Þjóðviljinn - 06.03.1960, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.03.1960, Qupperneq 6
ÞJÓEÍVILJINN * It/tJ «s #■*■■ k»t* • l»»W tttl I f ’flf ft* ■ f I ■■•■»» ••■■ <«*J •••Ml •••••>• * mt *t Sunnudagur 6. marz 1960 t5ES £3S Útgefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi ÓlafSson, Sig- urður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 líni)**). - Áskriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prentsmiðja Þjóðviljans. ’iskverðið til siómanna rrn: ]|/|orgunblaðið og Alþýðublaðið fjasa nú um það daglega að vondir kommúnistar æsi til verkfalla og vilji með því gera að engu það „gagn“ sem annars yrði af gengislækkunarlögum og kjaraskerðingarráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar. Hvað eftir annað við meðferð gengislækkun- arfrumvarpsins á Alþingi var ríkisstjórninni bent á að enginn maður í landinu nema ef til vill ráðherrar og hagfræðingar beirra létu sér koma til hugar að verkalýðshreyfingin gæti orð- ið fyrir slíkri árás án þess að reyna með ein- hverjum hætti að verjast kjaraskerðingunni. Og meira að segja þeir menn vissu hvað þeir voru að fara. Þeir ætlast til að tækifærið verði notað til að berja niður verkalýðshreyfinguna, og menn eins og Jóhannes Nordal virðast halda að ekkert þurfi til þess nema ofbeldið. TV/feðal þeirra sem bentu ríkisstjórninni alvar- lega á til hvers hún væri að stofna var Karl Guðjónsson alþingismaður. Hann tók sem dæmi ákvæði gengislækkunarfrumvarpsins um fisk- verðið til siómanna og sagði m.a.: „Sagt hefur verið að allir þeir sem vinna við útveg, fengju bættan tag af bessum ráðstöfunum, því allt væri þetta gert fyrir útveginn. Það verður þó varla dregið í efa að sjómenn á fiskibátum vinni í þjónustu sjávarútvesrsins. Þeir hafa samninga við atvinnurekendur sína um það hvernig þeir taka kaup sitt og þeir taka kaupið í ákveðnum afla- hlut. Þeir eru þannig eigendur að ákveðnum hluta aflans sem báturinn er þeir vinna við fiskar. Á undanförnum árum hafa þeir selt út- gerðarmanni báts s'ns aflahlutinn á ákveðnu verði sem þeir hafa samið um hverju sinni. Þetta verð sem nefnt er skiptaverð nemur nú 1.66 kr. fyrir hvert kg. af slægðum þorski með haus. Nú mun hins vegar sýnt að eðlilegt er að borga eftir þessa gengislækkun fyrir ferskan fisk aðgerðan með þessum hætti um þrjár krón- ur eða rúmar þrjár krónur. T frumvarpinu er hins vegar sagt að bátasjó- menn skuli hafa óbreytt verð frá síðustu samningum, óbreytt skiptaverð fyrir sinn fisk. Svo framarlega sem bátasjómenn knýja ekki' fram nýja samninga, þá verða þeir á þessari vertíð neyddir til þess með lagasetningu að selja fisk sinn á um það bil hálfvirði. Ríkisstjómin getur að sjálfsögðu beðið þá að sýna skilning en ég er hræddur um að þeim finnist ríkisstjórnin hafa sýnt heldur lítinn skilning á sínum högum. Auðvitað efnir hér ríkisstjórnin beinlínis til þess að sjómenn uni þessu ekki og að átök verði um skiptaverð sjómanna, og við getum gert okkur í hugarlund hver áhrif það hefði á þjóðarbú- skapinn ef bátaílotinn stöðvaðist nú á vertíð. Ef hann ekki gerir það þá er það vissulega ekki ríkisstjórninni að þakka, því að bún hefur vís- vitandi efnt til þess að svo geti orðið“. l^n ríkisstjórnin tók engum sönsum, heldur rak kjaraskerðingarlögin í gegn án nokkurs til- lits til aðvarana, svo sem þessara orða Karls Guðjónssonar. Hún á því við engan að sakast nema sjálfa sig ef sjómenn telja sig tilneydda að grípa þegar til Varnarráðstafana. Sjómenn og vél- stjórar í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að leita nýrra samninga. Hvaða aðferð sem þeir kunna að beita til að rétta hlut sinn mun ekki um það deilt, að sanngirniskröfu eiga sjómenn á því að fiskverðið hækki. — s. Jtrt ZkZ J*» •% ir.r ■*. í: EIÍi iSI Aðal-forgöngumaður um stofnun Lúðrasveitar verka- lýðsins var Haraldur Guð- mundsson prentari og var hann einnig iyrsti stjórnandi henn- ar og allt þar til hann fluttist úr bænum — en nú stjórnar hann lúðrasveit í Neskaupstað'. Jón S. Jónsson tók við stjórn- inni af Haraldi í þrjú ár eða þar til Jón Ásgeirsson tók að sér stjórn lúðrasveitarinnar. Lúðrasyeitin var stofnuð í er erfiðast viðfan'gs hjá ykk- ur? — Mesta vandamál lúðra- sveitarinnar eru húsnæðisskort- ur og fjárhagsörðugleikar. Allt frá stofnun lúðrasveitarinnar hefur hún átt mjög erfitt upp- dráttar sökum húsnæðisskorts. y Ekki lengi í Paradís — Hafa verkalýðsfélögin’ ekki getað greitt neitt úr húsnæðis- vandræðum ykkar? annað farið frajp. 'á hæFri-.sf/rk. en alltaí fengíð .neitun. Eitt bassahorn — 28 þús. kr. — Er. ekki fjárhasurínrt skrambi eríiður h.iá ykkur? — Jú, bað er vitanlega sömu. sögu af honum að segja eg hús- næíinu. Við fáum þennan styrk frá bænum sem'ég .gat, um áðan og 10 þús. kr. írá. ríkinu og auk þess haía nokk- -i fnt UB marz 1953 heima hjá Sigur- sveini D. Kristinssyni. Fyrsti formaður Lúðrasveit- ar verkalýðsins "var Bárður Jó- hannesson, þá tók við Páll G. Bjarnason og síðan núverandi formaður hennar Ólafur L. Kristjánsson. Á s.l. hausti fór ég að for- vitnast um starfsemi Lúðra- sveitar verkalýðsins og hér kemur svo frásögn tformanns hennar og stjórnanda sveitar- innar. H Hvert er markmiðið? — — í hvaða tilgangi er Lúðra- sveit verkalýðsins ..stofnuð? — Eins og flestum mun vera kunnugt var Lúðrasveit verkalýðsins stofnuð með því aðalmarkmiði að efla tón- mennt verkalýðsins, og leika fyrir kröfugöngum og á öllum þeim fundum og samkomum alþýðunnar sem þörf er á og unnt er að koma bví við, svar- ar Ólafur, formaður lúðrasveit- arinnar. — Hvers konar lög æfið þið og leikið? Ölafur L. Kristjánsson, l5or- mafiur Lúðrasveitar verka- lýð-Jns. — Við höfum æft allskonar tónlist. Að sálfsögðu baráttu- söngva alþýðunnar og íslenzk ættarðarlög, svo og margs kon- ar íslenzk lög. Og auðvitað höfum við æft töluvert af klass- iskri tónlist, og raunar dans- músik einnig, jafnvel rokk! Mesta vandamálið -— Hve fjölmenn er sveit- in? — Á sl. hausti voru st«rf- andi 20 menn, flestir munu hafa verið 22. — Er ekki dálítið erfitt að halda sveitinni starfandi? Hvað —- Nei, verkalýðsfélögin hafa ekki verið þess megnug að geta látið sveitinni í té húsnæði til æfinga nema að mjög litlu leyti. — Hvar hafið þið fengið inni? — Eitt sinn lánaði Reykja- víkurbær okkur húsnæði sem heyrði undir borgarlækni, að Vegamótastig 4. Þar var ágæt- ur salur til æfinga; bærinn notaði húsnæði þetta á dag- inn sem kaffistofu fyrir verkamenn í bæjarvinnu. Við vorum farnir að vona að öll húsnæðisvandræði væru úr sögunni, a.m.k. í bili eða næstu 2—4 árin, og sambúðin við verkamennina var með ágæt- um. v En Adam var ekki lengi í Paradís: eítir ár var okkur sagt að við yrðum að fara út! — Og hver var ástæðan? — Þegar við spurðum um ástæðuna hjá þeim háu herr- um varð frekar fátt um svör, en þó var því helzt borið við að þetta myndi skapa fordæmi, og aðrir koma á eftir til að fá þetta húsnæði. Lúðrasveit í bílskúr Hvernig fór. svo með húsnæði þegar ykkur hafði verið vísað út þarna? — f heilt ár var lúðrasveitin eiginlega óstarfhæf sökum hús- næðisleysis, en eftir margvís- legar tilraunir til að komast einhverstaðar undir þak feng- um við loks húsnæði hjá Sósí- alistafélagi Reykjavíkur í Tjarnargötu 20, og þar erum við nú. Hvernig húsnæði er það? • — Það hefur á sínum tíma verið bílskúr, og er um 16 fer- metrar að flatarmáli. Þótt gott sé raunar og óhjákvæmilegt að fá að vera einhverstaðar und- ir þaki stendur þetta lítla hús- næði lúðrasveitinni algerlega fyrir þrifum. Menningarlega séð er mjög alvarlegt hve það opinbera gerir lítið að því að efla músiklíf. — Þið fáið eitthvert framlag frá bænum? — Já, við fáum 10 þúsund : kr. styrk frá bænum, en leik- um aftur á móti endurgjalds- laust fyrir bæinn þegar á því : þarf að halda. Að vísu höfum : við ekki talið okkur fært enn : sem komið er að leika opin- i berlega, t.d. úti, en ástæðan i fyrir því er eingöngu slæm i starfsskilyrði eins og ég sagði i áðan. Við höfum hvað eftir i ur verkalýðsfélög styrkt ckkur dálítið, — en mikið má ef duga skal. — Já, er ekki dýrt að starf- rækja lúðrásveit? — Jú, það er dýrt að stoi'na lúðrasveit og kostnaðarsamt að Lúðrasveit verkalýðsins leiki andinn, Jón Ásgeirsson, er halda henni starfandi. Eitt bassahorn kostar t.d. frá 10 þús. kr til 28 þús. kr., á gamla genginu —< og önnur hljóðfæri eftir því. lllllllll... Gef OSS 1 Hefði sá vísi maður Jónas Haralz, hagfræðingur og ráðu- neytisstjóri, með meiru, verið efnahagslegur ráðunautur Jesú Krists, myndi hann áreiðan- lega hafa ráðið meistaranum frá því, mjög eindregið, að setja bænina um hið daglega brauð inn í Faðirvorið. Hagfræðingurinn myndi haía sýnt meistaranum fram á það með vísindalegum útreikning- um, að þessi voðalega bæn, myndi, ef hún yrði framborin og heyrð, setja allt efnahags- kerfið úr skorðum. Neyzlan myndi aukast 'oeðlilega mikið og mennirnir myndu leggja í óþarfar fjárfestingar, verzlun- arjöfnuðurinn myndi verða óhagstæður, óðaverðbólga myndi yfir dynja, og atvinnu- rekendurnir myndu ekki geta safnað sér nægum sjóðum at- vinnuvegunum til þrifnaðar. Afleiðingamar myndu svo

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.