Þjóðviljinn - 10.12.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. desember 1058 — ÞJÓÐVILJINNÍ — (11
PETEITCVIITIS:
60. dagur,
uppsögn Emmu Plume; jafnvel giðfin sem ég haföi
gefið Bob Soames til þess að hann gæti gengið'að eiga
Alice. Þeir höfðu upp á öllu nema hinu eina sem hefði
getað orðið mér til hjálpar — hvar Eloise befði fengið
birgðir sínar. Og auðvitað var það út af fyrir sig gróft
réttlæti. Allar varúðarráðstafanirnar sem ég hafði gert
til að valda dauða vegna hræðslu, voru teknar sem
sönnun þess að ég heföi valdið dauða með eitri. Var
nokkuö réttlátara?
Og svo gerðist það að lögreglan, sem gat ekki kom-
izt að því hvar Eloise hafði fengið morphalínið sitt,
fann tvær töflur í baðherbergisskápnum í Virkishús-
húsinu. Ég sver að ég hafði aldrei tekiðveftjr .þeim.
Antonía — sem hafði snúizt gegn mér smám sam-
an eftir krufninguna — kom mér nú mjög á óvart með
því að telja þær sína eign. Ég geri ráð fyrir að hún
hafi gert það í góðu skyni. En það voru síðustu mis-
tökin, lokahöggið. Fram til þessa bafði ekkert legið
fyrir um það, hvar ég hefði náð í eitrið. Og hefði hún
sagt það sem hlaut að vera sannleikurinn, að hún
hefði fundið; töflurnar í dóti Eloise þegar hún flutt-
ist í húsið, væri aðstaða mín sennilega önnur á bessari
stundu. En nei, af misskilningi og ef til vill í þeim til-
gangi að bæta fyrir það illa sem annar vitnisburöur
hafði gert mér, varð Antonía endilega að segja að hún
ætti töflurnar. Jæja þá, hafði hún átt þær í Sand-
borough? Já. Ög hafði hinn ákærði haft aðgang að
eigum hennar í Sandborough? Ég varð undrandi þeg-
ar ég komst að því hversu margir vissu nákvæmlega
hversu oft og á bvern hátt ég hafði heimsótt Antoníu
í Elitchkrána. Það réð úrslitum. Hvers vegna ég hafði
gert bað, hafði alltaf verið augljóst. nú vissu þeir hvern-
ig. Ég býst ekki við að nein einasta mannvera í öllu
Englandi hafi verið í vafa um sekt mína.
. Og því,ekki það? Ég gerði það. Ef ég hefði ekki tek-
ið til minna ráða hefði Eloise sjálfsagt verið í kasti
á þessari stundu og fengið mikla samúð sem hún átti'*
ekki skilið og ég væri að hrópa á Fóstru. ¦
Einu sinni eða tvisvar, þegar ég sá að öll von var úti,
fann ég hjá mér hvöt til að segia: ,.Ef þið lítið inn í
læsta skápinn fyrir ofan stigann — ,?em þið hafið sjálf-
sagt séð — mumið þið finna eða bafa fundíð, fane«:an,
nýjan grammófón með sígeunadansi eftir Recbof fyrir
fjórar fiðlur í réttum stellingum. Þ?ð 'ér b?>navopniö,
alveg einstætt í sinni röð að því er ég he]d."
En það hefði ekki komið að neinu haldi og flestir
hefðu tekið það sem furðusögu. Og verið getur að ein-
hver annar veslingur láti sér detta í hug að losa sig
við óþarfan kvenroann á þennan hátt. Ép; vil ógjarnan
eyðileggja möguleika hans, bótt ég hikaði auðvitað
ekki við það, ef ég héldi að það yrði mér til hjáipar.
Og ég veT-ð því færður í glæpabækurnfr sem venju-
legur eiturbirlari. Og tnilegá lifir berra Roughead til
aði skemmta fólki með sögúnni af bví eins og hann
hefur oft skemmt mér rneð öðrum sögum. Það verður
góð saga etns og ég-sagði Antoníu: afskekkt hús sem
kallað var Virkisbiíí; brjáluð eiginkona og falleg hjá-
kona. En leyndarmál þeirrar sögu verður aldrei sagt.
Ég þekki helming þess og Elóíse hinn helminginn. Og
þeir sem látnir eru segja ekki frá. í hvert skipti sem
mér verður hugsað til lokabragðs Eloise, þá fer ég að
hlæia..........
En þéss á milli hugsa ég öðru vísi. Þá hugsa ég um
morgundaginn og eiphvern ókominn dag sem nálgast
mig hljóðlaust og hiklaust. Þann dag verð ég hengd-
ur. Vegna þess að ég var fátækur og elskaði Antoníu
og vildi ekki leggja árar í bát og vegna þess að Emma
Plume hataði mig, verð ég hengdur. Ég hugsa- um
krókinn og snöruna, armfjötrana og böðulshettuna.
Einhvers staðar er maður að gera stærðfræðilegan út-
reikning á þyngd minni og lengd fallsins sem meö
þarf handa mér.
Hann er að vinna að dauða mínum, rétt eins og ég
vann að dauða Eloise.
Bráðum rennur upp grár morgun og þá verð ég
einmana og óttasleginn, alveg eins og Eloise var ein-
mana og óttaslegin.
Ég verð eins hjálparvana og hún.
Hún gerði mér aldrei mein, fremur en ég hef gert
mein þeim mönnum sem koma mér fyrir kattarnef.
Stundum virðist mér sem örlög okkar hsfi verið svo'
óleysanlega ofin saman, að ég finn jafnvel til félags-
kenndar gagnvart henni. Og það kemur mér líka til
að hlægja.
En morguninn þann hlæ ég sennilega ekki. Kannski
æpi ég eins og húh geröi. Stundum þegar ég hlæ ekki
núna, þá æpi ég. Endurminningin um réttarhöldin
kemur upp í huga minn og ég fer að hlæja. tTmhugs-
unin Um lokadaginn kemur á eftir, ög þá æpi ég. Þess
á milli er ég bara að hugsa. Ég sit hér og hugsa —
um Antoníu sem ég elskaði og ást mín varð hvorugu
okkar til góðs; um Eloise sem beitti mig svo hárfínum
brögðum; um Emmu Plume og óbugandi hatur henn-
ar. Þetta er kynleg saga.
Mér er ljóst að ég hef eytt lífi mínu til ónýtis. Það
var ýmislegt smávegis sem ég kunni vel að meta, heit
böð, hreint lín, sólböð, góðan mat. Ýmislegt smávegis
sem ég fórnaði vegna þess sjálfs og vegna Antoníu.
Ef til vill var eitthvað sem Eloise hafði líka yndi af.
Og því segi ég ef til vill? Ég veit að svo var. Ég svipti
hana því. Mér hefur dottið það í hug upp á síðkastið.
Og svo er um fleira. Og stundum þegar eitthvað kem-
ur óvænt upp í huga minn, þá rek ég upp hljóð og
ber enninu í vegdnn; og þá dettur mér Eloise í hug og
aðfarir hennar. Nú skil ég hana.
En hér er ekki litið á mig meö því ógeði sem ég var
vanur að finna til gagnvart Eloise. Allir eru mjög vin-
gjarnlegir. Þeir reyna að dreifa huga mínum, bjóða
mér girnilegan mat til að viðhalda líkama, sem í raun-
inni er ekki lengur til. Yfirleitt afþakka ég hann; og
ég geri ráð fyrir því að það veröi lygi ef þeir skrifa
eins og venjulega í skýrsluLSÍnar: hinn látni át stað-.
góðan morgunverð."
ENDIR.
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu
ráð-herrans til að veita ábyrgð-
inni yfir á vei'kalýðinn. Eftjr-
farandi staka, sem. einn af
fulltrúum á Alþýðuifambands-
þingi kvað, þegar hanh hlust-
aði á Hermann útskýra lausn-
arbeiðni sína er aðeins ei^t'
dæmi um það,. hvernig verka-
lýðurinn lítur á'framkomu ráð-
herrans. -
,:Harðnaði 'glíman, Hermann þá
hnykkinn snöggt á lagði,
en fyrr en varði flatur lá,
— fíll á eigin bragði."
Telpukápa með ParisarsniSi
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall og jarðarför móðUr okkar og
tengdamóður,
JAKOBÍNU ASGEIRSDÓTTUR, Laugaveg 69.
Kristín Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttír,
Davíð Guðmundsson,
Þéra Böðvarsdóttír.
ÍSK.
Fröhsk tízká segír líka
til sín í telpufatnaði. —
Þessi kápa hefur allt 'til
að bera sem telpa girn-
ist. Hún er skemmtilega
víð, ermarnar rúmar og
vasarnir djúpir og góðir.
(Sennilega ér hún í síð-
asta lagi fyrir okkur
telpur).
Kápan er kragalaus og
það gefur möguleika til
alls konar breytinga í
sambandi við kraga og
hálsklúta og hnepslurnar
eru áberandi og gefa
kápunni sérstakan svip.
Framhald af 6. síðu.
hin sérstæðasta nienningar-
þjóð Indíána bjó, þar sem
Písarro og ýmsar aðrar hin-
ar mestu hetjur meðal kon-
kistadoranna háðu víðfrægar
orustur og rændu ótrúlega
miklu gulli, sem flutt var til
Evrópu og hafði íirlagarík
áhrif á allt efnahagskerfi
hirrs"gamla heims. Kaflarnir
um Boliviu, Eeuador og Kol-
ombiu eru svipaðir og kaflinn
um Chile, fremur stattar rit-
gerSir um lönd og þ.ióðir,
en 'fnn í. þær eru- íléttaðar
ferðaiýsingar höfundar.
Söguheimildir þær, sem höf-
undur notar artallega, eru nær
allar til á Landsbókasafninu,
bæði annálar konkistadoranna
og hið mikla skáidverk Arau-
cana eftir Ercilia og Elegias
de Varones ilustres de Ind-
ias eftir Ju'an de Castellanos.
Vísum þeim sem höf. hefur
tekið upp í þessu riti hefur
Guðmundur Sigurðsson snúið
til ljóðs eftir orðréttri þýð-
ingu i lausu máli frá hendi
höfundar. Hefur Guðmundi
farist þýðingin prýðilega úr
hendi. Auka Ijóð þessi á
fjölbreytni ritsins og eru um'
leið sýnishorn af hinum klass-
isku spænsku bóknienntum,
sem því miður eru ókumiar
flestum íslendingum.
Eitt af helztu einkennum
höfundar er hinn geysimikii
áhugi hans á ævintýrum og
glæfraförum hinna spænsku
konkistadora, ei' hann lýsir
með ótrúlega sterkri innlif-
im. Sama er að segja um
hina hálfvilltu Indíána. Sögur
Imus um þá, minna á riddara-
sörru bæði að stílblæ og öllum1
frásagnarhætti. Villimenn, villt
dýr og villtur gróður era;
f^emur öðru hans hugðarefni.
Þó er hnnn ; jafnframt hinni
mesti realisti og byggir jafs.-<
?,n á traustum grundvelli'
frumheimildanna. Hann þarf
ekki á miklum lygasögum aði
halda til þess að gera frá-.
sögnina spennandi. Stíll hans,
.sem er hvorttveggja í senn
myndrænn og músikalskui'n
gefur frásögninni líf og lit.
Það er mikil ánægja, að sjá;
eina slíka bók meðal hinna
mörgu ferðabóka sem hú-
flæða yfir þjóðina, og raunar
alla heimsbyggðina. Þessi bólí
er til eftirbreytni, en því míð-
ur eru alltof mörg rit sömu
tegundar til viðvörunar.
Tjtgáfa bðkar þessarar er
vönduð bæði hvað snertir út-<
lit og prófarkalestur. HelztJ
er það ljóður á henni að efnis-.
yfirlit vantar, en það er les-
endum mikil þægindi, «n út-
gefendum lítil úöát, s,ð efnia:-
yfirlit sé sett í hverja bók.
Skúíi Þór^arson, !