Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 3
Föstudag-ur 6. marz 1959 — ÞJÓÐVILJINN (3 Miklu minna flutt innaf hátolla- vörurn 1957 og '58 en 1955-1956 Ríkisstjórnin segist flytja inn hátollavörur á þessu ári fyrir 209 milljónir hvað sem öllu öðru líður 'Mikl'a meira var flutt inn af hátollavörum árin 1955 og 1956, þegar íhald og Framsókn voru í stjórn, en síðustu tvö árin, 1957 og 1958, og það er því fjarstæða að tala um slíkan innflutning sem eitthvert einkenni á stjórnarfarinu í tíð vinstri stjórnarinnar, sagði Lúðvík Jósepsson á Alþingi fyrradag. Allharðar umræður urðu á furidi sameinaðs þings í fyrra- dag í fyrirspurnartíma, tóku margir til máls og voru alls íhaldnar fimmtán ræður, en í fyriiispumatímum má enginn tala lengur en fimm mínutur nema ráðllerrar. Tilefnið var fyrirspurn frá Ásgeiri Bjarnasyni um inn-, iflutning landbúnaðarvéla á þessu ári. Viðskiptamálaráðherra Gylfi I*; Gíslason upplýsti, að í inn- flutningsáætlun ríkisstjórnar- innar í ár værí gert ráð fýrir um fjögurra milljón króna lægri upphæð til kaupa á land- ibúnaðtarvélum en á árinu í fyrra, en þá hefði innflutning- mrinn verið meiri en nokkurt annáð ár, en hins vegar væri nú ætluð mun hærri upphæð til kaupa á varahlutum í land- búnaðarvélar. Kvað hann gert ráð fyrir í innflutningsáætlun- Agætur afli Fjórtán línubátar voru á sjó frá Vestmannaeyjum í fyrra- dag og beittu löðnu í fyrsta sinn. Þeir fiskuðu ágætlega. Aflinn var frá 12 og upp í 28 lestir á bát. Vélbáturinn Far- sæll mun hafa verið með 28 lestir. Skipstjóri er Jón Guð- murjlsson. Margir bátar frá Eyjum lögðu net sin í fyrradag. Áður höfðu tveir bátar lagt net og aflað sæmilega. Bátar frá Eyjum urðu fyrst varir loðnu fyrir 3— 4 dögum. Leiðbeindi bát- imrnn með ratsjá Um miðjan dag í fyradag skall á í Grundarfirði norð- austanhríð og var geysimikil snjókoma þar og á nokkrum klukkustundum urðu allir veg- en ir ófærir, bæði í Grundarfirði og um sveitina. Allir bátar voru á sjó, en gekk mjög illa að ná landi vegna hrottabyls. Það varð þeim til hjálpar að Grundfirð- ingur II sem er með ratsjá gat leiðbeint þeim inn innsiglinguna í fjörðinn og komu allir bátarn- ir frá Gruhdarfirði heilu og höldnu heim í fyrrinótt. Grund- firðingur II var fram eftir nóttu að leita bátana uppi og fylgja þeim til hafnar. Ólafsvíkurbátar voru einnig allir á sjó, 12 að tölu. Einn þeirra hafði róið skammt og náði snemma landi, en hinir ekki fyrr en í fyrrinótt, einn raunar ekki fyrr en um hádegi í gær. Einn báturinn, Jökull, hefur ratsjártæki og vísaði hann fimm bátum leið inn í höfnina. Bátarnir höfðu aflað allvel, frá 7.5 upp í 13 lestir. inni að flutt yrði inn fyrir 209 milljónir króna af svo- nefndum hátollavörum og yrði séð til þess, að sú áætlun yrði framkvæmd, en áætlanir fyrrverandi stjórnar um slíkan innflutning og þar með tekjur útflutningssjóðs og ríkissjóðs hefðu að nokkru brugðizt. Eysteinn Jónsson fór hörð- um orðum um þessa yfirlýs- ingu ráðherrans og sagði að með henni væri ríkisstjórnin og þá væntanlega báðir stjórn- arflokkarnir að taka upp nýja stefnu, hvað sem tautaði yrðu ónauðsynlegar hátollavörur látnar sitja fyrir brýnustu nauðsynium. Bjarni Benedikts- son, Jóhann Hafstein og Ing- ólfur Jónsson töluðu hvað eftir annað. Varði Bjarni talsverðum tima í að afsanna, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri stjórn- arflokkur, hann hefði engin af- skipti af stjórn landsins önnur en þau sem fram væru tekin í samningi flokkanna er birtur hefði verið! Sjálfstæðisflokkur- inn hefði alls ekki slegið eign sinni á Alþýðuflokkinn og yrði með sumum málum ríkisstjórn- arinnar en á móti öðnim! Ihaldsþingmennirnir héldu þvi fram að Lúðvík Jósepsson hefði manna mest rékið eftir því að hátollavörur væru flutt- lar inn á undanfömum árum og svaraði Lúðvík með nokkr- um orðum. Bénti Lúðvík á að fjarri færi því að allar hinar svo- nefndu hátollavörur væru ó- þarfar. Þar í flokki væru til dæmis varahlutir til bifreiða og ýmsar byggingarvörur, og næði ekki nokkurri átt að tala um þetta sem eitthvert ódæði að standa að innflutningi slíkra vara. Bjarni Benediktsson hefði látið skína í að slíkur inn- flutningur væri eitthvað sér- stakt fyrir vinstri stjórnina, innflutningur hátollavara liefði verið mun meiri í t:ð stjórnarinnar næst á undan vinstri stjórninni, en þar átti Biami s.iálfur sséti. Árið 1956 hefði innflutningur hátollavara numið 264 milljónuin en 1957 174 milljónum og 179 árið 1958. Lúðvík lagði áherzlu á að ekki myndi fremur nú en fyrr auðgert að gera áætlanir um skiptingu innflutningsins, sem ekki gæti þurft að breyta í framkvæmd. Enginn gæti sagt í ársbyrjun hve mikið þyrfti t. d. að flytja inn af veiðar- færum á árinu, en sá liður gæti sveiflazt til svo næmi tugum milljóna. Því væri það óvarlegt að lýsa yfir eins og viðskiptamálaráðherra gerði að vissri upphæð yrði varið til innflutnings á hátollavörum, hvernig sem allt veltist. Sagði Lúðvík það sína skoðun að ekki væri auðvelt að komast af með minna en þær 174— 179 milljónir sem varið hefði verið til slíks innflutnings undanfarin tvö ár, og væri mun minna en árin þar áður. íhald og AlþýðufEokkur felldu frímerkjafrumvarp Frumv. Alfreðs Gíslasonar um að eigendur póstsendinga fengju viðurkenndan eignarétt sinn á meðfylgjandi frí- merkjum var fellt við 2. umræðu málsins í efri deild í gær með jöfnum atkvæðum, 7:7. Voru það íhaldsþingmenn og Alþýðuflokksmenn sem felldu frumvarpið. Umræðurnar hófust í gær með því að framsögumaður meirihluta samgöngumálanefnd- ar, Björgvin Jónsson, las svör póstmeistara Magnúsar Joch- umssonar, við spurningum Al- freðs Gíslasonar og skaut nú nokkuð skökku við frá fyrri umsögnum póstmálastjórnarinn- ar. Alfreð Gíslason tók enn til máls og sagði m.a.: Ég skal ekki fara mörgum orðum um svarbréf póstmeist- ara, aðeins benda á örfá veiga- mikil atriði. -• I alþjóðapóstsamningum eru engin bein ákvæði um eignar- rétt póststjórna á álímdum frímerkjum á eyðublöð þeirra. Þannig r segir orðrétt í svari póststjórnarinnar, og leiðréttir liún þ>ar með fyrri ummæli sín í greinargerðum til hv. sam- göngumálanefndar. Það er sínum án lagaheimildar. Var þá stuðzt við einhverskonar reglugerð í um það bil tvo ára- tugi, en sú reglugerð átti enga stoð í lögum. Þegar jörðin tók að brenna undir fótum póst- stjórnarinnar í þessu efni og til þess ,,að losna við óþarfa þjark“, eins og það er orðað í svarbréfinu, þá fékk póststjórn- in ákvæðinu laumað inn í lands- lög árið 1940. Ég segi laumað inn í landslög, og má marka það af því, að samkvæmt Al- þingistiðindum er hvergi í um- ræðunum minnzt á þetta nýja og hæpna ákvæði, hvorki í framsöguræðu né síðar í með- ferð málsins. Er engu líkara en að þessu ákvæði 17. gr. póst- laga hafi beinlínis verið smygl- að inn í lögin. Þetta segir líka sína sögu um gæði málstaðar- ins. Loks kemur það skýrt fram lofsvert að viðurkenna yfir- í svarinu, að frímerkin eru Kabarettinn frumsýndur I kvöhl kl. 9 hefst frumsýn- ing í Austurbæjarbíói á „Cirk- uskabarettinum“. Koma þar fram margir erlendir fjöllista- menn, m.a. Michael þjónn sem sést hér á myndinni fyrir ofan. Allur ágóði af skemmtunum þessum rennur til ekkna, barna og aðstandenda þeirra er fórust með bv. Júlí og vs. Hermóði. sjón sína. Á alþjóðapóstmótinu í Washington 1897 kom fram tillaga um að setja slíkt á- kvæði í alþjóðasamninga, en til- lagan náði ekki fram að ganga, og skil ég það vel. Það eru engin ákvæði í alþjóðapóst- samningum um eignarétt póst- stjórna á notuðum frímerkjum. Þetta er upplýsing um mikils- vert atriði, máske það mikils- verðasta í þessu máli öllu. Þá er það einnig athyglisverð upplýsing, að hið umdeilda á- kvæði um eignarréttinn á þess- um notuðu frímerkjum komst fyrst inn í íslenzka löggjöf ár- ið 1940. Fyrir þann tíma höfðu viðtakendur póstsendinga verið árum saman sviptir frímerkjum NómskeiS í meðferð og nofk- un eiturlyfja við garðyrkju Námskeið í meðferð og notkun eiturlyfja við garðyrkju- störf verður haldið við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi dagana 6. til 8. marz n.k. póststjórninni ekki nauðsynleg vegna endurskoðunar póstreikn- inga, en því var haldið fram í fyrri greinargerðum hennar. Nú er meira að segja bent á, að unnt sé að taka upp aðrar að- ferðir, og eru ekki nefndar færri en þrjár. Batnandi manni er hezt að lifa, og má segja það um póst- stjórnina. Óneitanlega hefði þó verið viðkunnanlegra, að hún strax í upphafi hefði gefið hv. samgöngumálanefnd undan- hragðalaust réttar upplýsingar um meginatriði þessa máie. Það gerði hún ekki, og á þvi kemur hún líklega til með að hagnast. Hv. nefnd mun ekki hafa í hyggju að breyta af- stöðu sinni til samræmis við það, er sannara reynist. Hún hyggst varpa áhyggjum sínum á hæstv. ríkisstjórn, og máske er henni það ekki láandi. Það reynist okkur öllum erfitt að kryfja hvert mál til mergjar, og því freistumst við stundum til að byggja skoðanir okkar um of á umsögnum annarra. Brýn nauðsyn er til að halda^ slíkt inámskeið fyrir garðyrkju- menn, vegna vaxandi notkun- ar lyfja gegn skordýrum og kvillum í gróðri. Ný og ný lyf eru sífellt að koma á mark- aðinn og mörg þeirra eru þess eðlis að gæta þarf mikillar ná- kvæmni í meðferð þeirra. Fyrir námskeiði þessu gang- ast Garðyrkjuskóli ríkisins í samvinnu við Félag garðyrkju- manna. Kynnt verða öli helztu lyf sem nú eru í notkun, meðferð þeirra og mótvar\ir ef um eit- urverkanir yrði að ræða, með- ferð á grímum, hjálp í viðlög- um o. fi. Kennslu mtinu annast eftirtaldir menn: Aðalsteinn Jóhannsson, mein. dýraeyðir, Axel Magnússon, kennari, Geir Gígja, skordýra- fræðingur, Guðmundur Péturs- son, tfulltrúi, Úlfur Ragnarsson, læknir. Unnsteinn Ólafsson, skóla- stjóri veitir námsk. forstöðu. NNINGARATHÖFN verður í Dómkirkjunni laugardaginn 7. 1959 kluklian 2. marz Til minningar um skipverja á vitaskipinu Ilemióði er fórst 18. febrúar s. 1. Athöfninni verður útvarpað. VITAMÁLASTJÓRNIN OG L\ N DHELGISGÆZLA N.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.