Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1958, Blaðsíða 12
14) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. desember 3958 Hinn máttugi veikleiki Framh. af 9. síðu fálm út í loftið; ósigur henn- ar verður of skyndilegur, of átakalinur — það liggur við hún lyþpist niður. Vitaskuld á hún við ofurefli að etja; en það kemur tæpast nógu skýrt fram í sögunni. Það er isem höfundinn hafi brostið hugkvæmni til að kenna henni ný ráð, blása henni nýjum hugmyndum í brjóst; það slaknar á spennu sögunnar — ósigur Hrafnhettu blasir við hundrað blaðsíðum áður en sögunni lýkur. Því miður: sagan er ekki fyllilega heppn- uð, þegar á heildina er litið. Og kemur þó enn fleira til. Önnur aðalpersóna sögunn- ar er Niels Fuhrmann. Höf- undur nær aldrei neinum veru- legum tökum á honum, hann er álíka torskiLdur í sögulok og sögubyrjun. Það er til dæmis hulin ráðgáta, hvers- » vegna hann vill ails ekki ,,ekta“ unnustu sína. Hvers- vegna vill hann ekki kvænast þessari gáfuðu og glæsilegu stúlku ? Veit ég vel að höf- undur tæpir á ýmsum ástæð- um; en þær eru aðeins skýr- ingartilraunir hans sjálfs og eiga ekki neinar eðlilegar ræt- ur í sálarlífi eða skaphöfn Fuhrmanns. í stuttu máli: lesandinn kynnist honum ekki nægilega vel til að geta gert sér skynsamlega grein fyrir því, hvað veldur brigðum hans við Hrafnhettu. Orsökin gæti verið þessi, en hún gæti líka verið hin. Þriðju aðalpersónunni, Þor- leifi Arasyni, er hinsvegar vel lýst — þessum peninga- og rótlaúsa drykkju- og gáfu- manni, sem ber lengi hlýjan hug til Hrafnhettu og stelur að lokum bréfi hennar til kóngsins í þeirri von að hún kohíi til sín þegar Fuhrmann hefur rekið hana á gaddinn. Af öðrum persónum finnst mér móðir Hrafnhettu minn- isstæðust — einkum þar sem hún liggur á beði í síðasta sinn. Þar drýgiiv Guðmundur Daníelsson enn góðan skáld- skap. Málfar Guðmurndar er glæsi- legt á marga lund, stíll hans hefur gerzt persónulegri á seinni árum en fyrr. Margar lýsingar hans handan við at- burði, samræður og sálar- krufningu eru sætlega ilmandi skáldslcapur; hann sáir gull- kornum af örlæti um síður sögunnar — maðurinn er ríkt skáld, hvað sem honum kann að mistakast. Síðasta athuga- semdin í þessari umsögn varð- ar þó einmitt mál og stíll. Guð mundur Daníelsson hefur tek- ið þá óheillavænlegu ákvörðun að nota í þessari sögu allt það sem hann kann úr mál- fari ís^endinga á 18. öld; en þegar þá kunnáttu þrýtur, notar hann tungutak fslend- inga á 20. öld. Úr þessu verð- ur ekki lítill hrærigrautur, sí- felld stílrof sem reynast vand- látum lesanda sifelldur þyrn- ir í augum. Dæmi af munni Hrafnhettu: ...... að ég sé fullbata af öllum krankleika, enda mundi minn tilvonandi ektamaki .... sjálfur kjósa að ráða mér lækni ef uppá mig félþ enn nokkur van- heilsa". Látum þetta hljóma vel af vörum meyjar á 18. öld, en síðan segir hún í beinu framhaldi: ,,Svo bað ég mömmu að líta hingað inn seinna í kvöld ....“ Sem sagt: 20. öld. Guðmundur ætti einnig að vara sig á latínunni. Það er víst ekkert, til, sem heitir „magikum diaboli", heldur kvað það heita magia diaboli. Og þegar Þor- leifur Arason talar um menn, sem séu ,,sexual perversum",' þá' er ’ séxuaí ekki latína — og ekki danska eða íslenzka fyrir tveimur öldum — og talan á perversum er röng; það ætti vist að vera perversi. Þrátt fyrir allar þessar að- finnslur, hef ég miklar mæt- ur á Hrafnhettu; hún er stór skáldskapur með köflum — Jólasala Máls Framhald af 9. síðu. heimsfræga, á þessu ári, en mikið hefur að vonum verið spurt eftir þvi. Enn er dálítið eftir af fyrri bindunum, og er vert að vekja athygli á því að þau eru seid á ótrúlega lágu verði, kosta bæði svipað og nýja bindið. Þá hefur Heims- kringla gefið út ljóðabók eftir Arnfriði Jónatansdóttur, Þrösk- uldur hússins er þjöl, og vekur hún athygii þeirra sem áhuga hgfa á nútímaljóðum. Nýung í starfsemi Heimskringlu er bók- in Ung og aðlaðandi, en hún fjaliar um snyrtinvu og likams- rækt ungra stúlkna og hefur hlotið vinsældir, enda hefur hiiðstæð bók ekki komið út áður hér á landi. Og handa börnunum er þriðja Skottu- bókin komin út, Skotta hætt- ir lífinu, en sá flokkur hefur náð mjög miklum vinsældum og eru fyrri bækui-nar tvær nær uppseldar í stóru upplagi. — En hinar eiginlegu féiags- bækur. — Þær þykja hafa tekizt ó- venjulega vel á þessu ári, og hafa félagsmenn óspart látið það í ljós við okkur. Handrita- spjall Jóns Helgasonar kom út snemma á árinu, en var raunar félagsbók ársins 1957; munu margir teija hana ein- hverja merkustu bók sem gefin hefur verið út hér á iandi í ár, enda hafa margir utanfélags- menn keypt hana. Berfætling- ■<» N OG FULLORONA í 6UMMÍSTlVyíl í SKÍffASKÓ 0« SIM INNISKÍK FBAMLEIÐSLA og hafin hátt yfir aðrar ís- lenzkar sögur síðan’ Brekku- kotsannáll birtist. Ef Appoll- onia Schwartzkopf mætti líta úr gröf sinni þar á Bessa- stöðum (sem hún má þó ek'ki), þá þætti henni sem hún hefði að lokum fengið nokkurt gjald fyrir harm sinn og hamingju- leysi. 35. B. ar, skáldsaga rúmenska höf- undarins Stancu, hefur hlotið mjög góðar undirtektir jafnt íélagsmanna sem gagnrýnenda. Og nú er nýkomin bók Bjarna Benediktssonar um Þorstein Erlingsson, en mér er óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hefur verið spurt eins mikið eftir nokkurri bók sem við höf- um gefið út o" hún hefur verið sótt mjög ört undanfarna daga. Og ekki má gleyma tímarit- inu sem margir telja jafnan eftirsóknarverðaSta „'þáttinn í útgáfu Máls og menningar. — Hvernig hefur salan í búðinni gengið fyrir jólin, og hvaða bækur seijast me.-c hjá ykkur? — Við höfum ekki ástæðu til að kvarta. Vjðskiptamenn okk- ar hata keypt fyrir hærri upp- hæðir nú en í fyrra. Mestu sölubækurnar, auk okkar eigin forlagsbóka, eru myndabókin um hestana, íslenzkt mannlíf eftir Jón Helgason, viðtöl Val- týs Stefánssonar, ferðasaga Kjartans ólafssonar, og bók Peters Freuchen Hreinskilinn sem fyrr. Annars finnst mér jólasalan nú jafnari en t d. í fyrra, álíka mikið spurt eftir alistórum hópi bóka. — Hvað er annars efst á baugi hjá Máli og menningu um þessar mundir? — Húsbyggingin auðvitað. Við bindum miklar vonir við að verða komnir i ný og góð húsakynni um þetta leyti næsta ár. Uppslætti á verzlun- arhæðinni er nú að fullu lokið og komið að því að steypa hana. Hin nýju húsakynni eiga að geta stuðiað að því að bæta starfsemi Máls og menn- ingar á öllum sviðum, og því er það von okkar að félags- menn veiti okkur sem víðtæk- asta aðstoð til að Ijúka því verki. FOKiSPJALL Út er komið annað 1 ölub'að af Forspjalli. Ari Jósefsson á þarna söguna Mesisias, Þor- steinn Jónsson kvæðið Ham- íngja, Dagur Sigurðarson kvæð- ið Aðlon, Arnfríður Jónatans- dóttir skrifar Gef oss i dag aflþunga reiði, Brenndu kend- ur mínar nefnist kvæði eftir Ingvar Orre þýtt áf Jóhanni Hjálmarssyni, Jónas Svafár skrifar um sýningu Svavars Guðnasonar, J. á víðtal við Sveinbjörn Beinteinsson og eft- ir Jónas Svafár er kvæðið Pluto ásamt teikningu, Einnig eru nokkrir ritdómar í blaðinu. MUNIÐ Vetrarhjáípina, — sími 10785. _______________\ 1/flE PEPPEFtM/NT w T1'! !• • •».f' iilvaiin jolagjor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.