Þjóðviljinn - 31.12.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.12.1958, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 31. desember 1958 — 23. árgangur — 297. tbl. Þjóðviljinn er 24 úMr i dag UNDANFARIN rúm tvö ár hefur íslenzk alþýða lagt örlög sín í hendur vinstri stjórn, samstjórn Framsóknar, Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Það hefur að miklu leyti verið undir aðgerð- -um þessarar ríkisstjórnar kom- ið, hvernig farið hefur um lífs- kjör íslenzkrar alþýðu, um at- vinnuöryggi hennar og afkomu, svo sem hlýtur að verða í þjóð- félagi eins og voru, þar sem ríkisstjórnin er fyrst og fremst stjórn á þjóðarbúskapnum. Þegar Framsóknarflokkurinn tiú hefur rofið þessa stjórnar- samvinnu og rift þar með þeim sáttmála, er vinnandi stétJtir landsins gerðu með sér 1956, er nauðsynlegt fyrir alþýðu manna að átta sig á þvi til fulls, hvað verkalýðshreyfingunni hefur tekizt að ávinna sér og þjóðinni til handa í þessari stjórnartíð og hverjar orsakir liggja til samstarfsrofsins af hálfu Framsóknar. • ¦;•• Hið fremsta og mikilvægasta sem Alþýffubandalaginu og Sósíalistai'lokknum hefur tek- izt aff áorka í hagsmunamálum alþýffustéttanna í þessari stjórn- artíff er: Full atvinna um allt land aff hoita má, við! íslenzk framleiffslustörf. Þessi árangur þýðir ekki að- eins útrýmingu þess böls sem atvinnuleysið er, heldur er hann jafnframt undirstaða að þeim lífskjörum, sem alþýða manna býr við, — að vísu með löngum vinnutíma, en góðum lífskjör- um þó. Og hver er undirstaða þessa atvinnuöryggis? Undirstaðan er hin stóraukna fiskframleiðsla. Aðeins freð- fiskframleiðslan ein hefur auk- izt úr 30.000 smálestum 1952 upp í 55 þúsund smálestir 1957 og í 75 þúsund smálestir 1958. Og það sem ríður baggamuninn eru hinir miklu viðskiptasamn- ingar við Sovétríkin og önnur sósíalistísk ríki, sem aukizt hafa svo stórlega fyrir tilverkn- að ráðherra Alþýðubandalags- ins, að t. d. Sovétríkin ein kaupa nú um 30.000 lestir freð- fisks á ári eða eins mikið og alla freðfiskframleiðsluna 1952. Og þessi stóraukning fram- leiðslunnar tryggir ekki aðeins afkomuöryggi alþýðu. Hún er einnig undirstaðan að efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar, gerir hana óháða hinni niður- lægjandi, siðspillandi og þjóð- hættulegu herstöðvavinnu. 1953 voru útflutningstekjur íslands 706 millj. kr. en 372 millj. kr. komu frá herstöðvavinnu og „gjöfum" eða 53% móts við eðlilegar þjóðlegar tekjur. En á árinu 1958 munu 1100 millj. kr. koma af eðlilegri, þjóðlegri framleiðslu og störfum, en að- eins um 150 millj. kr. frá hicmi óþjóðlegu herstöðvavinnu. Það er að vísu rúmuiii 100 millj. kr. of mikið og tekur frá þjóðinni vinnuafl, sem.vantar til þjóð- legrar framleiðslu, en samt hef- ur þróazt í rétta átt, þar sem þetta hlutfall er nú 13% móti 53% árið 1953. • • • Stærsta afrekiff on mikil- vægasta fyrir framtíff þjóffar- innar, sem Alþýðubandalaginu ' og Sósialistaflókknum hefur tekizt aff knýja fram í þessari stjórnartíff, er stækkun fisk- veiffalandhelginnar upp í 12 milur meff reglugerff þeirri, er Lúffvík Jósepsson sjávarútvegs- ráffherra gaf út 1. september 1958. Með því var stigið eitt stærsta skrefið í sjálfstæðisbaráttu vorri fyrir að endurheimta rétt hefur eðlilega verið höfuðat- riði og aðalátakamál í stjórn- artíð vinstri stjórnarinnar. Al- þýðubandalagið var myndað að undirlagi verkalýðssamtakanna vorið 1956 til þess að standa vörð um kaupmátt launanna gegn þeim árásum á lífskjörin, sem afturhaldsstjórn íhalds og Framsóknar hóf til að hefna hindra framkvæmd gengislækk- unar og kauplækkunar sam- kvæmt kröfu afturhaldsins. Með sigursælli sókn Dags- brúnar og annarra verkalýðs- félaga tókst í sumar og haust að knýja fram 6—9V2% grunn- kaupshækkun. Þar meff mun óhætt aff segja aff fyrir baráttu verkalýffssam- takanna og fulltrúa þeirra í Al- þýffubandalaginu hafi tekizt, þótt kaupmáttur timakaups hafi nokkuð minnkaff gagnvart einstökum vörum að halda kaupmætti heildartekna verka- manna áriff 1958 eins eða víffa mun betri en var 1956. • ••• Það yrði of langt mál hér upp að telja hvað áunnizt hefur með starfsemi Alþýðubanda- lagsins í vinstri stjórninni eða hinsvegar hvað ábótavant var, enda er það ekki tilætlunin með þessum hugleiðingum. í flokki þeirra mála, er um var samið, en ekki efnd, ber eðlilega hæst brigðmælin á að láta herinn fara samkvæmt á- kvörðun Alþingis frá 28. marz 1956. Þau svik ein við stjórnar- sáttmálann hefðu verið nægt tilefni stjórnarslita af hálfu Alþýðubandalagsins, ef það hefði ekki alltaf skoðað það sem skyldu sína að standa í stjórninni vörð um hagsmuni Einar Olgeirsson: Áramótahugleiðingar um orsakir sf]6rnarslifanna vorn yfir fiskimiðum lands vors og hið mikilvægasta til að tryggja efnahagslega undir- stöðu atvinnulífs vors og af- komu allrar. • Um þennan rétt vorn til lifsins stöndum vér nú þegar í harðri baráttu við brezka ráns- veldið, sem beitir vopnuðu of- beldi til að viðhalda ræningja- skap sínum. Með oss standa í þessari sjálfstæðisbaráttu sjó- menn Færeyja og aðrir þeir fiskimenn, er veiðar stunda við strendur Atlanzhafsins, Sovét- ríkin og önnur ríki sósíalism- ans og fjölmargar þjóðir, sem sjálfar eiga í svipatiri sjálfstæð- isbaráttu. En móti oss er brezka auðvaldið með Atlanzhafs- bandalagið í eftirdragi, sem tví- stígandi milli hræsninnar og riíðingsskaparins þorir enga op- inbera afstöðu að taka til hern- aðarárása Breta á ísland, af því að það óttast að ræningja- eðli þessa bandalags nýlendu- kúgaranna kæmi þá of áþreif- anlega í ljós. — Vér íslendingar höfum séð i' landhelgisdeilunni hv^r vina vorra er að leita og hvar fjandmenn; vora er að finna. • • • Baráttan um . kaup og kjör verkalýðs ög anri'arra launþega sín á verkalýð íslands fyrir ó- sigur aúðvalds og afturhalds i verkfallinu mikla vorið 1955. Vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1956. m. a. til þess að tryggja „kaupmátt tekna", eins og stendur í stjórnarsáttmálan- um. Átökin um þessi hagsmuna- mál allra launþega hafa verið hörð allan tímann. Framsókn krafðist bæði geng- islækkunar og kaupbindingar. Veturinn 1957—53 var krafa hennar að gengi erlends gjald- eyris væri hækkað um 114%. Það hef ði hækkað vísitöluna Um 38 stig. Framsókn krafðist þess að kaupi yrði haldið niðri í því sem áður var í krónutölu, þrátt fyrir svona hækkun. Það jafngilti kauplækkun er næmi 17%. — Alþýðuflokkurinn sýndi henni mestallur mikla íylgispekt í þessu máli, svo sem fleirum. Það hefur orðið hlutskipti Sósíalistaflokks'ins nú sem endranær að standa vörð um lífshagsmuni íslenzks verkalýðs og fylkja honum til baráttu fyr- ir launakjörum sínum á þeim tíma, er helzt væri sigurs auðið. Fyrir atbeina AÍþýðubanda- lagsins, — samtaka vinstri jafnaðarmanna og sósíalista, — og Alþýðusambandsins, tókst að verkalýðsins og annarra laun- þega svo lengi sem auðið væri. Afturhaldsöflin í Framsókn undir foriistu Eysteins Jónsson- ar, vissu því til fulls, hvar þau ættu að grípa niður; er þau voru ákveðin í að slíta stjórnarsam- starfinu. Eysteinn Jónsson bar fram kröfuna um algera útstrikun 15 visitölustíga framvegis, það er: um 8% einhliða kauplækkun hjá; veíí'kamönnjum og öllum launþegum og sleit stjórnarsam- starfinu, þegar ekki var gengið að því. Hversvegna brásf Fram- sókn vinsfri samvinnu! Það var ekki hægt að veita verkalýðshreyfingunni áþreif- anlegra kjaftshögg en aftur- haldið í Framsókn gerði með kröfunni um 8% lækkun á árs- launum hvei<s verkamann(? í landinu. Ríkisstjórnin hafði verið mynduð til þess að tryggja kaupmátt tekna og hafði heitið alveg sérstaklega að leysa öll efnahagsmál í ná- inni samvinnu við verkalýðs- samtökin. Nú var ailr'i sam- vinnu og samráði slitið .og hnef- inn keyrður í borðið að hætti gerðardómslaganna frá janúar 1942. Það er því eðlilegt að íslenzk alþýða velti nú þeirri spurningu fyrir sér: Hverskonar „vinstri" flokkur er Framsóknarflokkur- inn? — og — hversvegna fór hann í samstarif um vinstri stjórn 1956, fyrst hann ætlaði sér að svíkja það samstarf svona, þegar fram í sækti? Framsókn er stofnuð sem vinstri flokkur um hugsjón samvinnu í þjóðlífinu í and- stöðu við auðvald og samkeppni, og um hugsjón þjóðfrelsis í landinu, í anda ungmennafé- lagsskaparins. Framsókn er enn skipuð að miklu leyti bændum landsins, er eiga sem vinnandi menn eðlilega samleið með verkamönnum gegn auðvaldí, og mörgum róttækum millí- stéttamönnum bæjanna. En á undanförnum áratugum hafa afturhaldsöfl meira og meira náð forustu í Framsókn, þótt vinstri öfl risi þar upp öðru hvoru, þegar afturhalds- þjónustan keyrir úr hófi fram. Og það er einkum á tveim svið- um sem þessi óheillaþróun hef- ur orðið örlagarík: Annarsvegar hefur forusta Framsóknar ánetjazt auðvald- inu og gróðahyggju þess og Samband íslenzkra samvinnu- félaga, hinn efnahagslegi bak- hjall Framsóknarflokksins, sog- azt inn í auðvaldsspillinguna og gerzt ásamt fleirum einn aðal- frumkvöðull þeirrar óhugnan- legu verðbólgustefnu, sein reynir- að knýja fram gengis- lækkanir" á íslandi á 8 til 10 ára fresti, en rænir þess á milli sjóði ríkis og ríkisbanka til lán- veitinga handa sérréttindafyrir- tækjum verðbólgugróðans. Þessi spilling, sem ógnar öllu efnahagslífi íslands, öllum eignum íslenzka ríkisins og lífs- kjörum íslenzkrar alþýðu, kom áþreifanlegast í Ijós í ,,helm- ingaskipta" stjórn íhalds og Framsóknar, er þessir tveir ránsflokkar settust að fjársjóð- um þjóðarinnar og skipulögðu sameiginlega arðránið á alþýðu landsins, til þess að skipta síð- an öllum ránsfengnum til hehn- inga á milli sín. Hve rík þessi spilling er í Framsókn kom bezt fram í vinstri stjórninni, er Alþýðubandalagið bar fram þá kröfu verkalýðssamtakanna að tekin væri upp ríkiseinkasala á olíu, en ríkið kaupir hana alla sem kunnugt er. Framsókn þverneitaði alltaf þessari sjálf- sögðu kröfu, hagsmunir olíu- hringa máttu sín þar meira en hagur alþjóðar. Og þannig var um allt þar sem auðvaldshags- munir voru annarsvegar, h'ka um það auðvald, er sérstakan áhuga hafði á gróða á Kefla- víkurvelli. —> Það var því í fullu samræmi hvað við annað að sá aðalagent Reykjavíkur- auðvaldsins í röðum Framsókn- ar og S.Í.S., sem hélt verndar- hendi sinni yfir olíuhringunum, Eýsteinn Jónsson, skyldi og bera þá kröfu auðvaldsins fram að verkamenn lækkuðu kaup sitt um 8%, en að auðvald og rikishítin skyldi fá að halda öllu sínu óskertu. Hitt sviðið þar sem óheilla- þróunarinnar gætir, er á hvern veg ai'turhaldsöflin í Framsókn hafa reynt að móta bændastétt laridsins: Hin harðgerða, vinn- . andi bændastétt íslands þurfti Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.