang þessa rits og vinnubrögð öll er hið sama að segja og um fyrri hlutann. Höfundur bregst ekki vonum manna enda þótt mikl- ar kröfur séu gerðar til hans vegna fyrra ritsins. Allur frá- sagnarmátinn er hinn sami, nema hvað þetta rit virðist vera meira fræðirit en minni furðusaga en hið fyrra. I sum- um köflunum verður lesand- inn lítið var við höfundinn sjálfan og ferðalag hans. Bók þessi er unnin á állt hafa orðið fyrir áhrifum af þýðingunum. Um þau leikur sami fjarræni blærinn, heiður og hreinn; en hann er hvorki verulega hlýr né ilmþungur. Langmesta kvæði Hermanns — og það snjallasta að mínu viti — hefur einmitt kviknað við endurminningu frá írlandi. Það heitir Hjá írskum sagnaþul; 6g svona vel yrkir skáldið þegar bezt lætur: Við sögur þínar enn ég uni mér. I álfheimi reikum við um. stund: Við yzta klettinn eiga vættir lund, sem álög hafa breytt í flæðisker, en utar byegir sævarlýður land, og laukar spretta þar sem bátur fer. 1 tveimur smástefjum skjóta skemmtilegar Hugmyndir upp kolli: í Maí og Útmánuðum. Eg vil þó gera tvær athugasemdir við síðarnefndu vísuna. Það er hæpið að kveða skaflinn ,móka‘ yfir drykkjarföngum, þar sem hann ex sjálfur drykkjarföngin — þó í annarlegu ástandi séu. Og næstsíðasta brag’ínan hljóðar svo: unz mildur þeyrinn, feginssögu segir. Höfundur. meinar: unz hlákan kemur — og það þurfti hann að segja. Umritanir geta farið vel; en þær mega ekki stafa af vanr megnan skálds til að orða hugs- anir sínar alveg beint. Svo er ég ekki að orðlengja það. B. B. annan hátt en venjulegar ferðasögur. Dagbækur þær sem höfundur ritaði á ferða- laginu eru að vísu mikilvæg lieimild, en megin heimilda- stofn hans eru þó saga þeirra þjóða sem hann lýsir og bók- menntir þeirra. Um öflun slíkra heimilda stendur höf- undur allra manna bezt að vígi. Hann er sem kunnugt er, fjölfróðasti tungumálamað- ur, sem nú er nppi á Islandi. Spænska tungu kann hann til fullnustu og hefur aflað sér geysilegrar þekkingar í sögu Suður-Ameríku og landa- fræði. Frásagnir sínar um svaðilfarir og ævintýri hinna spænsku 'konkistadora byggir hann á sjálfum frumheimild- unum, ritum korikistadoranna. Ber rit hans það með sér að þekking hans á því timabili er bæði víðtæk og djúpstæð,. Ritið skintist í 5 kafla. Er sá fyrsti um Chile, fremur stuttur, aðeins 12-13 biaðsið- ur. Annar kaflinn er um Peru. Er það meginkafli bókarinnar, um helmingur hennar. Manni verður til að spyrja, hvers hin fjögur ríkin eigi að gjalda, að þeim öllum sé ekki ætlað meira rúm i bókinni en Perú einu saman. En or- sökin er auðvitað sú að lang mest saga fer af Perú, gull- landinu mikla, þar sem ein Framhald á 11. siðu. ; • ELDORADO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.