Þjóðviljinn - 18.04.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.04.1959, Blaðsíða 9
4J óaKASTUNDIN ~ Þetta stutta leikr'it íengum við sent’ að norð- an. Eftirfarandi bréf fylgdi; Kæra Óskastund! Mér þykir þú ágæt. Eg ætla að senda þér leikrit og biðja þig að birta það, ef það er nógu gott. Svo þakka ég þér fyrir allt gott. ÓjI.O. 12 ára i Léikendur: Kennari, Ami, Jói, mamma og pabbi. Leiksvið: Kennslustofa. i I. þáttur. Kennarinru Hvað eru margar 'fætúr á kjsu þinni Ámi minn? Árni: Hvaða kisu? Við ' heima eigum engan kött. Kennarinn: Jæja, við segjum bára að þú eig- ir kött. Árni: Eg vil ekki eiga kött. Kennaxiici: (Verður reiður, við Jóa) Jói. farðu út og hringdu. [(Við Áma) Þú situr eft- ir. Ámi. Árni: Eg fer heim eins og hin bömin. Kennarimi (Við Jóá): Farðu og hringdu, Jói. Jói: Já. XJói fer og hringir, börn- in fara út). Kennarinn: Ámi, komdu. Ámi: Nei. Kennaí'inn: Komdu. (Hann dregur Árna með sér inn í keniíaraher- herbergið). 2. þáttur. Heima á heimili Áma. Pappi: Hvað hefur orðið aí Áma, þarna koma hin bömin, en Ámi kemur ekki. Mamma: Eg veit það ekki. Ætli hann hafi ekki setið eftir aítur. Papþi: Ætli það ekki eins og hann er vanur. Maanma: Hann hefur víst gert eitt axarskapt- ið ennþá cinu sinni. Pabbi: Það mætti segja mér það. Mamma: Hvers vegna ertu svona gramur? Pabbi: Heldurðu að mað- ur sé ekki gramur yfir því hvernig strákurinn lætur í skólanum. Mamma: Það er einhver að koma, það er víst Ámi. (Árni kemur snðktandi inn). Mamma: Af hverju ertu að gráta? Ámi: Eg sat eftir í skób anum. Pabbi: Já einmitt, þér er nær að haga þér al- mennilega í skólanum, drengur minn. (Ámi fer að skæla). Mamma: Vertu ekki að skæla Árni minn, farðu upp í herbergið þitt og vertu þar þangað til ég kem upp til þín. (Ami ter upp í hérberg- íð sitt). Pabbi: Að þú skulir vera að sleikja úr stréknum. (Fer út). Mamna: Það er bezt að ég fari upp til Árna. Tjaltíið. GAMLAR GÁTUR Fögur situr á fálkaveg finnur brodd úr járni stinn, augun röðuð utan með innan mannabein og skinn. Hver er sú hin vambar- gyllta hún hugsar ekki um pilta æina hefur hún tönn í haus, • þar með er hún líflaus. Upp með garði og niður með garði að tína strá, sextán voru höfuðin á, seytjanda framan á. Laugardfegur 18. april — 5. árg. — H, tbl. C ORÐA- ÞRAUTIN Við vonum að þið haf- ið getað ráðið við þraut- ina og okkur þætti gam- an að fá bréf frá ein- hverjum ykkar um það hvernig ykkur líkaði þrautin. í næsta bíaði kemur þá önriur þraut svolítið þyngri. Orðin eru svona: 1. skólinn, 2. sjómenn, 3. krummar, 4. langafi, 5. skósmið, 6. einkunn, 7. Halldór. ftitstjóri VitboiQ Dagbjartsdóttir — Utgefandi bjóðvitjinn DRÍFA VIÐAR; STRÁKARí VESTURBÆNUM Einu sinni kom mjög! óvæntur atburður fyrir þá bræður. Þeir eignuð- ust systur. Nú urðu þeir alltaf. að þvo sér um hendurnar um leið og þeir komu inn ef hend- ing skyldi ráða því að þeir færu inn að vöggu og tækju systur sína ó- vart upp og stundum kom fyrir ’ að þeir. gleymdu samt að þvo sér um hendumar Ög urðu áð fela hendumar fyrir aftan bak þegar þeir komu inn að vöggu. Öll- um fannst þeim systirin inesta heimilisþrýði og ságt var þeim það, að pabbi þeirra sæi ekki sólina fyrir henni. „O, hunn getur bara féngið sér sólgleraugu", sagði Mummi, Svo standa þeir dag nokkum allir umhveríis litlu systur og eru að -sýna konu nokkurri sem kom í heimsókn -þessa heimil-| isprýði. og spyr þá kon- an hverjum þeirra bræðra hún muni helzt líkjast. j „Það er ómogulegt að sjá“, svarar Mummi. „Við bræðumir erum allir svo skítugir í framan.“ Mummi fór eitt sinn í , ferðalag með pabba sín- um og mömfflu upp í sveit. Þegar þangað kom settu þau tjöld sín nið- ur á árbakka nærri bæ. Mummi hafði aldrei komið í sveit fyrr. Hann stóð útivið og var að horfa í kringum sig á öll furðuverk sveitarinnar, fjöll, dali, ár, móa og fugla, bæi og tún og kemur þá ekki maður ríðandi og hefur bundið ótaminn fola við taglið á hesti sínum. Mummi horfir á Þessi furðuverk um stund og lízt hér ekki björgulegt fyrir þessa . vesturbæjarfjöl- skyldu sem lifði á bíla- viðgerðum, þangað ti! hann kemur auga á manninn á hestinum ög ótemjuna aftaní. Hann er ekki svifa seinn, víkur sér inní tjald til pabba 0“ mömmu og segjr: „Pabbi komdu og sjáðu bilaðan hest“. At' Mumma og bræðr- um hans fara sögur sem fylla mættu bækur, en af því áð þeirra líf er leyndardómur sem fáir; geta hnýstst í til fulls, mun það ekki verða á mínu færi að skrifa þær, bækur. Nema öðruvísi rætist úr. S K R í T L A Pési: Það er sagt að á götu í New York verði maður undir bíl tuttúg- ustu hverja mínútu að nieðaltali. Jónsi: Aumingja mað-‘ ui'inn! 'Ætli það séu ekkr óskÖp að sjá hasm að kvöldi. Laugardagnr 18. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJINN — <9 RiTHTJÖRI: Hvort HSIð slgrar í kvöld - FH eða ÍH? Tekst Fram að rugla fyrir ICH? Nú dregur óðiun að leikslok- uni í íslamlsmeistaramótinu í liandknattleik, og í kvöld fara fram tveir leikir sem geta haft mikla þýðingu fyrir úrslit mótsins. Aðalleikurinn verður á milli FH og ÍR og má gera ráð fyrir jöfnum leik. ÍR hefur tapað fyrir KR og hefur því Gunnlaugur Hjálmarsson fyrirliði ÍR allt að vinna, svo að gerla má ráð fyrir að þeir leggi allt inn á að vinna Hafnfirðingana. Þetta er FH líka ljóst og þeir gera ugglaust ráð fyrir því versta og sitt ýtrasta til þess að trygg^a sér sigur. Eins og liðin liafa leikið undaafarið er ómögulegt að spá hvernig leik- ar fara. Það er mikið skarð fyrir Iíafnarfjörð að missa Ragnar Jónsson, en varla er liægt lað reikna með homim í leik þennan; hann hefur oft vcrið hálfgert . „leynivopn“ Hafnfirðinga. Dómari verður Axel Sigurðs- son, og fær hann vafálaust vandasamt starf þar. Hinn leikurinn er á milli Fram og KR og fyrir Fram sérstaklega er leikurinn þýð- ingfarmildll, því að tapi Fram fellur liðið niðuj- í aðra deild. Óneitanlega bendir allt til þess að KR-ingar gefi ekki eftir í leik þessum og geri sem þeir geta til þess að veikja ekki stöðu sína í sjálfri lokakeppn- inni. Á undan fer fram leikur í 1. flokki kvenna milli KR Birgir Björnsson fjTÍrliði FH og Þróttar og eru það hrein úrslit. Einnig fer fram leiluir í 3. flokki barla milli Armanns og Víkings en þar er Ármann þegar búinn að tryggja sér að verða í úrslitum. Á morgun heldur mótið á- fram og keppa þá í 2. flokki kvenna KR og Fram. í 3. flokki karla verður Valur að vinna ÍBK með 15:1 til þess að komast í úrslit á móti Ár- manni. Annars eru það Haukar sem lenda á móti Ármaimi í úrslitum milliriðlanna. 2. flokkur karla: Víkingur- Ármann, og er Ármann búinn að vinna riðilinn hvernig sem leikurinn fer. Síðasti leikur kvöldsins er á milli Aftureld- ingar og Keflavíkur og hefur Afturelding meiri möguleika. til að vinna.. Hvað fyrirlið|armr se.gja: I tilefn} af því að tveir þýð- ingarmiklir leikir fara fram í kvöld náði íþróttasíðan tali af fyrirliðunum og lagði fyrir þá fáeinar spurningar um leik- inn í dag og horfurnar um lokasigur í mótinu. Við verðum að vinnja, sagði Gunnlaugur, fyrirliði ÍI’ — Hvaða leikur hefur verið erfiðastur til þessa? spurðum vér Gunnlaug, fyrirliða IR. — Enginn sérlega erfiður svaraði hann. Dómararnir liafa verið erfiðastir. — Hvernig heldur þu að leikar fari í kvöld? —- Við verðum að vinna, ef við eigum að hafa möguleika i mótinu. -— Hver er líklegastur sigur- vegari í mótinu ? — I sannleika sagt er erf- itt að spá neinu um það. Fé- lögin þrjú, KR, FH og iR, eru það jöfn að ekki er hægt hð slá neinu föstu um úrsiit mótsins. I Framhald á 10. síðu. Hörður Felixson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.