Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 16
50 mlllj. kvenna og barna í 85 löndum hafa notið barnah jálpar S. Þ. íslendingar hafa rn/ðað v/ð fólksfjölda, lagt mest af mörkum og Nýja Sjáland nœstmest Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna nær nú til 97 landa <og hefur hjálpað 50 millj. barna og kvenna. Á þeim 12 árum sem Barnahjálpin hefur starfað hafa íslendingar lagt mest af mörkum — miðað við íbúafjölda og Nýja Sjáland næstmest. Á þessa leið fórust forstjóra Barnahjálparinnar, Pate, orð í viðtali við blaðamenn, en hann kom hingað á vegum fyrmefndr ar stofnunar, og er ísland 80. iandið sem hann kemur til á hennar vegum. Hannihal Valdimarsson rifj- aði upp í fáum orðum að 1948 var fjársöfnun hérlendis fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna og gengust 8 stór félög og félagasamtök fyrir henni. Var Þorsteinn Scheving Thorsteins- son formaður hennar. Safnað var alls 3 millj. 210 þús. kr., Ráðherrar Vesturvelda hnakkrífast í París Illindi útaf eldflaugastöðvum, viðskipta- öngþveiti og fleiru og fleiru Á fundi ráðherranefndar A-bandalagsins í París þessa dagana hefur komið í ljós að samlyndi forusturíkja bandalagsins er verra en nokkru sinni fyrr. þlÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. desember 1958 — 23. árangur — 289. tbl. Fréttamenn í París segja að á fundum ráðherranefndarinnar sjálfrar megi heita að allt fari skaplega fram, þó ekki sé með öllu laust við orðahnippingar. Á viðræðufundum einstakra ráð- herra er rifizt því hatramlegar. Gerði illt verra Ríkissdjórn Frakklands á í erjum við stjórnir hinna fveggja helztu bandalagsríkjanna, Banda- ríkjanna og Bretlands. Einkum er grunnt á því góða með Bret- um og Frökkum. Ýfingarnar milli þeirra mögnuðust um all- an helming á nýafstöðnum ráð- herrafundi ríkjanna sem standa að Efnahagssamvinnustofnun Evrópu. Þar var ætlunin að reyna að leysa ágreininginn sem stofnun sameiginlegs mark- aðar nokkurra meginlandsríkja hefur valdið, en fundinum lauk á þann veg að ekki er annað sýnna en að viðskiptastríð muni skella á í Vestur-Evrópu um áramótin. Þykjast sniðgengnir Lloyd, utanríkisráðherra Bret- iands, gekk í gær á fund de Gaulie forsætisráðherra í París til að ræða við hann þetta mál og annað sem ábótavant er i sambúð ríkjanna. Frakkar eru stórreiðir yfir framkomu Eccles viðskiptamálaráðherra Bretlands, á fundinum um efnahagssam- vinnuna. Auk þess væna þeir Breta um að þeir reyni að tryggja sér forustustöðu við hlið Bandaríkjanna innan A-banda- iagsins, en vilji gera hlut Frakk- iands þar sem minnstan. Loks hefur það vakið sára gremju í París að brezka samveldisríkið Ghana í Vestur-Afríku hefur á- kveðið að ganga í ríkjasamband við Gíneu, sem nýiega brauzt undan valdi Frakka. Fréttaritari brezka útvarpsins í París segir að nú sé svo komið að sambúð Bretlands og Frakk- lands sé orðin verri en nokkru sinni fyrr á síðari árum. Bandaríkjastjórn kennir Frökkum um að fyrirætlun hennar um að koma upp stöðv- um fyrir meðailangdrægar eld- flaugar með kjarnorkuhleðsiu á meginlandi Vestur-Evrópu eru komnar í strand. Franska stjórn- in kveðst því aðeins muni leyfa eldflaugastöðvarnar að Frakkar fái sjálfir að ráða yfir þeim og hafi úrslitavald um hvort múg- drápsvopnum þessum sé beitt. Bandaríkjastjórn vill að hinn bandaríski yfirhershöfðingj A- bandálagsins ráði yfir flug- skeytastöðvum sem kann að verða komið upp. auk matvæla sem voru tæprar hálfrar millj. kr. virði eða sam- tals 3 millj. 683 þús. kr. Fé- lagsmálaráðuneytið annaðist sendingu á vörunum en keypt- ar voru íslenzkar vörur fyrir 3 millj. og lýsi fyrir 28 þús. kr. Flutningsgjald og trygging- ar kostuðu 180 þús. Vörurnar voru að mestu sendar úr landi 1948, en afgangurinn haustið eftir. Vörurnar voru sendar til Finnlands, Póllands, Tékkóslóv- akíu, Ungverjalands, Júgóslav- íu, Italíu og Þýzkalands. Nær til 97 landa. Pate framkvæmdastjóri kvaðst til íslands kominn í tvennum tilgangi, í fyrsta lagi til að gefa stjórnarvöldunum skýrslu um starfsemina og hvernig framlagi íslands væri varið og í öðru lagi til að þakka íslenzku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir framlag Islands til starfsem- innar frá upphafi. Framhald á 3. síðu. Nefndakosningum frestað í sþ Stuttur fundur var í samein- uðu þingi í gær. A dagskrá voru kosningar nokkrurra nefnda en var öllum frestað. Til umræðu voru teknar tvær þings- ályktunartillögur: Tillaga Ragn- hildar Helgadóttur um söfnun upplýsinga um þörf atvinnuveg- Framhald á 15. síðu. Loffur Guðmundsson hlauf verðlaun AB fyrir 1958 „Gangrimlahjólið11. verðlaunasagan meðal 4 bóka félagsins sem út koma í dag í gær hlaut Loftur Guðmundsson rithöfundur bók- menntaverðlaun Almenna bókafélagsins árið 1958 að upp- hæð 25 þús. kr. fyrir skáldsöguna Gangrimlahjólið, en hún er ein af fjórum bókum, sem út koma á vegum fé- lagsins í dag. í ávarpi við afhendingu verð- launanna í gær sagði Gunnar Gunnarsson, formaður bók- menntaráðs A.B. m. a. að Gang- rimlahjóiið væri „sérkennilegt listaverk höfundar, sem þræðir ekki troðnar slóðir, er hann leggur af stað að leita fang- bragða við vandamál líðandi stundar.“ Bókin er 160 blaðsíður að stærð, prentuð í prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Aukabækur Almenna bókafé- lagsins, sem út koma í dag, auk skáldsögu Lofts, eru Maríumynd- in skáldsaga eftir Guðmund Steinsson, og Spámaðurjnn eft- ir Kahlil Gibran í þýðingu Gunnars Dal. Guðmundur er ungur Reyk- vikingur, sem ferðast hefur víða um lönd og fengizt nokkuð við ritstörf. Bók hans er 234 bls., prentuð í prentsmiðiu Björns Jónssonar á Akureyri. Kahlil Gibran var líbanonskt skáld, heimspekingur og lista- maður. Ljóðabók hans, Spámað— urinn er talin bezta verk hans og hefur verið þýdd á rúmlega 20 tungumál. Fjórða bókin, sem út kemur á vegum AB í dag, er Landið lielga, ferðaþættir eftir Jóhann Briem listmálara. í bókinni eru KR0N opnar glæsilega kjörbnð að Langholfsvegi 130 Loftm- Guðmundsson 14 pennateikningar, sem höfund- ur gerði af sögustöðum í fefð sinni til Palestínu fyrir nokkru og 4 Ijósprentanir af málverk- um. Eru litmyndirnar prentaðar í Lithoprenti og hefur prentun þeirra tekizt mjög vel. Landið helga verður ekki til sölu, heldur send nú um jólin sem g.iöf þeim félagsmönnum AB sem tekið hafa minnst 6 mánaðarbækur síðan mánaðar- bókaútgáfan hófst s.l. vor. KRON opnaði nýja kjörbúð á Langholtsvegi 130. Er þetta hin glæsilegasta búð, fyrirkomulag allt með nýj- asta sniði og hið hagkvæmasta og miðuð við að veita íbúum þessa hverfis sem bezta og full- komnasta þjónustu. Kjörbúðin er 150 fermetrar með jafnstórum kjallara. Inn- réttingar eru allar hinar hag- anlegustu. Hillur í borðum eru þannig að hægt er að halla í fyrradag þeim með einu handtaki aftur Deildarstjóri í búðinni er k * Svavar Þórhallsson. Teikningu hússins gerði Sig- valdi Thordarson en innrétting- ar teiknaði teiknistofa SlS. eða fram að vild. Hillur með- fram veggjum eru lausar og færanlegar hvert sem vill. Hef- ur slík hillugerð ekki verið notuð áður hér á landi, og er þessi KRONbúð fyrsta hérlenda búðin sem tekur þessa nýjung upp. Eitt frystiborð og þrjú kæliborð eru í búðinni, einnig hefur hún tvo fryetiklefa og tvo kæliklefa og er því aðstaða til kjötsölu hin bezta. Trésmíði annaðist Benedikt Ein- arsson, múrsmíði Hjörleifur Sigurðsson, málningu Halldór Magnússon, raflögn Rafröst h.f., kælilögn Sveinn Jónsson, hitalögn Helgi Guðmundsson, dúkalögn Ólafur Ólafsson. HÚSMÆÐUR: Gerið jólainn- kaupin tímanlega, á bls. 12 og 13 JÓLASVEINNINN í Bókhlöð- unni, Laugaveg 47, á bls. 14 JÓLABÓKIN fæst í Bókabúð Máls og menningar, Skóla- vörðustíg 21, á bls. 14 LANGSPILIÐ ÓMAR — eftir Gunnar M. Magnúss, á bls. 11 GIPS ÞILPLÖTUR frá Mars Trading. Klappastíg 16, á bls. 11 TÖFRALANDIÐ ISLAND ný mjmdabók komin á markað- inn, á bls. 10 ORÐSENDING til eiginmanna frá Bezt í Vesturveri, á bls. 10 DROPI I HAFIÐ ný bók frá Ægisútgáfunni, á bls. 9 ÍSAFOLDARBÓK — Síðustu sögur, eftir Karen Blixen, á bls. 6 FJÖLBREYTTAR JÓLAGJAF- IR hjá Borgarfelli h.f., Klapþ arstíg 20, á bls. 4 HAPPDRÆTTI Þjóðviljans, á bls. 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.