Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. júl'í 1959 ÞJÖBVILJINN — (3 r. Var haldin í Bremen í Þýzkalandi í júní s.l. — Tveir íulltrúar Slysavarnafélags íslands mættuþar Dagana 22. til 26. júní sl. var í Brimborg (Bremen) í Þýzkalandi haldin alþjóöleg ráöstefna um slysavarnir á sjó, hin 8. í röðinni. Ráðstefnu þesea sátu tveir fulltrúar Slysavamafélags Is- lands Og í upplýsingum er Þjóðviljaivum hafa borizt um ráðstefnuna segir m.a. svo: Dagana 22. til 26. júní s.l. var í Brimaborg í Þýzkalandi haldin alþjóðleg ráðstefna um slysavamir á sjó, hin 8. í röð- inni. Hafa þessar ráðstefnur verið haldnar á fjögurra ára fresti nema á stríðsárunum er engar ráðstefnum voru haldnar, þetta er í fyrsta skipti sem slík ráð- stefna er haldin í Þýzkalandi. Aðalbaekistöðvar þýzka slysa- varnafélagsins, Deutsche Gesell- schaft zur Rettung Schiffbruch- iger, eru í Bremen og setti þýzka félagið metnað sinn í að gera ráðstefnu þessa sem bezt úr garði á öllum sviðum. í ráð- stefnunni tóku þátt fulltrúar frá flestum þeim þjóðum þar sem rekin er skipulögð starfsemi til varnar sjóslysum. Rætt var jöfnum höndum um félagsstarf- semi og rekstur björgunarstöðva og þá sérstaklega um allar nýj- ungar og endurbætur á því sviði. 40 erindi um slysavarnir Á ráðstefnunni voru rædd um 40 erindi varðandi slysavarnir á sjó, sem öll höfðu verið sér- prentuð og send fulltrúunum áð- ur en raðstefnan hófst. Meðal erinda þeirra sem þarna voru ílutt, voru mörg um samvinnu slysavarnafélaga hinna ýmsu landa og þróun sjóslysavarna frá upphafi, skipulögð hjálparstarf- semi á höfunum, samnýting björgunarbáta og flugvéla. Notk- un þyrilvængja við leitir og' björgunarstörf, margvíslegar gerðir af björgunarbátum, smíði þeirra, allskonar öryggisútbúnað- ur, rekstur og viðhald. Þá var rætt um plastefni til skipasmíða. Vaxandi notkun nylon í gerð björgunartækja, reyndar marg- víslegar gerðir af björgunarbelt- um og öðrum slíkum tækjum, en einna mest var rætt um radío neyðarsenditæki og radio örygg- iskerfi, heppileg radarendurskins merki fyrir smábáta og björgun- arvesti sjómanna. Erindi um íslcnzkar slysavarnir Af hálfu Slysavarnafélags ís- lands mættu þarna tveir fulltrú- ar, írú Gróa Pétursdóttir er mætti f. h. GuðbjartaFr,<^jaíssop- ar forseta félagsins og Henry Hálídánsson sem flutti þarna tvö erindi á vegum félagsins. Annað um útilegubjörgunarskip og aðstoð við fiskibáta á rúm- Sjó við strenflur íslands, en hitt um skipbrotsmannaskýli og björgunarstöðvar íjarri manna- byggðum. í hinum prentaða bæklingi frá Slysavarnafélaginu var bæði lýsing og mynd af björgunarskipinu ,.AIberf‘ og gaf það tilefni til þess að Howe jarl, stjórnaríormaður hins brezka Royal National Life-boat Institution, (forseti félagsins er hertogafrúin af Kent), gerði þá fyrirspurn hvort það væri rétt sem sér sýndist, að þessi björg- unarbátur væri útbúinn fall- byssu, og ef hann sæi Tétt, þá langaði hann að vita til hvers þessi falibyssa væri notuð. Fékk hann greið svör við þessari íyr- irspurn, sem olli nokkurri kátínu meðal fulltrúanna. Tvennskonar verkefni Þá var lýst margvíslegum og miklum verkefnum íslands og hlaupi. liaugardalsmótið heldur áfram í dag ldukkan tvö Síðari hluti bæjakeppninnar íer fram í kvöld Keppninni á vígslumóti Laugardalsvallarins veröur haldiö áfram í dag og hefst hún klukkan 14. Hefst mótið með fimleikasýn- i hefst leikurinn kl. 16.05. Leik- ur úrvalslið Reykjavíkur g;egh utanbæjarmönnum. Keppni hefst eíðan aftur um kvöld;ð kl. 20.00. Verður fyrst leikfimisýning karla úr KR, IR og Ármanni. Síðan sýna karlar frá íþróttabandalagi ísfirðinga. > Síðari hluti bæjakeppninnar milli Reykjavíkur og Málmeyj- ar hefst kl. 20.30 og verður keppt í þessum greinum: 200 m stangarstökk — spjót- kast — 800 m hlaup — 400 m hlaup — þrístökk —- sléggju- kast —■ 5000 m hlaup og 4x400 m boðhlaup. ingu kvenna, sýna stúlkur úr Ármanni undir stjórn frú Guð- rúnar Nielsen, síðan verður glímusýning, sýna glímumenn úr UMFR og Ármanni undir stjórn Lárusar Salómonssonar. Keppni milli B-liðs Reykja- víkur og utanbæjarmanna i frjálsum íþróttum hefst klukk- an 14.30. Verður keppt í þess- um greinum: 110 m grindahl. •— langstökki — kringlukasti — 100 m hlaupi — hástökki — 400 m hlaupi 3000 m hlaupi og kúluvarpi og 4x100 m boð- efnahagslegum örðugleikum fá- mennrar þjóðar að sinna þeim öllum nema ítrasta hagsýni yrði viðhöfð. Þessvegna heíðu ís— lenzku varðskipin tvennum verk- efnum að gegna, sem væri land- helgisgæzla á vegum hins opin- bera þann tíma sem skipin þyrftu ekki að sinna kalli frá nauðstöddum skipum, en bein björgunarstörf sætu þó ávallt í fyrirrúmi fyrir öðrum verkefn- Framhald á 10. síðu Hlíf og Bæjarut- gerðin Framhald af 12. síðu. funda; þar er t.d. píanó til afnota fyrir starfsfólkið. Hinir eldri starfsmenn Bæjarútgerð- arinnar, sem lifðu þá tíma þeg- r verkafólk drakk kaffi sitt yfirleitt þar sem það var kom- ið munu kunna að meta að verðleikum þennan ágæta að- búnað. — Mikill hluti stúlkn- anna í hraðfrystihúsinu nú eru Tónlistarmennirnir Björn Ólafsson og Jón Sen eru kormmsar stúlkur, sem komu fyrir nokkru komnir úr tónleikaför um Bandaríkin, er ur skolulllim 1 vor- Rekstur hraðfrystihussins gengur ágæt lega, nema hráefni er ekki nóg. Héldu 15 tónleika á 13 stöðum Björn Ölafsson 09 Jón Sen nýkomnir úr tónleikaiör um Bandaríkin þeir fóru meö tveim bandarískum tónlistarmönnum. Þeir íélagar héldu 15 hljómleika viö’ ágætustu undirtektir. Að þessari keppni lokinni verður keppt í knattspyrnu og Sjóður stofnaður til kaupa á dýr- mætu læknistæki Vinir og kunningjar Páls Arn- Ijótssonar, framreiðslumanns í Nausti, formanns SMF og Félags íramreiðslumanna, hafa ákveðið að heiðra minningu hans með því að stofna minningar- og líkn- arsjóð, er beri nafn hans. Hlut- verk sjóðs þessa verður í því fólgið að safna fé til kaupa á svokölluðú gérvinýra, en slíkt tæki er ekki til í sjúkrahúsum hér á landi. Páll andaðist úr nýrnasjúkdómi í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, en þangað hafði hann verið í'luttur vegna veikinda sinna. Gervinýra tekur við hlutverki nýrnanna, þegar þau verða ó- starfhæf, og hreinsar blóð sjúkl- ingsins. Ráðgert er, að tæki það, sem minningarsjóður Páls heit- ins piun kaupa, verði afhent Landsspítalanum. Minningarspjöld sjóðsins fást í Nausti og hjá Einari A. Jóns- syni í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Aðdragandinn að tónleikaför þessari á sér fremur óvenjulegt upphaf. Hér var á ferð hljóm- sveit frá Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, og áttu hljóm- listarmennirnir m.á. að fara til Vestmannaeyja. Þeir urðu veð- urtepptir, og vildu þá kynnast íslenzkum stéttarbræðrum. Var það upphaf þess að þeir Björn og Jón fóru að spila með tveim þeirra, George Humprey fiðlu- leikara og Karl Zeise cellóleik- ara. Kynningin varð meir en búizt hafði verið við því þeir spiluðu saman í fjóra daga - því aldrei gaf til Vestmanna- eyja. Þetta varð til þess að þeir Humprey og Zeise komu hingað til lands í fyrra og fjórmenn- Sfyrkir fil rifhöfunda Menntamálaráð hefur veitt Rithöfundasambandi íslands 15 þúsund kr. til úthlutunar á þessu ári og er ætlazt til að 5 rithöf- undar hljóti 3000 kr. styrk hver til þess að geta dvalizt fjarri daglegum starl’svettvangi sínum og gefið sig eingöngu að ritstörf- um. Umsóknir um styrk þennan ber að senda stjóm rithöfunda- sambandsins fyrir 10. júlí nk. og skal umsókn fylgja upplýs- ingar um væntanlegan dvalar- stað og viðfangseíni umsækj- anda. ingarnir héldu 13 tónleika sam- an hér á landi. Þá varð til sú hugmynd að þessi íslenzk- bandaríski strengjakvartett héldi einnig tónleika í Banda- ríkjunum, og gekkst Óeorge Humprey mest fyrir því að koma því í framkvæmd og brugðust viðkomandi ,'hljóm- sveitir og ríkisstjórnir vel við að þetta gæti tekizt. Þeir Björn Ölafsson ög Jón Sen fóru héðan til Bandaríkj- anna 23. maí. í Boston æfðu fjórmenningarnir látlaust sex daga í viku (en þeir Humprey og Zeise eru í Sinfóníuhljóm- sveitinni í Boston). Að því loknu héldu þeir tvenna tón- leika í Boston, 1. og 2. júlí og 3ja júní í New York. Þaðan ferðuðust þeir víða og héldu samtals 15 tónleika á 14 stöð- um, á 12 stöðum á vegum Minnesotaháskólans. Hvarvetna fengu þeir hinar beztu viðtökur. Þeir höfðu þrjár efnisskrár og léku verk eftir Haydn, Beethov- en, Schubert og Sjostakovitsj. Þeir Björn og Jón komu heim 23. f.m. og ræddu stund- arkorn í gær við fréttamenn um ferðalag sitt, sem þeir létu mjög vel af. Erfiðast við ferða- lagið kváðu þeir hafa verið hitann. Meðan Zeise var hér á landi málaði hann 40-50 vatns- litamyndir, og sýndu þeir þess- ar myndir þar sem því varð við komið í tónleikaförinni, og kváðust þeir hugsanlegt að myndir þessar yrðu einnig sýndar hér á landi. Veldur því bæði að Bæjarút- gerði.i missti einn af togurum sínum í vetur og nú er einnig tregur afli. félagar. Mætið öll á dans- leiknum í Framsóknarhúsinu í kvöld. Trær hljómsveitir leika til kl. 2. Haukur Mort- ens syngur. Afhending roiða á skrifstol'u Æ.F.R. — Nán- ár á 2. síðu. Stjórnin. Kosninga- sjóðurinn Þeir stuðningsmenn A - þýðubandalagsins, sem ekki hafa enn gert skil við kosningasjóðinn, era vinsamlega beðnir að koma í skrifstofuna í T.iarnargötu 20 sem fyrst. Isfirðinour hlaut íbúð- ma • r ija í gær var dregiö í 3. flokki Happdrættis dvalarheimiiis aldraðra sjómanna og hlaut ísfiröingur 1. vinninginn, íbúöina. 1. vinningur 2ja herbergja í- j fyrir kr. 12.000.00, nr. 22272. búð, fullgerð' að Hátúni 4 3. ] Aðalumb. Vesturveri. 9. vinn- hæð kom á nr. 15371 í umboð- ingur fyrir kr. 12.000.00, nr. Guð- inu Isafirði. Eigandi er Sigurður mundsson, málari, 19, Isafrði. 2. vinnmgur Opel Caravan 610. Aðalumboð Vesturveri. 10. vinningur fyrir kr. 10.000.00, Aðalstræti [ nr. 35803. Umboð Sigr. Helga- dóttur. 11. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 56485. Aðalumboð Station bifieið með útvarpi og Vesturveri. 12. vinningur fyrir miðstöð kom á nr. 33979 í aðal-: kr. 10.000.00, nr. 55127. Aðal- umboðinu Vesturveri. j umboð Vesturveri. 13. vinning- Eigandi er Guðmundur Steins ur fyrir kr. 10.000.00, nr. 21023 son, Samtúni 28. ; Umboð Vestmannaeyjar. 14. 3. vinningur Moskv'tch fólks-! vinningur fyrir kr. 10.000.00, bifreið með útvarpi og miðstöð nr. 43149. Aðalumboð , Vestur- kom á nr, 25251 í umboði Sig- veri. 15. vinningur fyrir kr. ríðar Hélgadóttur. En ekki hef- 10.000.00, nr. 9043. Umboð Sjó- ur enn náðst í eiganda miöans. Fjórði til tuttugasti vinn:ng- ur er húsbúnaður eftir eigin vali vinnenda. 4. vinningur fj'rir kr. 20.000. 00, nr. 54731. Aðalumb. Vestur- veri. 5. vinningur fyr'r kr. 15. 000.00, nr. 5408. Aðalumboð Vesturveri. 6. vinnlngur fvrir kr. 12.000.00, nr. 21546. Umboð Akureyri. 7. vinningur fyrir kr. 12.000.00, nr. 21014 Umboð Vestmannaeyjum. 8. vinningur búðin. 16. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 36191. Umboð Neskaupstaður. 17. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 44531. Aðalumb. Vesturveri. 18. vinn- ingur fyrir kr. 10.000.00, nr. 56319. Aðalumb. Vesturveri. 19. vinningur fyrir kr. 10.000 00, nr. 13057. Umboð Hafnarfjörð- ur. 20. vinningur fyrir kr. 10. 000.00, nr. 40327. Umboð Hafn- arfjörður. (Birt án ábyrgðar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.