Þjóðviljinn - 19.12.1958, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 19.12.1958, Qupperneq 1
VILIINN Föstudagur 19. desenvbcr 1958 — 23. árangur — 290. tbl. Herskipin á brott ei Isiendingar vilja sleppa hálíri landhelginni Bretar reyna oð beita A-bandalaginu gegn Islendingum Sviss býst til bardaga Sviss hefur undirbúið hefnd- arráðstafanir, sem beitt verður hiklaust ef ríkin sex eem standa að sameiginlega markaðinum í Vestur-Evrópu fara sínu frain án tillits til annarra aðildar- rikja Efnahagssamvinnustofn- unar Evrópu. Holenstein, for- seti Sviss, skýrði frá þessu á þingi í gær. Hann kvað rik- isstjórnina hafa vald til tolla- hækkana sem með kynni að þurfa til að vernda hagsmuni Svisslendinga. Á fundi ráðherranefndar A-bandalagsins í París í gær bar brezki utanríkisráðherrann Selwyn Llod fram boð frá stjóm sinni um vopnahlé í landhelgisstríði Breta gegn íslendingum. Lloyd lofaði að sögn brezka útvarpsins „að kalia brezk hersldp brott af Islandsmiðum að því tilskitdu að íslenzku varðskipin Iialdi sig innan við sex mílur frá ströntlinni.“ Lloyd kvað brezku stjórnina leggja til að þetta fyrirkomu- lag yrði haft til bráðabirgða, þar sem ný haflagaráðstefna yrði ekki haldin fyrr en 1960. „Gert ráð fyrir“ Fréttaritari brezka útvarpsins á fundi A-bandalagsráðsins sagði í gær, að „gert væri ráð fyrir að brezkir togarar fiskuðu ekki nær íslandi en sex mílur“ ef íslendingar féllust á uppástungu brezku stjórnarinnar. Sænska útvarpið sagði að Lloyd hefði komizt svo að orði, að væru íslendingar fáanlegir1 til að ganga til samninga við Breta um landhelgina, væri brezka stjórnin reiðubúin til að gera þær ráðstafanir sem með þyrfti til að forða árekstrum. Islenzki fulltrúinn á ráðsfund- inum, Hans G. Andersen, sagði að hann hefði ekki umboð til að taka neinar ákvarðanir, en hann myndi skýra ríkisstjórn sinni frá þeim sjónarmiðum sem fram hefðu komið. Spaak milligöngumaður Landhelgisdeiluna bar á góma í almennum umræðum í lok ráðsfundarins. Smith, utan- ríkisráðherra Kanada, hvatti Breta og íslendinga til að koma sér saman um bráðabirgðalausn, ef með þyrfti með milligöngu framkvæmdastjómar og ráðs A- bandalagsins. Óheppileg atvik gætu haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar fyr- ir báða aðila og bandalagið allt. Sænska útvarpið sagði að Smith og fleiri ráðherrar hefðu heitið á Spaak, framkvæmda- stjóra A-bandalagsins, að reyna að hjálpa íslendingum og Bret- um að finna málamiðlunarlausn á landhelgisdeilunni. Sehvyn Lloyd Bretar orðnir þreyttir Tilraun brezku stjórnarinnar til að beita A-bandalaginu á ný til að fá íslendinga til undan- Framhald á 5. síðu. Alþýðubandalagið leggur til að ríkissióður greiði niður 17 vísitölustig í fyrradag sneri AlþýðubandalagiÖ sér til hinna þingflokkanna þriggja og spurðist fyrir um, hvort þeir vildu fallast á að greidd yrðu niöur úr ríkis- sjóði 17 kaupgjaldsvísitölustig út þennan mánuö og heimilt væri að framlengja þá ráðstöfun fram í miöjan janúar á meðan verið er að ákveöa að- geröir í efnahagsmálunum. Væri þetta gert til þess að hindra það, að þessi vísitöluhækkun kæmist inn í verðlagið og ylli frekari hækkunum, er tor- velduöu lausn efnahagsvandamálanna. í gærkvöld höfðu hinir þingflokkarnir ekki svar- aö þessari málaleitan Alþýöubandalagsins. Slik er þeirra ábyrgS og het]uskapur! Vísa frá sér aS láta slg nokkru varia afvinnu- leysi og milljónafjón í gjaldeyri þjóðarinnar Fulltrúar ihalds, Alþýðuflokks og Framsóknar fella oð skora á rikisst]órn oð semja v/’ð útvegsmenn Ábyrgöartilfinning og dugur 12 fulltrúa þriggja flokka í bæjarstjóm Reykjavíkur er slík, að þeir vísa frá sér í dauðans ofboði aö láta sig nokkru varða þótt þús- undir manna um land allt veröi atvinnulausir og þjóðin verði fyrir milljóna-gjaldeyristjóni. Alþýðubandalagið leggur til að hindra stöðvnn ntgerðarinnar f fyrradag snéri Alþýðubandalagið sér til allra hinna þingflokkanna og spurðist fyrir um, hvort þeir gætu fallizt á að samþykkja samskonar um- boð til handa Lúðvík Jósepssyni sjávarútvegsmála- ráöherra og hann hefur fengið undanfarin ár, til þess aö semja, ásamt fulltrúum hinna flokkanna, við útgerðarmenn um rekstrargrundvöll útgerð- arinnar frá næstu áramótum, svo að ekki þurfi að koma til stöðvunar hennar þá. í gærkvöld hafði svar ekki borizt við þessari fyrirspurn Alþýðubandalagsins frá hinum flokk- unum. s, „Þar sem t'yrirsjáanlegt virðist, að fiskiskipaflotinn stöðvist frá og með næstu áramótum, nema þegar verði gerðar ráðstafanir til að tryggja starfsgrundvöll hans og ganga frá samningum um kjör fiskimanna á næsta ári, m. a. og fyrst og fremst með samningum ríkisvaldsins við samtök útvegsmanna og sjó- manna, skorar bæjarstj. Reykja- víkur á ríkisstjórnina að veita sjávarútvegsmálaráðherra nú þegar umboð til að hefja samn- ingaviðræðuv og ganga frá samn- ingum með venjulegum hætti. Bæjarstjórnin minnir á, að at- vinna og afkoma fjölda fólks, bæði á sjó og í landi, byggist á því að fiskveiðar landsmanna gangi liindrunarlaust, auk þess zsem þær eru grundvöllur gjald- eyrisframleiðslu þjóffarinnar. Bæjarstjómin telur því aff lausn þessa máls þoli enga bið og að þegar beri aff gera þær ráðstaf- anir sem trvggja aff útgerð og fiskvinnsla þurfi ekki aff stöffv- ast, heldur geti lialdið áfram með eðlilegum hætti.“ Framanskráða tillögu flutti Guðmundur Vigfússon á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær. í framsöguræðu minnti hann á að útvegsmenn hefðu boðað stöðvun fiskveiðiflotans um ára- mót ef ekki yrði að venju sam- ið um grundvöll útgerðarinnar á næsta ári. Tilraunir til mynd- unar ríkisstjórnar hafa staðið í viku og engan árangur borið, og má því vænta að ríkisstjórnin sitji enn um hríð, að beiðni for- seta Islands, meðan reynt verð- ur að mynda þingræðisstjórn. Verði ekkert að gert stöðvast bátaflotinn um áramót. Það snertir rauhar fleiri en Reyk- víkinga, það snertir alla lands- menn og ekki sízt verður það alvarlegt mál fyrir þúsundir Framhald á 3. síðu. Forsetinn fól Emil Jónssyni myndun nýrrar ríkisstjórnar Forsetinn fól í gær Emil Jónssyni, formanni Alþýðu- flokksins að reyna myndun ríkisstjórnar. Svohljóðandi frétt um það barst Þjóðviljanum í gærkvöldi: Forseti íslands hefur í dag far- ið þess á leit við forseta samein- aðs Alþingis, Emil Jónsson, að hann geri tilraun til myndunar þingræðisstjórnar. Emil Jónsson hefur beðið um stuttan frest til þess að svara þessum tilmælum. 4 dagar eftir Gerið skll HAPPDRÆTTI ÞIÖÐVILIANS Drœtti EKKI frestað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.