Þjóðviljinn - 28.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.12.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 28. desember 1958 IIIÓÐVILJIHM ÚtKefandl: Sameiningarílokkur alþýðu — Sóslallstaflokkurlnn. - Rltstjórar. Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon ívar K Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Slgurður V. FriðbJófsson. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linur>. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞjóðviljanB. Afbrýðisemi Bidstrup teiknaði. Brosið og kransinn "IT'yrsta viðbragðið var brosið. Lík’ega hefur aldrei ver- ið brosað jafn almerint að stjórnarmyndun á íslandi. En víðast mun brosið hafa verið heldur kalt, jafnvel með nöpr- um háðskeim. Alþýðuflokkur- inn hefur tekið að sér að fylla alla ráðherrastólana, og það er meira að segja af þeim flokki gengið fuil langt, ef á- horfendum er ætlað að taka stjórnarmyndun alvarlega. Lík- lega hefur engin ríkisstjóm á íslandi síðan 1918 gengið til starfs með tiltrú jafnfárra landsmanna, nema ef vera skyldi utanþingsstjórnin 1942. Virðist sama við hvers flokks mann er talað, ríkisstjórn Em- ils Jónssonar, Guðmundar í. Guðmundssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og Friðjóns Skarp- héðinssonar er einungis fylli- lega treyst til eins verks: Ekki til ríkisstjórnar á íslandi, held- ur til útfararstjórnar Alþýðu- flokksins. Og Sjálfstæðisflokk- urinn mun senda krans. ¥jví það er Sjálfstæðisflokkur- * inn sem skilyrðin setur. Það verður Sjá’fstæðisflokkur- inn sem ræður. FJokkurinn með 19 þingmenn veitir ekki 8 manna flokki stuðning til stjórnarmyndunar án þess að fá að ráða því sem þessi stjórn gerjr eða reynir að gera. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur meira að segja strax tryggt sér ýmsa þá stórbitlinga sem hvað ákaf- ast lokkuðu Alþýðuflokkinn til stórræðanna. Samt mun hægt að skipa allmarga embættis- menn úr hjnum eina og sanna flokki embættismanna naestu þrjá rnánuði. Sjálfstæðisflokk- urinn setur skilyrði um kaup- lækkun. Alþýðufiokkurinn er innilega sammála. Sjálfstæðis- flokkurinn setur skilyrði um kosningar i vor. Og enda þóít ofsahroli setji að foringjum Alþýðuflokksins við tilhugsun um ksoningar, segja þeir líka með glamrandi tönnum Já við þvi skilyrði Sjálfstæðisflokks- ins, því ekki er alveg’ vist að loforð íha’dsins um að lána Áka Jakobssyni nokkur íhalds- atkvæði á Siglufirði haldi. Hitt er ef til vill enn óvissara, hvað eftir verður af fylgi flokksins og tiltrú næst þegár til kosn- inga kemur. Og Sjálfstæðis- flokkurinn mun halda áfram að setja sín skilyrði, og ráð- herrar Alþýðufiokksins reyna að gera hvort tveggja samtím- is: að sitja fa’lega í stólunum og segja nógu þjónustusamlega vjð íhaldið: Verði þinn vilji. fTHelja má óvarlegt af forsæt- israðherra hinnar nýju rik- isstjórnar að lofa þjóðinni margvís’egri iagasetningu. Þrátt fyrir inniiegan stuðning Sjáif- stæðisflokksins hefur þessi stjórn ekki tök á að koma fram á Alþingi iagasetningu án fcjálpar einhverra þingmanna Stjórnarandstæðinga. Verður I ekki annað séð en að stjórn, sem svo er liðuð á Alþingi, ætti að fara sér hægt í loforð um nýja löggjöf! Stuðningur Sjálfstæðisflokksins mun t.d. eins og áður er sagt bundinn því skilyrði að efnahagsmálin verði ,,lagfærð“ með því að ráðast á laun fólksins í land- inu. Ekki er vitað fyrir fram að ríkisstjórnin hafi í því máli tryggt sér stuðning til að fram- kvæma þá árás í formi laga- setningar, en sjálfsagt treystir Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn á velviija Fram- sóknarflokksins i því máli. Framsókn hefur ekki verið spör á yfirlýsingar um nauð- syn þess að nú yrði ráðizt á launin. 17'ramsóknarflokkurinn hefur hins vegar verið leikinn svo grátt', að erfitt mun að segja fyrir um viðbrögð hans. Framsókn hefur verið leikin svo grátt af foringjum sínum, að sjaldan mun flokkur hafa orðið fyrir annarri eins útreið. Eysteinn Jónsson hefur undan- famar vikur haldið þannig á spiiunum fyrir flokk sinn að líklega hefði ekki verið hægt að gera það lakar. Vegna gegndarlausrar frekju og þröngsýni Eysteins Jónssonar neitaði Framsóknarflokkurinn að halda áfram stjórnarsam- starfinu frá 1956. Vegna algers skilningsleysis Eysteins Jóns- sonar á nauðsyn þess að koma fram við verkalýðshreyfinguna í landinu sem fullgildan aðila um landsmálin í heild varpaði hann frá flokki sínum möguleika á eðlilegri samvinnu. Vegna þeirrar hugmyndar Eysteins Jónssonar að nóg væri að lofa verkalýð landsins vinstri stjórn en láta þá stjórn síðan svíkjast um efndir ýmissa stærstu loforðanna, er Fram- sóknarflokkurinn nú utangarðs í íslenzkum stjórnmálum. Og svo ofan á allt annað bregzt áætlun Eysteins um nýja aftur- haldssíjórn með þátttöku Framsóknar, kúgildi Framsókn- ar í Alþýðuflokknum reynast rýrari en ekki neitt, og vinirn- ir í Sjálfstæðisflokknum þurfa allt í einu ekki á Eysteini sín- um að halda. Er vandséð hvor- ir hafa farið ver með Fram- sóknarflokkinn, Eysteinn Jóns- son eða fylgiféð í Alþýðu- flokknum sem kosið var á þing af grandalausum Framsóknar- mönnum í Reykjavík, á Akur- eyri, í Borgarfjarðarsýslu og Snæfellsnessýslu. Það er svo enn eitt spaugsatriði, að Sjálf- stæðisflokkurinn telur helming*' Alþýðuflokksins sitja á þingi ólöglega kosinn, en væntanlega hefur verið samið um uppreisn æru þeirra Alþýðuflokksþing- manna í stjórnarsamningnum nýja. Hvort sem er, mun það Haustmót T.R. 1958 Haustmóti Taflfólags Reykja- víkur fyrir árið 1958, lauk um miðjan desember sem kunnugt er. Sigurvegari í meistaraflokki varð Jón Pálsson, sem hlaut 14 vinninga af 16 möguleg- um og tapaði engri ekák. Jón hefur teflt um 10 ára skeið innan Taflfélags Reykja- víkur, jafnan sótt mjög á brattann og nú hin síðustu ár- in verið í jafnri og stöðugri framför. Þetta mót mun vera fyrsta meiriháttar mótið sem hann vinnur en ólíklegt er að það verði það síðasta. Hann er ungur að árum, aðeins 28 ára gamall, tekur hlutverk sitt alvarlega og er góður ful'trúi þeirra manna eem með ástundun og samvizku- semi vinna sig áfram í list- grein sinni ásamt með góðum hæfileikum. Um leið og þátt- urinn óskar hinum unga meistara til hamingju með sigurinn, spáir hann því, að þykja lieldur lúaleg samfylk- ing sem við hefur tekið, og verður vonandi eins dæmi í ís- lenzkri stjórnmálasögu að rík- jsstjóra sé mynduð með jafn- íáránleugm hætti. Jón eigi eftir að verða stór- höggur á skáksviðinu í fram- tíðinni. Reimar Sigurðsson sem lenti í öðru sæti með 12 vinn- jj§§ Jón Pálsson inga kom öllu meira á óvart en Jón. Framför Reimars hef- ur fram að þessu ekki verið með svo jöfnum stíganida sem Jóns. Á þessu móti tók Reim- ar risaskref fram á við, og er að verða einn af ókvalráð- ustu sóknarskákmönnum okk- ar. Til hamingju Reimar! I þriðja og fjórða sæti komu þeir Bragi Þorbergsson og Jónas Þorvaldsson með 10 vinninga hvor. Þeir eiga sér báðir stutta fortíð í meistara- flokki og verður frammist.aða þeirra því að feljast prýðileg. Fimmti varð Ólafur Magn- ússon með 91/-> vinning. Má það teljast gott, þótt til mik- ils sé ætlazt af honum, vegna góðrar frammistöðu áður. Sjötti varð Ragnar Emils- son með 9 vinninga. Er það vaxandi skákmaður, sem fikr- ar sig áfram með rcsemi en þunga. 1 7.-8. sæti komá Eiður Gunnarsson og Stefán Briem með 8Vo vinning hvor. Eiður er algiör nýhvriandi í meist- araflokki og árangur hand því mjög góður. Stefán átti hins- vegar orðstír að veria og mátti ekki fá öllu minna f því tilliti. Aðrir h'utu: — 9.-10. Ágúst Ingimundarsoh Gunnar Ólafsson 8 vinninga. 11. Guðmnndur Ársælsson 7V2- 12. -14. Gilfer, Haukur Sveins, Sigurður Gunnarsson 7. 15. Kristián Theódórsson 6V?J, V. 16. Eiríkur Marelsson 31/2 v. 17. Biarni Linnet 0. Mótið fór fram í Breiðfirð- ingabúð og var stjórnað af Guðmundi S. Guðmundssvni formanni T. R. Levsti Guð- mundur það starf trúverðug- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.