Þjóðviljinn - 31.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.12.1958, Blaðsíða 6
6) — í>JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. desember 1958 Áramótahugleiðingar um orsakir stjórnarstítanna Framhald af 1. síðu. og verðskuldaði að eignast flokk, sem í bræðralagi við verkalýðinn ynni að því að umskapa íslenzkt þjóðfélag í anda samvinnu og samhjálpar vinnandi manna, — flokk, sem með stórhug beitti sér fyrir al- eflingu sjávarútvegs og iðnaðar, til þess að skapa í vaxandi bæjum þann örugga markað fyrir landbúnaðarafurðir, sem bændur geta eignazt beztan, — flokk, sem með víðsýni skipu- legði aðlöðun landbúnaðarins að þessum eðlilegu vaxtarskil- yrðum, — flokk, sem í sam- ræmi við sögu og alla eríð okk- ar bændaþjóðar væri framherji i allri sjálfstæðis- og frelsisbar- áttu landsmanna. Þetta var það, sem vakti fyr- 5r frumherjum samvinnustefn- unnar og brautryðjendum Framsóknar í fyrstu. Einn aðal- frumkvöðull flokksins, Jónas frá Hriflu, varaði við hættunni, sem yfir vofði, með þessum orðum árið 1918 (í „Rétti“, bls. 33, 1918): „Þó að vinstrimannaflokkur- inn spretti í skjóli bændafloklc- anna, getur hann engonveginn orðið agrar-flokkur. Þröngsýnir og smáisálarlegir bændur og sveitavinir geta ekki átt þar heima. Þeir lenda sjálfkrafa í íylkingarbrjósti hægrimennsk- unnar.“ Það, sem helzt hann varast vann, varð þó að koma fyrir hann. Þegar þau afturhaldsöfl tóku forustu í Framsókn, sem fyrst og fremst vildu beita islenzkri bændastétt fyrir vagn innlendr- ar og erlendrar auðvaldsstefnu, yarð það eðlilega úrræði þeirra að reyna að gera stnásálarskap- inn og þröngsýnina að aðalein- kenni Framsóknar. Eysteinn Jónsson hefur sérstaklega lagt sig fram í þvi að móta þing- flokk Framsóknar í þeim anda.- Og þegar auðvaldsþjónusta og hreppapólitík sameinast í „æðra“ veldi, þá er ekki von að vel fari. Það var alltaf við því að bú- ast að meðan afturhaldsöflin í Framsókn réðu þar á annað borð, þá myndu þau, svo gagn- sýrð sem þau eru af auðvalds- þjónustu og þröngsýni, láta koma til atlögu gegn verka- lýðnum og lifskjörum hans, rétt eins og þau höfðu áður gert með gerðardómnum 1942, kaup- lækkunarkröfunum 1947 og gengislækkuninni 1950. En hveiisvegna var Fram- sókn þá að fara inn í vinstri stjórn 1956? Til þess liggja fyrst og fremst tvær orsakir: í fyrsta lagi: Alþýða manna sú, er Framsókn fylgir um land allt, lítur á hana sem vinstri flokk og hatar fyrst af öllu fhaldið, sem þessi vinstrisinn- aða alþýða álítur eina auðvalds- flokk landsins. Þessi alþýða krefst vinstri stjórnar og hin eysteinska forusta verður öðru hvoru að sýnast láta undan þessum kröfum um vinstri stjórn og vinstri póiitik. Slikar sjónhverfingar hafa afturhalds- öfl Framsóknar gjarnan í frammi við hverjar kosningar. Og 1956 varð að gera alvöru úr þessu í bili. í öðru lagi: Helmingaskipta- stjórn íhalds og Framsóknar 1949 til 1956 hafði lokið með því að íhaldið hafði lagt undir sig „stærri helminginn", þ. e. meirihlutann, í bankastjórnum ríkisins. Og það vildu ekki einu- sinni auðvalds- og afturhalds- öfl Framsóknar una við. Og þá voru góð ráð dýr. Það varð jafn- vel að vinna það til að mynda vinstri stjórn með Alþýðubanda- laginu, til að breyta þessu. — Og þegar það hafði verið gert vorið 1957, mátti strax sjá farar- snið á afturhaldsöflunum í Framsókn, þótt þau treystu sér ekki til að láta til skarar skriða fyrr en nú. Það var valdabrask, en ekki vinstri stefna, sem hægri for- ingjum Framsóknar gekk til, er þeir mynduðu vinstri stjórn- ina 1956. Því lauk henni eins og raun ber vitni um. Afsfada Framsóknar fil verkalýðsflokkanna Það er nauðsynlegt að vinn- andi stéttir og vinstri menn geri sér að fullu ljósar orsakir þess að vinstri stjórnin var sprengd af afturhaldsöflum Framsóknar. Það þarf að upp- ræta þessar orsakir til þess að síðar verði auðið að skapa sterka, varanlega vinstri stjórn. Til þess þarf m. a. að hnekkja því afturhaldi, sem að þessu sinni réð lögum og lofum i Framsókn. Afstaða Framsóknar til verka- lýðsflokkanna er ekki síður lærdómsrík en önnur pólitik hennar, er nú hefur beðið skip- brot. Afstaða Framsóknar til Al- þýðuflokksins hefur löngum verið likt og stórveldis til ný- lendu eða gamaldags, harðs húsbónda til hjús síns. Saga Al- þýðuflokksins síðustu áratug- ina hefur verið saga af því hvernig undirgefni og uppreisn skiptast á í þeirri afstöðu. Framsókn hefur alltaf fært sig upp á skaftið og ætlazt til þess að Alþýðuflokkurinn hlýddi sér í einu og öllu. Aldrei hefur þetta orðið berara en eftir Hræðslubandalagið 1956. Þá þóttist Framsókn hafa líf Al- þýðuflokksins í hendi sér og meðhöndlaði hann eftir því. Það var jafn misráðið af Fi'am- sókn að gera slíkt, sem það var aumt af Alþýðuflokknum að sætta sig við það. Sá húsbóndi, sem meðhöndlar hjú sitt sem þræl, mun að síðustu læra það sem Hákon jarl af Hlöðum varð að reyna forðum. Afstaða Framsóknar til Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni hefur lengstum verið sem til andstæðings, enda hefur það lengst af fallið í hlut Alþýðu- bandalagsins að verja verka- lýðinn gegn launalækkunar- kröfum afturhaldsins í Fram- sókn. Þegar bezt lét var afstaðan sem til keppinautar. Framsókn fann að Alþýðubandalagið var sjálfstætt og þorði að standa gegn kröfum hennar, — og það gat afturhaldið í Framsókn ekki þolað. Vinstri menn og sá hluti vinn- andi stéttanna, sem fylgt hefur Framsókn, þurfa að læra það af því, sem gerzt hefur, að sam- starf vinnandi stétta og vinstri flokka þarf að byggjast á jafn- rétti og bræðralagi, en ekki á því að einnkúgi annan. Jafnvel Framsólcn ætti að fara að læra slikt nú, þegar hún horfir á eftir Alþýðuflokknum til í- haldsins. Það er ekki alltaf að illri vist lýkur með uppreisn hjúanna, eins og æskilegast væri. Þau geta lika strokíð úr vistinni, jafnvel í aðra engu betri, bara til að reyna þó að breyta til, meðan , þau ekki treysta sér til að vera sjálf- stæð í samfélagi jafningja. Eining í Aiþýðusam- bandinu Meðan liægri öfl Framsóknar voru að' sundra vinstri stjóm- inni með ofríki sínu, voru verkalýðsflokkarnir að taka höndum saman á þingi Alþýðu- sambandsins um varðveizlu lífs kjaranna og stjórn verkalýðs- samtakanna. Slík eining hafði ekki tekizt í Alþýðusambandinu síðan 1942. Og þá varð sú eining upphaf að mesta valda- og blómatíma ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar. Örlög islenzkrar alþýðu eru nú undir því komin að vel tak- ist það, sem hafið var á Alþýðu- sambandsþingi 1958, og verði til fyrirmyndar um einingu á fleiri sviðum. Þar var ekki einn að kúga annan. Þar voru tveir jafnrétt- háðir aðilar að skapa með sér samstarf á grundvelli jafnaðar og bræðralags. Það voru skipt- ar skoðanir og ágreiningur um ýmislegt og átök um sumt, en höfuðsjónarmiðið, sem samein- aði og báðir voru ásáttir um að sitja skyldi í fyrirrúmi var: varðstaðan um heill og hags- muni íslenzks verkalýðs. Til slíkrar varðstöðu þarf vald hans, — og forsenda slíks valds var og er eining hans og ein- beittni í að verjast og berjast, hvenær sem hann þarf á því að halda, eftir boðorði samhjálp- arinnar: allir fyrir einn og einn fyrir alla, —. því boðörði bræðralagsins, er rétt hefur verkalýðnum alla hans sigra. Sjálfsíæðisfiokkurinn krefsf launalækkunar og gengislækkunar Það hefur verið fleira lær- dómsríkt en framferði Fram- sóknar þetta síðasta- ár og síð- asta mánuð þess sérstaklega. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið í stjórnarandstöðu í rúm 2 ár og þótzt nú vera hinn róttækasti! Hann hefur jafnvel heimtað launahækkanir til verkalýðsins og óskapazt yfir álögum þeim, er lagðar væru á „veslings alþýðuna“! Ef einhverjir hefðu verið búnir að gleyma því út af lýð-: skrumi þessu, hvernig hið gamla Ihald í rauninni væri, þá minnti það svo rækilega á sig, þegar vinstri. stjórnin; var " fallin, að ekki þurfi frekar vitnanna við um hið forna.imh- ræti þess. . h.ií-:ií Sjálfstæðisflokkurinn krafð- ist i stjórnarsamningum sínum við Alþýðubandalagið 6% launalækkunar og boðaði í „við-: reisnar“-stefnuskrá- sinni alls- herjar-gengislækkun, Sami flokkurinn, sem i vor þóttist vera á móti efnahagsráðstöfun- um þejm, er Framsókn knúði fram, áleit þá eðlilega viðleitni verkalýðsins til að rétta hlut sinn eftir þær og þóttist álita 6% vera þá lágmarkskaup" hækkun, er verkalýðurinn þyrfti, heimtaði nú. tafarlaust

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.