Þjóðviljinn - 22.04.1959, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.04.1959, Síða 1
VILJINN Miðvikiidajíiir 22. apríl 1959 — 24. árgangur — 90. tölublað. StjómaHlðfS sker níður oplnberar framkvæmdir, afhendir gæðingum milljonir af almannafé SjálhfœSisflokkurinn og AlþýSuflokkurinn fella tillögur um úrlausn á brýnusfu þörfum fólksins og atvinnuveganna Fundur Varsjár- bandalagsmanna Það var tilkynnt í Moskvu í gær að utanríkisráðherrar Va.'- sjárbandalagsríkjanna og Kina myndu koma samana til fund.r í Varsjá nk. mánudag. Ekki var tilkynnt um funda.- efni, en Tass-fréttastofan sagði að fundurinn myndi sennilega fjalla um sefnu sósíalisku rík;- anna á fundi utanríkisróðhcrra stórveldanna, sem hefst í Genf 11. maí nk. 'Fréittaritarar í Moskvú telja að fundurinn muni sérstaklega fjalla um friðar- samninga við Austur-Þýzkalar.d og brottför erlends hers l>aðan. Meðferð fj árlagafrumvarpsins á Alþingi var haldiö áfram lengi nætur í fjrrrinótt og ekki hætt fyrr en um- ræðunni var lokið. Atkvæðagreiðslan var svo látin fara fram á fundi síðdegis í gær, enda þótt einir sex þing- raemi hefðu veikindaforföll og fram kæmi frá Fram- sóknarflokknum eindregin tilmæli um að fresta a.m.k. afgreiðslu mestu ágreiningsmálanna. Við atlcvæöagreiðsluna var stjómaiiið Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæöisflokksins svo rækilega handjárnað að þaö felldi hverja einustu tillögu frá Alþýöubandalag- inu og Framsókn, aðrar en þær sem samkomulag hafði náðst um í fjárveitinganefnd og fluttar voru af nefnd- inni alh*i. Ráðherratign — og hagsmunir Akureyrar Það vakti t.d. athygli að Ak- ureyrarráðherrann Friðjón Skarphéðinsson greiddi atkvæði gegn hverri tillögunni eftir aðra varðandi hagsmunamál kjósenda sinna og bæjarfélags. Þannig felldi stjómarliðið sem einn maður tillögu frá Birni Jónssyni um að veita 300 þús. kr. til Dráttarbrautar Akureyr- ar og var sú tillaga felld með 27 atkv. gegn 14. Tillaga Al- þýðubandalagsmanna um eina millj. kr. til Akureyrarflugvall- ar og önnur um 800 þúsund krónur voru báðar felldar, en stjómarflokkunum þótti hæfi- legt að skammta honum 625 þús. kr. Einnig samþykkti stjómarliðið að lækka fjárveit- ingu til byggingar heimavist- arhúss við Menntaskólann á Akureyri úr 300 þús. kr. í 100 þús., allt með ljúfu samþykki ráðherrans. Þu rrafúahneykslið samþykkt Þá samþykkti stjórnarliðið með 22 atkvæðum gegn 17 a-t- kv. Alþýðubandalagsmanna og Framsóknarmanna hina hneyksl anlegu tillögu fulltrúa Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins í fjárveitinganefnd „að- gefa hlutaðeigandi útvegsmönn- um eftir þær skuldakröfur er ríkissjóður eignast á þá fyrir innlausn á lánum, sem hann er í ábyrgð fyrir vegna þurra- fúa í fiskiskipum". Samþykkt þessarar tillögu sýnir glöggt hverjir það em sem ciga ríkis- stjórnina, því hér er ætlunin að gefa nokknmi gæðingum milljónir af almannafé, og það fátæklingum á borð við Einar Sigurðsson! Sparnaðaraðferðir stjórnarliðsins Hins vegar var ekkert hik á stjómarliðinu að samþykkja niðurskurðinn á opinbemm framkvæmdum, en hin almenna tillaga stjórnai’flokkanna um meir en 8 milljón króna sparn- að með því móti var samþykkt með 25 atkvæðum Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins gegn 19 atkvæðum þing- manna Alþýðubandalagsins og Framsóknar. En þegar kom að tillögu Karls Guðjónssonar um sex milljón króna spamað á „gjaldaliðum stjóraarráðsins, utanríkismála, dómgæzlu, lög- reglustjómar og toll- og skatt- heimtu" kom annað hljóð í sparaaðarstrokk stjóraarliðs- ins. Sömu mennirair sem voru á sömu klukkustundunum að slcera niður opinberar fram- kvæmdir í landinu og afhenda nokkrum gæðingum milljónir af almannafé, brugðu nú hart við og felldu þessa sparnaðar- tillögu, féll hún með 26 atkv. gegn 9, því ekki virtust marg- ir Framsóknarmenn hafa á- Framhald á 11 síðu Meirihluti stjórnærskrárnefndar; Benedikt Gröndal, Einar Olgeirsson, Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstcin o.g Jón Sigurðsson. Fimm af sjö stjórnarskrárnefndarmönnum leggja til: j Stjórnarskrárfrumvarpið verði sambykkt óbreytt Fimm af sjö fulltrúum í stjórnarskrámefn<Iinni, full- trúar Alþýðubandalagsins, Albýðuflokksins og Sjáif- stæðisflokksins, skiluðu í gær áliti sem meirihluti nefnd- arinnar. Leagja þeir til að stjórnarskrárfrumvarpið verði samþykkt óbreytt. Stjórnarskrárnefndin hefur rætt frumvarpið á fundum í Al- bingishúsinu, 15. og 17 apríl. Var Bjami Benediktsson kjör- inn formaður nefndarinnar og Sósíalistac Kópavogi Munið árshátíð Sósíalista- félags Kópavo-gs í kvöld í Félagsheimilinu. — Sjá nánar auglýsingu inni i blaðinu. Gugna þeir við árás- ina á orlofslögin? Magnús Jónsson játar að ekki sé hægt að gerbreyta um íramkvæmd laganna ;nema með lagabreytingu Við fjárlagaumræöuna í fyrrinótt geröi Björn Jóns- son m.a. aö umtalsefni þá furöulegu tillög-u stjórnarliðs- ins að fella niður greiðslu orlofsfjár með merkjum, en meö þessu telur ríkisstjórnin að spara megi 500 þús. kr. Minnti Björn á þá löngu bar- áttu, sem verkalýðssamtökjn hefðu háð fyrir orlofslögunum og þeim rétti til hvildar, sem þau veita. Með þeirri breytingu, sem hér er lögð til, sagði Björn, er í raun réttri verið að afnema orlofslögin með öllu fyrir allt lausráðið verkafólk og breyta því fé, sem verkamann eiga rétt á sér til hvíldar og ber skylda til - að nota í því augnamiði í framíærslueyri, sem eytt er jafnóðum og hans er aflað. Þegar svo þar við bættist að þessi ráðstöfun værj gerð ein- mitt rétt á eftir lögbundinni kauplækkun, sem næmi mun meiru en orlofsfénu værj ekki um að villast hvað verið væri gera: að afnema bæði rétt skyldu verkamanna til þess hvílast í orlofi eins og allar Framhald á 2. síðu Einar Olgeirsson ritari. Siðari fundinum lauk með því að nefndin klofnaði, og mynda bessjr nefndarmenn meirihluta: Benedikt Gröndal. Bjarni Bene- diktsson, Einar Olgeirsson, Jó- hann Hafstein og Jón Sigurðs- son. Minnihlutinn er skipaður fulltrúum Framsóknarflokksing, Gísla Guðmundssyni og Páli Þorsteinssyni. Nefndaráliti meirihlutans lýk- ur á þessa leið: „Hvernig sem þetta mál er skoðað, verður Ijóst, að öll rök hníga með því önnur en þau, ef menn vilja halda við þeirri skipan að veita einum flokki forréttindi á kostnað allra ann- arra flokka og þar með yfir- gnæfandi meirihiuta þjóðarinn- ar. f þessu frumvarni er ekki gert á hlut neins frá því, sem nú er. Engum er veittur réttur, sem hann á ekki fulla kröfu til. Hinu má miklu fremur halda fram, að fólkið í þéttbýlinu sitji enn við of skarðan hlut. En það vill una því og réttir fram bróðuvhönd sína til fámennisins til einlægr- ar samvinnu um heill allra hyggða íslands í þeirri von, að þeir verði, þegar á reynir, fáir, sem ekki láti sér nægia að mega kjósa hlutfallslega fleiri þing- menn en aðrir, heldur heimti og, að þeir séu kosnir hver með sinni aðferðinni. svo að af hljót- ist magnað ranglæti. Meirihluti stjórnarskrárnefnd- ar telur, að í frv. felist svo brýn réttarbót, að ekki megi dragast að samþykkja hana, Hann legg- ur þess vegna til, að frv. verði samþykkt, og getur ekki fallizt á till. að rökstuddri dagskrá urrt frestun málsins, sem fulltrúar Framsóknarflokksins lögðu fram í nefndinni. Úr því sem kom- ið er, virðist betur í samræml við lýðræðislega stjórnarhætti, að önnur atriði stjómarskrár- innar verði ekki tekin til endur- skoðunar fyrr en réttlátari skip- un Alþingis hefur verið tryggð en nú er. Breytingartillögur þær við frumvarpið sem fulltrúar Framsóknarflokksins báru frairt i neíndinni, miða að þvi að auka enn misrétti milli flokka um bingmannafjölda og koma í veg fyrir, að upp séu teknar sams konar reglur um kjör þingmanna hvarvetna á landinu. Meiri hlut- inn getur þess vegna ekki mælt með samþykkt þeirra. Meiri hlutinn leggur með skír- skotun til framanritaðs til, að frv, sé samþykkt óbreytt."

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.