Þjóðviljinn - 09.03.1960, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 09.03.1960, Qupperneq 5
Miðvikudagur 9. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Or&ening til símnotenda í Reykfavsk, Hofnarfirði, Akureyri og Keflavík Heiðraði símnotandi! Enn býður Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra yður að vera þátttakandi í síma- happdrætti sínu. Um leið óg þér greiðið afnotagjald af síma yðar, fáið þér afhenta miða, sem veitir yður rétt til þess að kaupa happdrættismiða í símahappdrættinu með símanúmeri yðar. Við sérstakt borð í innheimtusal Landsímans verða happdrættismiðarnir seldir gegn afhendingu heimildarmiðans. Happdrættismiðinn kostar kr. 100.00. Enginn happdrættismiði verður seldur nema gegn afhendingu heimildarmiðans til 15. maí 1960, en eftir þann tíma og til 21. júní 1960, er dregið verður, má selja hann hverjum sem hafa vill. Ætlunin er, að hver símnotandi hafi samkvæmt þessu forgangsrétt til kaupa á happdrættismiða með símanúmeri sínu til 15. maí 1960. Að morgni dags 21. júní 1960 verður dregið um vinninga í happdrættinun á skrifstofu borgarfógeta í Reykjavík, og á samri stundu verður hringt í vinninga- númerin og tilkynnt um vinningana, sem eru Opei Caravan bifreið að verðmæti kr. 160.000.00 og Volkswagenbifreið, stationgerð, að verðmæti kr. 150.000.00. Þá verða og fjórir aukavinningar, sem eru ávísun á vöruúttekt, hver að upp- hæð kr. 10.000.00. Með aðstoð yðar við fyrri símahappdrætti S. L. F. áttuð þér yðar þátt í því, að hægt var að halda áfram rekstri æiingastöðva félagsins, og kann það yður alúðar þakkir fyrir. Lamaðir og fatlaðir sem nú njóta meðferðar á æfingarstöðinni, eða bíða eftir að komast að, vona að þér bregðist einnig vel Nú cg hjálpið þeim til þess að geta hjálpað sér sjálfir. Virðingarfyllst, Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.