Þjóðviljinn - 19.12.1958, Page 8

Þjóðviljinn - 19.12.1958, Page 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. desember 1958 þlÓÐVlÚlNN ÚtKeíandl: fSameinlngarflokkur alÞýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — RltstJOrar. Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón fUarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon. var K Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V, Frlðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn, af- areiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Simi: 17-500 (5 linur'. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljana. _________________________________________✓ Gialdþrot Sjálfstæðisflokksins TF»ess munu fá eða engin dæmi '*■ að útkoma af stjómar- myndunartilraun hafi orðið með jafn aumlegum hætti og sú sem Ólafur Thórs hefur fengizt við undainfarna níu *laga og nú er lokið. Ólafur var sem formaður stærsta stjórnmáiaflokksins og eina stjórnarandstöðuflokksins beð- inn að gera tilraun til mynd- unar meirihlutastjórnar eftir að Hermann Jónasson hafði beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneytið. Ólafur tók sér nokkurn umhugsunarfrest og mun þá hafa kannað máiið innan eigin f'okks og eitthvað rætt við stjórnmálamenn úr öðrum flokkum. Niðurstaðan varð sú, að Ólafur tilkynnti forseta íslands að hann væri reiðubúinn til að reyna stjórn- armyndun og var síðan falið hlutverkið á hendur. ær tilraunir Ólafs Thórs sem hefjast að þessu loknu • eru nokkuð óvenjulegar. Lít- ill tími fer í viðtöl við aðra flokka en því meiri í löng og ströng fundahöld innan Sjálf- stæðisfloksins. Ólafur ræðir . fyrst stutta stund við viðtals- nefndir hinna stjórnmálaflokk- anna 12. og 13. desember. Á þeim fundum kom skýrt fram að ekki hafði Sjá'fstæðisflokk- urinn neinar tillögur fram að færa og kunni engin ný ráð. Upp úr þessu hófust hin löngu fundahöld í Sjálfstæðis- flokknum, sem stóðu óslitið yfir á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag. Að þessu stranga fundarhaldi loknu áttu Clafur Thórs og Bj arni Benediktsson stutta . f undi með fulltrúum hinna stjórnmáiafiokkanna.- Enn hafði . Sjálfstæðisflokkurinn engar skriflegar tillögur fram að færa, aðeins takmarkaðar irunniegar hugmyndir, sem for- kóifar hans vissu fyrirfram að ekki gátu orðið grundvöllur neinna alvarlegra viðræðna eða tilrauna tii stjórnarmynd- • unar. Að því loknu gafst Ólaf- ur Thórs gjörsamlega upp og • tilkynnti forseta getuleysi sitt. 17ngin tilraun skal hér gerð " til að spá því hvað nú taki .við. En eitt er ljóst. Og það .er það, að ráðleysi og stefnu- leysi Sjálfstæðisflokksins er . hið sama hvort sem hann hef- ur hin margumtöluðu „gögn“ I efnahagsmálunum í höndum eða ekki. Hingað til hefur til- löguleysi flokksins í vanda- málunurri verið afsakað með því að hann skorti nauðsynleg- ar upplýsingar um hið raun- verulega ástand efnahagsmál- anna og að hann hafi ekki haft í höndum skýrslur og útreikn- inga sérfræðinga ríkisstjórnar- innar í þeim málum. Hvort sem menn hafa tekið þessar afsakanir Sjálfstæðisflokksins giidar eða ekki er hitt ljóst að nákvæmlega er eins ástatt fyrir flokknum eftir að hann hefur fengið öll gögn og allar skýrslur í hendur og meðan hann var án þeirra. Hann er jafn umkomulaus og van- megna í tillögugerð um lausn efnahagsmálanna hvort sem hann verður að byggja á brjóstviti og persónulegri þekk- ingu eða hefur öil gögn undir höndum. F Tt af fyrir sig er það þarf- legt að þetta skuli hafa komið skýrt fram. Nú er ekki um það að deila, að Sjálfstæð- isflokksins vill fram í rauð- an dauðann leyna stefnu sinni og tiilögum. En getur þjóðin 'tekið slíkan dtjórþmáliaflokk alvarlega? Hefur hún með stjórnmálaflokk að gera sem neitar að gera þjóðinni stefnu sína í stærstu vandamálunum kunna, en kýs í þess stað að ala á óábyrgri kröfupólitík úr öllum áttum og stunda skaðleg- asta niðurrifsstarfið? Getur al- menningur tekið þann flokk alvarlega sem þannig hagar sér og gefst svo hreinlega upp án þess að leggja fram neitt jákvætt til málanna þegar hann fær tækifæri til að taka að sér forustuna? V/'msir munu nú velta slíkum spurningum fyrir sér. En augljóst er að í Sjálfstæðis- flokknum hafa nú orðið harð- vitugar og iangvarandi deilur um hvernig flokknum bæri nú að haga sér. Ábyrgðarlausustu nazistaöflin í flokknum hafa fengið því ráðið að engin stefna er mörkuð og engin alv- arleg tilraun gerð til að mynda ábyrga meirihlutastjórn. Þessi öfl vilja halda áfram takmarka- lausu lýðskrumi en engin úr- ræði boða. Mat þeirra er að slik vinnubrögð henti fiokknum bezt og séu líklegust til að safna um hann fylgi! Þessi öfl báru þá menri ofurliði sem ekki hafa trú á að slík vinnu- brögð hent’ til langframa og vildu láta flokkinn marka á- kveðna stefnu og leitast við að fylgja henni fram. Við þessar aðstæður g'vi.st Ólafur Thors upp án þess að gera nokkra umtalsverða tilraun til við- ræðna við aðra floklca. En í þeim málalokum er fólgin raunveruleg gjaldþrotsyfirlýs-, ing Sjá'fstæðisflokksins. Þessi stóri stjórnmálaflokkur stend- ur nú frammi fyrir þjóðinni úrræðalausari en nokkru sinni fyrr. Það er árangurinn af hinum misheppnuðu „tilraun- um“ • Óiafs Thórs til myndun- ar meirihlutastjórnar. „Úr fylgsnum íyrri aldar” Jón Helgason: Islenzkt mannlíf. I. — 224. bls. — Ilalldór Pétursson teiknaði myndimar. — Iðunn, Valdimar Jóhanns- son, 1958. Bókin flytur 11 þætti af íe- lenzku mannlífi á síðustu öld, en einn gengur fram á hina annað veifið; málfarið er ein- staklega heilbrigt. En þó finnst mér það varða mestu, hve höfunriur auðsýnir sagn- fræðilegum staðreyndum mikla virðingu. Á undanförn- um árum hefur vaðið hér uppi blaðamennskusagnfræði, þar sem aðalatriðið hefur ver- ið að sviðsetja liðna atburði með allrahandana kúnstum, gera einföld efni dramatísk og stórkostleg og draugaJeg, spinna upp margvíslegt slúð- ur allt í kringum þá — þann- ig að maður veit aldrei hvað er satt og hvað er logið. En Jón Helgason er trúrri eann- fræðinni en „listinni", og fyr- ir það skal honum þakkað. Sagnfræðilegur hálfskáldskap- ur er einhver auvirðilegasta bókmenntagrein undir sólinni; í sagnfræði eiga staðreyndir að tala. Þættimir eru misjafnir, efni þeirra misjafnlega merkiiegt. Sumt af því verðskuldar tæp- lega að vera hossað í myndar- legri bók. Kaflarnir af svart- bakshreiðrinu í Hvítá, Þor- grími Hermannssyni,' ógnvuldi á Kjalamesi og söðlasmiðn- um í Klattau eru ekki mikile- háttar frá neinu siónarmiði; og þeim, sem lásu Skrifaran* á Stana í fvrra, mun ekki finn- ast mikið t'l. um Sigríðar- skiptin í Laugarnesi — þátt- urinn er rislágur. Það vill svo til að mér finnst lengstu þættirnir beztír: Jómfrúmar í Revkjavík. Oddmnarmál og umfram all.t: Þegar Salómon sniókóngur fæddist á Hnjúks- hlaði. Þeir kaflar. sem Jón Heleason ritar bezta, eiga heima í úrvati fslenzkra sagnaþátta af þessu tagi. B.B. Jón Helgason Noliktir minningarorð um Magnús V. Jóhannesson tuttugustu. Sumir þeirra hafa áður birzt í blaðinu Frjálsri þjóð, en aðrir koma nú fyrsta sinni fyrir sjónir almennings. Höfundur hefur sótt heimildir sínar í sálnaregistur og prest- þjónustubækur, bréfasöfn, dómskjöl, handrit í Lands- bókasafni, blöð og prentaðar bækur — og ennþá víðar hef- ur hann leitað fanga. Þætt- irnir eru af ýmsum toga. Bók- in hefst á frásögn af jómfrún- um í Revkjavík um 1830, ástafari þeirra og lausaleiks- krógum. Það mun mörgum finnast langskemmtilegasti kafli hennar — fróðir menn segja mér, að lagleg frásögn af óskírlífi anaarra gangi næst þvi að stunda það sjálf- ur. Næsti þáttur segir af því, er svarfdælsk stúlka ól barn sitt í skafl á bæjarhlaðinu; hún ætlaði því nefnilega ekki lengri lífdaga. Lengsti þátt- urinn greinir frá málarekstri og réttarhöldum í þjófnaðar- máli á Seyðisfirði. Þar var aðalpersóna kvinna ein, sem þóttist allt vita — af þvi hana langaði til að láta á sér bera í íslenzku mannlífi. Þannig flettum við bókinni á- fram; eíðast komum við aft- ur til Reykjavíkur og fréttum eftir öruggum heimildum að biskupsdótturinni í Laugar- nesi hafði verið sagt upp og stofupían á setrinu tekin fram yfir hana. Ó, synd og þján- ing, þraut og kvöl. Jón Helgason hefur lengi skrifað góða og gegna is- lenzku, en höfundargáfa hans hefur ekki í annan túna not- ið sín betur en í þeesum þátt- um. Þeir eru Tjómandi vel byggðir, en þó sneyddir list- rænum bellibrögðum; frá- sögnin er afarskýr, nema hvað ættartölur íþyngja henni Fregnin um andlát Magnúsar V. Jóhannessonar kom mér á óvart, þrátt fyrir það að ég vjssi, að hann gekk ekki heill til skógar, en ég var með hon- um daginn áður en hann dó og þá virtist mér hann vera með hressasta móti. Með þeim fáu orðum sem hér verða rituð um Magnús verður ekki rakinn starfsferill hans, heldur aðeins minnizt horíins vinar. Kynni okkar Magnúsar hóíust er ég var barn að aldri, en þá gekk ég, eins og mörg önnur reyk- Magnús V. Jóhannesson vísk böm, í unglingastúkuna Unnur sem Magnús veitti for- stöðu, en vegna hins mikilvæga starfs hans meðal þeirrar æsku er gekk í félagsskap ungtempl- ara, mun hans lengi minnzt fyr- ir fórnfúst,. ,og árftngursríkt starf. Til staiía fyrir gpðtempL araregluna fórnaði Magn.ús um . margra ára skeið nær hverri frístund sinnj, og,alLsstaðar þar sem hann hafði forustu í fé- lagsmálum, var hann sérlega laginn við að skipuleggja fjöl- breytt félagslíf og gera allt starfið þannig, að sem flestir væru virkir þátttakendur og fyndu gleði í starfinu. Magnús var mikill mælsku- maður og þegar svo bar við gat hann hrifið áheyrendur sína svo, að þeir létu ekki eitt einasta orð hans framhjá sér fara. Engan hef ég þekkt er kunnj betur skil á því að ræða vjð börn og unglinga. Frásagn- ir hans af liðnum atburðum urðu manni ljóslifandi, það var eins og maður væri sjálfur orð- inn þátttakandi, eins og mað- ur hefði lifað atburðina sjálf- ur. Magnús tók á sínum tíma virkan þátt í starfj verkalýðs- hreyfingarinnar og var um skeið formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. Frá þeim árum átti hann margar og bjartar endurminnjngar, enda var það svo, að sjaldan sá ég hann glaðari en þegar við ræddum um verkalýðshreyfing- una á þeim árum, og það var skemmtilegur fróðleikur að mega heyra Magnús segja frá atburðum og þeim mönnum er störfuðu með honum á þeim árum. Aðalstarf Magnúsar var framfærslufulltrúastarf, það starf er áreiðanlega á marga* hátt erfitt. Það starí hlýtur á tímum fátæktar og atvinnu- leysis lað hafa verið mjög vandasamt, enda enginn vafi að það starf hefur haft djúp- stæð áhrif á mann eins og Magnús V. Jóhannesson; una starf hans á þessu sviði kann ég ekki mikið að segja. Eg kynntist því ekki fyrr en fyrir tveim árum síðan, en þá , lágu leiðir okkar Magnúsar saman, hans • sem yfirframfærslufull- trúa og. mín sem íramfærslu- nefndarmanns, Við vorum ekki alltaf sammáia um úrlausnir í Framhald á 12, eíðu. ;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.