Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. desember 1958 ÞJÓÐVILJINN — (3 rsteinssonar nýkomin út í snotuni heildarútgáfu Þessa dagana hittir maöur óvænt gamlan vin í bóka- búöunum: Ljóömæli Steingríms Thorsteinssonar, sem komin eru út í nýrri útgáfu Leifturs. Ljóð Steingríms Thorsteinsson- ar hafa verið ófáanleg um fjölda ára, og mjög sjaldan að þau hafi sézt í fornbókaverzlunum. Hins vegar eru 1 jóð hans sungin við óteljandi tækifæri enn í dag — sungin af miklu fleiri en muna hver hann var, höfundur Ijóð- anna sem þeir eru að syngja! Það var því meir en kominn tími tit þess að ný útgáfa af ljóðum Steingríms kæmi. Hin- ir eldri eiga endurfundi við kæran vin, og hinir yngri hafa ekki síður þörf fyrir að kynnast Guðmuudur Ingi Kristjánsson: Sóldögg Sóldögg, heitir nýútltomin Ijóðabók eftir Guðmund Inga Krist.jánsson. Er þetta þriðja Ijóðabók hans. Ilinar fyrri eiimig kenndar við sól: Sólstaf- ir 1938 og- Sólbráð 1945. I þessari nýju ljóðabók Guð- mundar Inga eru yfir 50 kvæði. Allmörg kvæðanna eru um landið og náttúruna: Á Kirkju- bæjarklaustri, Gengið i Skrúð, Fönn, Hrafnaklukka, Velkomin rigning, Þegar hlíðin fer að gróa, o. fl. Nokkur eru sögu- legs eðlis, en mörg eru af sundurleitustu tilefnum: 1 fjár- húsi, Jarðarför, Kjördagur, XJt- svar, Konunnar ósk og Eg sá þig roðna. — Hér er sýnishorn, líklegu ort á nýliðnu þurrka- eumri: Velkomin rigning! vertu hér í nótt. Vinsælir dropar falla milt og rótt. Hríslast um hár og andlit atlot þín. Ertu nú loksins komin, góða mín. Þú hefur verið þráð og til þín mænt. Þú ert sú dís er litar ísland grænt, skreytir með lífi skriðubrúnan kjól, slcrýðir með flosi þínu laut og hól. Bókin er 116 bls., prentuð í Eddu. IJtgefandi er Norðri. Steingrímj, sem var annað höf- uðskáld sinnar tíðar. Það verða alltaf • til menn sem vilja rifja upp t.d. hvernig Islendingar ortu ættjarðarkvæði, áður en þá þraut' þrek ti! þess að leggja það á sig að kunna skil á hofuðstöf- um, hrynjandi og. rími íslenzkr- ar tungu: Svo frjáls vertu móðir sem vind- ur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu* sem himins þíns bragandi norð- Ijó'sa log og ijóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klett- ótta strönd. Heildarútgáfan af Ijóðum Stein- gríms nú er yfirlætislaus, en snotur, og það er einkar nota- legt að fá þó eina bók sem er laus vjð ofhlæði það í pappír sem alloft tíðkast nú. — Aftan við ljóðin er birt erindi er Axel Thorsteinsson flutti úm föður sinn vestur í Kanada fyrir meira en 35 árum. Ennfremur inngang- ur eftir Jónas Jónsson. Bókin er um 400 biaðsíður. Útgefandi er Leiftur. Langspilið ómar — í lil nitt liimað bindið af sagnabálki Gunars M. Magnúss í ritsafninu 1001 nótt Reykjavíkur Langspiliö ómar, heitir ný bók eftir Gunnar M. Magn- úss, og er þaö annaö bindiö af ritsafni því er byrjaði að koma út eftir Gunnar i fyrra, undir heildarheitinu 1001 nótt Reykjavíkur. Gunnar hefur valið sér þarna skemmtilegt og gott viðfangsefni: að safna á einn stað ýmsum þátt- um úr liðinni sÖgu höfuðborgar- innar. Þáttum sem gaman er að fá á einn stað, — enda óvíst nema ýmsir þeirra hyrfu að öðr- um kosti með öllu í glatkistuna. í þessari bók er t.d. saga trú- boðunar mormóna hér, frá þeim haustdögum að mormónaprest- arnir Jakob B. Jónsson og Jón Eyvindsson stigu á land og hófu sinn fjölkvænisáróður, allt þar til síðastj mormóninn hélt glað- ur á braut með sína ektakvinnu — í eftirvæntingu þess að eign- ast bráðlega fleiri! Þarna er saga fyrstu lyfja- búðarinnar í Reykjavík, — sem nú hefur starfað á aðra öld — og' senn tvær aldir ef með er tal- inn sá tími er hún var að Nesi við Seltjörn, 200 ára gamall spádómur fyrir Reykjavík er ein „nóttin“ í bók- inni. — Spámaðurinn er eiiginn annar en Eggert Ólafsson, fyrir nákvæmlega 200 árum. Og hér eru birtar fyrstu eig- inlegu þjóðsögurnar frá Reykja- vík. Það eru ailtaf að gerast þjóðarsögur enn í dag! Einnig Hvað landinn sagði erlendis Ný feók með viðtölum er Vilhjálmur Finsen hefur skrifað og birt í erlendum blöðum Hvaö landinn sagöi erlendis, nefnist nýútkomin bók eftir Vilhjálm Finsen fyrrverandi ritstjóra. og sendiherra. Vilhjálmur Finsen var á sín- um tíma stofnandi Morgun- blaðsins en síðar fluttist hann til Noregs og var þar blaða- maður í fjöLda ára. Auk þess að starfa við Tidens Tegn í Oslo hefur hann skrifað all- mikið í öruiur erlend blöð. I þessa. bók liefur hann safn- að saman allmörgum viðtölum sem Iiann átti við Islendinga á ferðum þeirra erlendis og birti aðallega í Tidens Tegn. Elzta greinin er frá árinu 1904 tvö stutt viðtöl frá árunum 1911 og 1913 en aðallega eru þau frá tímabilinu 1922—1938. Með þessum viðtölum sínum hefur Finsen á sínum tíma á- orkað miklu um að kynna Is- land og íslenzk málefni erlend- is en annarra þjóða menn láta sig, að vonum, íslenzk mál venjulega litlu skipta Viðtöl þessi eru yfirleitt við menn sem mest komu við sögu ýmissa helztu framkvæmdamála á íslandi á þeim tíma er við- tölin fóru fram á, og eru þau Framhald á 2. síðu. hér í Reykjavík. Og hér er nokk- uð sagt frá ýmsum dularverum í Reykjavík og nágrenni — og mun þar af miklu að taka. Þúsundþjalasmiðurinn nefnist ein .,,nóttin“ og segir hún frá manni er flutti inn í landið hin- ar ' margvíslegu nýjungar, - máski fleiri en nokkur annar um hans daga. Loks er svo ástarsaga úr Reykjavík frá 1908, sögð eins og hún kemur fram í bréfum hinna ástfangnu. Ástarbréfin eru „ekta“, en nöfnum viðkomandi mun vera breytt. Efni eins og þessi bók flytur er alltaf vinsælt og því eigi ó- líklegt að bókin hverfi fyrr af markaðnúm en margan grunar. — Bókin er 170 bls. Eru í henni 39 „nætur“ og eru Reykjavíkur- næturnar þar með orðnar 125. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar-. Útgef- andi er Ægisútgáfan. Móðir mín — Nýtt safn Tuttugu og tveir menn skriia um mæour sínar Móðir mín heitir nýútkomiö ritgerffásafn og segja þar frá móður sinni 22 menn, frá ýmsum stööum á land- inu, — og þá jafnframt allnokkuð frá uppeldi sínu og umhverfi. • Fyrir 9 árum kom út ritgerða- safn með sama nafni, en það er ófáanlegt og hefur verið nokkra hríð, enda eru slík söfn mikið lesin. Pétur Olafsson hefur séð um útgáfu þessa, og segir hann m.a. í formála: „Um það atriði efna- hagsþróunarinnar, að hér er sagt frá tímabili fyrstu skilvindanna, fyrstu viðleitrH til skipulagðrar kvennafræðslu, m.a. í matargerð og hannyrðum, fyrstu átökum að a.uknum og bættum húsakosti, eru allar greinarnar svipaðar að efni, hvort sem sagt er frá mæðr- líra í V'esturbænum'- -Þ-'Reykja-i vík eða konurn norður á Ströpd- umt i Breiðaf jarðardölum, í Svarfaðardal eða austur á fjörð- um“ — að öðru leyti er liver grein með einkennum höfundar síns. Elzti maðurinn sem skrifar í þessa bók, Sigurbjörn Á. Gísla- son, er nú á 83, aldursári. Móðii hans fæddist fyrir 105 ámm. Elzta konan sem skrifað er um, Guðrún Guðmundsdóttir, móðir Þorsteins Þorsteinssonar íyrrv. sýslumanns fæddist árið 1840. Yngsti greinarhöfundur er fædd- ur 1915. Bókin hefst á kvæði Davíðs Stefánssonar: Segið það móður minni. Þeir sem ritgerðir skvifa í bókina eru þessir: Ásmundur Guðmundsson biskup, frú Guð- rún Pétursdóttir, Haraldur Böðv- arsson, Jón Sigurðsson á Revni- stað, Steingrímur Matthíasson, Kristján Albej-tsson, Magnús Gíslason, Árni Gla, Sigurbjörn Á. Gíslason. Benedikt S. Bjark- lind, frú Sigríður J. Magnússon, Jakob Thorarensen, Sveinn Vík- ingur, Bjarni Snæbjörnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Snorri Sigfússon, Grétar Fells, Sigurð- ur Kristjánsson, Einar Ásmunds- son, Magnús Magnússon og Jón- as Sveinsson. fc------------------------- Myrkur lok- ' aðra augna 1 Hvað er bak við myrkur Iok- aðra augna? heitir nýútkomin bók allmikil eftir Paramliansa Yogantla, þýtl hefur Ingibjörg Thorarensen. Þetta er ævisaga indversks yoga, sem dvaldi 30 ár á Vest- urlöndum að því er segir á kápusíðu bókarinnar og kenndi þar vesturlandamönnum frumat- riði Yoga. I bókinni eru nokkr- ar myndir. Hún er 452 bls. að stærð. Útgefandi er Leiftur. Á ferð mii fjórar álfur Ný ferðabók eífir Guðna Pórðarson, blaðamanir Á ferð um fjórar álfur heitir nýútkomin bók eftir Guöna Þóröarson, blaöamann hjá Tímanum. Eins og nafniö bendir til er þetta feröabók. Þótt sumir Tímamenn hafi gert allvíðreist á undanförnum árum hafa þeir ekki skrifað bækur um þær ferðir — nema Vigfús Guðmundsson, sem er einn mesti heimshornamaður samlanda sinna, og hefur skrifað tvær ferðabækur. Guðni Þórðarson ætlar að reka slyðruorðið af þeim er nú starfa við Tímann. í bók sinni segir hann frá ferðum um nokkur Arabalönd, Grikkland ítalíu og Holland. Eru þær frásagnir í tveim fyrri köflum bókarinnar: Lönd í austri og Lönd í suðri. I kaflanum Lönd í vestri segir hann nokkuð frá Bandaríkjunum og í kaflanum Lönd í norðri frá flugi yfir Grænland og för til Grímseyj- ar. I bókinni er hundrað mynda Nýr söluturn I dag opnar nýr söluturn í Hálogalandslwerfi. Er hann á Gnoðavog 46, og verzlar með vörur, er slíkum stofnunum ber, svo sem blöð, tóbak, sælgæti o. fl. smávörur. Það kostar mikið fé að geí’a út gott blað. Með þvi að selja sem flesta miða í llappdrætti Þjóðviljans getur þú stuðlað að eflingu blaðsins þíns. Aðventkirkjan O. J. Olsen flytur erindi í Að- ventkirkjunni annað kvöld — sjá auglýsingu í blaðinu í dag. er hann liefur tek’ð á þessifm ferðum sínurrt, góðar myndir, sem auka gildi bókarinnar mik- ið. Bókin er yfir 160 bls. prent- uð í Hólum og frágangur ágæt- ur. Útgefandi er bókaútgáfan Fróði. Frækilegt sjúkraflug Ný bók eítir Ármann Kr,- Einarsson Nýkomin er út sjötta bók Ármanns Kr. Einarssonar j „Falinn fjársjóður". Hafa bæk- bókaflokknum, sem liófst með ur þessar hlotið niiklar vin* Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.