Þjóðviljinn - 06.03.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.03.1960, Blaðsíða 7
Sumrudagur 6. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 m 3 II 1". Þannig vax byrjað : — Hvernig fóruð þið þá eig- inlega að þvi að komast yfir hljóðfæri? — í fyrstu notaðist lúðra- sveitin við hljóðfæri sem feng- in voru að láni, og mörg gef- ins frá öðrum hljómsveitum. Þessi hljóðfæri voru vitanlega ílv\t komin til ara sinna, og því ekki vænleg til mikils árangurs •— en á öðru áttum við ekki kost til að byrja með. Sumir íélagsmennirnir áttu hljóðfæri sjálfir sem þeir léku á. En brátt kom að því að ó- hjákvæmilegt var að fá betri hljóðíæri, og hófumst við handa um það íyrir alla þá pehinga og bjartsýni er við, höíðum yfir að ráða, og er nú svo komið að lúðrasveitin á mun betri hljóðfæri en í upp- haí'i starfs =íns. Fleiri félög þurfa að . . '. ,— Þú sagðir áðan að meg- intilgangurinn með stofnun lúðrasveitarinnar hefði verið að el'Ia listiðkun hjá verkalýðn- um og að leika fyrir verka- ;-**¦• tf-Tjíj?;? :ur 1. maí á Lækjartórgi. Stjórn- fremst á myndinni. lýðsfélögin þegar þau þurfa á að halda, og virðist þá aug- ijóst að þeim beri að gera sitt til að sveitin geti rækt það hlutverk, — hvemig hefur ver- Mynd þessi er tekin fyrir skömmu er Lúðrasveit verkalýðsins var á æfingu. — Ljósm. Sig. Guðm. ið með framlög frá þeim? — Fijótlega skrifuðum við öllum verkalýðsfélögum í bæn- um og mæltumst til að þau styrktu þennan nýgræðing sem væri að skióta róturri innan vé- banda þeirra. Nokkur félög brugðust þegar vel við, en und- irtektir voru í fyrstu lélegar hjá mörgum félögum. Næsta skref okkar var að skrifa full- trúaráði verkalýðsfélaganna um málið. Fulltrúaráðið brást vel við-, skrifaði öllum félögun- um og hvatti þau til að styrkja lúðrasveitina, en árangur varð ekki eins góður og við höfðum vænzt. Enn eru þó nokkur fé- lög sem virðast eiga erfitt með að skilja þýðingu menningar- starfsemi eins og þessarar. Þeim ætti að vera það metnaðarmál Svo farast formanni lúðra- sveitarinnar orð í allri hans vinsamlegu hógværð. — Verka- lýðsfélög þau er hlut eiga að máli ættu að athuga betur af- stöðu sína til málsins. Gjarnan mættu þau minnast þess að verkalýðsfélögin hafa stundum enga lúðrasveit fengið vegna þess að aðrir aðilar höfðu tryggt? sér iúðrasveitirnar (meðan Lúðrasveit verkalýðs- ins var ekki til). Við nánari at- hugun munu þau brátt sjá að lúðrasveit er ekki grammó- fónsplata eða segulband sem þau geta tekið út úr skúffu á hátíðum og tyllidögum, en lát- ið afskiptalausa þess á milli. Lúðrasveit þarf bæði húsnæði og fé til bess að geta gegnt ætlunarverki sinu. Við nánari athugun munu því einnig þau íélög, er lítt hafa skeytt um lúðrasveitina, skilja að tilvera hennar er þeim nauðsynjamál og þá setja stolt sitt í að Lúðrasveit verkalýðsins verði sem bezt undir það búin að gégna hlutverki sínu. Byggist á hinum ungu — Það þarf að leggja meiri rækt við undirstöðuna í tón- listarmenntun, segir stjórn- andi sveitarinnar, Jón Ásgeirs- son. Við höfum fengið full- orðna menn með nokkra þjálf- un í sveitina, en aí eðlilegum ástæðum heltast alltaf ein- hverjir úr lestinni. Tónlistar- menntun æskufólks er almennt mjög lítil, því öll músikmennt- un hefur verið afrækt hér. Þess vegna höfum við tekið þá stefnu að fá unglinga og börn sem vilja leika á hljóðfæri og geta það, og hjálpa þeim, kenna þeim. Á þetta höfum við lagt aðaláherzluna í vetur. — En eru ekki til barna- lúðrasveitir? _ ' — Jú, bað eru tvær drengja- lúðrasveitir í bænum, en það er rétt tilraun, því það> eru valin úr aðeins fá börn( en engin almenn tónlistarmennt- un. — Hvernig hefur ykkur geng- ið þetta í vi^tur? — Við höfum fengið tölu- vert af strákum,' allt frá 12— 13 ára aldri til tvitugs, svara þeir Jón og Ólafur. Þessir pilt- ar hafa lært í vetur og bind- um við miklar vonir við þessa ungu menn. Áðaláherzluna höfum við lagt á það í vetur að kenna þess- um ungu mönnum og þjálfa þá sérstaklega, og þess vegna hafa samæfingar sveitacinnar ekki orðið alveg eins margar og áður. Við búumst við að flestir þessara ungu manna verði orðnir. það þjálfaðir I vor að þeir geti leikið með sveitinni þá og vonumst því til að sveitin verði þá orðih betur liðuð en áður var. Að endingu viljum við hvetja öll verkalýðsfélög til þess að styðja^lúðrasveitina með ráð- um og dáð eftirleiðis. Verka- lýðsbarátta verður ekki háð með árangri ef menningarstarf- semin er afrækt. Menningu hverrar borgar má og marka á því hve mörgum og góðum lúðrasveitum hún hefur • á að skipa. Þess er sannarlega að vænta að verkalýðsfélögin kunni; *að meta að verðleikum fórniúst áhugastarf þessara ungu manna. Lúðrasveit sem heíur verkalýðssamtökin að bakhjarli ætti að geta verið ein öflugasta lúðrasveit á landinu. J. B, fiiiiiiiiiiiiiiiiniijiifiiiirrtiiiiiifiifiiiifiifiitiitiKrirnfifriffifirii iiiiiiiiiiiiitn.......iifiiiui......iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiitimiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiimitimii S KÚ LI GUD J Ó N S S O N : -dag vort daglegt brauð verða þær, að stjórnarvöldin, þau hin veraldlegu, yrðu að grípa til róttækra efnahags- legra aðgerða til þess að koma í veg f'yrir að allt hrapaði íram af brúninni. Þau yrðu bein- hnis að taka ráðin af forsjón- inni og taka nokkurn hluta þess daglega brauðs, er guð haí'ði gefið fólkinu, af því aft- ur. En Kristur hafði engan Jón- as Haralz sér til ráðuneytis, við samningu hinnar drottin- legu bæiiar og því stendur bænin • um hið daglega brauð í 'miðju Faðirvorinu, eins og þungamiðja og kjarni, enda ekki ósennilegt að bænin um hið daglega brauð hafi frá önd- verðu verið mönnunum hug- stæðári en aðrir hlutar Faðir- vorsins. Og skipting hins dag- ar snýst um, þótt þeim er telja sig mikið andlega sinnaða þyki það nú hvorki háleitt né fínt. Og samkvæmt því sem sá frómi maður, Marteinn Lúther, skilgreinir hugtakið daglegt brauð, er hreint ekki svo lít- ið sem í því felst. Meðal ann- ars matur og drykkur, klæði og skæði, hús og heimili, akur, fénaður og öll gæði. Ja, hvorki meira né minna en öll gæði! Og vafalaust myndi upptalning Lúthers hafa orðið miklu lengri, ef hann hefði þekkt öll þáu gæði, sem upp hafa komið eft- ir hans daga af hiriu verald- lega tagi. En Lúther má hins vegar virða það til vorkunn- ar, að hann hefur ekki, frem- ur en Kristur, þekkt hin vís- indalegu lögmál hagfræðinnar, lega brauðs hefur verið og, sem leyfa það ekki, að bænin mun líklega verða enn urri sinn um daglegt bráuð verði heyrð. það sem hugur mannkindárinri- ¦ En Lúther var'þrár, og hefði sennilega látið hina vísinda- legu hagfræði Jónasar Haralz eins og vind um eyrun þjóta, þótt meistarinn Jónas hefði sjálfur komið til hans með fræði sín. Áður fyrr vantaði oft brauð, eða þá að einn einstaklingur sat yfir annars, hlut, og þeir hinir sterkari skömmtuðu þeim verr settu og skáru við nögl. Nú ér annar háttur á hafður. Með hjálp hinnar vísindalegu hagfræði og fullkominna reikni- véla er hægt að reikna brauð- ið frá í'ólkinu. Niðurstöður vís- indanna og vélahna eru ein- faldlega samþykktar á Alþingi og kölluð lög. Og hver skyldi svo sem vilja'efast um, að vís- indin og reiknivélarnar hafi rétt fyrir sér? Ekki geta menn- irnir, sení stjórna vélunum gert að því, þótt útkoman yrði svona. Nú þýðir ekki að biðja guð um daglegt brauð. Hann hefur verið settur í sjálfheldu. Og ef guð vildi samt sem áður af ríkdómi sinnar náðar gefa fólkinu daglegt brauð? Þá yk- ist kaupgetany fjárfestingin færi fram úr öllu valdi og óðaverðbólga tæki við. ,,At- vinnurekendurnir" gætu ekki safnað sér nægilega digrum sjóðurri og það yrðí' enn að fella gengi, hækka vexti og koma á nýju efnahagskerfi. Til er fyrirbæri á landi hér; sem nefnist hinn almenni bænadagur þjóðkirkjunnar. Sagt er, að biskup landsins velji hverju sinni bænarefni dagsins. Hvernig væri nú, jaín- vel þótt það kunni að stríða gegn lögmálum hinnar vísinda- legu hagfræði, að helga kom- andi bænadag hinu daglega brauði? Því að í rauninni er það svo, að spurningin um daglegt brauð mun nú, eftir hinar vísindalegu efnahagsað- gerðir, standa almenningi hjarta nær en allt annað. Ekki einungis samkvæmt hinni frjálslegu túlkun Lúthers, held- ur einnig í orðsins þrengsta skilningi. Og það dugir ekki, að bera bænina fram svona eins og út í bláinn og beint af augum. Það þarf nefnilega að óska eftir þvi alveg umbúða- laust, að fólkinu verði aftur skilað því daglega brauði, sem ranglega hefur verið af því reiknað og að þeir pólitísku stórsyndarar, sem að þessum útreikningum haf a staðið': og sjá um framkvæmd þeirra, mættu iðrast sinna misgerða og bæta fyrir þær. Þetta yrði þá jafnframt bæn um, að sú vorida stjórn, sem nú ríkir yfir þessu landi mætti sjá að sér, áður en dagur reikningsskilanna rennur upp, og bæta ráð sitt. Ef að þessu ráði yrði horfið, myndi það verða öllum til góðs. Kennilýðurinn, sem að bæriar- gerðinni stæði, myndi vaxa: að vizku og náð fyrir guði;; óg mönnum. Ríkisstjórnin ;ög reiknimeistarar hennar, myndu ekki fá staðizt slíkt -áhlaup andlegrar orku og skila fólk- inu aftur því daglega, brauJSi,' sem þeir hafa ranglega af ?wí reiknað og fólkið myndi veráa ánægt og hamingjusamt yiir því að fá aftur sitt brauð og öðlast þarmeð. meira traust^á kirkju sinni og kennilýð, .ren það áður hafði. . - -; Skúli Guðjónssou. 'tl o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.