Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1958 þlÓÐVIUINN Úttrefandi: Sameiningarflokkur alfrýðu — SÓBÍallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón fUarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, var H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. FriðbJófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. af- srelðsla. auglýsingar, prentsmiðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línurh — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- ersstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. ^--------------------:-------------—■' Ábyrgðarleysi Framsóknar IT'ramsóknarflokkurinn hefur ekki oft sýnt það jafn sreinilega og með verðhækkun jandbúnaðarvaranna hvað fyrir honum vakir þegar hann talar um að stöðva dýrtíðina. Ekki hefur þó vantað fögur orð um r.auðsyn þess að sporna við verðbólguflóðinu, hvorki í ræð- um Framsóknarmanna né skrif- um Tímans. En það er aðeins eitt sem fyrir Framsóknar- mönnum vakir þegar þeir tala Um að stöðva verðbó’guna. Og það er að ráðast á afleiðingu cn ekki orsök. Þeir vilja iækka kaupgjaldið með því að ræna vísitöluuppbót af launþegum en mega ekki heyra á það minnst að spornað sé gegn verðhækk- unum, orsök vísitöluhækkunar- innar. TTafi einhver efast um að ■*-■*■ þannig sé hugarfar og stefna Framsóknar þá hefur á- kvörðun hennar um hækkun iandbúnaðarvaranna áreiðan- lega’tekið af allan vafa um það efni. Þótt vitað sé að leitað er ' að ieiðum til að halda \'ísitöl- unni í 185 stigum hika Fram- sóknarmenn ekki við að nota aðstöðu sína í framleiðsluráði landbúnaðarins til að hækka verð landbúnaðarafurða og gera þar með ráðstafanir til að 17 vísitölustigin verði tafarlaust leidd út í allt verðlagskerfið. Og þetta er siður en svo gert fyrir bændur. Tekið er sér- staklega fram að þeir fái ekki eyri af hækkuninni heldur eigi hún að ganga óskipt til milli- liðanna. Engin þörf var á slíkri kauphækkun til milliliðanna nú. Þeir gátu vissulega um stuttan tíma borið örlítið auk- inn tilkostnað, ekki sízt þar sem hlutur þeirra hafði ekki fvrir löngu verið réttur. Hér er Fiamsókn því augljóslega að hefna sín á neytendum og verkalýðssamtökunum fyrir að fallast ekki orðalaust á kröfu Eysteins Jc|assonar um 8% kauplækkun áður en farið yrði að semja um efnahagsmálin. Og í hefndarhug sínum hikar Framsóknarflokkurinn ekki við að auka stórlega á þann vanda sem við er að glíma. Aðgerðir hans leiða nýja hækkun út í verðlagið og á eftir koma at- vjnnurekendur og milliliðir, eins og vélsmiðjur, viðgerða- verkstæði og iðnrekendur og krefjast sömu hækkunar og Framsókn hefur lagt þeim miUiliðum til sem verzla með Jandbúnaðarvörur. Og þá þyk- ist Framsókn hafa náð tilgangi sínum. Aukið dýrtíðina og gert þann vanda erfiðari vjðfangs sem við er að kljást í sam- bandi við verðlagið og efna- hagsmálin. Og síðan á auðvitað að kenna verkalýðssamtökun- um um! Þeirra verður áreið- anlega sökin í ræðum og skrif- um Tímarnanna en ekki þeirra ábyrgðarlausu valdstreitu- manna og loddara sem ráða pólitík Framsóknarflokksins. ¥7'n Framsóknarflokkurinn má ■*-J vera viss um það, að lilut- ur hans batnar sízt af öllu með framkomu eins og þessari. Þvert á móti hefur hann svift svo af sér grímunni að aug- ljóst er hvað á bak við býr. Framsókn vildi svifta verka- menn og launþega 17 vísitölu- stigum, lækka kaup þeirra um 8% áður en samningar hæfust um efnahagsmálin. Fulltrúar verkalýðssamtakanna höfnuðu þeirri kröfu og vitnuðu til samninga og gildandi laga en lýstu sig fylgjandi því að málið yrði leyst með skjótum samn- ingum á þeim grundvelli að kaupgreiðsluvísitala yrði ekki hærri en 185. Það stóð því ekki á verkalýðssanitökunum, en þau vildu ekki eiga nein eftir- kaup við Framsókn. Þau vildu % fá það skýrt fram hvort leysa ætti vandann á grundvelli sem þau gætu sætt sig við og orsak- aði ekki skerðingu lífskjaranna. Þetta þoldi Eysteinn Jónsson ekki og fékk því ráðið að Framsókn gafst upp og sprengdl stjórnarsamstarfið. Eysteinn var enn við gamla heygarðs- hornið: Hann dreymdi enn einu sinni um að níðast á verkafólki og kúga verkalýðssamtökin, 17’ysteinn Jónsson og flokkur hans þarf að gera sér Ijóst við hvern hann talar. Hann á nú að mæta sterkri og öflugri verkalýðshreyfingu sem ekki lætur afturhald Framsóknar segja sér fyrir verkum eða kúga sig í auðmýkt og undir- gefni. Þessi verkalýðshreyfing, fagleg og pólitísk, er sterkasta aflið í þjóðlífinu i dag þegar hún samstillir krafta sína og mótar og fylgir eftir þeirri stefnu sem er í samræmi við hagsmuni alþýðunnar og þarf- ir atvinnulífsins og heilbrigða uppbyggingu í landinu. Fram- sókn er því i vonlausri að- stöðu þegar hún ætlar sér að kúga verkalýðinn og koma fram hefndarráðstöfunum þeg- ar það ekki tekst. Hún hefur það eitt upp úr framkomu sinni að sýna alþýðunni og allri þjóð- inni sitt rétta og sanna eðli og kalla með því yfir sig á- fellisdóm og fordæmingu allra sæmjlegra manna. Vísindi nútímans Vísindi nútímans. Viðfangs- efni þeirra og hagnýting. — Iilaðbúð 1958. □ Mikið kemur enn út af bók- unum á voru landi, og meginið kemur á markaðinn fyrir jól- in eins og fyrri daginn. En ekki er þetta bókaflóð jafn fjölbreytilegt og það er mikið að vöxtum. Ef litið er yfir þann hluta, sem íslenzkur er að efni, sézt. að landinn er samur við sig, hann hugsar mest um sjálfan sig og sína sögu, svipmyndir af fólki og daglegu lífi eru drýgri til vin- sælda en flest efni annað. Öllum bókum er eitthvað tal- ið til gildis, mörgum það að þær bjargi fróðleik frá glöt- un. Víst er það lofsvert, en ekki er allur fróðleikur þó^ jafn mikils virði. Stutt bókaskrá aftan við hverja grein hefði sjálfsagt komið ýmsum að haldi, er langar til að fræðast meira um efni hennar, og einnig hefði verið æskilegt að hafa orðaskrá aftast í bókinni, en slíkt er sjaldséður munaður í íslenzkum bókum. í bókinni eru tólf vísinda- greinar valdar úr tugum. Um efnisval er hætt við að sitt sýnist hverjum. Fimm fyrstu greinamar fjalla um raunvís- indi. Þar saknaði ég greinar um stærðfræði, sem kalla má hyrningarstein margra greina þessara vísinda. Um náttúru- fræði fjallar aðeins ein grein, eina greinin sem rituð er af erlendum manni. Þarna hefði verið gaman að fá greinar um líffræði, jarðfræði og fleira en þó er það fjarri mér að amast við grein Hovmöllers, sem hefur það meðal annars sér til ásrætis að fjalla um efni, er fjölmargir fslending- ar hafa varla hévrt nefnt hvað bá meira, en skiptir okk- ur þó talsverðu máli. Og kannske megum við eiga von á nýjum erindaflokki um vís- indi nútimans og nýrri bók, næau er af að taka. . Mér svnist góður fengur að þe«sari bók og óhætt að mæla með henni við bá, er vilia lit- ast um i hugarheimi nútím- ans. Og ekki virðist mér hún sízt nvtsamleg því unga fólki, er hvggst leggja fyrir sig langt skólanám, en er óráðið eða rennir blint í sjóinn eins og margir íslenzkir stúdentar hafa gert bæði fyrr og síðar. Guðmundur Arnlaugsson. Varla verður það sagt með sanni, að Vísindi nútímans bjargi fróðleik frá glötun, því að flest er í bókinni stendur má finna annarsstaðar, beint eða óbeint. En óhætt er að segja að í henni er dreginn saman fróðleikur, sem fæstir íslendingar eiga greiðan að- gang að annarsstaðar. Og fróðleikur hennar er mikil- vægur: í henni eru sögð deili á tólf vísindagreinum á al- þýðlegan hátt. Öld okkar heyrist oft kennd við vísindi og tækni, enda hefur framvindan í mi-'rgum vísindagreinum verið ótrúleg síðustu áratugina. Sum afrek vísinda eru vel á veg komin með að gerbylta lifnaðarháttum manna, önnur kunna að vera jafn mikilvæg, þótt þeirra gæti minna í dag- legu lífi. Elckert væri eðlilegra en að áhugi almennings beind- ist að vísindum með vaxandi þunga. Þessa gætir þó minna en ætla mætti og veldur þar margt, meðal annars hörgull á heppilegum bókum. Það er býsna mikill vandi að semja góð fræðirit handa almenningi, til þess þarf bæði staðgóða þekkingu og hæfileika til að setja sig í spor misfróðra les- enda. En þegar vel tekst til verða slík rit flestum vinsælli. Vísindi nútímans hefur að geyma tólf útvarpserindi, er- indaflokk, er fluttur var í Rík- isútvarpið á sunnrdögum síð- astliðinn vetur. Þessi erindi vöktu mikla athygli og er góður fengur að útgáfu þeirra. Greinarnar skrifa úrvalsmenn, hver á sínu sviði, þær eru allar læsilegar og fróðlegar, svo að nokkur vandi er að gera þar upp á milli, enda verður það ekki gert hér. Þó eru vinnubrögðin allólík. Sum- um tekst furðuvel að draga skýra heildarmynd með fáum og auðskildum dráttum, aðrir varpa kastljósi úr ýmsum átt- um á vísindi sín og sýna þannig á þeim ólíkar liliðar. Bókin er vel og snyrtilega úr garði gerð. Hverri grein fylg- ir örstutt æviágrip höfundar. Vísind nútímans Viðfangsefni þeiira og hagnýting Safnrit 12 greina um hugsun, vísindi og tækni nútínxans. Hvar stöndum vér í upphafi atómaldar? í bókinni svara 12 fræðimenn þessari spurningu .-g rekja fræði- grein sína á alþýðlegan hátt Læknisfræði — Stjörnufræði — Veðurfræði — Tækni — Ryggingar — Lögfræði — Ilagfræði — Sagnfræði. Þetta er bók almenniiigs um lifandi og þýðingarmik- il samtíðarmál og tækni nútímans. Þessi bók er kjörin jólabók handa skólaæskunni — gáfuðum unglingum, sem heimurinn er að Ijúkast upp fyrir. Lög og saga effir próf. Ólaf Lárusson Ritgerðir um nokkur hin þýðingarmestu atriði þjóð- arsögunnar. — Bók, sem verður aufúsugestur allra hinna mörgu, er unna sögu larids og þjóðar. RIT Ólafíu Jóhannsdéttur með œvisögu hennar eftxr Bjarna Benediktsson, alþm. Konan, sem vakti furðu samtíðarmanna sinna sa.k- ir andiegs atgerfis og glæsilegs þokka og sem alla tíð lifði fjarri hversdagslegri meðalmennsku. Gagnmerkileg heimild um líf og örlög og persónn- umhverfi. HLAÐBÚÐ • i .' !: ' -tj'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.