Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. desember 1958 IMÓÐVILIINN JtKefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaílokkurlnn. RltstJórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Préttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon. fvar H Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V FriðbJófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon, - Ritstjórn, aí- greiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann* arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljana. Hvað varðar þá um þjóðarhag? VT’ftir að vinstri stjórnin var mynduð og Lúðvik Jó- sepsson tók við stjórn sjáv- arútvegsmála urðu skjót um- skipti í öllum útgerðarrekstri. . Það var þá orðin föst regla i að floti landsmanna stöðvað- ist margsinnis á ári hverju vegna beinnar óstjórnar, þar sem rí'kisstjómin hafði van- rækt að ganga frá óhjákvæmi- legum rekstrargrundvelli. Einkum var þetta algengt um . hver áramót; þá dróst það oft vikum saman að flotinn kæm- ist af stað þar sem ríkis- stjómin kom því ekki í verk að semja við sjómenn og út- vegsmenn, en gjaldeyristjónið sem þjóðin beið af þessari • ráðsmennsku nam ótöldum milljónatugum á ári hverju. Þetta ástand gerbreyttist er Alþýðubandalagið tók að sér stjóm sjávarútvegsins, s'ð- an hefur útgerð ekki legið niðri einn einasta dag af þeim sökum að stjórnarvöldin hefðu ekki gengið frá skyldustörf- um sínum nægilega tímanlega. 1 Arangurinn hefur birzt í betri nýtingu á framleiðslutækjum þjóðarinnar en nokkm sinni fyrr, en það er ekkert smá- vægilegt atriði fyrir afkomu ■þjóðarbúsins, eins og glöggt sést af þeirri staðreynd að gjaldeyrisverðmæti útflutn- ingsframleiðslunnar verður í ár um 200 milljónum króna hærra en í fyrra, m.a. vegna þessarar góðu nýtingar fram- leiðslutækjanna. . ¥?n nú eftir að ríkisstjórnin I -*--J hefur sagt af sér virðist allt ætla að sökkva í gamla farið; allar horfur era á því að flotinn stöðvist um ára- mót og þjóðin tapi stórfelld- um gjaldeyristekjum. Því er haldið fram að þetta sé afleið- ing af því að éklri hafi verið mynduð ný ríkisstjórn, en það er alröng kenning; Alþingi getur leyst þennan vanda, og því ber að gera það. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu hefur Lúðvík Jóseps- son sjávarútvegsmálaráðherra boðizt til að fjalla tim mál sjávarútvegsins eins og á und. anförnum áram, þannig að ekki komi til neinnar stöðv- unar um áramótin. Hann hef- ur ekki farið fram á neitt alræðisvald í því efni, heldur lagt til að hinir flokkarnir tilnefni hver sinn mann til þessara starfa með honum. Hafa útvegsmenn fagnað þess- arj tillögu og lýst stuðningi við hana. En þau furðulegu tíðindi hafa gerzt að aðrir flokkar hafa neitað öllum samningm-m við útvegsmenn og sjómenn — þeim virðist liggja i léttu rúmi þótt flot- inn allur stöðvist um áramót. essi afstaða Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins ber vott um svo einstætt á- byrgðarleysi, að öll þjóðin þarf að veita því athygli. Ráðamenn þessara flokka ættu að rifja upp setningu sem þpír flíkuðu eitt sinn mjög í blöðum sínum af upn- lognu tilefni: ,,Hvað varðar okkur um þjóðarhag?" Verðbólguflokkarnir 1 desember s. 1. hækkaði ■ -*-• kaupgjaldsvísitalan um 17 stig. Allir flokkar hafa lýst sig sammála um það að koma ■ verði í veg fyrir að þessi vísitöluhækkun valdi nýrri verðbólguskriðu, en þá grein- > ir á um leiðir. Alþýðubanda- lagið hefur lagt til, að laun— þegar fái kauphækkun sína < í lækkuðu vöruverði, þannig að vísitalan hækki ekki og ekki komi til nýrrar verð- bólguþróunar. Aðrir flokkar íiafa hins- vegar lagt til að vandinn verði leystur með því að s'kerða kaup launþega all- verulega. Vegna þessa ágrein- ings sleit Framsókn stjórnar- samstarfinu, og vegna þessa . ágreinings m.a. hefur ekki enn tekizt að mynda nýja stjóm. A uðvitað er það fráleitt, að verðbólga sú, sem allir flokkar segjast vilja forðast, fái að magnast meðan þessi athugun fer fram. Enn hefur tekizt að koma í veg fyrir að vísitöluhækkunin færi út í verðlagið, þar sém verðlags- yfirvöldin sem eru undir stjórn Alþýðubandalagsins hafa stöðvað slíkar kröfur. að því undanskildu þó að verð- lagsráð landbúnaðarins undir stjóm Framsóknar og íhalds hefur hækkað verð á land- búnaðarvöram. Hins vegar er ljóst að ekki verður lengi staðið gegn verðbólguþróun- inni án þess að einhverjár ráðstafanir verði gerðar af hálfu stjómarvaldanna. A lþýðubandalagið hefur því lagt til við aðra flokka að verðlagið verði lækkað með niðurgreiðslum úr ríkis- sjóði sem nemur þessum vísi- tölustigum í nokkrar vikur meðan flokkarnir era að kom- ast að niðurstöðu um úrræði sín. Sú st.jórn sem við tekur stæði þá ekki frammi fyrir gerðum hlut, nýrri verðbólgu- kollsteypu. En þau furðulegu tíðindi hafa gerzt að hinir flokkamir hafa neitað þessari tillögu Alþýðubandalagsins; þeim virðist liggja í léttu rúmi þótt verðbóigan magnist og ný dýrtíðarholskefla skelli á. Gligoric í essinu sínu Júgóslavinn Svetozar Glígor- ic var ekki mildur við meist- arana á Olympíumótinu í Miin- chen, heldur lagði þá að velli hvern á fætur öðrum. í eftirfarandi skák jafnar hann til dæmis heldur ótæpi- lega um Búlgarann Bobozoff. Hvítt: Svart: Bobozoff Gligoric Kóngs-indversk vörn 1 c4 gG Sem kunnuet er má leika þess- um leik strax, þegar hvítur leikur c4 í fyrsta leik. 2 d4 Rf6 3 Bc3 Bg7 4 e4 dG 5 f3 GLIGORIC 24 Hf3 25 Bxe4 Hxe3 26 Rc3 Rg3 27 Hh-el Hxéjl 28 Hxel Hb|i Þótt iiðið sé jafnt ög yfirburð- ir svarls sýnist ekki svo mjög miklir, þá eru þeir samt af- gerandi. Hin opna b-lína, biskupaparið og frípeðið á e5 hafa samanlagt úrslitaáhrif 29 He3 Rxe4 30 Rxe4 Ba4 31 Hc3 Hb8 32 Re-d2 e4 33 Hc4 e3! 34 Hxa4 exd2 35 Hc4 De8 36 Rd4 Ðelt 37 Ka2 dlD Hvítur gaf. Skýringar að mestu eftir Júgó- slavann Pirc, lauslega þýddar. Skákþátturinn ósk- Það er fremur óhyggilegt að tefla Samischkerfið gegn Glig- oric, því hann er manna bezt syQ framvegis að sér í því byrjunarafbrigði. —._____________ 5 0—0 6 Rg-e2 cG Uppáhaldsstöðubygging Glígor- Auðvitað ekki 24 Bxe4 vegna 24. - Hxe4 25. Dxe4 Bf5 og ar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. Dr. Árni Friðriksson ÍCS. 7 Be3 e5 8 d5 cxd5 9 cxd5 a6 10 Dd2 Rb-d7 Sama staða, með breyttri leikjaröð kom upp í skákinni Sherwin—Glígoric í Portoroz. Þá lék Sherwin 11. g4 og Glig- oric fann hið ágæta svar 11. - h5! 11 Rcl Þetta er engin nýjung til bóta. Hvítur undirbýr langhrókun, en gefur andstæðingnum þar með sóknarfæri 11 Rh5 Rétti tíminn til þessa riddara- leiks, sem undirbýr f5. Um leið hindrar svartur g4, sem yrði svarað með Rf4 12 Rb3 Í5 13 0—0—0 Rd-f6 14 Bd3 Bd7 15 Kbl b5 16 Hcl b4 17 Re2 a5 18 h3 fxe4 19 fxe4 a4 20 Ral Svart: Gligoric r* Hvítt: Bobozoff 20 b3! Peðsfórn, sem er raunar ekki ýkja torfundin, en þó afar snjöll. Hvítur Verður að þiggja fórnina, þar sem riddarinn á al er ella útilokaður frá leikn- um. 21 axb3 axb3 22 Rxb3 Ha4! 23 Dc2 Rxe4! 24 g4 sextugur Dr. Árni Friðriksson, fiski- fræðingur, er sextugur á morgun. Hann er Arnfirðing- ur að ætt, ög bjuggu foreldr- ar haris lengi í Tálknafirði. Á yngri áram stundaði hann sjó- sókn vestra en brauzt áfram til náms við þröngan kost og varð stúdent 1923. Hann sigldi til náms ytra og lauk magistersprófi í dýrafræði við Hafnarháskóla 1929. Næsta ár var hann aðstoðar- maður við Carlsberg Labora- torium hjá einum fremsta fiskifræðingi þess tíma, próf. Johs. Schmidt. Árni hvarf svo heim 1931 og gerðist ráðu- naut.ur Fiskifélagsins um fiskifræðileg efni. Er Atvinnu- dei’d Háskólans var stofnuð 1937, gerðist Árni deildar- stjóri Fiskideildar og veitti ís- lenzkum hafrannsóknum for- stöðu til ársins 1954, er hann var skinaður framkvæmda- stióri Alþjóða Hafrannsókna- ráðsins. (Er Árni kom heim frá námi, hafði dr. Biami Sæmundsson lagt undinstöðu að íslenzkum fiskirannsóknum, en það varð hlutverk Áma að halda því verki áfram og koma því á fastari grundvöll. Var í því efni við ýmsa erfiðleika að etja, sérstaklega áður en Fiskidei’din var stofnuð 1937. En með þrot.lausu starfi og áhuga vann Ámi bug á þeim erfiðleikum, og tókst honum að skapa íslenzkum hafrann- sóknum góða aðstöðu og mikla möguleika til víðtækari framfara. Hann hvatti unga menn til náms í fiskifræði og beindi námi þeirra á þær brautir, sem lítt hafði verið unnið að hér heima. Með þvi móti hefur verið hægt að isinna f'estum þáttum hafrann- sókna hér á landi, þrátt fyrir lítið starfslið miðað við það sem annars staðar tíðkast. Is- lenzkar hafrannsóknir eiga engum núlifandi manni eins mikið að þakka og Áma 'Frið- rikssyni, og sérstaklega eigum við íslenzkir fiskifræðihgar, sem yngri eram, honum stora skuld að gjalda. Áður fyrr þurfti Ámi að sinna flestum greinum fiski- rannsóknanna, en þó er nafn hans aðallega tengt síldai-- rannsóknunum. Árið 1944 gaf hann út hið mikla rit sitt um ,,Norðurlandssí!dina“ og öetti þar fram þá skoðun, að hun myndi að mestu hrygna við Noregsstrerdur. Þessari skoð- un hans var í fvrstu rriætt með miklum efasemdnm er- lendis, en árið 1948 lét Árni hefjast handa um sildamierk- ingar, bæði hér heima og við Noreg. Tóku merkihgamnr af allan vafa nm göngur síldar- innar milli Tslands og Noregs. Síðan 1938. er Islendingar hófu þátttöku í störfum Al- þjóða Hafrannsóknaráðsins, hefur Árni verið þar fastur fulltrúi Islands og var um tíma formaðnr sfidamefndar- innar auk annarra trúnaðar- st.arfa inna.n albióðaráðsins. Löngu fvrir út.víkkun land- helginnar harði Albjóða Haf- rannsóknaráðíð mælt með lok- un Faxaflóa. ov um árabil var Btarfa”di nefnd innan ráðsins, sem eingöup-u °á iim. "jsaon- sóknir í Faxaflóa og ga,;f: út riiðurst.öður belrna ranrjsókna, sem abar s+uddri iokun fló- ans. Var Árni rit.ari þessgrar refndar og vann bar mikið starf. Hann undirbió einnig þau vísinda’egu gögn, aem voru forsendnr fvrir stækku* landbelginnar 1952. Þrátt fvrir ö!l þessi um- fangsmiklu störf í þágtr ís- lenzkra hafrannsókna, -befin' Árna nnnizt tími til að sinna f.iölmörgum verkefnum. Hann var um sinn forseti Vísindá- félags Islendinva: áram sam- an sat hanu í stióm Hins- fe- lenzka Náttúrufræðtféjagg; gaf Framhald á 15. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.