Þjóðviljinn - 18.12.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 18.12.1958, Page 7
Fiirmitudagur 18. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ý viðhorf gera vart við sig vestari hafs til samskiptanna við Sovétriki&i AfhyglisverS grein úr frönsku blaSi þar sem sagt er frá 9 klukkustunda viSrœðum Krústjoffs og Humphreys ÞaS hefur vakið mikla athygli aö bandaríski öldunga- deildarmaðurinn Hubert Humphrey, einn fremsti leið- togi hins frjálslyndari arms bandaríska demókrata- flokksins og meðal þein-a manna sem líklegastir eru taldir til að taka við forystu í bandarískum stjórn- málum á næstu árum, ræddi í nær níu klukkustundir við Nikita Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, fyrir nokkru. Franski blaöamaðurinn Michel Bosquet ritaði um viðtal þeirra og þau nýju viðhorf sem gera vart við sig í Bandaríkjunum eftirfarandi grein í viku- blaðið L’Express og fer hún hér á eftir í íslenzkri þýð- ingu. f byrjun síðustu viku var öldungadeildarmaðurinn Hub- ert Humphrey í heimsókn í sjúkrahúsi í Moskvu. Þá kom til hans sendiboði frá Kreml að segja honum að herra Krúst.joff væri reiðubúinn að taka á móti honum. — Hvenær? spurði herra Humphrey — Þegar i stað. Klukkan var tuttugu mínút- ur gengin í tvö. Klukkan þrjú gekk Humphrey, sem hafði ekki gefið' sér tíma til að snæða hádegisverð, inn í hina stóru skrifstofu í Kreml. Þegar hann fór þaðan út aftur vantaði klukkuna fimmtán mínútur í tólf. Enginn gestur hafði hingað til fengið að ræða við húsbónd- ann í Kreml í nærri því níu klukkustundir. Og sé Humphr- cy öldungadeildarmaður spurð- ur hvers vegna viðræðurnar haf: dregizt svo mjög á lang- inn svarar hann án allrar uppgerðarhæversku: „Krústjoff haíði hitt jafnoka sinn. Honum var ijúft að tala. Hann stendur á eigin fótum. Það er enginn vafi á því að hann hefur öll ráð í höndum sér. Hann hlustar á ráð sér- fræðinga sinna, en það er hann sem ske-r úr um hvort farið skuli að þeim. Þekking hans er frábær. Krústjoff vissi allt um mig, um pólitíska af- stöðu mína, um valdahlutföil- ín á Bandaríkjaþingi, hann var þaulkunnugur öllum þeim málum sem við ræddum, frá menningarskiptum, Berlínar- málinu til stefnu Atlanzveld- anna. Þessi maður vinnur nótt og nýtan dag, hann veit ná- kvæmlega hvað hann vill og hann er alveg viss í sinni sök. Framar öllu öðru verðum við að varast að vanmeta Krústj- off. Aðeins eitt gæti veikt að- stöðu hans: stríðið. Krústjoff vejt það. Þess vegna hefur hann, sem gerir sér grein fyr- ir því hve Berlínarmáhð er alvarlegt, haldið nokkrum leið- um opnum“. „Hin nýja kynslóð" Það eitt að herra Krústjoff v.aldi Humphrey öldungadeild- armann fyrir trúnaðarmann sinn nægir til að sýna að hann vanmetur ekki andstæðinga sína, hvorki þá sem nú hafa völdin né þá sem taka munu við. Herra Humphrey er á- hrifamikill fulltrúi í utanrík- ismálanefnd öldungadeildarinn- ar, fyrrverandi lyfsali, prófess- or í félagsfræðum og einn bezti fulltrúi þess vinstri arms demókrataflokksins sem sigr- aði í bandarísku kosningunum í síðasta mánuði og mun vafa- laust verða lyft í valdastóla ár- ið 1960. „Hinir nýju menn1' demó- krataf'okksins vita líka hvað þeir vilja og eru að því leyti ólíkir þeim „gömlu og þreyttu mönnum" sem herra Humphr- ey (47 ára gamall) sagði Krústjoff að nú væru við völd á vesturlöndum. Þegar, í byrj- un þessa árs sakaði hann nú- verandi valdamenn um að auð- velda Sovétríkjunum taflið með því að halda dauðahaldi í gömul og úrelt sjónarmið, bæði í Þýzkalandsmálinu, afvopnun- armálinu og öryggismálum Evr- ópu. í febrúar s.l. fagnaði hann „ti'lögum Kennans" um að draga úr vígbúnaði í Evrópu (en þeim svipar til tillagna Rapackis sem póiska stjórnin hefur nú ítrekað) og kallaði þær „mikilvægan skerf" til lausnar vandamáium Evrópu. Menn verða því að gera sér fulla grein fyrir því hvað herra Humphrey á við þegar hann segir: „Krústjoff hefur lagt spilin á borðið. Hann ætlar að tefla á tvær hættur í Berlínarmál- inu, og hann mun ganga langt, mjög langt, alla leið til þess að hóta stríði. Hann er sann- færður um að hann geti sundr- að vesturveldunum. Þau verða því að bregða við af einbeitni og skynsemi og byrja á því að koma sér saman um sameigin- lega stefnu". Áherzlan í þessari síðustu setningu á að hvíla á orðunum „koma sér saman um“. Því að fyrir herra Dulles og herra Adenauer þarf ekki að skil- greina frekar stefnu vestur- veldanna: hún hefur verið á- kveðin í eitt skipti fyrir öll, og það fyrir mörgum árum, og herra Adenauer hefur nýlega eins og herra Dulles lýst þetta vera helztu atriði hennar: — Engar viðræður um frið- arsamninga við Þýzka’and. — Engar viðræður um ör- yggi Evrópu né tillögur Rap- ackis. — Engin minnkun vígbún- aðar. — Ekki að tala um að Þýzkaland fari úr Atlanzbanda- laginu, jafnvel ekki þótt það væri sameinað. — Ekki um það að ræða að viðurkenna Austur-Þýzka- land. — Ekki kemur til mála að sa.nþykkja sambandsríki beggja þýzku landshlutanna. Fyrir herra Humphrey og vini hans í öldungadeildinni og bandaríska utanríkisráðu- neytinu þýðir þessi nei-söng- ur einfaldlega: „Stefnuleysi vesturveldanna" og þess vegna „sundrung vesturveldanna". Geti Atlanzbandalagsmennirn- ir ekki komið sér saman um neitt nema neitanir og kyrr- stöðu, hvernig eiga þeir þá að bregðast við aðgerðum Sovét- ríkjanna? Og í hvaða tilgangi ættu þeir að hóa saman þjóð- lausn á þýzka vandamálinu upp á Rússa. Sú trú er nú al- gerlega úr sögunni, og það verður þve’rt á móti augljóst, að ekki verður unnt að kom- ast hjá samningum við Aust- ur-Þýzkaland“. Embættismenn utanríkisráðu- neytisins bandaríska eru fúsir að gera mikiar tilslakanir í samningum: , Þeir staðhæfa", segir New York Times, „að austurþýzka stjórnin geti íyllilega tekið þátt í að móta friðarsamn- inga, svo fremi þeir leiði til brottflutnjngs sovézku her- sveitanna. Þýzku landshlutarn- ir tveir gætu síðan myndað með sér sambandsríki, eins og Rússar hafa krafizt í þrjú ár, og stjórnarfarið í Austur- Þýzkalandi gæti haldizt eftir Nikita Krústjoff um sínum til þeirra átaka sem nú er verið að undirbúa? Ör þróun Það eru þess háttar spurn- ingar sem herra Humphrey hlýtur að hafa lagt fyrir Eis- enhower forseta þegar hann skýrði honum á þriðjudaginn var frá „tveim hinum mikil- vægustu leyndarmálum" , sem herra Krústjoff hafði trúað honura fyrir. Fyrra leyndarmálið: Sovét-^ ríkin eiga langdræg flug- skeyti sem farið geta 14.000 km vegalengd. Annað leyndarmálið: Sovét- ríkin eiga vetnissprengju sem er mjög fyrirferðarlítil (og getur því komizt fyrir í flug- skeyti) en hefur þó fimm megatonna sprengiafl (jafn- gildir 5 milljónum lesta af TNT). Herra Humphrey varð þess annars var þegar hann kom aftur til Washington eftir mánaðar fjarveru að meiri breyting hafði orðið á hugs- unarhætti sérfræðinganna en valdamannanna. „Undirstöður stefnu Banda- ríkjanna eru hrundar," skrif- aði þannig Ncw York Herald Tribune. „Þessi stefna byggist á trú á það að aðild Vestur- Þýzka'ands að Atlanzbanda- laginu myndi gera vesturveld- unum kleift að neyða sína Hubert Humphrey myndun stjórnar sameinaðs Þýzkalands . . .“ Cliristian Science Monitor er einnig þeirrar skoðunar „að það verður að semja, hvort sem við v'ljum það eða ekki. Aðeins með raunhæfum gagn- tillögum getum við komizt að raun um hvað það mun kosta að fá fram brottflutning sov- ézku hersveitanna úr Þýzka- landi". „Þegar við tökum völdin" Að þessu leyti eru viðhorf Humphreys öldungadeildar- manns þau sömu og sérfræð- inga utanríkisráðuneytisins. „Þegar allt kemur til al's", segir hann, „gæti Krústjoff boðið sameiningu Þýzkalands gegn því að landið verði gert hlutlaust". Það gefur til kynna algera breytingu síðan í ársbyrjun, að slíkum „villukenningum" er hampað framan í bandarískan almenning. Þá var helzta mál á dagskrá að koma upp stöðv- um í Vestur-Evrópu fyrir flug- skeytin Thor og Jupiter. Um það er ekki lengur að ræða; bandaríski landvarnaráðherr- ann, McElroy, hefur nýlega gef- ið það til kynna: Endurgjalds- máttur Bandaríkjanna mun fyrst og fremst felast í lang- drægum flugskeytum sem kom- ið verður fyrir í skotstöðvum í Bandaríkjunum sjá'fum og í kjarnorkukafbátum, sem skotið geta flugskeytum af gerðjnni Polaris. Stöðvarnar í Evrópu verða ekki lengur nauðsynlegar. Þau algeru um- skipti verða, að Bandaríkin geta aftur lagað stefnu sína eftir aðstæðum og hætt að ein- blína á hernaðarátök, en upp- götvað í staðinn að glíman við Sovétríkin verður fyrst og fremst á efnahagssviðinu: „Sjö ára áætiun Sovétrikj- anna", segir herra Humphrey, „er meginviðfangsefni Krústj- offs. Hann er sannfærður um að menn á vesturlöndum verði lostnir skelfingu þegar þeir sjá að þessi áætlun mun stand- ast og þeir muni þá ekki eiga um neitt annað að velja en að afnema auðvaldsskipulagið. Okkur nægir ekki það eitt að vera vel á verði. Við gætum aðeins seinkað framkvæmd á- æt’unarinnar um sex mánuði með því að neita að verzla við Sovétríkin. Það sem við þurf- um er að auka og örva til muna efnahagssamvinnu vesturlanda og landanna sem eru að iðn- þróast. Eg sagði við Krústjoff: — Hingað til hafið þið haft létt verk að vinna. En þegar mín kynslóð tekur völdin, ætl- ar hún að gersigra ykkur í efnahagskeppni austurs og vesturs". Amerískir kjólar MARKAÐURINN Hafnarstræti 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.