Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.12.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. desember 1958 — ÞJÓÐVLLJINN — (7 Fyrri hluti greinar þessarar uó& þróunina í Þýzkalaridi frá Jjyá: Potsdanisamningarnir voru gerðir og allt til þessa dags, ¦ birtist í blaðinu í gær. Höf- undurinn er ungur stúdent, Þór1 Vígfusson frá Selfossi, en hiimi heáur nú um þriggja ára skeið . stundað nám í hagfræði í Aust- , ,ur-Berlín. Þór ritaði grein í Þjóðviljann í september um de Gaulle og hina nýju stjórnar- , .skrá hans, en Þór dvaldi í Par- , ís; mn þær mundir sem hers- höfíftoginn kynnti frönsku þjóð- inná stjórnarskrá sína. Engan þarf að furða þótt iipp komi svipaðar kröfur nú í Vestur-Þýzkalandi og á dög- úm Hitlers: Bann á allri virkri stjórnarandstöðu og sjálf- stæðu starfi verkalýðsfélaga. Iðuiega hafa flokksmenn Ad- enauers borið fram þá kröfu að litið verði á starfsemi Þór Vigfússon: Frá Potsdam til kjaniorkiihervæðmgar dreifa blaði verkalýðsfélagsins á vinnustaðnum. Dómstóllinn úrskurðaði að atyinnurekand- inn hefði verið í fullum rétti. Margir svipaðir dómar hafa verið felldir af vinnumáladóm- stólum hinna einstöku fylkja. Ef árásin verður til lykta leidd og neyðarástandslögin verða framkvæmd, hver er þá orðinn munurinn á Þýzkalandi Hitlers og Vestur-Þýzkalandi etjórnarandstöðunnar sem landráð, ef hún reynir að hindra stefnu stjórnarinnar. Stjórnarandstaðan verði að vera „ábyrg" í andstöðu sinni, andspænis rauðu hættunni. Hún verði að vinna með .stjórninni við framkvæmdir þær, sem nauðsynlegar séu til ..að verjast þessari hættu, þ.e. að styðja endurhervæðingu stjórnarinnar. Innanríkisráð- herrann Schröder, fyrrverandi stormsveitarforingi, hefur til- ' kynnt, að hann undirbúi laga- bálk, sem hann nefnir „neyð- arástandslög", og leggja á fyrir. þingið. Samkvæmt þeim á kanslarinn að fá vald til að lýsa yfir neyðarástandi, ef andstaðan gegn stjórnarstefn- uríni verður „hættuleg". Það þýðir, að hann getur með ein- faldri ákv"rðun sinni gert þingið óvirkt og tekið öll völd • í sínar hendur, ¦ numið úr gildi ýmis grundvallarréttindi borg- aranna, svo sem fundafrelsi, tjáningarfreisi, frelsi til vinnuvals, bréfhelgi, heimilis- helgi. ¦ Kröfurnar um þetta innan CDU, flokks Adenauers, fengu byr undir báða vængi við at- burðina í Frakklandi á þessu ári. Einnig er búizt við vax- andi andstöðu verkamanna vegna aukins atvinnuleysis, og það ýtir einnig undir. Árásin á verkalýðsfélögin «r þegar byrjuð. Seinni hluta árs 1956 og fyrri hluta 1957 háðu járniðnaðarmenn í Schleswig-Holstein verkfall, sem jlauk með sigri þeirra. TSTú hefur Vinnumáladómstóll Sambandslýðveldisins (Vest- ur-Þýzkalands) í Kassel fellt þann úrskurð, að verkfallið hafi verið ólöglegt, þar sem „friðarskyldan gagnvart at- vinnurekandanum" hafi verið bptin.- Verkalýðsfélögin voru dæmd til að greiða atvinnu-¦ rekendum þann gróða, sem þeir misstu vegna verkfalls- ins. Tvísýnt er því orðið um verkfallsréttinn. Sami dómstóll dæmdi í öðru máli: Trúnaðarmaður verka- lýðsfélags á vinnustað var isyiptur því embætti sínu af íitvinnurekandanum fyrir að Adenauers? Þá er „foringja- ríkið" aftur komið til sögunn- ar. Ef til þess kæmi, hafa margir talað um Franz Jósef Strauss varnarmálaráðherra -sem væntanlegan foringja. — Hann er ungur og ófyrirleit- inn og því tilvalinn í starfið. Adenauer er kominn á níræð- isaldur og lifir varla miklu lengur þótt ern sé, a.m.k. er hann varla maðurinn til að standa lengi í erfiðu foringja- embætti. Eg gat áðan um þá tor- tryggnu menn sem skildu ekki hvað Nato ætlaði að gera við vestur-þýzkan her, sem ekk- ert gagn gerði í nútíma hern- aði. Þessir menn fengu óvænta liðsmenn í fyrra: forystu- menn Nato. Þeir spurðu líka, hvað þeir ættu að gera við úreltan her. Það yrði að búa vestur-þýzka herinn kjarn- orkuvopnum! Og vestur-þýzki herinn verður búinn kjarn- orkuvopnum. Lög um það voru barin í gegn um þingið í vor eem leið. Ekki var held- ur gleymt að leyfa Þjóðverj- um tilsvarandi framleiðslu. 30 áhrifamestu auðfélög Vestur- Þýzkalands hafa þegar mynd- að Atómsameiningu, sem mun sjá um kjarnvopnaframleiðslu. Byrjað er að reisa yerksmiðj- ur í því skyni. Nú etendur ekkert i veginum fyrii þróun þýzka herveldisins á nýjan leik. Bráðlega mun vestur- þýzki herinrí verða sá öflug- asti á meginlandi Vestur- Evrópu. Ekki "þarf að ætla að Vestur-Þjóðverjar ætli sér minni hlut en Taandamönnum "Sínum þar. Strauss stríðsráð- herra hefur þegar gert kröf- ur um nýskipan í Nato á þá leið, að herir Danmerkur og Noregs verði settir umdir yfir- stjórn þýzka hershöfðingjans Speidels. Hvort verkamanna- stjórnir Danmerkur og Nor- egs láta stjórna hermönnum sínum af þeim mönnum sem skipulögðu innrás og hernám landa þeirra í stríðinu, er ekki vitað enn. Erfitt mun ' þeim samt reynast að standa á móti kröfum eins mikilvæg- asta þátttakandans í barátt- unni gegn boleévismamim. Þáttur sósíaldemókrata En hvernig stendur á verkalýðsstétt Vestur-Þýzka- lands að láta þessa þróun við- gangast? Þjóðverjar áttu einu sinni löflugustu verka- lýðshreyfingu og verkalýðs- flokk í heimi, að margra á- liti. En það er ákaflega langt síðan. Síðan sósíaldemókrata- flokkur Þýzkalands sveik ár- ið 1914 hugsjónir sósíalismans og loforð flestra ef ekki allra meiriháttar verkalýðsflokka heimsins, þar á meðal hans sjálfs, um baráttuna gegn stríðinu, og fór að styðja það með ráðum og dáð, síðan þetta gerðist hefur þýzk verkalýðshreyfing ekki borið sitt barr. Hún hefur verið klof in í tvo f lokka sem skemmtú ekrattanum með rifrildi meðan afturha'idið stjórnaði. Þeir fengu að ríf- ast þangað til afturhaldinu þóknaðist að banna þá báða. Það er kunn saga og kannski óþarfi að minnast á hana hér. í Vest.ur-Þýzkalandi er í dag aðeins einn verkalýðs- flokkur. Hann varð þó ekki einn vegna þess að báðir flokkarnir hefðu komið sér saman um að skemmta skratt- anum ekki lengur, heldur vegna þess að afturhaldinu þóknaðist að banna annán þeirra, kommúnistaflokkinn. En sósíaldemókrataflokkurinn fær enn að starfa. Hann starf- aði þegar rætt var um aðild Vestur-Þýzkalands að Nato. Hann barðist gegn henni eins og ljón, þar til búið var að sámþykkja hana. Enn starfaði hann þegar rætt var um her- skyldufrumvarpið. Þá reifst hann þangað til búið var að samþykkja það. Þegar rætt var um kjarnvæðinguna í vetur sem leið, þá barðist hann á þingi með klóm og kjafti, þar til hann var yfir- bugaður í atkvæðagreiðslunni. Það er nefnilega grundvallar- regla þýzkra sósíaldemókrata að vera „ábyrgur" stjórnar- andstöðuflokkur. Og ábyrgur stjórnarandstöðuflokkur setur sig ekki upp á móti því sem meirihlutinn er búinn að sam- bykkja. Því draga sósíaldemó- kratar broddinn úr þeim fjöldahreyfing^im, sem risið hafa upp gegn endurhervæð- ingunni meðal a^mennings, í stað þess að styrkja þœr eftir mætti. Þannig fór með „Hreyfinguna gegn atómdauð- anum". Nokkrar stjórnir sós- íaldemókrata í fylkjum Vest- ur-Þýzkalands höfðu ákveðið að láta fara fram allsherjar- atkvæðagreiðslu til að athuga afstöðu almennings til kjarn- væðingarinnar. Skoðanakann- anir um það leyti sýndu, að yfir 80% voru á móti henni. Dómarar Adenauers lýstu þessar tilvonandi kosningar ó- lögmætar. Forystumenn sós- íaldemókrata sögðu takk fyr- ir og hættu við allt saman og létu „Hreyfinguna gegn atómdauðanum" eiga sig. Að vísu starfar hún áfram, en at- hafnir hennar eru ósamstillt- ar og tilviljunarkenndar. Þegar búið var að berja kjarnvæðinguna gegnum þing- ið, ákvað þingflokkur sósíal- d. talsmenn forystumanna við stjórnarkjör til héraðsstjórn- ar æskulýðssamtakanna fyrir þeim, sem harðast deildu á núverandi stefnu. Ekki minnkar óánægjan vegna stefnuleysis flokksins gagnvart versnandi efnahags- ástandi. En það er ekki svo gott fyrir hann að bera fram jákvæðar tillögur, þar sem að- albaráttumál hans er nei- kvætt: baráttan gegn komm- únismanum. Þetta stefnuleysi notfærir CDU sér út í yztu æsar, enda svo komið, að baráttumál sós- ía^demókrata er að fram- kvæma hervæðingarstefnu Adenauers. Hvort þeirra verð- ur þörf við það, ef neyðar- ástandslög Schröders storm- sveitarforingja koma til fram- kvæmda, skal ósagt látið. En ekki þurfti Hitler á sósíal- demókrötum að halda lengur eftir valdatöku sína 1933. Vesturþýzkur almenningur hefur óspart látið í ljós andúð aínfo á fyrirætlunum stjórnarvaldanna þar og herforirfeja Atlanzbandalagsins að koma upp kjarnorkuvopnum og flug- skeytastöðvum í landinu. — Myndin er tekin í bænum Fiirth í Bajern þar sem verið er að safr^a undirRkriftum undir mótmæli gegn kjarnorkuvopnum. demókrata að gera það eina sem þeir gátu gert samkvæmt grundvallarreglu sinni, hjálpa Adenauer við að framkvæma kjarnvæðinguna. Það er nú aðalstarf ýmissa forystu- manna flokksins, svo sem Fritz Erlers, varnarmálasér- fræðings. Nú lýsa þeir yfir, að sósíaldemókrötum beri að styðja vestui'-þýzka herinn, þar sem hann sé lögleg stofn- un sambandslýðveldisins. 1 samræmi við það skora þeir á unga flokksmenn sína að ganga í herinn af frjálsum vilja. Þetta er orðið eftir af nöldrinu gegn herskyldunni. Að sjálfsc'gðu vekur þessi afstaða forystumannanna megna óánægju óbreyttra flokksmanna og starfsmanna. Þetta hefur komið fram á mörgum fundum flokksins úti um land að undanförnu. Eink- um eru æskulýðssamtökin óánægð. I Diisseldorf féllu t. Sameiningarmálið Eg gat þess í upphafi grein- arinnar, að fle^tir Þjóðverjar vildu sameina landshlutana í eitt ríki. En menn greinir á um leiðirnar að markinu. Frá upphafi hefur það verið stefna Adenauers að Austur- Þýzkaland verði innlimað í Vestur-Þýzkalard. Sú stefna hefur notið stuðnings Vestur- veldanna. Þessi sameining ætti annað hvort að fara fram á þann hátt, að samið verði ^, um það milli hernámsveldanna eða valdi verði beitt. Það hefur verið ein r"ksemd hans fyrir hervæðingunni, að við Rússa sé ekki hægt að semja nema vera hernaðarlega jafn- st"erkur eða þvi sem næst. Ekki sé herinn síður nauðsyn- legur ef til þess komi, ; að „frelsa" þurfi „bræðurna í Framhald á 10. síðu;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.