Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Qupperneq 1
1 Sjálfstœðisflokkurinn myndaði í gœr minnihlutastjórn Alþýðuflokksins Hálfur þingflokkur AlþýSuflokksins á sœfi i sfjórninni, effir að allir ufanþingsmenn, sem reynf var viÓ, höfSu neifaÓ! Hálfur bingflokkur Alþýðuflokksins tók í gær að sér að stjórna landinu í umboði Sjálfstæðisflokksins, og í rauninni má segja að íhaldið hafi myndað minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Tók hin nýja stjórn við störfum á ríkisráðs íundi kl. 4 í gær, og eiga sæti í henni Emil Jónsson, Guðmundur í. Guð- mundsson, Gylfi Þ. Gíslason og Friðjon Skarphéðinsson. Tilraunir Alþýðu- ílokksleiðtoganna til að fá utanþingsmenn úr öðrum flokkum í stjórnina með sér mistókust gersamlega; þeir voru á handahlaupum um allan bæ í fyrrakvöld og langt fam á nótt og 'buðu hverjum manni sem beir hittu ráðherradóm — en allir neituðu að taka þátt í stjórninni með þeim, eink- anlega af spéhræðsluástæðum. Miðstjórn Alþýðuflokksins hélt fund kl. 2 í gær og var þar eamþykkt að Alþýðufloldc- urinn myndaði minnihluta- stjórn. Flokksráð Sjálfstæðis- fiokksins hélt fund á sama tíma og var þar samþykkt að þingmenn flokksins skyldu gefa Alþýðuflokksstjórninni líf ef luin framkvæmdi stefnu þá sejn flokksráð markaði í samþykkt sinni fyrir nokkrum dögum um talsverða kauplækkun hjá lauu- þegum, Síðan var forseta til- kynnt um stjórnarmyndunina og haldinn ríkisráðsfundur kl. 4, eins og áður er eagt. Verkaskipting Stjórnin skiptir þannig með sér verkum að Emil Jónsson er forsætisráðherra og fer aulc þess með sjávarútvegsmál, Guð- mundur 1. Guðmundsson heldur áfram stjórn utanríkismála og bætir við sig fjármálunum, Gylfi Þ. Gíslason er mennta- málaráðherra áfram en bætir við sig viðskiptamálunum *bg Friðjón Skarphéðinsson — sem er þingmaður Alþýðuflolcksins á Akureyri og hefur fyrst og fremst Framsóknaratkvæði á bak við sig — verður ráðherra dómsmála, landbúnaðarmála, fé- lagsmála og heilbrigðismála. Nánari greinargerð um verka- skiptinguna er birt á öðrum stað liér á síðunni. Af utanþingsmönnum sem Al- þýðuflokkurinn reyndi mjög að fá í stjórnina má nefna ráðu- neytisstjórana Gunnlaug Briem, Jónas Haralz og Sigtrygg Klemensson; einnig var reynt við fjölmarga aðra menn — en allir neituðu eins og áður var sagt. Var þá rætt um að 6 af hinum 8 þingmönnum flokksins yrðu ráðherrar, en það strand- aði á því að engir tveir feng- ust til að láta skilja sig eftir sem óbreytta þingmenn. Var þá ákveðið að „aðeins“ hálfur þingflokkurinn settist í ráð- herrastólana. Völdin hjá íhaldinu, met- orðin hjá Alþýðu- flokknum Þessi sérstæða stjórnarmynd- un Alþýðuflokksins hefur vakið mikinn hlátur og spaug meðal almennings í Reykjavík. Þyk- ir mönnum það að vonum furðulegt fyrirbæri að lang- minnsti og veikasti flokkur þjóðarinnar skuli láta sem svo að hann megni að leysa nokkur Dr@g&£§ í hesppdrætfi Þjóðviljans í gær Vinningaskráin verður birt eftir hátíðina Á miðnætti sl. var dregiö hjá borgarfógeta í Happ- drætti Þjóðviljans 1958. eru beðnir að hraða uppgjöri svo hægt verði að birta vinn- ingaskrána sem fyrst. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld höfðu enn ekki borizt full skil frá nokkrum umboðs- mönnum happdrættisins úti á landi og reyndist því eigi unnt að birta vinningsnúmerin nú. Þau verða væntanlega birt ein- hvern næstu daga eftir hátíð- ina. Umboðsmenn happdrættisins og aðrir sem enn hafa ekki gert skil fyrir seldum miðum vandamál, flokkur sem ekki hefði komið neinum manni á þing í síðustu kosningum án aðstoðar Framsóknar. Það er ekki að undra þótt menn spaugi. En alvaran á bak við stjóz’narmyndunina er Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er í raun og veru ríkisstjórn hans og styðst eingöngu við þinglið hans og styrk. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur hins vegar eklci kosið að taka formlega þátt í ríkisstjórn — fyrr en eftir kosningar — og þess vegna er ákjósanlegt fyrir hann að eftir- láta leiðtogum Alþýðuflolcksins að framkvæma stefnu íhaldsins í bili. Völdin eru í höndum í- haldsins, en metorðin í hönd- um Alþýðuflokksins, og hafa þá báðir það sem þeir leggja mest upp úr. Vildu ekki kanna mögu- leika á vinstristjórn Leiðtogar Alþýðuflolcksins munu halda því fram að þeir hafi myndað etjórn til þess að koma í veg fyrir utanþings- stjórn, þar sem ekki hafi reynzt unnt að mynda meirihluta- stjórn eins og nú standa sak- ir. En það er Alþýðuflokkurinn sem ber ábyrgð á því að ekki var gerð nein tilraun til þess að kanna hvort unnt værj að niynda vinstri stjórn á nýjum grundvelli. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins lögðu til að sú til- raun yrði gerð, og það kom í ljós að Framsóknarflokkurinn var einnig reiðubúinn til að ræða um myndun nýrrar vinstristjórnar. En Alþýðu- flokkurinn tók af skarið síð- degis í fyrradag og neitaði fyr- irfram og að óreyndu að taka þátt í vinstri- Framhald á 11. síðu. ÞJÖÐVILJINN óskar lesendum sínum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla. Emil Jónsson Guðmundur í. Guðmundsson forsætisráðherra utanríkis. og fjármálaráðherra Friðjón Skarpliéðinsson dóms- og félagsmálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- og menntamálaráðh. Þannig skipta Aiþýðnflokksráðkerr- arnir landsstjóminni milli sín Eftir tillögu forsætisráðherra og samkvæmt 15. gr. stjórnar- skrárinnar hefur forseti Is- lands í dag sett eftirfarandi álcvæði um skipun og skiptingu starfa ráðherra o. fl.: 1. Forsætisráðherra Emil Jóns- son. Undir hann heyra eftir- greind mál; Stjórnarskráin, mál, er varða forsetaembætt- ið. Alþingi, nema að því leyti sem öðruvísi er ákveðið, al- menn álcvæði um framkvæmda- stjórn ríkisins, skipun ráð- herra og lausn, forsæti ráðu- neytisins, skipting starfa ráð- herranna, mál, er varða stjórn- arráðið í heild, hin íslenzka fállcaorða og önnur heiðurs- merlci. Þingvallanefnd og mál varðandi meðferð Þingvalla. Ríkisbúið á Bessastöðum. Sam- göngumál, þ.á.m. vega-, brúa- og liafnarmál, strandferðir, flugmál, þ.á.m. flugvallarekstur. Póst-, síma. og loftskeytamál, Sjávarútvegsmál, þar undir Fiskifélagið, Fiskimálasjóður og Fiskveiðasjóður íslands, sildar- útvegsmál (síldarverksmiðjur og síldarútvegsnefnd), sjávar- vöruiðnaður og útflutningur sjávarafurða. Almenn siglinga- mál, þar undir atvinna við siglingar. Skipaskoðun rílcisins, Eimskipafélag íslands h. f. Önnur atvinnumál, sem elcki eru sérstaklega i úrskurði þess- um falin öðrum ráðherrum. Ennfremur rafmagnsmál þ.á.m. rafmagnsveitur ríkisins og raf- magnseftirlit, vatnamál, þar undir sérleyfi til vatnsorku- notlcunar, jarðboranir eftir heitu vatni og gufu. Námu- rekstur. II. Ráðherzli Friðjón Skarp- héðinsson. Undir hann heyrir dómaskipan, dómamál, þar und. Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.