Þjóðviljinn - 18.12.1958, Page 15
Fimmtudagm’ 18. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (15
Ernest K. Gann:
Loftpóstarnir
7. dagur
Nei, þa'ð kemur ekki til greina. Við skulum gleyma þessu
undir eins.“ Roland hristi höfuðið ákaflega, þótt þaö
ylli honum miklum þjáningum.
„Eg held ég reyni að fá mér atvinnu,“ sagði Colin
rólega.
Roland settist upp í koiunni með rykk.
„Ætlarðu að yfirgefa okkur.“ ‘
„Þið getið fengið einhvern annan .... “
„Hvem þá, í djöfuls nafni?. Fvrirgefið, mad-
dama Moselle.‘“ bætti hann við í skvndi. Eina hátt-
vísin sem Roland leitaðist við að halda í var kurteist
tungutak í návist kvenna, einkúm þeirra sem komnar
voru yfir þrítugt.
„Kannski gætuö þið fengið einhven af Murray-únum
Jafnvel Colin var ekki búinn undir leiksýninguna
sem nú fylgdi. Roland reis hægt upp og setti fæturna
varlega á gólfiö. Hann kveikti sér í sígarettu, eins og
það væri síðasti reykur dauðadæmds manns, svo reis
hann upp í allri sinni hæð, einn metri og níutíu,
særður á svip. Þar stóð hann andartak grafkvrr og
neri rauðleitt hárið á bringunni. Hann virtist ekki
geta fundið hugsunum sínum orð. Ókunnugur hefði
haldið að hann berðist við reiði og grát. Hann gekk
að grammófóninum og stöðvaði hann og lét, plötuna
um að barmá sér, þar til hún hætti að snúast.
„Murray,“ sagði hann seint og síðarmeir meö aum-
legri, titrandi rödd.. Murray. Hver fjandinn er eigin-
lega Murray, þegar kjarninn úr mesta flugsirkus heims-
ins er samankominn í þessu litla hérbergi? Maöúrinn
er loddari, vfirborðsmaður. Og hvað verður um mig,
sem fórnað hef tíma mínum og getu, já, jafnvel lagt
. líf mitt í hættu til að kenna ykkur að fljúga og láta
ykkur njóta hinnar dýrkeyptu reynslu minnar? Hvað
skeður? Fæ ég þakkir? Trúmenns'iu? Nei. Eg hef
kastað pei’lum fyrir svín. Veginn í bakið af mínum eig-
in bróður. Svikinn. Yfirgefinn. Svikinn í trvggðum þeg-
ar verst gegnir. Það er ótrúlegt og meira en það. Það
gætirðu ekki fengið af þér. Það er óhugsandi." Hann
settist á koiuna og horfði upp 1 loftið með sársauka-^
fullum hryggðarsvip.
„Ertu búinn?“ spurði Colin.
„Eg kæri mig ekki um að ræða málið frekar.“ Rol-
and klifraði aftur upp 1 koju sína og sneri andlitinu til
veggjar. Colin leit skilningsríku augnaráði á Tad, og
þegar þögnin hafði staðið hæfilega lengi — hæfilega
lengi til að sýna að hann væri snortinn af ræöu Rol-
ands, kallaði hann þvert yfir herbergið.
„Roland.“
„Já.“
„Kaffið þitt kólnar.“
„Hm.“ En Roland sneri sér í koiunni og tók bollann
upp af gólfinu. Hann hnyklaði úfnar brýnnar og leit
á bræður sína og svipur hans var mótaður þolinmæði
og uppgjöf, og síðan varð hann aftur stirðnaður písl-
arvottur. Þetta var leiksýning sem’ hinir bræðurnir
þekktu vel — ein hinna mörgu aðferða sem elzti bróðir
þeirra beitti til að fá vilja sínum framgengt. Maddama
Moselle var gráti nær en bræðurnir virtu hann kulda-
lega fvrir sér.
Fvrstu árin eftir að Roland kom heim úr stríðinu
höfðu þeir kvnnzt öllum geðhrifum hans. Eftir a'ð hann
var útskrifaður sá hann ekki fi'am á annað en brauð-
strit með einhverjum hætti og tilhugsunin um það fyllti
hann augljósum viðbjóði. Hann lagði alla heimfarar-
peninga sína undir í teningsspili í San Antoníu í Tex-
as og vann ellefu hundruð dollara. Undir eins tók hann
á leigu hótelherbergi, sem í var stórt borð hlaöiö mat
og grammófónn sem kostaði þrjátíu dollara, sem átti
að leika „Smiles“ og „I’m Always chasing Rainbows“
án afláts. Fyrir tvö hundruð og fimmtíu dollara sýndi
vínsmyglan honum þá vinsemd að útvega honum
tvo kassa af fínu whiskv, sem hann staðhæfði að kom-
ið hefðu yfir landamærin frá Mexícó nóttina áður.
Tvasr ungmeyjar féllust á að heiðra vistarveru Rolands
með návist sinni fyrir sanngjama þóknun, fimmtíu
dollara á hvora. Veizlan stóð í þrjá sólarhringa, en;
síðan yfirgaf Roland borgina fyrir áeggjan hótel-
stjórnarinnar og lögreglunnar.
Fyrir fimm hundrúð dollarana sem þá voru eftirl
keypti hann flugvél sem stjórnin hafði aflögu. Það var
Curtiss J. N.-4 með OX-5 vél — samskonar vél og
Roland hafði lært aö fljúga á. Með aðstoð ringlaös
vélvirkja af verkstæði tók hann hana út úr kassanum
og flaug henni loks heim til Wisconsin, þar sem
hann kenndi Colin og Tad og Keith aö.fliúga.
Hann kenndi þeim allt sem hann kunni í sambandi
við flug og kenndi þeim að þekkja fast land frá mýr-
lendi. Hann kenndi þeim aö snúa við með hreyflinum
afturábak, gera við gat á striganum, slípa með sandi
og spenna flugstögin.
Á þessari undirstöðu uröu „Skotarnir fljúgandi“ til
— en það nafn gaf herra Pringle í útisirkusnum þeim.
Fvrir hálftíma listflug á degi hverjum fengu þeir
tvö hundruð dollara á viku, en bræ'ðurnir át.tu sjálfh’
að lesrgia til flugvélarnar, benzínið og sterkar taugar.
í samningnum stóð að útisirkusinn bæri enga ábyrgð
á banaslysum eða skemmdum á vélum.
Til að spara fengu Mac Donald bræðurnir inni hjá
Maddömu Moselle í raúða vagninum, og þannig tókst
þeim að borga afborganir á tveim nýju vélunum sem
þeir notuðu — Standardvél með Hispano-Suiza mótor
og Travelaire með þunglyndum OX-5 mótor.
Á þessum tíma höfðu þeir kynnzt Rolsnd svo vel.
Fvrst í staö tóku þeir hvert orö hans bókstaflega og urðu
sárir besar hann gerði gys aö þeim. Svo komust þeir
að því smám saman og hver fyrir sig að hróp hansi
og urr og örvæntingarlátbragð var aðeins aðferð hansl
til að láta skoðanir sínar í liós. Hann gat ekki þolað
þá hugsun að einhver uppgötvaöi hjartagæzku hans
við eitthvert tækifæri.
Og þess vegna biðu þeir þess að hann lyki við kaffið
sitt og færi aftur að tala um símskeytið frá Gafferty.
Maddama Moselle gat loks ekki stillt sig lengur. Skuggi
ógna'ði sæluheimi hennar og hún vildi berjast gegn
honum.
„Eg ætla a'ð sækja spilin,“ sagði hún. „Það stendur
allt í spilunum. Sannleikurinn stendur í spilunum.“
Hún tifaði af staö eftir þröngum ganginum.
„Hún trúir því í raun og veru,“ sagði Tad. Hann
sveiflaði löngum leggjum fram úr kojunni og lét- sig
síga niður á gólf. Hann gekk beint að speglinum og fór
að greiða þykkt, svart hárið. „Eg hef hálfgerða löngun
til að fara meö þér, Colin,“ sag'ði hann við spegilinn.
„Eitthvað nýtt, hvað sem er, .mikill léttir.“
„Eg á tvo brjálaða bræöur,“ urraði Roland. „Þa'ð
er gott að mamma liggur í gröf sinni-og þarf ekki a'ð
horfa upp á úrkynjun afkvæma sinna. Glæsileg fram-
Erlend tíðlndi
Framhald af 8. síðu
Forseti ráðstefnunnar í Accra
og sá sem þar var einna harð-
orðastur í garð nýlenduveld-
anna, Tom Mboya, á í látlausri
baráttu við brezku landnemana
og embættismennina í Kenya.
í Rhodesíu og Nyasalandi hefur
brezka stjórnin veitt landnem-
unum töluverða sjálfstjórn,
sem þeir hafa notað til að
þrengja kosti Afríkumanna. Á-
standið í Suður-Afríku er al-
kunnugt, þar sitja tvær millj-
ónir landr.ema af evrópskum
ættum yfir rétti átta milljóna
Afríkumanna og þrengja sífellt
kosti þeirra með harðsvíraðri
kynþáttakúgunarlöggjöf. Ef of-
stækisfyllstu landnemarnir fá
að ráða getur vart hjá því far-
ið að ferli evrópsku nýlendu-
veldanna í Afríku ljúki með
grimmilegri kynþáttastyrjöld.
M. T. Ó.
Vegimmi ti! IíIsírs
Framhald á 9. síðu.
tísk örlög í frásögn listræns
hraða og blæbrigðum þeirrar
gamansemi, sem spekimenn
djúprar alvöru eiga einir sam-
an.
Jóhannes skáld úr Kötlum
hefur þýtt bókina. Stíllinn er
mjúkur, ljóðrænn og skáld-
legur og fellur vel að efni.
Gunnar Benediktsson.
Bréfin í pést í dag
Framhald af 1. síðu.
Nýjar síðbuxur ár gömlu síðbuxumim
Síðbuxur eru nú svo algeng-
ur búningur skólastelpna að
það liggur við að þær séu orðn-
Séu nýju buxurnar sniðnar
ú þennan hátt, er liægt að
losna við að saurna streng,
rennilás og vasa að nýju.
ar einkenniebúningur. Og ó-
neitanlega fara hnén fljótt út
úr og fyrr en varir komast
ekki ’fleiri bætur fyrir. En!
stundum á mamma gamlar]
buxur, heilar og úr góðu sefni
en kannski með víðum skálm-i
um og uppbrotum og ýmsu
fornlegu,
Hægt er að spretta gömlu
buxunum upp að framan og
aftan og innaná saumnum á1
skálmunum. Þannig fást tvö
góð stykki sem síðan er hægt
að sníða eftir nýtízku buxna-
sniði með hæfilega þröngum
skálmum.
Eins og sjá má af teikning-
unni þarf hvorki að taka upp
strenginn, rennilásinn eða vas-
ana, svo að það er fljótlegt
verk að sauma minnkuðu bux-
urnar saman aftur.
Eini munurinn er sá. að lín-
ingin verður með saum að
framan og aftan. En það skipt-
ir engu máli, því að með þessu
móti fær telpan nýjar buxur
með þröngum skáímum,
kannski svo þröngum að hafa
þarf rauf upp í þær að ineðan
tíl þess að fœturair koihist alla
leið.
ar mega menn vænta að verði
ekki borin út fyrr en eftir jól.
Borið verður út eins mikið af
bréfum og hægt er, en vafasamt
rr.á telja að tími vinnjst til að
bera út fleiri bréf en þau sem
póst’ögð verða fyrir kl. 10 í
kvöld.
Síðustu póstar út á land fara
næstu daKáú.2U. er síðasta ferð.
til Kirk-jubæjarklausíurs og
norður í Strandasýslu.
23. síðaata ferð Norðurleiðar
til Akureyrar fyrir jól, enn-
fremur póstur í Dali, á Snæ-
fellsnes og til Víkur í Mj'rdal.
Á aðfangadag verður póá(t-
ferð til Laugarvatns,.
Nefndakiöri fresíað
Framhald af 16. síðu.
anna fyrir sérménritað fólk, og
tillaga Emils Jónssonar um;
byggingu nýs póst- og símahúss
í Hafnarfirði og stækkun sjálf-
virku stöðvarinnar þar. Umræð-
um um fyrri tillöguna var frestað
að lokinni framsöguræðu flutn-
ingsmanns og málinu vísað tit
allsherjarnefndar, en síðarj til-
lögunni var vísað til 2. umræðu
og fjárveitinganefndar.