Þjóðviljinn - 31.12.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 31.12.1958, Page 7
Miðvikudagur 31. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 6% kauplækkun og gengis- lækkun þar á eftir! Lýðskrums- grímunni var kastað.. „Flokkur allra stétta“ sýndi aftur sitt innsta eðli sem aðalauðvalds- flokkur landsins: launalækkun hjá verkamönnum, er lifa skyldu á 4000—5000 kr. á mán- uði var eina úrræðið, er bjarga skyldi þjóðinni, þegar meir en hundrað milljónum króna er kastað á glæ í sambandi við ráðstafanir í’íkisins eins, svo ekki sé talað um það sem fer í súginn eða í gróðahít auðvalds- skipulagsins sjálfs. Það er gott fyrir alþýðu ís- lands að Sjálfstæðisflokkurinn kemur til dyranna eins og hann er klæddur f þeim kosningum, sem nú eru framundan. Þær þúsundir alþýðukjósenda, er flykktust til hans í bæjarstjórn- arkosningunum í janúar 1958, af því hann þóttist þá standa gegn þeim álögum, er vinstri stjórnin hafði lagt á, vita nú hvað þær eiga í vændum, ef vald hans ekki minnkar: geng- islækkun, verðbólgu og launa- lækkun, samfara „verzlunar- frelsi," — það er: hraðversnandi lífskjör og atvinnuleysi. Kjördæmamálið En Sjólfstæðisflokkurinn hefði ekki vogað að leggja til stjórnarsamninga og kosninga með slíka afturhaldsstefnu í efnahagsmálum alþýðu, ef hann hefði ekki um leið boðið upp á samstarf um gott mál, rétt- lætismál', sem á visan stuðning yfirgnæfandi meirihluta þjóð- arinnar. Það ei’ kjördæmamálið, breyting kjördæmaskipunarinn- ar, þannig að það verði 8 kjör- dæmi í landinu, þar sem kosið sé hlutfallskosningum og upp- bótarþingmenn að auki. Með slíkri breytingu yrði stigið stórt skref í átt til jafnréttis kjósendaúiog fullkomnara lýð- ra;ð’s í lávdinu. Framsóknar- flokkurinn hafði lofað verka,- lýðsflokkunum endurskoðun stjórnarskrárinnar „á starfs- tíma stjórnarinnar", en svikið það heit stjómarsáttmálans eins og fleiri. Nú er því allt útlit fyrir að borgai astéttin og verkalýðurirm verði að taka höndum saman um að breyta kjördæmaskipulaginu enn einu sinni í lýðræðisátt, eins og þess- ar stéttir gerðu 1931—34 og síðan 1942. Fyrir verkalýðshreyfinguna er hér um hið mikilvægasta mál að ræða, er skapar henni í framtíðinni enn meiri mögu- leika en fyrr til friðsamlegrar þróunar íslenzks þjóðfélags fram til sósíalisma, þegar meirihluti þjóðarinnar væri orðinn þeirri stefnu fylgjandi. • ★ • íslenzk alþýða hefur undan- farin tvö ár að miklu leyti lagt mótun örlaga sinna í hendur fulltrúa þeirra flokka, er hún hefur kosið, og þeirrar stjórn- ar, er hún hefur stutt. Nú fær alþýða íslands að öllum líkindum með tvennum kosningum á komandi ári tæki- færi til þess sjálf að smíða sín eigin örlög, móta lífskjör sín og afkomu alla í nánustu fram- tíð, með því hvaða afstöðu hver einstakur, maður og kona, tekur í þeim kosningum. En ofar öllu----------- En hversu mikilvæg, sem öll sú barátta er, lífsbarátta ís- lenzkrar alþýðu um atvinnu, launakjör og lífsafkomu alla, hversu hart sem barizt verður um hvert einstakt atriði hags- muna og endurbóta, þá verður íslenzk alþýða að minnast þess að ofar öllu þessu, þýðingar- meira en allir hagsmunir er líf- ið sjálft og freisið, — það að lifa áfram sem þjóð í þessu landi, lifa frjáls og ráða landi feðra vorra óháð öllum öðrum ríkjum. Og hættunni, sem vofir yfir frelsi og lífi þjóðar vorrar hefur ekki verið baegt frá, Enn eru amerískar herstöðvarí landi voru og amerískt auðvald reiðu- búið að ná kverkataki á at- vinnulífi voru, ef því gefst færi. Enn eru brezk herskip að of- beldisárásum á fiskveiðaland- helgi vora og varðskip vor. Yfirráðaréttur þjóðar vorrar yfir landi sínu og landhelgi er skértur, frelsi þjóðarinnar og fullveldi stofnað í hættu, þótt friður haldist. Og það, sem er ægilegast alls: Með þátttöku í Atlanzhafs- bandalaginu og herstöðvum í landi voru er sjálfri tilveru þjóðarinnar stofnað í voða, ef til styrjaldar skyldi koma. íslenzk þjóð hefur ætíð, í allri sögu sinni, átt gæfu sína og gengi mest undir alþýðu þessa lands. Fátækar vinnandi stéttir lancts vors varðveittu tungu vora og tryggðina við þjóðarerfðina, þegar heita mátti að allt annað væri glatað. Örlög íslenzkrar þjóðar eru nú í höndum alþýðu þessa lands. Alþýðan þarf ekki að- eins að bjarga sjálfri sér með harðskeyttri og framsýnni lífs- baráttu sinni á efnahagssvið- inu. Alþýðan verður einnig að bjarga þjóðinni með því að taka skelegga forustu í frelsis- baráttu hennar, — í barátt- unni um landhelgina við brezka auðvaldið, — í baráttunni um herstöðvarnar við ameriska auðvaldið, — í baráttunni fyrir hlutleysi, friðhelgi og tilveru íslands við ræningjabandalag nýlendukúgaranna sjálft. Ár mikilla örlagastunda fer í hönd. Það er gott að minnast þess nú að fyrir 50 .árum siðan, árið 1908, voru örlög íslands í heilan mannsaldur mótuð með sigri alþýðunnar og þjóðfrelsisins í hinni hörðustu kosningabaráttu þá. Og að frelsishetjan, sem þar hafði forustuna fyrir alþýð- unni og íslenzka málstaðnum, Skúli Thoroddsen, — maðurinn, sem reis upp einn og mótmælti er mest lá við, — á 100 ára afmæli á næsta ári, í vikunni sem nú.fer í hönd, 6. janúar 1959. Sósíalistaflokkurinn mun nú ,sem ætíð fyrr, leggja allt það fram sem hann má til þess að málstaður alþýðu, málstaður ís- lands megi sigra, til þess að Alþýðubandalagið og hvaða samtök, sem íslenzk alþýða skapar sér til sóknar og varnar, megi verða sem voldugust og bezt. Sósíalistaflokkurinn þakkar öllum þeim, sem stutt hafa hann og málstað fólksins og með hon- um starfað undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn árnar allri þjóð vorri og öllum al- þýðustéttum, hvar sem þær heyja sína lífs- og frelsisbar- áttu, árs og friðar. Einar Olgeirsson. Gleðilegt nýár! Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Gleðilegt nýár! Sósíalistafélag Reykjavíkur Cíleáilegt nýár! Æskulýðsfvlkingin — samband ungra sósíalista Gleðilegt nýár! Kvenfélag sósíalista Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu Prentsmiðja Þjóðviljans Þúsundum saman söfnuðust Iteykvíkingar til úti- i fundar á Lækjartorgi í byrjun september og lögðu með því áherzlu á einhug Islendinga í landhelgismálinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.