Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 09.03.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1960, Blaðsíða 5
 Miðvikudagur 9, marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ÉÉÉÉHÉfiH ímahappdrœtti S.L.F. iding til símnotenda í Reykgavík, Haf narfirði. Áknreyrl og Kef lavík H-eiðraði símnotandi! Enn býðúr Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra yður að vera þátttakandi í síma- happdrætti sínu. Um leið óg þér greiðið aínotagjald aí síma yðar, íáið þér aíhenta miða, sem veitir yður rétt til þess að kaupa happdrættismiða í símahappdrættinu með símanúmeri yðar. Við sérstakt borð í innheimtusal Landsímans verða happdrættismiðarnir seldir gegn afhendingu heimildarmiðans. Happdrættismiðinn kostar kr. 100.00. Enginn happdrættismiði verður seldur nema gegn afhendingu heimildarmiðans til 15. maí 1960, en eftir þann tíma og til 21. júní 1960, er dregið verður, má selja hann hverjum sem hafa vill. Ætlunin er, að hver símnotandi hafi samkvæmt þessu forgangsrétt til kaupa á happdrættismiða með símanúmeri sínu til 15. maí 1960. Að morgni dags 21. júní 1960 verður dregið um vinninga í happdrættinun á skrifstofu borgarfógeta í Reykjavík, og á samri stundu verður hringt í vinninga- númerin og tilkynnt um vinningana, sem éru Opel Caravan bifreið að verðmæti kr. 160.000.00 og Volkswagenbifreið, stationgerð, að verðmæti kr. 150.000.00. Þá verða og fjórir aukavinningar, sem eru ávísun a vöruúttekt, hver að upp- hæðkr. 10.000.00. Með aðstoð yðar við fyrri símahappdrætti S. L. F. áttuð þér yðar þátt í því, að hægt var að halda áfram rekstri æiingastöðva félagsins, og kann það yður alúðar þakkir fyrir. Lamaðir og fatlaðir sem nú njóta meðferðar á æfingarstöðinni, eða bíða eftir að komast að, vona að þér bregðist einnig vel Nú cg hjálpið þeim til þess að geta hjálpað sér sjáifir. Virðingarfyllst, Siyiktarfélag Lamaðia og Failaðia