Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 8
Simnudagur 19. júlí 1959 — 24. árgangur — 151. tölublað Frá Vínarborg — borg heimsmótsins þJÓÐVILIINN Gömul torfkirkja frá Silfrastöðum verður endurreist að Árbæ Árbæjarsainið opnað að nýju eftir marg- háttaðar endurbætur og viðgerðir í gasr kl. 2 var ÁrbæjarsafniÖ opnaö, aftur til sýnis eftir gagngerar viögeröir og endurbætur, er þar hafa fariö fram aö undanförnu. 57 lögðu af stað í gœr með Gullfossi áleiðis til Vínar . Heimsmót æskunnar hefst nk. sunnudag Meðal larþega með Gullfossi í gær áleiðis til Kaupmanna- hafnar voru 57 íslenzkir æsku- menn, sem þátt taka ásamt nær 20 löndum sínum öðrum í 7. heimsmóti æsku og stúd- enta, er sett verður I Vín, höfuðborg Austurrjkis, nk. sunnudag. Margt manna kvaddi íslenzku þátttakendurna, er Gullföss lagði frá bryggju á hádegi f gær, en héðan halda þeir sem fyrr segir til Hafnar og þaðan síðan um Austur-Þýzkaland og Tékkóslóvak'íu til Vínarborgar. Heim koma islenzku þátttak- endurnir síðan um eða eftir Carlo Schmid í heimsókn í gær var væntanlegur hingað með flugvél frá Þýzkalandi próf- essor Carlo Sshmid, varaforseti vestur-þýzka sambandsþingsins. Prófessorinn, sem kemur hing- að á vegum Evrópuráðsins og Háskóla íslands, mun flytja fyr- irlestur í hátíðasal hóskólans n.k. þriðjudag kl. 5,30. Ágæt síldveiði nú í Miðnessjó Ágæt síldveiði er nú í Miðnes- sjó og hafa allmargir bótar sótt þangað eftir að vélþáturinn Auð- ur fró Njarðvík fann þar mikia síld á fimmtudag. í gærmorgun voru sex bátar komnir tii Keliavíkur með góð- an afla — frá 60 og upp í 200 tunnur. Guliborg var aflahæst. Síld þessi er öll fryst. miðjan ágústmánuð, en mótið stendur yfir réttar tvær vikur. Taka þátt í þv’í tug- þúsundir æskumanna hvaðan- æva úr heiminum. Aðalfararsjóri íslenzku móts- þátttakendanna er Árni Björns- son stud. mag, en honum til Allsherjarleit að Boga í dag Sjálíboðaliðar ókast Leitinni að Boga Guðmunds- syni hefur verið haldið áfram alltaf meira og minna undan- farna daga, en án árangurs. Það er nú vitað með vissu að Bogi tók sér stöðvarbíi á Miklatorgi á sunnudaginn var og fór úr hon- um nálægt Sólvangi í Hafnar- firði um tólfleytið, Aðstandendur, starfslið Kron og skátar úr Reykjavík og Hafn- arfirði hafa leitað undanfarna daga. í dag á að gera allsherj- arleit um hraunin fyrir ofan Hafnarfjörð og með ströndinni. Eru það vinsamleg tilmæli leit- arstjórans að sjálfboðaliðar gefi sig fram til leitarinnar, og munu leitarmenn safnast saman við Miklatorg kl. 1,30 í dag. aðstoðar Erlingur Gíslason leik- an. Fidel Castro biðst lausnar Fidel Castro, hinn fægi bylt- ingarforingi á Kúpu og núver- andi forseti landsins, hefur beðizt lausnar frá ráðherra- dómi. Lausnarbeiðni Castro kom mjög á óvart, en ekkert hefur ennþá verið látið uppí um raun- verulegar ástæður þessarar á- kvörðunar. Castro, sem er aðeins 31 árs að aldri, hefur verið forsætis- ráðherra Kúpu siðan hann leiddi byltinguna fram tii sigurs í vetur og hrakti Batista ein- ræðiherra frá völdum. Raol Castro, bróðir Fideis og yfirmaður hersins, hefur hvatt landsmenn til að sýna engin ó- róamerki þrátt fyrir lausnar- beiðni Fidel Castros, og hið sama hefur David, formaður verka- lýðssambands Kúbu gert. Árni Björnsson Samkvæmt upplýsingum Lár- usar Sigurbjörnssonar skjala- varðar er þessum viðgerðum á Árbæ nú að mestu lokið og verður safiiið framvegis opið fyrir almenning alla daga, nema mánudaga, frá kl. 2—7 e. li. Helztu endurbæturnar, sem gerðar hafa verið á Árbæ að þessu sinni, eru þær, að fram- bærinn með bæjarþilinu hefur verið endurbyggður og bæjar- veggir hlaðnir upp að nýju. Prentaraverkfali í Danmörku Prentarasambandið í Dan- mörku hefur boðað til verkfalls prentara í þeim prentsmiðjum, sem tekið hafa að sér verkefni fyrir Breta, en í Bretlandi stendur prentaraverkfall yfir. Hafnargarðurinn í Ólafsvík verður lengdur um 31 metra í sumar Þá veiður hægt að afgreiða flufningaskipin uppi við hafnargarðinn Ólafsvík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. FyrirhugaÖ er aö lengja hafnargarðinn hér í sumar um 31 metra og er þá komin aöstaöa til að afgreiða hér stór flutningaskip. Framkvæmdir við hafnar- garðinn hér hófust um miðjan júní sl. og hefur dæla á veg- um vitamálaskrifstofunnar unn- ið að hreinsun kerstæða, en fyrirhugað er að setja 2 ker, 12x12 m að stærð, þannig að lenging norðurgarðsins með þessari framkvæmd, að við- bættu bili milli efra kersins og garðsins eins og hann er nú, verður urp 31 m, og er þá komin aðstaða fyrir öll stærri skip til að athafna sig þar, og er það mikill téttir fyrir útflytjendur, því aðeins smærri skip hafa til þessa getað komið upp að garði í Ólafsví'k til þess að lesta útflutningsvörur. Framkvæmd þessi hófst í ifyrrasumar með byggingu tveggja áðurnefndra kera, og er óhætt að segja að fyrir at- beina þeirrar ríkisstjórnar er þá sat tókst að ná því fjár- magni sem þurfti til fram- kvæmdanna við þenna fyrsta á- fanga, og ber þá 'í fyrsta lagi að nefna góða fyrirgreiðslu og skilning þáverandi félagsmála- ráðherra, Hannibals Valdimars- sonar. Þess má geta a.ð full sam- staða hefur nú tekizt milli for- ustumanna í Ólafsvík ura að hrinda hafnargerðinni, stærsta hagsmunamáli Ólafsvíkinga : framkvæmd, þrátt fyrir örðug- Einnig hefur eldhúsið verið hlaðið upp að nýju. Þá hefur höggmynd Ás- mundar Sveinssonar,Konan með strokkinn, verið sett upp á bæj- arhólnum. Einn af gömlu vatns- póstunum I Reykjavík hefur og verið settur upp áð Árbæ. Reist hefur verið flaggstöng og hefur Eggert Guðmundsson list- málari séð um skreytingu í kring uum hana. Einnig er nú verið að reisa hlið inn í garð- inn á Árbæ. Silfrastaðakirkja flutt að Árbæ Verið er nú að hefjast handa um að endurreisa gamla torf- kirkju að Árbæ. Er það Silfra- staðakirkja í Skagafirði, sem bóndinn þar Jóhann Lárus Jó- hannesson, hefur gefið safn- inu með samþykki þjóðminja- varðar. Hafa innviðir kirkjunn- ar þegar verið fluttir hingað suður. Silfrastaðakirkja var reist um 1840, en var lögð niður um aldamótin og þá breytt 'í bæjarhús og þess vegna hafa innviðir hennar varðveitzt. Mun Skúli Helgason byggðasafnsvörður á Selfossi sjá um endurbyggingu kirkj- unnar. í ráði er að endurreisa fleiri gömul hús að Árhæ, m. a. verður innan skamms reist þar gömul sjóbúð, er áður var á Vesturgötu 7. Mikið hefur verið spurzt fyr- ir um það að undanförnu, hvort safnið yrði ekki opnað, einkum hefur útlendinga fýst að skoða leika sem á því kunna að verða. það. Bifvéíavirkjar á námskeiði hjá verkfræðingi Yolkswagen Hér hefur dvalizt sl. tvær vikur H. Hiller, verkfræðingur frá Volkswagen-verksmiðjunum þýzku, en liann hefur undan- farið lcoinið liingað árlega í sambandi við viðgerða- og vara- hliitaþjónustu Heildverzlunar- innar Heklu hf., sem cinkaum- boð hefir fyrir Volkswlagen- verksmiðjurnar á Islandi. Hiller hélt hér námskeið fyr- ir sjö bifvélavirkja hjá P. Stef- ánsson hf., ,sem annast allar viðgerðir á Volkswagen bifreið- um. Auk námsskeiðsins sýndi Hr. Hiller fræðslumjmdir fyrir alla viðgerðamenn fj'rirtækis- ins og var lögð sérstök áherzla á að- 'kynna endurbætur þær, sem gerðar hafa verið á gír- kassa VW sendiferðabifreiðar- innar að undanförnu. Varðandi varahlutabirgðir umboðsins hér tók'Hiller’fram, að þær væru fyllilega sambæri- legar við það sem gerist á meginlandinu og Norðurlönd- um. Framhald á 2. síðu. H. Hiller.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.