Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 5
Föstudagnr 12. desember 1558 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Bandalag Sovétríkjanna oo Tékkóslóvakíu 15 ára Tékkóslóvakía var eitt af þeim ríkjum sem risu á rústum keisaradæmisins Austurríkis- Ungverjalands í árslok 1918. Tékkar og Slóvakar höfðu þá í fjórar aldir verið undirokaðar þjóðir og langtímum saman orðið að heyja harða og tvísýna baráttu fyrir sjálfri tiiveru sinni. Sumir Vínarkeisara gengu svo langt að þeir hugð- ust útrýma tungu og þjóðerni þessara slavnesku þegna sinna. Eitt fyrsta verkefni þeirra sem tóku við stjórnartaumun- um í hinu nýja ríki var að gera ' ráðstafanir til að tryggja til- ' veru þess með því að afla þvi bandamanna. Bandamannanna var leitað í hópi þeirra rikja sem barizt höfðu gegn Mið- veldunum í heimsst^rjöldinni fyrri. Helzti bandamaður hinn- ar nýju Tékkóslóvakíu varð Frakkland, en að auki var stofnað Litla bandalagið svo- nefnda milli Tékkóslóvakíu, Póllands og Rúmeníu, ríkja sem að meira eða minna leyti voru myncjuð af londúm sem verið höfðu "uridir yfirráðum Þýzkalands og Austurríkis og áttu því sameiginlegra hags- muna að gæta þar sem var að girða fyrir þýzka útþenslu- stefnu. Fyrst eftir lok heimsstyrjald- arinnar fyrri var Þýzkaland að visu ekki til stórræða, en þar kom að nágrannaríki þess þurftu á öllu sínu að halda, Hitlers-Þýzkaland hóf útþenslu- feril sinn með því að gleypa Austurríki. Brátt kom í ljós að Tékkóslóvakía vai- næst á mat- seðli nazistaforingjanna. Vorið og sumarið 1938 reyndi í fyrsta skipti fyrir alvöru á bandalag Tékkóslóvakíu við Frakkland, sem aftur var í bandalagi við Bretland. Það kom í ljós að svo fjarri fór að þar væri halds og trausts að vænta að stórveldi Vestur- Evrópu beittu þvert á móti á- hrifum sínum til að matreiða Tékkóslóvakíu á borð Hitlers. Alræmd er sendiför Runcimans lávarðar, sem fór til Tékkó- slóvakíu á vegum Chamber- lains, forsætisráðherra Bret- lands, og lýsti síðan yfir að af- henda bæri Þýzkalandi allt það tékkóslóvaskt land sem það krafðist. Á ráðstefnunni í Múnchen haustið 1938 skipuðu hinir frönsku og brezku banda- menn Tékkóslóvaka svo fyrir að þeir skyldu láta öll landa- mærahéruð sín af hendi við Þjóðverja. Benes forseti, sem hafði algerleara reitt sig.á vest- rænu stórveldin, taldi sig ekki eiga annars úrkostar en að h’ýða skipuninni frá Múnchen. Hálfu ári síðar hélt Hitler inn í Prag í fararbroddi þýzks hers og lýst var yfir í Berlin að Tékkóslóvakía væri ekki lengur 'tii: ' Aðeins eitt af þeim ríkjum sem Tékkóslóvakía var í bandalagi við tjáði sig fúst til að veita Tékkóslóvökum lið ef þeir tækju þann kost að bjóða Hitlers-Þýzkalandi byrginn. Það voru Sovétríkin. Stjórnir Tékköslóvakiu og Sovétríkj- anna höfðu gert með sér samn- ing 16. mai 1935. Þar var kveð- ið svo á að Sovétríkin myndu koma Tékkóslóvakíu til hjálp- ar ef' á hana væri ráðizt, að því tilskildu að Frakkland stæði við allar skuldbindingar sínar samkvæmt bandalags- sáttmála þess við Tékkóslóvak- íu. Á þetta ákvæði reyndi aldrei, því að Frakkland stóð ekki við sínar skuldbindingar, svo að Sovétríkin hefðu þessl vegna getað þvegið hendur sín- ar og talið sig laus allra mála. En það var ekki gert. Þvert á móti tjáði sovétstjómin Benes forseta, að hún væri fús til að veita Tékkóslóvakíu fulltingi í átökum við Þýzkaland, þó að Frakkland héldi að sér hönd- um. Benes, sem taldi allt tap- að þegar Frakkland og Bret- land brugðust, tók ekki* þessu boði. Þegar Hitler lagði Bæheim og Mæri undir Stór-Þýzkaland og stofnaði leppríki í Slóvakíu, lýsti sovétstjórnin yfir að hún viðurkenndi ekki hvarf'Tékkó- slóvakíu úr tölu rikja. Einnig varð sovétstjórnin fyrst til að viðurkenna tékkóslóvösku út- iagastjórnina. Síðla árs 1943 hélt Benes, forseti útlagastjórn- arinnar, til Moskva og þar vaU undirritaður bandalagssáttmáli milli Tékkóslóvalriu og Sovét- ríkjanna sem enn er í gildi. Sáttmálinn var undirritaður 12. desember 1943, fyrir réttum f imrrVtári' áTTlW,,J .- Sáttmálinn kveður ekki að- eins á um sameiginlega baráttu aðildarríkja gegn sameiginleg- um óvini í heimsstyrjöldinni sem stóð sem hæst þegar hann var gerður. Þar er mælt svo fyrir að ríkin tvö skuli standa saman að unnum figri til að hindra landvinningasinnuð öfl fái á ný gert Þýzkaland að friðspilli Mið-Evrópu. Þróunin í Vestur-Þýzkalandi undanfar- inn áratug hefur verið á þann veg að Tékkóslóvakar telja sér bandalagið við Sovétríkin lífs- nauðsynlegt að óbreyttum að- stæðum. Undir verndarvæng vesturevrópsku Múnchenveld- anna og Bandaríkjanna hafa hafizt til valda i Vestur-Þýzka- landi menn sem hafa uppi landakröfur gegn nágranna- ríkjum Þýzkalands, þar á með- al Tékkóslóvakíu. Ár hvert eru í vesturþýzkum borgum haldin mót til að halda lífi í hefndar- Framliald á 11. síðu. Jólatorgsalan byrjuð Seljum eins og að undanförnu mikið úrval af alls konar jólaskrauti: — Mikið úrval af gerfiblómum, blómakörfum, skálum og klossum. — Skreyttar hrislur á leiði. — Einnig mikið af gerviblómum í gólfvasa. Sendum um allt land. Seljum í lieildsölu til kaupfélaga og kaupmanna. Gerið pantanir sem fyrst. — Sendum um hæl gegn póstkröfu hvert á land sem er. — Fljót og góð af- greiðsla. — Sími 10-9-90. BLðMA- QG GBÆNMETISMMKMmftlBÍN. Laugavegi 63. LJÓÐMÆLI MATTHÍASAR 1 II.BINDI. } Þýdd ljóð koma á morgun. Júlatré. Landgræðslmjóðs Aðalútsala: Laugavegi 7 Verð á jólatrj’ám: 0.70 — 1.00 m kr. 55;00 65.00 85.00 110.00 130.00 160.00 Salla hefst I dag Kaupð jólafré Landgræðslusjéðs. ilðrir útsöiustaðir: (Bankastræti Bankastræti 2 14 móti Stjörnubíó) Laufásvegi 58 — Langahlíð (hornið Bankastræti - Skólavöröusíígur) Við Hreyfil, Kalkofnsvegi Laugavegur 23 (gegnt Vaðnesi) Laugavegur 47 Laugavegur 63 Laugavegur 89 (á Verzlunin Laufás, Blönduhlíð 2 Homið Drápuhlíð Hrísateigur 1 Langholtsvegur 52 Nökkvavogur 30 Gnoðarvogur 46 Kamhsvegui' 29 Sogavegur 124 Grensásvegur 26 Vesturgata 6 Hornið Birkimelur Alaskagróðrarstöðin, Hjarðarhagi 60 — Hringbraut Laufásvegi Eílið Landgræðslusjéð. KÓPAVOGUR: Digranesvegur 42 KRON, Borgarholtsbraut KRON, Hliðarvegi. 5 C1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.