Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 6
SL.— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur,6.;imar.z„ 1959, lUÓÐVIUINN Útgefand'- Sameintnga'-floklnir albýðu - Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — JFréttaritstjóri: Jón Bjarnason. —. Blaöamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guöiiiundur Vigfússon,' ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar. prentsmiðia: Skólavörðustlg 19. -j Sími: 17-500 (5 línur. — Askriftarverð kr. 30 á mánuSi. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞjóðviUans. - , k~ Heraámsmálin ¦ ¥ úðvík . Jósepsson rakti s.l. •*-í sunnudag í grein hér í blað- inu tilraunir þær sem Alþýðu- bandalagið gerði til þess að fá Alþýðuflokkinn og Framsokn- arflokkinn til þess að standa við loforð sín um brottför hers- i'ns m-eðan vinstri stjórnin var við völd. Málið var tekið upp aa ofan í æ bæði munnlega og skriflega, á ríkisstjórnarfund* urn. og í sérstökum samning- um við forsætisráðherra; jafn- framt var málinu fylgt eftir með eindregnum kröfum al- rhennings sem m. a. komu mjög skýrt fram í sambandi við fundi samtakanna ..Friðlýst land". Hefur andstaða almenn- ings gegn hernáminu sjaldan verið víðtækari og afdráttar- lausari en einmitt i tíð vinstri- stjórnarinnar, eftir að Bretar höfðu gert .hernaðarárás sina á ísland og í ljós kom að „"erndaramir" voru banda- rnenn árásarflotans og sýndu cngan lit á að standa við frum- stæðustu skuldbindingar sínar. Voru þá gerðar einróma álykt- anir um tafarlausa brottför hersjns i fjölmörgum félaga- samtökum um land allt og stóðu að þeim menn úr öllum flokkum, Sjálfstæðisflokknum ekki.síður en öðrum. En allt kom fyrir ekki. Ráðamenn AI- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins rpyndust staðráðnir í þyí að svíkja þá ályktun Al- þingis sem þeir höfðu sjálfir borjð fram o<j hacnýtt á hvað ósvíf«astan hátt í kosnjngun- um 1956. á\Ú saga hernámsins einkenn- " ist af slíkum undirferlum og svikum. í kosningunum 1946 sóru allir frambjóðendur (nema einn) að standa fast gegn á- ssetni Bandaríkjanna; eftir kosningarnar var Keflavíkur- samningurinn gerður. í kosn- ingunum 1949 sóru allir fram- bjóðendur að aldrei skyldi hér vera her á f riðartímum og •æðstu ráðamenn þeirra undir- rituðu um það hátíðlega yfir- lýsingu; eftir kosningarnar var bandaríski herinn kallaður inn i landið. Allir ráðamenn her- námsflokkanna ei.'Ta sér sína persónulegu svikasögu í sam- bandi við hernámsmálið; t. d. gleýmast ekki sjálfstæðisræður manna eins og Gunnars Thor- oddseris og Sigurðar Bjarná- sonar og hiðurlæging, þéirra á eftír; Framkomá léiðtoga Al- býðuflOkkjjns og Frámsóknar- flokksins í fíð vinstristiórn- arinnar er vissulega í samræmi við langa hefð; þegar þjóð er svikin er þ'að ævinlega gert með kossi undirferla og pretta. J7n það er fróðlegt að athuga tt hvernig hernámssinnar bregðast við svikum sínum. Hinar algeru vanefndir vinstri stjórnarinnar á loforðinu um brottför her.^ilns hafa orðið Sjálfstæðisflokknum, hinum op- inskáa herriámsflokki. tilefni til sérstakra árása — á AI- þýðubandalagið! Morgunblaðið hefur varazt allar árásir á Al- þýðuflokkinn og Framsóknar- flokkinn af þessu tilefni, í- haldið hefuí? algerlega setið á sér að spotta hernámssamherja sína fyrir að hlaupast undan merkjtim fyrir síðustu kosn- jngar og undir þau aftur þeg- ar að kosninsum loknum. Árás- unum hefur i yerjð beint gegn Alþýðubandalaginu , einyörð- ungu, og undir þau hafa Al- þýðuf'okkurinn og Framsókn- arflokkurinn auðvitað Itekið, einkanlega Alþýðublaðið af mikilli áfergju. Af öllum þess- um áróðri skyldu ,menn ætla að bað hafi yerið Alþýðubanda- lagið sem svejk i hernámsmál- inu; Framsókn og Alþýðuflokk- ur hafi viljað standa við heit sín en ekki fengið því ráðið fyrir ofríki kommúnista!. , rjpilgangurinn: hieð þéssum á- * roðri er'; auðvitað sá að reyna að rup.la hernámsand- stæðinga oz sundra þeim, valda svartsýni og vonleysi. Og í því samb^ndi er; það mjög lær- dómsi-íkt áð blað það sem kenpjx sig við „frjálsa þjóð" hefur algerlega fylgt áróðurs- forskrift Morgúnblaðsins op Al- þvðublaðsins. og er það i fyllsta samrsemi við fyrri af- stöðu þeirra manna sem að því blaði standa. Með þessari áróðursaðferð er jöfnum hönd- titi verið að reyna að bjarga hinurn upDVÍsu svikurum und- an ábyrgð vérka sinná og búa í haginn fyrir frekári ásælni Bandarikjamanna hér á landi. Tímabil vins'fri stjórnarinnar varð þrátt fyrir al't skeið s^öðvunar o? undanhalds í her- rámsframkvæmdum. én hú hugsa hprstjórn og hprmangar- ar sér sannárlegá t^I hreyfings á nýjan leik; Þróunin er nú sem fyrr' komin undir sam- heldni h^rhámsandstæðinga og stvrks eiria herriámsandstöðu- flokksins í' krts'njngum • þeirin sem vérða á þessu sumri. Minn ótrúi þjónn! Þegar títuprjóriamir höfðú' lengi ekki verið færðir til á Evrópukortinu á veggnum í skrifstofu þinni í Lækjargötu á hinum skuggalegu, ábyrgðar- fullu tímum, haustið 1941, þá sá ég fram á, mér til sárrar hryggðar, að ég gæti ekki not- ast við þig lengur sem sér- fræðing minn í díalektískri al- þjóðapólitík og strategíu. Þá voru aðrir sérfræðlngar mínir í fuílum gangi og gáfu tíðar skýrslur. Meira að segja Tegdór gamli Friðriksson og jungfrú Guðný Lynge gáfu langar og yfirþyrmandi skýrslur. Því á- takanlegri varð mér útáþekju- skaour þinn í þinni ábyrgðar- miklu stöðu, svo að ég sá mér ekki annað fært en að víkja þér úr embættinu. Mér leiddist að þurf a að gera það. þvi að ég fann, að þér féll þetta mjög miður. Það var eins og þú losnaðir frá fastri og ilmandi rót og gerðist lausingjalegur og valsandi í fasi. En sannleiks- leitarinnar vegna og alvöru tímanna gat ég með engu móti réttlætt það fyrir sjálfum mér að láta þig sitja lengur. En ég hugsaði mér að Iíta til þín seinna með einhvern glaðning, ef atvikin féllu þér í hag. Svo liðu tímarnir þangað til í júní mánuði 1949. Þá átum við um skeið saman i Næpunni. Þar gerðist það einn dag, að þú sagðir mér þá sögu, að þú hefðir séð sjóskrírhsli vestur; í Grundarfirði-. Sú frásögn þín var miög skýr og' traustvekj- andi'. Nú var eirfs og skint hefði um-big írá embættistíð binni í dialektiskri alþjóðapólitík og strategíu. Þarna er hægt að hafa gagn af Jóni, hugsaði ég, o<r þar sém any-skilning á þessum starfa og sjá glögglega gagnsemi hans fyrir landsins Zoologíu og hugsanlega fræðslu um mater- ilísasjónir supernaturaj. Enn liðu tímarnir, og þú lézt ekkert til þín heyra. Það er engin furða, hugsaði ég í frómri trú minni á vandvirkni mannfólksins. Verkefnið er mikið. Hann ætlar að draga saman mikið efni og vanda skýrslugjöf sína. En, þegar liðin voru sex ár, þá fór ég að hugsa sitt af hverju. Þá eekk ég á fund þinn og krafðist skýrslu. En hvað kemur þá upp úr kafinu? Þú hafðir ekki bætt við þig einu einasta skrímsli frá því 1949, ekki litið í þók innihaldandi frásagnir af skrímslum, ekki innt nokkurn mann eftir' skrimsli og sýndist hafa var- ast að koma nærri kunnum skrímslastöðvum. Og skilning- ur þinn á því, hvað skrímsli væru, var nákvæmlega eins enginn og hann ' haf ði verið í júnímánuði 1949. Þetta voru svo glórulaus svik í embættinu, að ég var staðráðinn í að reka þig og jafnvel að fá Ragnar til að flytja málá þig fyrir vísvit- andi embættissvik og svivirðu við sannleiksleitina, og hafði hugsað mér að biðja Gizur og Jónatan að dæraa Þig til þyngstu refsingar, ef málið gengi til hæstaréttar. Ep .þá bjargaði það þer frá opinberri niðurlægjngu, að þú varst orðinn bólfástur í Tjarn- argötu 20 og farinn að heyra einkennilega reimleika í hús- inu, svo sem opnaða hurð þar sem engin hurð var, en hafði verið áður. Þetta fannst mér einkar fræðandi fyrirbrigði og Tjrié^ til cJó^S tiapissohxui \ frá Þórbergi Þóröarsyni. ¦ ; þú varst eini maður þeirra, sem ég þekkti persónulega, ér séð hafði sjóskrímsli, þá brá ég á það ráð að gera þig að sér- fræðingi mínum, í monstrologíu (skrímslafræði). Þú þáðir embættið og gekkst undir eftirf arandi skuldbind- ingar: Að safna öllu, sem til væri á íslenzku prenti um hvers konar skrímsli^ bæði í líki manna og dýra og sköp- lags, sem hvorki virtist manns né dýrs, úr sjá, ám, stöðuvötn- um og á þurru landi. Að spyrja menn spjörunum úr, hvar sem leiðir þínar lægju eða þú dveld- ist hér á landi og í öðrum, Rússland ekki undanskilið. Loks veittir þú mér ádrátt fyr- ir að halda þig í grennd yið nafnkunnar skrímslastöðvar í sumarfríum þínum og horfa með árvekni. og gaumgæfni. til skrímsla. Þú virtist hafa skýr- fór enn að hugsa: Kannski Jón skinnið geti orðið þarna að liði. Og nú réðst ég í að gera siðustu tilraunjna, glapinn af trú minnj á guðdóminn í mann- inum, og dubbaði þig upp í sérfræðing minn í innanhús- reimleikum, og ekki meira á þig lagt en að rannsaka reim- leikana í þessu eina húsi. Nú þarf Jón ekki að líta í bók, ekki að spyrja Pétur og Pál, ekki að ferðast, aðeins að hlusta og horfa og læðast um húsjð, þegar svo bæri undir, hugsaði ég. Þú tókst við emb- ættinú og lofaðir að standa þig vel. fi-. ....... Eftir þessa embættisveitingu kom é<£ öðru hverju í Tjarnar- götu 20 og bað þig uhvskýrslu, því að nú var skammt að fara og málefnið æsandi merkilegt. Þetta. leit efnilega út í fyrstu, en ekki leið á löngu, áður en sótti í gamla hqrfið, Þú.gafsf alltaf sömu skýrsluna og bætt- ir engu við þig. Ég gekk úr skugga um, að þetta staíaðí ekki af reimleikaskorti í hús- inu, heldur af gömlu karakter- lympunni: leti og hirðuleysi í embættinu. Þú sofnaðir á verð- inum, þegar þú áttir að vaka og hlera. Þu hafðir ekki nennu í bér til að sefa Þig í að horfa. Og þú gazt ekki' mannað þig upp í að skreppa niðúr á næstu hæð, þegar Þú heyrðir hurðar- lausu dyrnar opnaðar eða gengið um gólfið. Og bú sýnd- ist engan áhuga hafa á því að sannreyna, hvort sum Þau h'jóð, sem bú heyrðir, stöfuðu ¦ frá reimleikunum eða ein- hverju náttúrlegu í , húsinu. Það kvað meira að seeja svo. rammt að sinnuleysi bínu, að þú nenntir ekki að gera þér"' grein fyrir, hvort hræringarnar voru inni í húsinu eða úti í. garðinum. Og mikið fannst. mér sérfræðingsdómur þinn verða mjósleginn* þegár einn ótíndur húsamálari, sem kom nokkrum sinnum í Tjarnargötu 20 af tilviljun, skynjaði þar : fleiri undur en þú. sem þar hafðir haft Þrásetur árum sam- ari og setið í réimleikaembætti. Nú var urriburðarlyndi mitt - við frammistöðu Þíná gersam- : lega Þrotið og ég búinn að af- í ráða að reka Þig úr embætt- inu og taka Þig aldrei í mína þjónustu framar. En þá hljóp á snærið hjá þér. Að mér alveg óvörum kom mjög draugaleg skýrsla, og trú mín á guðdóm- inn í manninum fékk nýjan ljóma: Það hafði tvisvar verið skrúfað frá miðstöðinni um há- , nótt og hita h^eypt um allt húsið. Nú eru Jón og eilífðar- verumar að komast í stuð, hugsaði ég og frestaði burt- rekstrinum. En einhvemveginn . fór Það svo, að ekki- vildi ; skrúfast frá miðstöðinni i Þriðja sinn.'Þó að draugar séu annars vanir að • hætta ekki; fyrr en Þeir eíU búhir að géra teiknin Þrisvar, bg Þú sýndist; ekki hflfa orðið fyrir" neinni, vakningu af Þessari öflugú á- > minningu, . ' Svo dundi sú skelfing yfir, sem steindrap ÞÍ2 í embættinu. Sá óforbetranlegi skálkur gegn eilífðarmálunum, 'pu pu Kjart,- an Helgason, hafði hangið yfir ' einhverju ónytju'ngsföndri í _ kompu sinni næturnar ' sem ' skrúf að var f rá miðstöðinni, og nú, varð það uppvíst, eftir sjálfs hans vitnisb'urði, að Það var hann, sem" hafði 'skrufað frá til að fá hjta á sinn of- aukria kropp í Þessu húsi, mér ; líggur við áð'ségja: í þessum heimi. Svo sinnulaus varstu og rotsofandi í embættinu, að þetta hafði alveg farið fram: hjá þér, en fullyrtir við sánn-; leiksleitandann, að fráskrúfun- in hefði verið yfimáttúrleg. I En svo sanngjarri ,er ég Þó í Þinn garð, Þrátt fyrir 611 Þín ¦ embættissvik, að ég gef grun • Þinum nokkum rétt i Því, að nefndur Kjartan hafi logið Þessu upp á sig til að ófræg.ia ' Þig °g rnig o.t éilífðarmálin. En lýgur hann Því Þá lika. sem hann hefur sagt mér í t.rúnáði, að hurð í 'húsinu hafi hrökkið upp á gátt fyrir framan nefið á honum. Þegar hann ætlaði að fara að opna haná, í drag- Framhaid á 11. sí(5u

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.