Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 10
2) — ÓSKASTUNDiN ¦— Jæja, karlinn, þú Verður sennilega mesti sjóhundur þegar ,þú. íerð sjálfur að róa, — en hvar er pabbi þinn? — — Hann er niðri í vél, — svaraði drengurinn. Hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Bessi sagði að hann yrðí sjóhundur, þegar hann yrði stór. Drenginn láng- aði mest til að hoppa um dekkið, en í þess stað flýtti hann sér aftur í voru þeir allir komnir um borð, nema stóri Stehbi birtist á bryggj- unni og þá þrumaði Béssi á móti honum. — Já ég vissi það, Stebbi. Hún hefur tafið þig riúna, ráðskonan. — Nú,' hvað er þetta maður, — hvein í Stebba, — það dugar nú ekki að forsóma heim- ilið og blessaður vertu. Nú var leyst og Bessi tók stýrishjólið og fyrr en varði var Kubbur á Pétur Sumarliðason; Stolizt í róður Fjórði dagur. rórhús, þar stóðu Bessi og faðir hans. — Hann Xási í logninu er veikur rétt einu sinni, — heyrði hann, Bessa segja. — Eg varð 'að ræsa Stebba stóra og það má skratt- inn vita hvort hann héf- ur vaknað eða kerlingin hefur svæft hann aítur. Og þú ert með aðstoðar- -vélamann. Við verðum að merkja stúf fyrir hann. — Já, sagði faðir hans, — ég fann hann í verk- færabekknum þegar ég kom um borð, hefur henzt um borð um leið og ég fór út. — — Þá held ég nú að svona áhugamaður eigi skilið stúfinn sinn, — rumdi í Bessa um leið og hann klappaði drengnum á kollinn. Nú heyrðist til hásetanna og von bráðar fullri ferð. Drengurinn stóð uppi á bekknum í rórhúsinu og gerði ýmist að horfa út á sjóinn eða stara á Bessa. Nú skyldi ¦hahn allt í einu af hverju Bessi var svo oft kallað- ,Ur jarlinn, Hann var al- veg eins qg, kóngur, eða jarl, það var víst sama. Andlitið storskorið en þó ekki ófrítt, hendurnar, sem héldu um stýrishjól- ið stórar og þykkar, herðarnar breiðar og eins og kúptar. Hann var með stærstu mönnum og þeg- ar hann horfði út um rórhúsgluggann og skim- aði um loft og sjó með þessum eldsnöru fálka- augum, þá var hann al- veg eins og konungur í framan. Þegar komið var út á mið voru lóðirnar lagðar en á meðan fór faðir hans fram í lúkar og kveikti upp í kabyssunni og hit- aði kaffi en drengurinn sat á vélarkappanum og fylgdist með öllu. Hann hrökk við þegar Bessi kallaði allt í einu út um rórhúsgluggann: — Stjáni, merktu strákn- um stúf úr stampinum mínum. Það er bezta að vita. hvort hann er fisk- inn. — Bessi hafði þá ekki gleymt því hugsaði drengurinn. Mig langar til að kom- ast í bréfasamhand við dreng eða stúlku á aldr- inum 10—12 ára. Eydís Ólafsdóttir Fífilgötu 10. Vestmannaeyjum Nú tiðkast mikið húla- hopp, ég sendi þér mynd af því. Eydís. (b Hér birtist enn ein orðaþraut. Fyrri hluti orð- anna sem setjja á saman er inni í hringnum, seinni hlutinn fyrir utan. teiiaSsr jólasiðir Framhald af 1. síðu. Sá siður var um Norð- urlönd að breiða hálm á gólf á aðfangadagskvöld, og var það kallaður jóla- hálmur. Heimafólk hvíld- : isf'a TÝllminum úm'" h ött- ina. Sængurfötunum var aftur á móti hlaðið sam- an á einn stað í stofunni og gerð breið og m.iúk hvíla. Þar áttu englarnir að sofa, ef þeir skyldu gista um nóttina. Jóla- hálmurinn fékk dularfull- an mátt, sögðu menn. Hann var bundinn í knippi og hengdur upp yfir húsdyrunum, heimil- inu til heilla, gefinn skepnum og borinn á akra. Þetta tíðkaðist einkum í Sviþjóð. Sums staðar voru flétt- uð tólf reipi úr jólahálm- inum og hengd upp í mæni. Þau áttu að vera búinu til blessunar alla tólf mánuði ársins. Öllum skepnum var gefið betra fóður á jólun- um en. aðra daga ársins. Það var trú um öll Norð- urlönd, að kýrnar fengju mannamál á jólanótt (á 'íslándi var það á nýár's- nótt). .Margar sagnir eru til um það, hve illa mönnum farnaðist, ef þeir voru viðstaddir af forvitni. í Józkri þjóðtrú var talið, að kýrnar töl- uðu hebresku. í Holtsetalandi var það siður, að bændur gengu út á aðfangadagskvöld, lögðu hönd á einhvern trjástofn og mæltu: „Gleðjist þið, tré, því að frelsarinn er fæddur." í Noregi var mjólk og öli helt að trjárótum kringum bæinn. Gamalli eik á Þelamörk var, meir að segja, gefinn jóla- grautur. Og alls staðar þótti sjálfsagt að skammta búálfinum, sem -. ÓSKASTUNBIN.--!- 19 kunnur er í þjóðtrú Norð- urlanda. í Wárend í Sví- þjóð var það siður að láta út á bersvæði öl handa englum. Það var kallað „englaöl". Víða á Norðurlöndum var matur handa álfum borinn út um hæ'ðir og hóla. Enn rriá .minna á þann : alkunna, íslenzka sið, að- húsfreyjan gekk' kringum bæinn á aðfangadags- kvöld og mælti þessi orð: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að; meinalausu". Um jólin viidu 'menn vera sáttir við alla. Oddný Guðmumdsdóttir • SKRITLUR Læknirinn: Það ef' ekkert að þessum dreng. Hið eina, sem hann þarfnast, er vatn og: sápa. Mooirin: A hann að taka það fyrir eða á eft- ir mat? ": Norðmaður nýkominn héim af síldveiðum við ísland var spurður að því, hvort ekki væri mik- ið um jarðskjálfta á ís-- landi? Norðmaðurinn; Jarð-- skjálftum! Eg segi nú ekki margt! Þá sjaldan ég kom í land, varð ég strax sjóveikur sd hrist-- ingnurh, og varð óðar sð fara um borð a£tur. Heilabrot Lausn á heilabrotum: Nafnið er Tómas, þvi- þetta voru tóm fls. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 13 desember 1958 Kosníngatofrar Framhald af 7. síðu, finnst mér nógu margir orðn- ir í íslenzkum bókmenntum þessir leyndardómsfullu og margvísu blómaræktarmenn, sem virðast hafnir yfir tíma og stað, eins og guð almátt- ngur. Loks er að geta Gróunnas-, þessa ómótstæðilega náttúru- kvenmanns, er jafnvel slíkut heimsmaður og Dalgeir Daða- son fellur flatur fyrir við fyrstu sýn. Víst er mörg kon- an girnileg, en þessi þykir mér helzti álfkonuleg — að und- anskilinni þó peningafíkninni ¦— og sambandi þeirra Dal- geirs meir lýst af rómantík en raunsæi. Eins og efni sögunnar er að nokkru tvíþætt, er frásögn höfundarins með tvennum hætti. öllú kosningafarganinu •er skemmtilega og fjörlega lýst með hressilegu orðavali og hæfilegri kímni. í þeim köflum bókarinnar, er fjalla um hjónaefnin ungu, samband Dalgeirs og Gróu og Ara í ¦Gerði finnst mér hins vegar gæta nokkuð gyllilýsinga og tilgerðs orðfæris. Það stingur dálítið í stúf við hinn hluta bókarinnar og ber óraunhæf- ari svip. Málfar höfundar er yfirleitt gott, þó bregður fyrir setn- ingum eins og þessum, sem láta illa í eyrum: „Þær .... gleymdu að borða, en hvískruðu og pískruðu hvor í annars eyra". (bls. 38) og ......þeir eru farnir að horfa á mig eins og ég sé miljóna- kú". (bls. 205). Kannski er þetta Iíka sök prentvillupúk- ans ? Eg kann heldur ekki alls kostar við það orðalag höf- undar að segja: „Það hrikti í allri stúlkunni" (bls. 66), þegar því er lýst, að hún hvílir titrandi í örmum fram- bjcðandans. Eg vildi a.m.k. ekki halda þeim kvenmanni í faðmi mínum, sem væri slík beinasleggja, að það hrikti í henni,—jafnvel ekki í von um atkvæði. Henni er heldur ekki að Öðru leyti lýst sem slíkri. En ekki meira um það. Þessi saga Óskars Aðalsteins er skemmtileg aflestrar en ekki stórbrotið skáldverk, enda mun höfundur vart hafa skrifað hana í því skyni að fá nóbelsverðlaun. Hins veg- ar er það ætlun mín, að hún muni verða vinsæl vegna efn- isins, sem hún fjallar um, og þess, hve léttilega og hlut- laust er með það farið. Kosn- ingar eru einu sinni líf og yndi okkar íslendinga og við njót- um þess að lifa þær, — jafn- vel á pappírnum. S. V. F. SENDISVEINN Sendísveinn óskast nú þegar. Þjóðviljinn, sími 17500. Frækilegt sjúkraflug Framhald af 3. síðu. sældir og eru gefnar út í stór- um upplögum á íslenzkan mæli- kvarða. Nýja bókin heitir „Frækilegt sjúkrafhig" og er með tíu heil- síðumyndum eftir Halldór Pét- ursson og litkápu eftir Atla Má. Bókaforlag Odds Björns- eonar gefur bókina út. Fyrsta bókin er nú aftur fáanleg í nýrri útgáfu en tvær bókanna í þessum flokki eru uppseldar, „Leitarflugvélin" og „Týnda flugvélin". Þrjár fyrstu bækurnar eru komnar út í Noregi hjá Fonna Forlag, Osló og eru gefnar út bæði á nýnorsku og ríkismál- inu. Eru þær þýddar af Ivar Eskelund þeim hinum sama sem þýddi Gerplu á norsku. RAFMAGNSOFNAR Þrjár gerðir, með eða án blásara. Verð frá kr. 165,00. Véia- og raltækjaverzlunin h. f. Bankastræti 10. — Sími 12852. ....... þarna getur að finna þýð- I ingar margra ágætisljóða, eftir I viðurkennd góðskáld flest af | Norðurlöndum ......., i ........ Það er kunnugt að Guð- mundur er sjálfur snjallt ljóð- ; skáld, og hér kemur hann fram j' sem snjall þýðandi. ........ hver sem ljóðum ann, mun lesa þessa þók sér til ánægju. (Steindór Steindórsson, menntaskólakennari) Jólabœkur ísafoldar u i H»!. Nr. 28040 kr. 500.000 Nr. 20503 kr. 100.000 Nr. 287 kr. 50.000 10 000 kr. 721 1959 10918 17572 21367 31783 31828 38507 42259 44426 5000 kr. 3816 3900 5253 7918 11434 11781 18653 18682 19517 19699 27042 28035 29840 3.0227 32920 34564 37621 37804 38911 39044 41126 44863 Aukavinningar 5000 kr. 286 288 20502 20504 23248 22039 28041 (Birt án ábyrgðarX

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.