Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — FÖstudagur 15. janúar 1960 ^IÓÐVILHNN Útgeíandl: Sameiningarflokkur alÞýðu - Sósjalistaflokkurlnn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (ábj, Magnús Torfi Ólafsson. Slgurður Guðmunds- aon. - Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- atjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prent- smiðJa: Skólavörðustfg 19. — Simi 17-500 (5 linur). - ÁskrlftarverÖ kr. 30 á mánuði. — LausasÖluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞJóðvilJans. v._______________________________y /-----:--------------------------------------------■>. Samkeppni um innflutning pyrir skömmu birti Þjóðviljinn mjög athyglis- verða grein eftir Kristján Gíslason verðlags- stjóra. Þar benti hann á að gjaldeyrisstaðan, sem nú er mikið rædd, er ekki aðeins háð gjaldeyris- tekjum og því vörumagni sem við kaupum, held- ur og í ríkum mæli því verði sem við greiðum fyr- ir vörur þær sem keyptar eru erlendis. En um þetta síðasta atriði hefur ekkert verið sinnt af ís- lenzkum stjórnarvöldum. Þegar innflytjendur hafa sótt um heimildir til að kaupa vörur ytra, hafa yfirvöldin ekkert spurt um það hvernig kaup þeir geri, hvaða verð þeir greiði fyrir vörurnar, held- ur hefur leyfunum yfirleitt verið úthlutað eftir svokölluðu kvótakerfi; menn hafa fengið að flytja inn vörur í einhverju hlutfalli við það sem þeir hafa áður flutt inn. Afleiðingin hefur orðið sú að vörur hafa verið keyptar á mjög misjöfnu verði, ýmsir innflytjendur hafa gert óhagkvæmari kaup en aðrir; þeir sem kaupa lítið magn gera t.d. yfir- leitt lakari kaup en hinir sem kaupa stórt. Þess vegna hafa sams konar vörur oft verið ó misjöfnu verði í verzlunum hér, og verðlagsyfirvöldin hafa enga heimild til að gagnrýna léleg kaup innflytj- enda erlendis eða taka tillit til þeirra í verðút- reikningum sínum. Vörumagnið sem inn er flutt, er hins vegar ekki meira en svo að allt selst, þótt verðið sé misjafnt. A uk þess er það á allra vitorði, stjórnarvalda jafnt 1 sem almennings, að innflytjendur gera ekki að- eins misjafnlega hagstæð innkaup, þeir eru einnig misjafnlega heiðarlegir. Það mun vera mjög al- gengt að innflytjendur fá erlenda viðskiptamenn sína til að gefa upp á reikningum hærra verð en greitt er í raun og veru; með þessu móti stela heild- salar bæði undan gjaldeyri og fá auk þess hærra verð fyrir vörur sínar hér heima en þeir ættu að fá. Kunnugustu menn eru sannfærðir um að þessi fjárflóttj nemur mjög verulegum upphæðum árlega, og allt er þetta gert í skjóli þess að ekkert er spurt um innkaupsverð, heldur leyfum úthlutað eftir allt öðrum sjónarmiðum. f/ristján Gíslason lagði til í grein sinni að núver- ; v andi kerfi við úthlutun innflutningsheimilda yrði breytt og í staðinn yrði tekin upp sú frjálsa samkeppni sem mest er lofsungin í blöðum. Tillaga hans var sú „að boðið væri út það magn tiltekinna greina innflutningsins, sem ákveðið vœri að flytja inn hverju sinni. Síðan vœru þeir aðilar látnir hafa innflutninginn með höndum sem hagkvœmust kjör gœtu boðið — og einnig aðstoðaðir í þessu efni, ef þess þyrfti með“. Með þessu móti yrðu innflytjend- ur að sýna hæfni sína fyrir opnum tjöldum, keppa um að veita sem bezta þjónustu, sýna hverjir fremstir væru í því að hagnýta gjaldeyrinn sem sparlegast og tryggja sem lægst verð hér innan- lands. Þessi aðferð ætti einnig að geta bundið endi á fjárflóttann; ef menn ættu að keppa um að tryggja sem lægst innkaupsverð myndi lítið stoða að fá erlenda viðskiptavini til að falsa faktúrur til hækkunar. lkessi tillaga Kristjáns er mjög athyglisverð, og þess er að vænta að hún verði gaumgæfilega athug- uð hjá núverandi stjórnarflokkum. Þeir segjast í tíma og ótíma vera miklir vinir frjálsrar sam- keppni, og tillagan fjallar einmitt um það að virkja frjálsa samkeppni í þágu almennings og þjóð- arheildarinnar til þess að tryggja gjaldeyrissparn- að og minni dýrtíð. En í núverandi kerfi, úthlutun samkvæmt einhverjum kvótareglum, felst engin samkeppni, heldur einokunaraðstaða sem sérstak- lega vemdar skussa og misindismenn. — m. Moskvu 4.—5. janúar. Nýliðið ár var sannarlega gleðilegt ár um flesta hluti Moskvubúum og öðru Sovét- fólki. Sovézkar geimflaugar þeyttust um bimnana með miklum glæsibrag. Krústioff og Eisenhower ræddust við í mestu vinsemd. Hvergi í heim- inum voru atómspreng.iur sprengdar á árinu. Hafin var róttæk stvtting vinnutímans. Atvipnuvegum fleygði fram. Smjöríramleiðslan komst upp í 850 þús. tonn. Gaganovu- hreyfingin breiddist út um land allt. Rjazanhéraðsmenn frömdu það ágæta afrek. að framleiða þrisvar sinnum meira af kjöti en árið áður.'Erenbúrg og aðrir góðir menn töluðu við æskufólk um menningu til- finninganna. Og enn dansar Úlanova á sviði stóra leikhúss- ins. Dagblöðin voru á nýársdag full af skrifum um afrek árs- ins. Ýmsir merkir menn. inn- lendir og, útlendir óska þjóð- inni velfarnaðar. Á forsíðum voru hátíðateikningar. Á for- síðu Komsomolskaja Pravda var teiknuð geimflaug úr korn- öxum. maís og kálhausum. en mjólkurbrúsar reka hana á- fram. Bidstrup hinn danski teiknar ósigur kalda stríðsins í mörg blöð. í Prövdu er Krústjoff teiknaður með loft- bor í höndum og rnalar hann niður kalda stríðið með tóli þessu, — en Krústjoff er gam- all námumaður, eins og kunn- ugt er. Með Komsomolskaja Pravda kom aukablað: nýárs- blað ársins 2010. Þar er sagt frá jarðrækt á tunglinu. 3C8 kíiómetra jarðgöngum undir Kaspíahaí, fyrsta konsert Mars-tónlistar í Moskvu. og fleira er í blaðinu til íróðleiks og skemmtunar. HÁTÍÐA- HÖLD En það var ekki ætlun mín að segja írá helztu viðburð- um og afrekum ársins. Úg vildi segja frá því hvernig Rauða tofgið í Moskvu skrautlýst á nýársnótt. iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliilliiiiiilliiiiiiiililiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiii ifn111iiiiiii111!i11;iii11ni!1111iimiii111mi!111111iiiiiiiiiit;i;111 Námsbœkur um landafrœði Jón Þórðarson: Vinnubók í landafræði. Guðmundur I. Guðjónsson skrifaði text- ann. ísland 1. a. —. ísland og Færeyjar l.b. Reykja- vík 1959. Oft er því haldið fram að skólar séu íhaldssamir með kennsluaðferðir og er það efa- laust réttmæt aðíinnsla. Hins vegar má segja, að stundum séu órökstuddar kröfur gerð- ar til kennara um nýbreytni og tilraunir í kenn,slutilhög- un og aðferðum. Ekki er hver kennari fær um að finna nýj- ar starfsaðferðir, og eins er hitt að skólar og' löggjöf setja víðast allþröngar skorður um námsefni og próf, svo ekki er auðvelt af þeim sökum að víkja langt af troðnum braut- um. Og svo er ekki einu sinni víst að öll nýbreytnin reynist vel, hún getur orðið að skrípa- mynd af sjálfri sér í höndum manna sem ekki kunna með hana að fara. Ég held t.d. að ekki sé of mikið sagt þó full- yrt sé að foreldrar almennt séu undrandi á þeim dæma- lausa giundroða sem ríkir í íslenzkum barnaskólum um kennsluaðferðir í lestri og skrift. svo tekið sé dæmi af einföldustu undirstöðum alls náms. Svo gæti virzt sem hvar kennari hafi sína kreddu í þessum efnum og árangur stundum furðu lítill eftir all- langa skólavist. Eitt hið bezta sem reynt hefur verið af nýbreytni í ís- lenzkum skólum undanfarna áratugi er vinnubókagerð. Alllengi hafa verið gerðar til- raunir með þetta kennsluform. en þó er langt frá að það hafi náð útbreiðslu og festu sem vert væri. Hugmyndin að láta börn vinna siálf að bví að afla sér íróðleiks. greina milli aðal- atriða og aukaatriða og gera sér aðalatriðin hugtöm með vinnubókagerð, er snjöll hug- mynd með djúpar rætur í skynsamlegri uppeldisfræði. Þessi kennsluaðferð virðist þó liggja alveg sérstaklega vel við greinum eins og landafræði og' hvers kyns náttúrufræðum. Hins vegar verður úr henni skopleg vitleysa þegar skóla- börn eru látin liggja yfir því að gera ,.vinnubækur'‘ í krist- infræði, og líma ólistrænar glansmyndir af Jesú og gott ef ekki guði almáttugum inn- an um gömlu þjóðsögurnar um þá feðgana rétt eins og mynd af Akureyri eða spóan- um inn í vinnubækur um landafræði og dýrafræði! Tilefni bessara hugléiðinga var annars nýju vinnubæk- urnar hans Jóns Þórðarsonar um landafræði íslands. Það eru fallegar bækur, textinn skrifaður af Guðmundi í. Guð- jónssyni kennara, en við skrif- að orð tengjast allstaðar mynd- ir, teikningar eftir Óskar Liliendahl, Halldór Pétursson og Einar G. Baldvinsson og svo kort og Ijósmyndir. H.eft- in eru tvö, og fjallar fyrra heftið um jarðfræði, veðráttu og almenna landafræði ís- lands, en í síðara heftinu er landinu lýst eftir einstokum sýslum. Þó textinn sé ekki lang- ; ur er ótrúlega miklum fróð- leik komið fyrir um landa- fræði íslands og sögu, oft þannig að einungis er ymprað i á staðreyndum til að vekja forvitni nemandans og úta við • fróðleikslöngun hans. Bæði . heftin sem út komu í. vetur fjalla um ísland eins og .íyrr er sagt, nema í lok síðara heft- isins eru Færeyjum gerð sömu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.