Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 1
TAKIí) EFTIR: — Milli jóla og nýárs verður félagsvist á vegum Sósíal- istafélagsins í Tjarnargötu 20, sú fyrsta á vetrinum. — Nánar auglýst síðar. — Sósíalistafélag Reykjavíkur. ---------------------------------------- Jólaeggin öll seld herndansliðinu! Húsmæður í Reykjavík hafa rekið sig á þá furðu að egg virðast skynilega með öllu horfin úr matvöruverzl- unum bæjarins. Orsökin til þessarar furðu er sögð vera sú að fram- takssamir fjáraflamenn hafi gerzt umbjóðendur eggja- framleiðenda og selt jólaegg Reykvikinga til — her- námsliðsins í Keflavík! Þótt reykvískar húsmæður geti vafalítið unnt þeim bandarísku gleðilegra eggjajóla er hætt viö að þær muni þessa • ,.þjónustu“ eggjaframleiðenda og umboðsmanna þeirra nokkuð lengi. v______________________________________,» Bretar halda áfram skotárásum og dauðadómum á Kýpur Grísk stúlka á Kýpur særöist hættulega í gær, þegar brezkir hermenn hófu skothríS á vopnlausan almenning í þorpi einu á eynni. Sciinþykkt útvegsmanna á Suðurnesjutn: Alþingismenn bregðast skyldu sinni et jbe/V fara I jólafri án jbess að hafa fryggf aS háfaflotinn stöðvisf ekki um nœsfu áramót Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að ráðherrar Fram- sóknar og Alþýðuflokksins hefðu synjað sjávarútvegs- málaráðherra, um umboö til að semja, ásamt með full- trúum annarra flokka, um starfsgrundvöll fyrir sjávar- útveginn á næsta ári, en útvegsmenn höföu eindregið farið fram á það. Fundur útvegsmanna á Suðurnesjum hefur nú gert þá kröfu að alþingismenn fari ekki heim fyrr en þeir hafi gert ráðstafanir til aö tryggja rekstur bátaflotans. Eftirfarandi barst Þjóðviljan- um frá L.I.Ú. í gær: Eins og fiá var skýrt í blaðinu í gær, höfðu nokkur útvegs- mannafélög þá beint þeim til- mælum til forseta sameinaðs Alþingis, að hann beitti sér fyrir því, að Alþingi tæki sér ekki jólaleyfi, meðan ósamið væri um starfsgrundvöll sjávarútvegsins á næstu vetrarvertíð. í fyrrakvöld héldu útvegsmenn í Keflavík, Garði, Sandgerði, Grindavík og Vogum með sér sameiginlegan fund til að fjalla um þetta mál og önnur aðsteðj- andi vandamál sjávarútvegsins. Gerð var einróma ályktun um að senda forsetum sameinaðs AI- þingis og beggja þingdeilda svo- hljóðandi símskeyti: „Ahnennur fundur útvegs- manna á Suðurnesjum, haldinn föstudaginn 19. des. 1958, skorar á yður, herra forseti, að beita yður fyrir því, að alþingismenn fari ekki í jólaleyfi án þess að gengið verði frá samningum um starfsgrundvöll sjávarútvegsins fyrir komandi ár, svo að ekki komi til stöðvunar, þegar vertíð á að hefjast þann 1. janúar. Tel- ur fundurinn óhjákvæmilegt að ef alþingismönnum verður gefið jólaleyfi, þá verði áður skipuð af Alþingi nefnd með fullu um- boði til þess að ganga frá samn- ingum um viðunandi starfs- grundvöll sjávarútvegsins, svo að vertíð geti liafizt á éðlilegum tíma hinn 1. janúar. Fundurinn bendir á, að þar sem það er AI- þingi, sem samþykkt hefur visi- tölukerfið, gengi galdeyrisins, og gjaldeyrisskilaskyldnna og stór- kostlegar fjárveitingar til fram- kvæmda, scm ekki er tímabært að framkvæma vegna skorts á vinnuafli, en sem keppa um vinnuaflið við útflutningsfram- leiðsluna ásamt fjölmörgn öðru, þá telur futidurinn að alþingis- menn bregðist skyldu sinni, ef þeir fara í jólaleyfi án þess að tryggja eðlilega starfrækslu út- flutningsframleiðslunnar eða daufheyrast við að skipa nefnd með fullu umboði til þess að ganga frá samningum fyrir 1. janúar svo að vertíð geti hafizt. Ennfremur bendir 'fundurinn á, að verulegur hluti bátaflotans verður ekki gerður út á komandi vertíð, nema nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að fá erlenda sjómenn á bátaflotann.“ Á fundinum var mikið rætt um hinn ískyggilega og yfirvof- andi skort á sjómönnum og lýstu fundarmenn áhyggjum sínum yfir því mikla vandamáli. Talin er hætta á, að % fiskiskipaflot- ans liggi í höfn í vetur, ef ekki fæst lausn á þessu nú þegar. Einnig urðu miklar umræður um þann vanda sem fyrir hönd- um lægi í sambandi við samn- ingsuppsagnir sjómanna og sem ekki væri auðið að fjalla um, meðan ósamið væri um starfs- grundvöllinn á næsta ári. Fundurinn kaus sameiginlega nefnd, sem ræddi í gær við þing- mann kjördæmisins, Ólaf Thors, Framhald á 16. síðu. Kleemola þreyttur við stjórnar- myndun Bændaflokksmaðurinn Kleem- ola, forseti finnska ríkisþings- ins, tjáði Kekkonen forseta í gær að tillaga sín væri sú, að frek- ari tilraunum til stjórnarmynd- unar yrði frestað fram yfir jól. Síðasta hálfa mánuðinn hefur Kleemola verið að reyna að mynda þingræðisstjórn. Kvaðst Kleemola vera orðinn langþreyttur á tilraunum til stjórnarmyndunar og sama væri að segja um þingmenn. Væri því ráðlegt að leyfa þingmönnum að hvilast yfir jólin. Stúlkan, sem er 18 ára gömul, var flutt á sjúkrahús til upp- skurðar, en hún var særð sættu- legum skotsárum af brezku her- mönnunum. Brezka útvarpið segir að kom- ið hafi til átaka, þegar brezkur herflokkur þudti inn í þorp grískumælandi manna og skip- aði íbúunum að fjarlægja böl- bænir í garð hinna brezku her- setumanna, sem letraðar voru á húsveggi þar í þorpinu. Ætluðu Bi'etar að smala saman hópi unglinga til að 'þurrka áletran- irnar burt en unglingarnir streittust á móti og urðu nokkrir pústrar og hrindingar með mönnum. Konur komu á vett- vang og köstuðu leir í Bretana. Hjnir brezku hermenn brugðust þannig við að þeir hófu þegar skothríð á konurnar með þeim afleiðingum, sem að ofan grein- ir. Fleiri dauðadómar Þrír grískir Kýpurbúar hafa verið dæmdir til dauða af brezk- um dómstóli í Nikosia og var þeim gefið að sök að hafa átt vopn og skotfæri. Þótti hinni brezku réttvísi hæfilegt að dæma unglingana tii dauða fyrir þessa sök. Dóminum hefur ver- ið áfrýjað til Foots, landstjóra Breta á eynni. Fyrir fjórum dögum ætluðu Bretar að taka tvo griska ungl- ingar á Kýpur af lífi en aftöku þeirra var frestað á síðustu stundu, og hefur dóminum ver- ið breytt í ævilangt fangelsi. Tveir brezkir hermenn voru vegnir á austurhluta Kýpur í gærmorgun. Gerðist það með þeim nætti að sprengju var varpað að bifreið, sem þeir óku i, og sprakk hún í loft upp. Þriðji maðurinn i bifreiðinni slasaðist. Herskipin ein eftir! til að votta að Bretai vilja þiófar heita þó þeir geti ekki stolið! Brezku togararnir eru nú allir sloppnir úr herkvíimi og liorfnir úr Iandhelgi. Brezk herskip kalda liinsvegar vakt yfir „verndarsvæðiuium", — til að auglýsa franuni fyrir alheimi að Bretar vilja þó sam^arlega þjófar lieita, þótt þá í augnablikinu skorti getu til þess. Tilkynning Landhelgisgæzlunnar var svohljóðandi í gær: 1 da,g úar enginn togari að ólöglegum veiðum liér við Iand. Brezk herskip lialda sig ií nánd við verndarsvæðin, sem baiði eru úti af Austurlandi, en í gær var enginn togari þar að veiðum. AUs munu vera nær 30 brezkir togarar að veiðum hér við land, og veiða þessir nú allir djúpt úti al' Austfjörð- um. fíeynir að mynda ílokks~ stjórn Alþýðuílokksins Ernil Jónsson hélt í gær áfram tilraunum sínum til stjórnarmyndunar og' átti við- ræður við fulltrúa Alþýðu- bandalagsins, Framsóknarfl. og Sjáifstæðisflokksins. 1 Ríkistjórn sú sem Emil Jóns- son leitast við að mynda er FLOKKSSTJÓRN ALÞÝÐU FLOKKSINS, þ. e. ríkisstjóru sem Alþýðuflokkurinn éinn beri ábyrgð á. Það yrði sem sé minnihlutastjórn og þyrfti til lífs sér stuðning annarra flokka, og það er sá stuðningur sem Emil Jónsson og fiokks- bræður hans eru nú að sækjast eftir. Eins og menn liafa tekið eftir í fréttatilkynningum forseta- skrifstofunnar fól forseti Emil Jónssyni aðeins að mynda stjórn, en Ólafi Thors var hins vegar falið að mynda meiri- hlutastjórn. Hugmyndin uni flokksstjórn Alþýðuflokksins mún þá einnig runnin frá for- seta; talið er að hann hafi gef- ið Emil Jónssyni frest til mánu- dags til tilrauna sinna. 2 dagar eftir Gerlð skil Opið irá klukkan 1 til 5 í dag Drœfti EKKI frestað I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.