Þjóðviljinn - 06.03.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1960, Síða 4
4) — ÞJÓEfVILJINN — Sunnudagur 6. marz 1960 Skékþing Reyk;avíkur Úrslitakeppnin á Skákþingi Réykjavíkur hófst í Breiðfirð- ingabúð sJ. sunnudag. Þátttak- endur eru 8 þ.e.a.s. þrír efstu menn úr hvorum riðli undan- rásanna, en auk þeirra Frið- rik Ólafsson stórmeistari og Ingi R. Jóhannsson núverandi skákmeistari Reykjavíkur. Eg birti hér þátttakendalistann eftir töfluröð: 1. Benoný Benediktsson, 2. Jónas Þorvaldsson, 3. Halldór Jónsson, 4. Björn Þorsteinsson. 5. Bragi Þorbergsson, 6. Ingi R. Jóhannsson, 7. Friðrik Ólafsson, 8. Guðmundur Lárusson. Samkvæmt þessu teíldi Ben- oný í fyrstu umferð með hvítu gegn Guðmundi Lárussyni, Jón- as (hvítt) gegn Friðrik, Hall- dór gegn Inga og Björn Þor- steinsson gegn Braga. Fjórum sýningarborðum var fyrir komið upp á vegg, og ungir áhugamenn færðu þar ieikina jafnóðum og þeir komu úr deiglunni og var því mjög auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með gangi skákanna. Talsvert var líka um áhorf- endur á tímabili, og væri þó enn stærri ' áhorfendahópur fyllilega samboðinn þessu móti, sem iíkur benda til að geti orðið skemmtilegt og spenn- ■ ahdi. Auk þess hefur stjórn Tafl- félags Reykjavíkur greinilega lagt sig fram til að mótið gæti orðið sem aðgengilegast fyrir áhörfendur. Ber að meta þá viðleitni. Um gang skákanna í fyrstu Benóný Benediktsson umíerð var annars það að segja, að stórmeistarinn Frið- rik beitti Sikileyjarvörn gegn kóngspeði Jónasar. Var það hið svonefnda Modern-Paulsen af- brigði, og féllu íyrstu 8 leik- irnir eins og í einni skák Frið- riks gegn Tai á kandídatamót- inu. í þeirri skák (gegn Tal) fórnaði Friðrik peði í 10. leik en fékk í þess stað ágæta kóngssóknarmöguleika, sem hann missti þó úr höndum sér vegna ónákvæms leiks síðar. Friðrik tefldi þannig eiginlega gegn sjálfum sér fyrstu 8 leik- ina, en þá breytti Jónas út aí, en varla til bóta. Er fróðlegt að vita hvort Friðrik hefur haft á taktein- um endurbót á taflmennsku ' Tals.. Jónas hélt sæmilegu tafli • alllengi framan af, en i mið- taflinu tókst stórmeistaranum að snúa af honum peð og sið- ar annað nokkru áður en skák- in fór í bið. Mikil mannakaup urðu Hka þ.á.m. drottninga- kaup og er biðstaðan vonlaus fyrir Jónas. Má þó segja að hann hafi staðið sig eftir at- vikum vel. Ingi R. Jóhannsson lék hol- lenzka vörn gegn Halldóri Jónssyni . Fylgdu allmargir fyrstu leikirnir þekktri teoríu. Halldór sþrengdi upp á mið- borði með e4 og skildi þar loks hrók sinn eftir í dauð- anum, en ef Ingi tók hann missti hann drottninguna. Ingi hafði að sjálfsögðu enga löng- un til svo óhagfelldra skipta, heldur vann að því að auka tök sín á miðborðinu. Þrengdi hann þar svo að andstæðingi sínum að Halldór sá sig til- neyddan að láta af hendi skiptamun, en fékk þó peð í kaupbæti. Það reyndist þó ekki nægjanlegt, og stuttu síðar hóf Reykjavíkurmeistarinn aðgerð- ir gegn kóngsstöðu Halldórs, sem enduðu með máti. Átti Halldór þó að geta var- izt lengur, en erfið varnarað- staða bíður afleikjum heim. Bragi Þorbergsson tefldi Sik- ileyjarvörn gegn Birni Þor- steinssyni, og beitti varnarkerfi sem Smisloff hefur miklar mætur á, en er raunar gamalt og kennt við Paulsen eins og kerfið, sem Friðrik valdi. Björn tefldi byrjunina miður nákvæmt og hugðist Bragi notfæra sér það og vinna peð, en gaf um leið andstæð- ingi sínum færi á fórnarleik- fléttu, þar sem hann lét af hendi mann en fékk þrjú peð í staðinn. Þar sem um var að ræða þrjú frípeð á drottning- arvæng, þá hefðu þau alveg átt að vega á móti manninum, en Björn fór ekki sem bezt í framhaldið og í biðstöðunni á Bragi góðar vinningshorfur. Skák dagsins var viðureign þeirra Benonýs og Guðmundar Lárussonar. Benoný tefldi byrjunina á mjög óvenjulegan og sérkenni- legan hátt, gaf algildum kenni- setningum í skák langt nef og sagðist vera að stæla Capa- blanca með því tálbragði sínu. Snemma tafls ginnti hann hinn unga andstæðing sinn til að þiggja skiptamunsfórn, en við það flæktist kóngur Guð- mundar út á borðið, og stað- an varð öll ótrygg. Eftir 28 leiki var svo öllu lokið og Guðmundur gafst upp. Áhorfendur klöppuðu óspart og höfðu greinilega kosið sér mann dagsins. Það var hinn nýi Capablanca, sem varð fyr- ir valinu. Hér kemur svo skák þeirra Benonýs og Guðmundar. Hvítt: Benoný Benediktsson Svart: Guðniundur Lárusson Óregluleg byrjun. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. e3 Einhverntíma sagði einhver um einhvern leik, að svona léku .ekki aðrir en snillingar eða fífl. Af gangi skákarinnar verð- ur ljóst, hvor manntegundina hér er um að ræða. 3. ------------- b6 4. Be2 Bb7 5. Bf3 Þetta er brot á kennisetning- unni að ekki skuli leika sama manni nema einu sinni með- an á liðskipan stendur. En Benoný er fremur lítill bók- stafstrúarmaður. 5.------------ Bxf3 Hér flýtir Guðmundur fyrir liðskipan andstæðings síns. 5. — — d5 er eðlilegri leikur, þótt ekki ver.ði hér talað um neinn afleik. 10. Hel Benoný hefur reiknað nákvæm- lega út viðbrögð andstæðings síns við þessum leik o'g hefur-'-’' nú þegar s^iptamuiisfórnina v-í,. , £ huga. 10. ------ Bb4 Þessi leikur er vafasamur. Með þessum og næsta leik lætur Guðmundur leiðast út á hálan ís, sem honum verður fóta- skortur á. 10. — — 0—0 var betri leikur og eftir 11. Bb2 , dxc4; 12. bxc4 , e5. o.s.frv., hefur svartur góða viðspyrnu á miðborðinu. 11. Bb2 Re4 Hvítt: Benoný Benediktsson ABCDEFGH %S* ■ *. í m. ABCDEFGH Svart: Guðmundur Lárusson. 12. Rxe4?! Þetta er engin nauðungarfórn, því með 12. Dc2 og síðan a3 héldi Benoný nokkru betra tafli. En nú koma fram skemmtilegar flækjur, og í þeim kann Benoný vel við sig. 12. — — Bxel Eftir 12. — — dxe4; 13. Rd2 kæmi fjaðurmagn í peðamið- borð hvíts og biskupinn á b2 yrði öflugur. 13. Rd6f Óvæntur gestur knýr dyra á konungshöllinni. 13.----- Ke7 Eftir 13.------Kf8; 14. Dxel , Dc7; 15. Ba3 , c5; 16. Rb5 held- ur hvítur tveimur mönnum fyr- ir hrókinn. biskup og peð hefur Benoný1; •tekizt að flækja svarta kóngn* um út á borðið, þar sem hanií er mjög berskföldaður íyrir, ai ííV.;. afv um. -T Ekki er svo auðhlaupið í sk'jól með kónginn, þar serrí 18. -----Ke7, yrði svarað me$ 19. Dc3 og peð fellur. 18.----* DÍ6 er sennilega bezti leikuri inn, og með nákvæmri táfj# mennsku er ekki ólíklegt að svartur ætti að geta haldiát taflinu, þótt litlu megi skeika. 18. ----- a5? Ónauðsynleg tímasóun, Hóturi- in b4 var ekki hættulegt fyr- ir svartan. 19. Hdl Dc7 19. — — Db6 er líklega betra. 20. Dc3 fG 21. Rd4t! Kf7 22. Dc4t Ke7 23. De6t Kd8 23. — — Kf8 var ekki betra'. Þá vinnur Benoný með 24. Rc3 24. Bxc5! Benoný getur nú flest leyftj sér. 24.-----Dxc5 strandar nðl að sjálfsögðu á 25. Rcðf , Kc7| 26. Hxd7t , Kb6; 27. Rb8t Kb5; 28. Hb7t og mátar. 24. -----HaC? Tapar strax. Leiki svartur 24. ----Kc8 á Benoný a.m.k. eft- ir. að reka endahnútinn U skákina. Nú kemur allt aj sjálfu sér. 25. Be7t Ke8 26. Bd6t Kd8 27. Bxc7t og Guðmundui gafst upp. IIUNVETNINGAR : SKAG- FIRÐINGAR S.l. sunnudag 28. febrúar fóij fram skákkeppni í Breiðfirð- ingabúð milli Húnvetninga og Skagfirðinga búsettra í Reykja- vík. Teflt var á 21 borði, og fóru leikar svo, að Húnvetn- ingar sigruðu með 12 vinning- um gegn 9. Keppnin fór ve| fram ög er mikill áhugi fyrir, 6. Rxf3 d5 14. Ba3 c5 því innan átthagafélága við-< 7. 0—0 Bd6 15. dxc5 bxc5 komandi héraða hér í bænunt í flestum drottningarpeðsbyrj- 16. cxd5 Kxd6 að halda slíka keppni árlega * unum stendur biskupinn betur 17. dxeöt Kxe6 framtíðinni. Á 1. borði gerðu á e7. 18. Dxel þeir jafntefli sín á milli Bem 8. Rc3 Rb—d7 Lítum nú yfir orustuvöllinn. 9. b3 c6 Með því að láta hrók fyrir oný Benediktsson og Sveinn Kristinsson. * m* - ’v'v -. \ BÆJmPOSTURim • Minni þjónusta — meiri gjöld Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum hefur afnota- gjald símans verið hækkað svo og gjöld fyrir símskeyti og burðargjöld undir bréf. Af- notagjaldið af símanum hefur hækkað hér í Reykjavík úr kr. 360 í kr. 450 á ársfjórð- ungi. Þetta er 25% hæk'kun. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það hefur einnig verið fækkað þeim símtölum, sem tala má fyrir þetta gjald. Áð- ur var miðað við 700 símtöl á ársfjórðungi en nú aðeins 600. Gjöld fyrir umframsímtöl hef. ur einnig verið hækkað. Það var áður 55 aurar fyrir hvert símtal en verður nú 70 aurar. Þannig hækka raunverulega símagjöldin um miklu meira en 25%, ef miðað er við sömu notkun og áður, þ.e. sömu þjónustu af hálfu símans við símnotendur. Fyrir 700 slmtöl á ársfjórðungi þurftu þeir áð- ur að greiða kr. 360 en nú kr. 520. Það er: gjaldið hækkar um rösklega 44%. Forráða-r menn landssímans munu afr saka srmtalafækkunina með því, að meirihluti símnotenda hafi ekki talað 7Ö0 símtöl á ársfjórðungi. Eg skal ekki ekki bera brigður á það, en hitt er líka vitað, að þeim, sem mikið þurfa að nota síma, t.d. vegna vinnu sinnar, nægja 600 símtöl á ársfjórðungi alls ekki, þess vegna kemur þessi hækkun hart niður á þeim. Hér eftir mega menn ekki tala meira en 6—7 símtöl á dag án þess að borga au'kalega fyrir það og verða áreiðan- lega mjög margir, sem lenda í þeim skatti. Er það vissu- lega hart, að ríkisfyrirtæki skuli ganga á undan öðrum í því að rýra þjónustu sína við menn jafnframt því, sem gjald fyrir hana er stórhækkað. Út yfir tekur þó, að þetfca skuli gert á sama tíma og kaup- máttur launa er stórlega skertur með aðgerðum ríkis- valdsins. gi • Efnahagsaðgerðimar nýju Svo kemur hér bréf, sem póstinum hefur borizt: „Heiðr. aði bæjarpóstur. Eg sendi þér hér með tvær vísur til birt- ingar, ef hæfar þykja. Eins og þú munt sjá eru það efna- hagsaðgerðirnar nýju, eins og þær koma mér fyrir sjónir, skýrðar á tilheyrandi lík- ingamáli: Otar s'kalla örbirgðin, útaf hallast velgengnin, gengisfalla garmurinn gleypir allan kaupmáttinn. Skaðastálsins sköftunum skirpt er máls úr kjöftunum. Hlaupið frjálst í höftunum- Hangið báls í röftuntím! Einn sköllóttur úr land- námi SkaUa-Gríma.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.