Þjóðviljinn - 16.03.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1960, Síða 4
£) — ÞJÓÐVILJINN — Miðv*<kudagur 16. marz 1960 — i BrautrySjendur IV Nasdeshda Krupskaja var . fædd í Leníngrad árið 1869. Por-eldrar liennar voru mennt- 'uð og framfarasinnuð á /}>eiir;t tíma mælikvarða. • . Nadeshda' yfir gaf heimili . sitt 14 ára að aldri, hún varð að vinna fyrir eér sjálf, ef hún átti að geta haldið áfram námi. Árið 1887 lauk hún menntaskólaprófi með ágætis- einkunn og fékk gullverðlaun fyrir námsafrek- Þegar hún svo fór að taka þátt í lífi og starfi stúdent- anna, fór hún að sjá lífið í nýju ljósi, og þá fór hana að dreyma um að vinna að velferð mannkynsins. Hún hóf nú á sunnudögum ókeyp- is kennslu fyrir verkafólk, og því starfi hélt hún áfram í fimm ár. i Árið 1894 sá Nadeshda Krupskaja Lenín í fyrsta sinni og varð nánasti sam- verkamaður hans. Ári seinna var Lenín tekinn fastur, og einu ári þar á eftir kom röð- in að henni. í sjö mánuði var liún í fangaklefa, þá var hún dæmd í útlegð til Ufa Bas- , ckiri. En hún fór fram á að fá heldur að taka útlegð sína í Síberíu, en þar var í út- legð unnusti hennar Wladimir Iljitsch Lenín. Þau voru síðan gefin saman í hjónaband í hinu fjarlæga þorpi Chúsch- ensk. Nadeshda Krupskaja fór nú að vinna að frelsun konunnar úr þeirri ánauð er hún hafði verið í víða í hinu stórrúss- neska keisaradæmi. Starfi þessu þessu helgaði hún alla sína krafta og allar sínar af- burða miklu gáfur. Hún gaf út fyrstu bók sína ,,Hin vinn- andi kona“ árið 1901 í Genf. Seinna skrifaði hún fjölda af blaðagreinum og ávörpum til þess að hvetja konurnar til að vinna að frelsi sínu. Hún átti einnig mikinn þátt í. útgáfu blaðsins „Verkakon- an“ árið 1914. Árið 1915 sat Nadeshda Krupskaja hið alþjóðlega kvennaþing í Bern- Þar hélt hún ræðu og mælti gegn stríði og fyrir vináttu allra þjóða. Á því þingi kynntist hún Klöru Zetkin og bundust þær vináttuböndum, sem ent- ust meðan báðar lifðu. Nadeshda beitti sér af al- Nadeshda Krupskaja efli fyrir því að fá konum- ar til þátttöku í októberbylt- ingunni. Hún skrifaði í blöð og tímarit, hélt fundi, ferðað- ist um meðal verkakvenna og bændakvenna og hélt uppi bréfaskiptum. Einnig tók hún þátt í lausn fjölmargra vandamála, svo sem eins og að skipuleggja barnaheimili, heimavistarskóla, mötuneyti o. fl. Nadeshda Krupskaja hafði alltaf sérstakan áhuga á menntun og uppeldi æskunn- ar. Hún tók sér nú fyrir hendur að læra uppeldisvís- indi og kom málakunnátta hennar þar að góðu haldi. Hána dreymdi um skóla með námsáætlun, þannig að þar gætu allir þroskað hæfi- leika sina í hverja átt sem þeir beindust. Hún lagði áherzlu á það hve geysiþýðingarmikið það væri að bömin fengju samfé- lagslegt uppeldi þegar í fmm- bernsku. Hún sýndi fram á að samfélagið veikir ekki ein- staklingseðli barnsins, heldur þvert á móti stuðlar að því að það þroskist með eðlileg- um hætti. Sameiginlegir leik- ir, sameiginlegt starf og sameigin^eg áhugamál, allt þetta sýndi hún fram á að innrætti barninu tilfinningu fyrir samfélaginu auk þess sem það lærði þar sjájfkrafa að hlíta nauðsynlegum aga. Hamingjusama bernsku taldi hún bezta veganesti hvers einstaklings, þann fjár- sjóð sem aldrei yrði frá nein- um tekinn- Hún lagði á það mikla áherzlu að foreldrar ættu ekki að líta á börnin sem lifandi eign sína eða nokkurskonar þræla, heldur ekki sem byrði á heimilinu eða truflun á heimilisfriðnum, heldur ekki sem leikfang. Þau ættu að gera sér það ljóst að barnið væri sjálf- stæður einstaklingur, með sitt eigið einstaklingseðli, þó það væri veikburða og þai-fn- aðist hjálpar og hlífðar hinna fullorðnu, og umfram allt að börnin ættu framtíðina. Þetta var í stuttu máli skoð- un Nadeshdu Krupskaju. Allar þessar uppel'disskoð- anir eru nú löngu viður- kenndar, og foreldrar og upp- alendur um allan heim hafa lært> og notið góðs af þeim. Árið 1931 var Nadeshda Krupskaja gerð heiðursmeð- limur Akademiunnar, sama ár hlaut hún doktorsnafnbót í uppeldisvisindum og var hún sú fyrsta er þann titil hlaut í Ráðstjórnarríkjunum. Sið- ustu æviár sín var hún með- limur í Æðstaráði Ráðstjórn- arrík janna. Margar verk- ’ smið jur, samyrk jubú, bóka-1 söfn og hverskonar aðrar stofnanir bera nafn hennar. Nú er verið að gefa út það sem eftir hana liggur skrifað um uppeldisvisindi og eru sex bindi af því þegar komin út. Allir þeir sem þekktu Nad- eshdu Krupskaju dáðust að lítillæti hennar, hispursleysi, menningu hennar og sálar- göfgi. Með hinu frábærilega mikla framlagi sínu í baráttunni fyrir réttindum kvenna og uppeldi barna hefur Nadeshda Krupskaja skipað sér sess meðal hinna allra glæsileg- ustu af fulltrúum kvenna á öllum timum og í öllum lönd- um. E tjúk, sem frægastur hefur orðið u'tan Sovétríkjanna f.vrir 5 myndina „Örlög manns“ er getið var á sínum tíma hér = í Þjóðviljanum, hefur gert samning uin samvinnu við hfeua = kunna ítalska kvikmyndagerðarmann Roberto Rossellnri. E „Nótt í Róm“ á fyrirhuguð kvikmynd að nefnast og E Bondartjúk leika í lienni rússneskan fanga, sem kemgt = undan og Iei*tar liælis lijá ítalskri fjölskyldu í Róm. — E Á myndinni hér fyrir ofan sést Bondartjúk á götu í h§£~ E uðborg ítalíu, ásamt konu sinni, á myndinni til vinsiíri E hér fyrir neðan sést liann í hluíverki sínu í fyrrnefn'ia S kvikmyndinni „Örlöguin manns“. — Myndin til hægri E er allt annars eðlis. Hún er af þýzka leikaranum Peter E van Eyck í hlutverk; sínu í kvikmyndinni „Svart næl»a — hvít þrælasala". 'iiiiiiiiiiiniiiiii iimmiuiimmimiiiimiiiimniiiiimmmiiminiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiimMiimiiiiimmmmimmiiiiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiiiiHHHniiiiHHmiiiiiiimmiinmmmimiinn • Smáslys í bílaleik I frétt í blaðinu í gær var sagt frá smáslysi, er varð fyrir utan söluturn i Kirkjustræti á sunnudagskvöldið, er ungur maður varð á milli tveggja bifreiða og skarst á fæti. Þetta slys væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, . ef orsakir þess hefðu ek'ki verið nokkuð sérstæðar. Þannig var mál með vexti, að tvær bifreiðir höfðu numið staðar fyrir utan sölu- turninn. Pilturinn, sem fyrir slysinu varð, var í fremri bif- reiðinni, en hann þekkti pilta, sem voru í aftari bifreiðinni, og fór út til þess að tala við þá. Örstutt bil var á milli bif- reiðanna og gekk hann á milli þeirra. Þá datt þeim, er sat við stýrið í aftari bifreiðinni, í hug að hrekkja hann og steig á benzíngjöfina til þess að gera honum bilt við, en um leið missti hann bifreið- ina af stað og rann hún á piltinn og klemmdi hann á milli bílanna. Hnúðarnir á stuðurunum tóku hins vegar mesta höggið af, þannig að pilturinn slapp með skurð á fæti. • Getur orðið dýrkeypt skemmtun Þótt þarna færi betur en á horfðist, finnst mér rétt að vekja ahygli á þessum at- burði. Það er nefnilega ekk- ert nýtt í sögunni, að ungir menn, sem hafa bíla til um- ráða, eru öruggir með sig og vilja sýnast „kaldir kallar", séu að hrekkja kunningja sína með ógætilegum akstri. Venjulega fer allt vel, kunn- inginn hrekkur í kút og bölv-<s> ar og bílstjórinn skemmtir sér. En því miður tekst líka stundum ver til. Þess er t.d. skemmst að minnast, að ung- ur maður úti á landi hlaut örkuml í slysi, er hlauzt af slí'kum bílaleik. Þótt slíkir ,,leikir“ kunni að vera skemmtilegir, eru þeir of hættulegir til þess að það sé réttlætanlegt að iðka þá. í fyrsta lagi má bifreiðarstjór- inn sjálfur aldrei trevsta ör- yggi sínu um of, það getur brugðizt, þegar sízt skyldi. I öðru lagi getur hann aldrei reiknað út viðbrögð þess. sem hann er að hrekkja. Ef honum veður verulega bilt við, getur hann eins vel hlaupið beint fyrir bifreið- ina í fátinu, sem á hann kem- ur. Loks getur bíllinn sjálfur brugðizt, þótt ekki komi ann- að til. Að sjálfsögðu ætlar sá, er lirekkinn fremur aldrei að gera hinum neitt mein, hann ætlar aðeins að skemmta sér svolítið á hans kostnað. En sú skemmtun getur orðið nokkuð dýru verði keypt, og þess vegna er betra að stofna ekki til hennar. Klósettskálar og kassar ofnkranar og rennilokur nýkomið. VATNSVIRKINN h.f., Skipholti 1. — Sími 19-562. lllHIHllÍltllllHIIIÍIIIIllllllHlllllllllffÍÍÍIlllllllÍlllllllllllflllIlt

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.