Þjóðviljinn - 08.02.1959, Side 5

Þjóðviljinn - 08.02.1959, Side 5
Sunnudagur 8. febrúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN (5 „Á yztu nöf“ nefnist leikrit pað, sem ný hafnar eru sýningar á í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnendur blaðanna hafa lokið lofsorði á leikinn í heild. Fréttamaður Þjóð- viljans átti lcvöldstund í Þjóðleikhúsinu og kynntist par honum Antróbusi og konu hans frú Antrobus að ó- gleymdri henni Sábínu, auk fjölda annarra persóna. Rétt eins og pegar maður kynnist skemmtilegu og góðu fólki vill maður kynna pað fyrir vinum sínum og kunn- ingjum. Þennan formála skulum við ekki hafa lengri, heldur halda stuttan kynningarfund með pessum persón- um í von um að ykkur fýsi að kynnast peim betur — á leiksviðinu. Sabína er bráðskemmtileg og kallar ekki allt ömmu sína. Eftirfarandi höfum við orð- rétt eftir henni: Frú Antróbus, mig langar til að segja upp með hálfsmánað- arfyrirvara, frú Antróbus. Stúlkur eins og ég geta fengið vist á heimili þar sem það hefur ráð á því að kynda ar- in í hverju herbergi og þar sem ábyrgðin á öliu húshaldinu hvílir ekki á herðum stúlkunn- ar. Já, og barnlaust heimili, frú Antróbus, vegna þess að það er ekki hægt að ætlast til að aðrir en foreldrar þoli börn, það veit sá sem allt veit, já og heimili, frú Antróbus, þar sem húsbóndinn er ekki að klípa heiðarlegar stúlkur með sjálfsvirðingu þegar þær verða á vegi hans á dimmum göngum Eg nefni engin nöfn og er ekki að ákæra einn né annan og nú er ég búin að segja upp, frú Antróbus, ég vona að það sé alveg klárt. Og frú Antróbus er ekki myrk í máli: Eg þekki þig nú, Sabína mín. Þegar herra Antróbus flutti þig með valdi frá Sabínahæð- unum þá gerði liann það mér til háðungar. Hann gerði það vegna þessa snotra smettis sem er á þér og til þess að sví- virða mig. Áttir þú ekki að verða nýja konan hans? Og í heilt ár lást þú í rúminu þínu liðiangan daginn og fægðir á þér neglurnar á höndum og fótum: þú hringaðir á þér hár- ið og blést því eins og bóium upp í loftið Og ég þvoði nær- fötin þín og bjó til hænsna- súpu handa þér. Eg ól börnin og milli þess sem ég emjaði í hríðunum þeytti ég löðrið sem þú makaðir framan í þig. En ég vissi að þú yrðir ekki lang- líf í því hlutverki. Þú varst skammlíf í því. Þá er herra Antróbus ekki eíður hressilegur: Hvemig líður minni ástkæru þorparafjölskyldu? — Fjand- inn risti mann á grind ef mað- ur mætti ekki ætlazt til þess að fá frekar hlýlegar viðtökur hjá fjölskyidu sinnj þegar mað- ur kemur loksins heim. Jæja, Maggý, gamli heypoki, hvemig iíður gömlu vindhæminni minni sem skjögrar ellimóð um forn- ar frægðarslóðir? Sabína, beitusílið þitt og gamli fýlu- koppur. — Og börnin — hvern- ig hafa pestarangarnir hagað sér? Nú bregður svo við að allt hefur breytzt og snúizt til betri vegar hjá herra Antró- busi (nokkrum öldum síðar, vel að merkja) og hann er í miklum metum og þarf af þeim sökum að halda ræðu: Góðir félagar og frændur, spendýr, hryggdýr og menn, ég þakka yður. Varla myndi for- eldra mína ástkæra hafa órað fyrir því — þegar þau sögðu mér að standa á eigin fótum — að ég myndi ná svo langt sem nú er orðið. Vinir mínir við eigum langan veg að baki. Á þessari sæluviku, meðan við höldum fagnaðarhátíð, sæmir kannski ekki að dvelja of lengi við dapurlegar minningar um þá þrengingatíma sem við höf- um lifað. Dínósárinn er lið- inn undir lok. (Lófatak). ís- inn hefur horfið og við ger- um allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna bug Eldurinn er að kulna ísöld gengur í halds. Hún fræðir áheyrendur á því að nú hafi verið gengið úr skugga um að tómatar séu ætir og að úr þræði silkiorma megi gera klæði. Hvort skyldi vera réttara að hafa svefn- herbergisglugga opna eða lok- aða? o.s.frv o.s.frv. Ræðu sinni lýkur hún á þessa leið: annkyns á leiksvi á kvefinu. (Frú Antróbus hnerrar, hlær með teprulegum tilburðum i fegrunarátt og tuldrar: afsakið.) Með minn- ingarathöfn okkar í gær vott- uðum við virðingu öllum þeim vinum okkar og ættingjum sem nú eru ekki lengur á meðal okkar fyrir tilverknað kulda, jarðskjálfta, drepsótta og . . og (Hóstar). Skoðanamun- ar. Það er eins og biskupinn okkar orðaði það svo vel . öh . orðaði svo vel . . . Frú Antróbus (án þess að bæra varir); Gengnir en ekki gleymdir. Og ekki má frú Antróbus láta sitt eftir liggja: Kæru vinir, ég er ekki viss um að ég ætti nokkuð að vera að taka til máls. Þess er að gæta að þar var satt að segja eiginmaður minn sem var kos- inn, en ekki ég En sem fofseti Borðs og sængurþjónustu kvenna . . . — Já, ég var nú einhversstaðar hérna með eitt- hvað skrifað á blöð, ójá, hérna koma þau; — Það er þá kann- ski rétt að ég flytji stutta skýrslu frá nokkrum af nefnd- unum okkar sem hafa verið að halda fundi í þessari fögru borg.... ý>; Og frú Ántróbus lætur móð- an mása fyrst hún er á ann- að borð staði’n upp til ræðu- Ó, kæru spendýrasystur og bræður, standið trúan vörð um það sem unnizt hefur. Maður- inn minn segir að einkunnar- orð ársins séu: Njótið lífsins. Eg er hrædd um að þetta geti valdið misskilningi. Einkunn- arorð mín á árinu eru: bjargið fjölskyldunni Hún hefur stað- ,ið af sér veðrin í fimm þús- und ár: bjargið henni. Þakka ykkur fyrir. Hlutverk Sabínu hefur gjör- breytzt; hún er nú skömmu fyrir syndaflóðið að tæla herra forseta Antróbus af vegi dyggðarimiar: . . annað fólk hefur' ekki tilfinningar. Ekk; á sama hátt og við; við sem erum forsetar eins og þú og verðlaunahafar eins og ég. Annað fólk hefur ekki tilfinningar, það telur sér bara trú um það, Eftir hálfan mánuð er það aftur farið að spila brids eða fara í bíó. Heyrðu elskan, allt fólk í heiminum, nema örfáir eins og þú og ég — er bara gervifólk fyllt hálmi. Flest fólk er al- veg galtómt að innan. Þú kemst að raun um það, núna þegar Þú ert orðinn forseti. Veiztu það ekki ástin að það er einskonar leynifélag þess úrvalsfólks sem trónar yfir hinum, eins og til dæmis þú og ég — og það fólk þekkir á lífið. Heimurinn varð til handa okkur. Hvað er þetta líf svo sem? Þegar tvennt er undan- skilið, skemmtanir og völd, hvað er þetta iíf þá? Leiðindi! Heimska. Þú veizt að þetta er satt, Ef |maður undanskilur þessa tvo hluti þá getur maður bara gubbað á lífið. Svona, komdu...... Ein af mörgum aukapersón- um hefur sitthvað til málanna að leggja. Þetta er úr ein- tali spákonu nokkurrar: .... Og hvað skyldi nú bíða vina okkar Antróbushjónanna á næsta leyti? Ætli þið hafið ekki orðið vör við það eins og ég Þvuh — þessa hugsana- þoku og rugl, þessa mikii- mennskuóra. Manninn sem fann upp ölið og púðrið Þessi skyndilegu geðofsaköst og svo langvarandi slen á milli. „Eg er soldán, látið ambáttir mínar koma og svala mér með blæ- vængjum sínum“ Þið vitið eins vel og ég hvað er í vænd- um. Regn, regn, Steypiregn. Syndaflóðið. En áður munið þið norfa upp á mikla sví- virðu. — Mikla svívirðu. Og nú er þráðurinn tekinn upp aftur og er þá komið fram • á tuttugustu öld. — Eftir sjö ára styrjöld er herra Antróbus kominn heim og skulum við heyra samtal þeirra hjóna. Frú Antróbus: Það er farið að kvikna ljós og Ijós, fyrstu Ijósin í sjö ár. Fólkið gengur fram og aftur og horfir á þau. Það er búið að kveikja friðar- brennu á grunninum hjá Hauk- sen. Það er að dansa kringum bá’ið eins og fuglahræður. Antróbus: Brennu! Það hefur líklega ekki fengið nóg af því að sjá eldinn hamast allt í kringum sig. — Maggý, — dó hundurinn? Frú Antróbus: Já, greyið. Fyrir löngu Það eru éngir hundar eftir í þessum bæ. — — Nú ert þú kominn heim! Þetta var langur tími. Eg hætti að reikna með bréfum frá þér, þessi fáu sem komu voru þetta frá mánaðar til ársgömul. Antróbus: Hafið er fullt af bréfum og mörgu öðru. Frú Antróbus: Seztu niður, Georg, þú ert þreyttur. Antróbus: Nei, seztu sjálf. Eg er þreyttur, en ég er -alveg eirðarlaus. — Maggý ég' hef glatað henni. «arð. Frú Antróbus: Hverri Georg? Hverri hefurðu glatað? Antróbus: Dýrmætustu eign minni: lönguninni til þess að byrja á nýjan leik, að hefjast handa og reisa á rústunum. Frú Antrobus: Það lagast, hún kemur aftur. Antróbus: Eg hef glatað henni. Á þessari stundu bærist hið sama í brjósti mínu og hjá öllu þessu fólki sem dansar kringum brennuna — ég finn bara til léttis. Mig langar að- eins til þess að setjast í helg- an stein, og láta allt fara i sarna farveginn og áður. — Hm. En meðan stríðið stóð, — þegar við vorum á kafi í blóði og for og ofurseldir hita og kulda — — hvern dag og hverja nótt voru þær stundir að það kom yfir mig, Maggý, að mér þótti ég sjá fyrjr mér það sem við gætum gert þegar því væri lokið. Þegar maður er í stríðinu, hugsar maður um betra líf; en þegar friður er hugsar maður bara um aukin þægindi. Þessu hef ég glatað. Eg er leiður á öllu og þreytt- ur. Frú Antróbus: Heyrirðu þetta? Barnið er að gráta. Eg heyri Gladys tala. Hún er lík- lega að róa Henry aftur. Þegar við Gladys lifðum hérna, Georg — eins og maurar, eins og rott- ur. og vorum næstum ráð- þrota hvernig við ættum að fara að því að halöa lífi í barninu — þá héldum við dauðahaldi • í þá einu hugsun að þú myndir færa mönnunum eitthvað gott og bjart. út úr þessu þjáningamyrkri Á nótt- unni, þegar það var dimmt, þá- vorum við að hvíslast á, hungr- aðar og þjáðar------Ó, Georg, þú verður að öðlast þetta aft- ur Hugsaðu um hvað er í húfi! Hvað er það annað sem hefur haldið í okkur lífinu öll þessi ár? Jafnvel núna biðjum við ekki um þægindi. Við getum risið undir allri þeirrj þján- ingu sem nauðsyn krefur — bara ef okkur er gefið aftur þetta fyrirheit Maðurinn sem fann upp hjólið, ölið og púðrið að ekki sé talað um margföldunartöfl- una — hann herra Antróbus — er dapur og hryggur þessa stundina. En aftur birtir í sál hans og hann finnur nýjaa kraft til að lialda áfram —• áfram — áfram.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.