Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. júlí 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Grintlalilauparinn M. Lauer Fyrir nokkrum dögum skeði hað suður í Ziirich í Sviss að Þjóðverji nokkur, Martin Lauer að nafni, kunnur í lieimi frjálsra íþrófta, setti nýtt lieimsmet í liO >n grindahlaupi, og var .tím- inn 13,2 eða 2/10 betri en gild- andi heimsmet, en það átti Bandaríkjamaðurinn J. W. Dav- is. Þetta þótti því merkilegra sem grein þessi hefur verið tal- in „bandarisk“ og með sérein- kcnnum fyrir bandariska sprett- hlaupara. Þess má iíka geta í þcssu sambandi, að á sama móti og aðeins einni klukkustund síð- ar hljóp hann 200 m grindalilaup á 22,5 sek, en heimsmetið á þessari vegalengd er 22,1! Það met á Bandaríkjamaðurinn Elias Gilbert og er það hlaupið á ’ieinni braut, en hinar nýju reglur um 200 m. grindahlaup segja að hlaupið skuli á hring- braut. Þess vegna var því hald- ið frani að þessi'árangur Lauers hafi verið heimsmet líkal Þessum unga manni er ekki fisjað saman og er nokkuð síðan hann fór að láta að sér kveða, Reynir Marciano að ná meistara- titlinum aftur? Seint í þessúm mánuði mun bandaríski hnefaleikarinn Rocky Marciano, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, ieggrja upp í nokkurra vikna sýningarferð um Evrópu. Mun hann m. a. sýna hnefaleika í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Englandi og Italíu, 1 sambandi við frétt þessa má geta ummæla, sem blöð hafa nýlega birt og haft eftir þessum hnefaleikakappa, sem afsalaði sér heimsmeistaratitl- inum ósigraður á árinu 1956. — Eg mun verða sá fyrsti, sem vinn aftur heimsmeistaratitil- inn í þungavigt hnefaleika. Eg held mér muni takast þetta. Eg hef enn ekki gleymt neinu af þv'í sem gerði mér fært að vinna- alla kappleikina, sem ég tðk þátt í. Eg er nú 36 ára gamall, en það er enginn ald- ur, og 10 kíló af þyngd minni ætti ekki að vera ómögulegt að losna við, er haft eftir Marci- ano. og á OL í Melbourne varð hann í fjórða sæti, á eítir þrem Bandarík j amönnum. Hann var einn þeirra fjögurra þýzku spretthlaupara, sem jöfn- uðu heimsmetið í 4x100 m boð- hlaupi, þeim Steinback, Fíitterer og Germar. Martin Lauer er ungur maður, fæddur 1937, 1,78 m hár og veg- ur 75 kg. Lauer er fyrsti Evrópu- maðurinn sem hleypur 110 m grind undir 14 sek. og sá fyrsti utan Bandarikjanna sem það ger- ir. Sem ,,drengur“ hljóp hann 100 m á 11,0 og 110 m grindahlaup (drengjagrind) á 14,9. Hann stökk 6,75 í langstökki 1954, þá 17 ára gamall. Árið eftir hljóp hann 100 m á 10,8 og 110 m grind. hljóp hann þá á 14,2, og í langstökki stökk hann þá líka 7,01 ■ metra. Á fyrsta ári sínu sem fullorð- inn vann hann það aírek að jafna þýzka metið í 110 m grinda- hlaupi á tímanum 14,3, og það gerði hann þrisvar sinnum. f landskeppninni í Hamborg, milli Finnlands og Þýzkalands, hljóp hann 110 m á nýju Evrópumeti eða 13,9, en haíði þá 2 vindstig með sér. Tugþrautarmaður Það merkilega skeði að þessum árangri náði hann eftir að hafa rétt áður sama dag keppt í þrem greinum tugþrautar, sem hann svo vann með hvorki meira né minna en 7201 stigi! nýju þýzku meti og 8. bezta árangri sem náðst hefur í heiminum til þessa tíma. Það segir líka sína sögu um ágæti manns þessa sem al- hliða frjálsíþróttamanns, að í fyrsta sinn sem hann tók þátt í tugþraut náði hann 6892 stigum. Þá náði hann 14,4 sek. í 110 m grindahlaupi og 47,7 í 400 m hlaupi, sem er bezti tími sem náðst hefur í tugþrautarkeppni. Það sýndi sig að þarna var á ferðinni frábær íþróttamaður, og á EM í Stokkhólmi í fyrra lék hann sér svo að því að setja nýtt Evrópumet í 110 m grindahlaupi á 13,7. Hafði hann í því hlaupi svo mikla yfirburði yfir keppi- nauta sína að hann var í sér- flokki. Þá vissu menn að hann var ekki nærri kominn á topp- inn og hið nýja heimsmet hans hefur sannað þá skoðun. Með tilliti til aldurs Lauers vilja margir halda því fram að hann Rooky Marciano var þunghöggur, þegar bezta (t. h.K verði meðal þeirra fremstu á OL í Róm eítir rúmt ár. Mikið hefur verið rætt um þennan afburða íþróttamann í erlendum blöðum, og eru sumir þeirrar skoðunar að í tugþraut gæti- hann líka náð góðum ár- angri og það svo að hann kæm- ist í fremstu röð tugþrautar- manna í heiminum. Ennþá er hann aðeins 22 ára gamall og mun hann sjálfur óráð- inn í því hvort hann einbeitir sér að 110 m grindahlaupinu og öðrum skyldum greinum eða fer að æfa með tugþrautarkeppni fyrir augum. Þegar Lauer hljóp í Ziirich um daginn voru aðstæður hinar allra beztu og meðvindur að- eins 1.9 stig. Brautirnar þar eru líka viðurkenndar sem mjög góð- ar, og sumir vilja álíta að þær séu hinar beztu í heiminum í dag. Við þetta bætist svo að hann ræður yfir óvenjulegri leikni og kunnáttu í þessari ,,teknisku“ grein. I dag er sunnudagurinn 19. júií — 200. clagur árs- ins — Justina — Þverár- bardagi 1255 — Árdegis- liáflæði kl. 5.29 — Síð- degisliáflæði kl. 17.53. Helgidagsvarzja cr í Austur- bæjar Apóteki, Sími 1—92—70. Lögreglustöðin: — Sími 11166. Slökkvistöðin: Sími 11100. Kópavogsapótek Álfhólsvegi 9 sr opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgi- laga kl. 13—16. — Sími 23100 ÚTVARPIÐ I 'DAG: 9.30 Fréttir og morguntónleik- ar: a) Þættir úr þýzkri sálumessu op. 45 eftir Brahms. b) Strengja- kvartett op. 133 eftir Beethoven. c) Píanó- konsert nr. 1 í b-moll eft- ir Tjaikowsky. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju. 15.00 Miðdegistónleikar: a) „Pétur Gautur,“ svita eftir Grieg. b) Atriði úr óperunni „Madame Butt- erfly“ eftir Puccini. c) Sinfónía nr. 1 eftir Schu- mann. 16.00 Kaffitíminn. 16.45 Útvarp frá Akranesi: —- Sigurður Sigurðsson lýsir síðari hálfleik í knatt- spyrnukeppni Akurnes- inga og KRinga. 17.45 Sunnudagslögin. 18.30 Barnatími (Skeggi Ás- bjarnarson kennari). 19.30 Tónleikar: Artur Rubin- stein leikur á píanó. 20.20 Raddir skálda: Ljóð eftir spænska skáldið Garcia Lorca og ritgerð um hann. Baldvin Halldórs- son les ljóðaþýðingu eft- ir Magnús Ásgeirsson, Jóhann Hjálmarsson og Sigurður A. Magnússon lesa eigin þýðingar og Jón frá Pálmholti les ritgerðarþætti eftir Einar Braga. 21.10 íslenzk tónlist: „Þjóð- hvöt“, kantata eftir Jón Leifs (Söngfó’k úr Sam- kór Reykjavíkur og Söng- félagi verkalýðssamtak- anna í Reykjavík syngur, og Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur. Stjórnandi: Dr. Hallgrímur Helga- son). 21.30 Úr ýmsum áttum (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.05 Danslög — 23.30 Dagskrárlok. 11 1 1 11 raiiiiiiiiii II III Illl II llll llillllllll!llllllllllllllllll || Flugfélag íslands h.f. • Millilandaflug: Millilandaflug- vélin Hrimfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. Flugvélin fer til Lundúna kl. 10:00 í fyrramálið, Millilanda- flugvélin Gullfaxi er væntan- leg til Reykjavíkur kl. 16:50 í dag frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Osló. Flugvél- in fer til Oslóar, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 08:30 í fyrramálið, Innanlandsflug: I dag er áætl- að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Fag- urhólsmýrar, Hornafjarðar og Vestmannaey ja. Loftleiðir h.f. Edda er væntanleg frá Amster- dam og Luxembourg kl. 19 í dag. Fer til New Yor'k kl. 20.30. Saga er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45. Eimskipafélag íslands h.f. Dettifoss fór frá Hamborg 'í gær til Flekkef jord, Haugesund og Bergen og þaðan til íslands. Fjallfoss fór frá Immingham 17. þ. m. til Hamborgar, Rost- ock, Gdansk og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Húsavík í gær til Súgandafjarðar, ísa- fjarðar og Patreksfjarðar. Gull- foss fór frá Reykjavík á há- degi 'í gær til Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fer frá New York 21—22 þ. m. til Reykjavíkur. Reykjafoss vænt- anlegur til Eskifjarðar síðdeg- is í gær; fer þaðan, til Raufar- hafnar og Húsavíkur. Selfoss ifór frá Gdynia 17. þ. m. til Gautaborgar og Reykjav’íkur. Tröllafoss væntanlegur til Hull 20. þ. m., fer þaðan til Ant- werpen, Rotterdam, Hamborgar og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Siglufirði í gærkvöld til Akureyrar, Húsavíkur og Þórs- hafnar. Skipadeiíd SÍS Hvassafell er j Ventspils, Arn- arfell fer 'í dag frá Rostock áleiðis til Kalmar, Norrköping, Ventspils og Leningrad. Jökul- fell fór 16. júlí frá Þórshöfn áleiðis til Hamborgar. Dísar- fell átti að fara frá Flekkefjord í gær áleiðis til íslands. Litla- fell er í olíuflutningum í Faxa- flóa. Helgafell átti að fara frá Umba í gær áleiðis til Boston í Bretlandi. Hamrafell er í Hvalfirði. Sjáifboðaliðar sem vildu vinna við Kópavogs- kirkju eru beðnir að gjöra svo vel að gefa sig fram við verk- stjóra staðarins næstu daga. Bii'reiðaskoðunin Á morgun eiga eigendur bifreið- anna 8551—8700 að mæta með þær til skoðunar hjá bifreiða- eftirlitinu að Borgartúni 7. Skoðunin fer fram klukkan 9— 12 og kluk'kan 13—16,30. Við hana ber að eýna fullgild ökuskírteini og skilríki fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vá- tryggingariðgjalds ökumanns fyrir árið 1958, einnig fyrir lög- boðinni vátryggingu bifreiðar. Benzínafgreiðslur í Reykjavík opnar í júlí: Virka daga kl. 7.30—23.00. Sunnudaga kl. 9.30 — 11.30 og 13.00 — 23.00. Bréf skipa- skoðunarstjóra Framhald af 1. síðu. ir kæmu með 101 tonn úr veiði- ferð, og öfugt svara 150 tonn i aústur-þýzku bátunum til 510 tonna í 850 brúttórúmlesta tog- ara. Þó er togbúnaður allur hlut- fallslega þyngri í minni skipun- um en í þeim stærri. Séu þessi 250 rúmlesta tog- skip hinsvegar borin saman við ca 140 brúttó-rúmlesta stálbát- ana af norsku gerðinni, þá er ekkert óeðlilegt að þau skip geti borið mun meira miðað við stærð þeirra, því vélarorka og alur búnaður er þar svo miklu fábrotnari, minni og léttari að þar er enginn samanburður mögulegur. í 250 rúmlesta bátunum er. 800 hestafla þungbyggð vél með gír- búnaði, ein 220 hestafla og önn- ur 120 hestafla hjálparvél, stór rafknúin togvinda, auk hydral- iskra akkerisvindu, losunarvindu, bómuvindu og línuvindu. Enn- fremur er frysting og kæling í lestum, lifrarbræðsla, auk ótelj- andi tækja og búnaðar. Það er ekkert við því að segja, að menn vilji hafa skip sín full- komin að vélum og búnaði, en það er ekki hægt að komast hjá því að þessi búnaður krefjisti rýmis og hafi þyngd, sem að sjálfsögðu dregst frá burðar- hæfni skipsins. Réttmælt mun vera í fyrr- greindum blaðagreinum, að bát- ar þessir eru ganggóðir og hafa reynst vel á togveiðum, en að sjálfsögðu takmarkar stærð þeirra útivist í slæmum veðrum, og má enginn búast við því að skip af þessari stærð geti stund- að togveiðar í álíka veðri og stóru togararnir. Ef þessir togbátar hefðu fyrst og fremst verið ætlaðir sem síld- veiðiskip, þá hefði töluverður hluti þess búnaðar, sem þeir sigla með, einnig á síldveiðum verið óþarfur, og þá mátti létta skipin töluvert vegna síldveið- anna, og þetta má gera enn, ef menn treysta það mikið á árang- ur síldveiðanna að það sé rétt- lætanlegt. Að lokum má benda á, að skip á stærð við togarana Þórólf og Skallagrím, sem mældir voru rúmar 400 brúttó-rúmlestir, komu mest með 2000 til 2500 mál síldar og voru þá ekki ferða- færir nema í blæjalogni, en þetta magn er álíka og 1300 má| í 250 brúttó-rúmlesta skipi. ilffí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.