Þjóðviljinn - 05.07.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 05.07.1959, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN Punaudagur 5. júlí 1959 París, Lundúnir, Hvalfjöröur Framhald af 7. síðu evitann bogandi niðuraf sér) en þeir taka hann aldrei of- an fyrir heimsveldið. Húsin eru klunnaleg og sterkleg, gjarnan með turna upp úr sér, minna á fugl með býfur. Viktoría og Albert eru tákn þessa iands, sérstakiega Al- bert, elskulegheitamaður, góð- ur við konuna sína. Þau sitja í sólskininu úti á tröppum hjá sér og tala um hitann í gær og rakann í dag og að nú 'hljóti að breyta um veður. Þau tala um hvað verði í út- varpinu í kvöld og bióinu annaðkvöld, fyrir heimsveldið. Að kvöldi mikils hitadags ' fer ég niður í forsal hótels- ins til þess að fá mér eitt- hvað að drekka og er vísað á barinn, því þetta hótel reyn- ist hafa bar eins og skipið Gullfoss og önnur menningar- fyrirtæki. En þarna sitja eng- ir rorrandi sem segja „Eru ekki allir voða glaðir“ eins og sumir íslendingar þegar þeir eru búnir að drekka dá-" lítið, heldur stendur einn mað- ur við barinn og svalar þorsta sínum. Barmaðurinn fyrir inn- an er sá maður sem við þekkjum um leið og við kom- um að bamum, eitthvað er heimalegt og kunnuglegt við hann. Þeir tala saman í hljóð- skrafi og fetta upp á trýnið um leið og þeir tala. „Þeir eru óþolandi“ er kjarninn í samtali þeirra. Meðan ég teyga það sem svarar út- gufun dagsins kemst ég ekki hjá því að verða áheyrsli tali þeirra. „Fyrst borguðu þeir allt með seðlum og fyrir- litu smápeninga", segir bar- maðurinn. „Þú getur átt skiptimyntina, Jimmy“, sögðu þeir við þjóna. „Þegar þeir voru búnir að ringla öllu verðlagi í Evrópu með þessu var farið að ala þá upp og var þeim bannað að gefa þjórfé. Ekki jók það á vin- sældir þeirra". „Ég segi fyrir mig“, segir nú keppinautur minn í þorsta sem stendur min megin við barinn, „þegar ég fer í her- mannabúningnum mínum út á götu og ætla að fá mér leigu- bíl, bruna þeir framhjá mér eins og þeir eigi lífið að leysa að keyra ekki ameríkana. Ég náði einum á rauðum ljósum og gat útskýrt í hvelli að ég væri Kanadamaður, þá gegndi allt öðru máli og bílstjórinn varð strax almennilegri“. „Þeir eru óþolandi", segir barmaðurinn með sinni grettu. Og nú er uppi drykkurinn og ég býð góðar nætur. Ileiina Það skiptir um svið. Hvál- fjarðarleið. Við ókum áleiðis í Borgar- fjörðinn, veður er ákjósan- legt, vegirnir rakir og ekkert ryk þyrlast upp undan hjól- börðunum, við höfum fjalla- sýn alla leið og ökum um æfintýrabyggðir, hvert byggð- arlag, hver bær, hvert fjall, hvert kennileiti persónulegt. Fegurð þessara héraða verður ekki með orðum lýst. Laxár renna til sjávar, tindar blána í fjarska, kjarrið ilmar, Þyr- ill hreykir sér mótaður af snilli, við Skessuhorn stíga etórkonurnar dansinn í þok- unni, holt og ásar Borgar- fjarðarins eru einn breytileik- inn í þessu sjónarspili sem veltur fram þegar ekið er á góðviðrisdegi malarborna vegi. Elzta þing landsins er liáð þar sem við ökum, Kjalarnes- þing, einvera og eymd útilegu- mannanna er harmleikur sem fer fram í fjöllunum, sagan af Esju og Búa Andríðarsyni og Harðar saga og Hólmverja gerist hér. Um þessar sögur og sagnir rísa • tindar hárra fjalla eins og umgjörð. Börn eru að leita hrossa, beizli um öxl, við veifum þeim og þau ve’fa á móti og gefa^ okkur merki um að stanza og spyrja hvort við höfum séð litföróttan hest, en við höf- um ekki séð þann litförótta. Þau segjast hafa verið að leita allan morguninn. Svo höldum við áfram. Hann hef- ur verið úr öðru byggðar- lagi. Hann hefur langað heim. Nú er hann að hlaupa yfir þessa bláu tinda. Bílarnir aka í runu um veg- inn. Allir eru að flýta sér upp í sveit burt frá þeirri leiðindaholu Reykjavík. Að kvöldi eru langflestir komnir heim til sín í leiðindaholuna aftur og vilja hvergi annars- staðar vera. Eftir nokkur ár þyrpumst við úr henni Reykjavik fyrir fullt og allt. Við byggjum sveitirnar áð nýju, þeim jörðum sem eng- inn vildi eitt sinn byggja verður núna sótzt eftir, raf- magn verður þar á hverjum bæ, aflið notað til uppbygg- ingar og farsældar. Við ökum framhjá gömlum burstabæ á leið okkar. I okkar nýju heim- kynnum ætlum við ekki að gleyma því sem baðstofan og þessi húsakynni þroskuðu af skrítnu og skemmtilegu, við sem í bílnum erum tökum öll að raula gömul kvæðalög, Austankaldinn á oss blés, við raulum brot úr baðstofulýs- ingu 'Einars Benediktssonar, svo verður fyrir okkur tví- söngslag: ljósið kemur langt og mjótt, einhver kann vísur úr Númarímum. Því í bíl er líka liægt að rifja upp fyrir sér margt. Hvalfjörðurinn tekur á eig marga króka og bugður og alltaf koma í ljós nýir og nýir eiginleikar hans til þess að teygjast á langinn. Við gleymum' stund og stað fyrir ljóma góðviðrisins í þessum héruðum. Alltíeinu koma hermenn gangandi á móti okkur, þeir tyggja togleður og blístra og æpa þegar þeir sjá kvenmann í bíl. Sumir hanga innan mik- illar girðingar með byssur um öxl. Við ökum þegjandi, kvæða- lögin gleymd. Það hefur líka dregið ský fyrir sólu, strönd- in sem við ökum um er eyði- leg og nöpur. Það gjóstar ögn. ÍÞRÓTTALEIKVANGUR REYKJA VÍKUR, LAUGARDAL Síðasti þáttur VÍGSLUMÓTSINS hefst í kvöld klukkan 20.00 Keppt verður í: Handknattleik karla: Reykjavík—Hafnarfjörður Handkriattleik kvenna: Landslið—Úrvalslið Körfuknattleikur karla: Reykjavíkurmeistarar I.R.—Úrval Frjálsar íþróttir: Reykjavík B—Utanbæjarmenn Stúka: 35 kr. — Stæði: 20 kr. — Eörn: 5 kr. fþróttabandalag Reykjbvíkur. Skókþáttur Framhald af 6. siðu. eins og Eggert Gilfer óheiðr- aða. FRÁ ZÚRICH Hvítt: Diichslein (Aurrurríki) ' Svart: Friðrik Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. dl 0 7 ' cxdl 4. R.\d4 a6 Sovézkir meistarar hafa nýlega endurlífgað þetta gamla varnarafbrigði Sikileyj- arvarnar, sem einkennist af því, að svartur leikur peðum einggöngu í fjórum fyrstu leikjunum og siðan gjarnan drottningunni í þeim fimmta, sem hvorttveggja er brot á hefðbundnum siðvenjum. Reynslan virðist þó sýna, að varnarkerfið sé alltraust. 16.------- 17. Re2 18. f4 19. cxb3 20. f5 c4 Bb7 cxb3 Rc5 Rd3 Svart: Friðrik 5. Rc3 Dc7 6. g3 Rc6 7. Bg2 Rf6 8. 0—0 Be7 9. b3 0—0 10. Bb2 Hd8 11. h3 Friðrik telur 11. Rc — e2 til unidirbúnings c4 beztu leið- ina hér fyrir hvítan. 11. ----- Hb8 Friðrik undirbýr að rýmka um sig á drottningararmi með b5. Önnur leið var 11.------- d5. 12. g4 Keppendur togast frumkvæðið. %JMv y■ ■§■ ,11 éhi ** ABCDEFGH Hvítt: Duckstein 21. Bf6! ? Þessi leikur leiðir til peð- taps og tapaðrar stöðu fyrir hvítan, en hins vegar átti biskupinn engan boðlegan reit. 21. fxe6 gat Friðrik svarað með 21.-------Db6f og síðan Dxe6, ef hann vill ekki taka á sig áhættuna af 21.-------- Rxb2 22. exf7f, Kh8 23. Rf4 o.s.frv. Þá yrði 21. f6 að sjálfsögðu svarað með 21. — — Bc5f og síðan drápi hvíta biskupsins. 21. exf5 22. exf5 Bxf6 23. gxf6 Db6f 24. Kh2 D.xf6 25. Rg3 Bxg2 26. Rli5 um 12. — — b5 13. Rxc6 dxc6 14. DÍ3 c5 15. g5 Rd7 16. Dgl Flýtir fyrir óumflýjanleg- um ósigri. 26. ---- De5f 27. Kxg2 Hb—c8 Til Hrókurinn hótar að ryðjast upp á aðra reitalínuna með banvænum afleiðingum. 28. Dg3 Tapar manni, en engum fullnægjandi vörnum varð við komið lengur. 28.----- De2f Hvítur gaf. Frakkar sprengja kjarnavopn sín .Guillaumat, hermálaráðherra Frakklands, sagði í gær í París að Frakkar myndu bráðlega eprengja kjarnavopn í Sahara- eyðimörkinni. Þetta var svar frönsku stjórnarinnar við þeim tilmælum stjórnar Ghana að hún hætti við hinar fyrirhug- iiggui ieiðÍE uðu tilraunir. Gallinn er sá fyrir Dúck- stein, að hann getur ekki sótt á á kóngsarmi nema veikja eigin kóngsstöðu verulega, þar sem hinsvegar sókn Friðriks á drottningararmi hefur enga sambærilega áhættu í för með sér. isr,i j.S.Í. LANDSLEIKURINN (Olympíu-keppnin ) K. S. I. ÍSLAND N0REGUR Forsala aðgöngumiða í dag og á morgun á Melavellin- um kl. 1—7. 1 Forðizt þrengsli Kaupið miða strax. fer fram á Laugardalsvellinum n. k. þriðjud. 7. júlí kl. 8,30 K. S. I. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.