Þjóðviljinn - 16.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.03.1960, Blaðsíða 9
 c:ii Sí !»!H iiá riaTt mí: Rifstjóri: Frímann Helgason Lið Armanns ltklegur sigur- vegari í meisfarail. kvenna Miðvikudagur 16. mai’í 1960 — ÞJÖÖVILJINN — (9 I'rá leik FH og Ármanns Birgir Björnsson er með knöttinn og skorar. — Ljósm.: Sveinn Þorinóðsson. FH sigraði Ármann með miklum yfirburðum Hörð mótspyrna Víkinga gegn KR Víkingsliðið vex með hverri . raun. í þessum leik sýndu stúlk- urnar t.d. ágætan leik, og marg- ar þeirra eru í íramför á mörg- ■ um sviðum t.d. í skotum. Lengi til að byrja með áttu KR stúlkurnar harða hríð að ' Víkingsmarkinu án þess að fá skorað; kom þar einkum til ógæt markvarzla og örlítil heppni. Það var ekki fyrr en nokkuð seint í fyrri hólfleik að KR fékk skorað (Gerða) og enn skorar KR minútu síðar (einnig Gerða), en Guðrún skorar fyrir Viking tvisvar í röð, í bæði skiptin með mjög góðum skot- um. Þriðja markið var skorað af KR (Perla) í mjög kröft- ugu gegnumbroti. Víkingar jöfn- uðu óðar úr víti, 3.J. Þorbjörg náði aftur forystunni fyrir KR með laglegu skoti gegnum Vík- ingsvörnina. Guðrún jafnar enn fyrir Víking með skoti neðst í hornið. Erna Franklín skoraði íyrir KR 5:4 rétt fyrir hálfleik. í síðari hálfleik var eins og Vikingarnir misstu leikinn út úr höndunum, og KR-ingar fóru að láta meira að sér. kveða. KR nær þegar í upphafi tveim mörkum, 7:4. Um miðjan hálfleikinn standa leikar 10:5 fyrir KR, Víkingum tókst þó að minnka það í 10:7. Perla skoraði síðasta markið og KR sigraði 11:7. KR liðið hefur oftast leikið betri leik en að. þessu sinni. Gerða átti beztan leik KR-ing'- anna sem svo oft áður. Perla átti einnig góðan leik á línunni. Þorbjörg er mjög nettur spilari og g'erir margt laglega. Liðið í heild er þó ekki eins gott og það hefur verið. Víkingsliðið er, eins og áður segir, í mikilli framför. Beztan leik í liðinu að þessu sinni átti Guðrún, t.d. skoraði hún 4 af 7 mörkum liðsins. auk þess sem hún sýndi mjög góðan leik. Markvörðurinn átti einnig mjög góðan leik, svo og Rann- Landsflokkaglím- an 29. þessa mán. Landsflokkag'líman 1960 verð- ur háð í Reykjavík þriðjudag- inn 29. marz n.k. Glímt verður í þrem þyngdarflokkum fuliorð- inna og tveim aldursflokkum drengja, ef næg þátttaka fæst. Þátttökutilkynningar ber að senda til Lárusar Salómonssonar fyrir 25. marz n.k. Ungmennafé- lag Reykjavíkur sér um mótið að þessu sinni. veig. Valgeir Ársælsson dæmdi leikinn. Ármann sigraði Þrótt í illa dæmdum leik Yfirleitt var ekki búizt við „bursti" í leik Ármanns og Þrótt- ar, þar sem Þróttarstúlkurnar hafa sýnt miklar. framfarir und- anfarið og staðið sig með mikilli prýði gegn sterkum liðum eins og KR. Það fór þó á annan veg. Þróttur skoraði fyrsta mark leiksins, en síðan tók Ármann við, skoraði 15 mörk í röð, þá fengu Þróttarar skorað úr frem- ur hæpnu víti. Leiknum lauk með sigri Ármanns 19:2 (8:1 í hálfleik). Langbezt í Ármannsliðinu var svo sem oft áður Sigríður Lút- hersdóttir, sem skoraði helming- inn af mÖrkunum og átti einna drýgsta þáttinn í góðri vörn Ár- mannsliðsins. Kristín var einnig mjög lífleg og frísk. Það sögulegasta við leikinn var eindæma lélegur dómur Óskars Einarssonar. Óskari urðu hin verstu glappaskot á og væri dómur hans einn útaf fyrir sig efni í heila blaðagrein. Vaiur vann FH í jöfnum leik Leikur Vals og FH var á köfl- um vel leikinn og skemmtilegur, einkum þó hjá FH. Valur .náði forystunni strax í byrjun, náði 2:0, en FH náði sér brátt á strik og jafnaði á 3:3, og Sigurlína smaug með bolt- ann í gegnum Valsvörnina og skoraði 4:3. Bergljót jafnaði fyr- jr Val, en Kristín Magnúsdótt- ir náði frumkvæðinu aftur fyrir FH og Ragna bætti við 6:4. Er á hálfleikinn leið náðu Vals- stúlkurnar sér betur upp og í hálfleik var staðan jöfn 9:9. í seinni hálfleik tókst FH að ná tveim mörkum yfir 11:9 en Sigríður jafnaði fyrir Val. Sylvía náði enn frumkvæðinu 12:11, en síðustu mínútur leiksins voru það Valsstúlkurnar, sem völdin höfðu og skoruðu 4 síðustu mörkin, sigruðu því 15:12. í Valsliðinu bar mest á þeim Bergljótu og Sigríði, báðar mjög „hættulegar’1 með skot. Katrín í markinu átti einnig ágætan leik. í liði FH var Sylvía bezt. Sigurlína og Kristín Magnús- dóttir leika einnig mjög skemmti- lega. Ragna áti mun betri leik á línunni en áður, sömuleiðis átti Kristín í markinu sinn bezta leik. Sem sagt lið í mikilli framför, lið sem gaman verður að sjá eftir 1—2 ár. Dómari var Daníel Benjamins- son og dæmdi mjög vel. Þróttur vann gestina úr SBR Tveir leikir í meistaraflokki fóru fram á sunnudagskvöldið. Fyrst áttust við II. deildarliðin Þróttur og' Skandinavisk Bold- klub, sem keppir sem kunnugt er sem gestur í mótinu. Þróttar- arnir komust aldrei ,,í ’ann krappann“ í leiknum, allan tím- ann lá sigur þeirra í loftinu, enda sigruðu þeir. með 14 marka mun, 37:23. í hálfleik.var stað- an 15:7. Þróttararnir héldu sig enn við rólegu ,,taktíkina“, auk þess sem þeir voru augsýnilega mun kærulausari en fyrr. I liði Þróttar áttu þó marg'ir leikmenn ágætan leik, enda um litla mótstöðu að ræða af hendi SBR. I liði SBR vakti markmaður- inn langmesta athygli fyrir góð- an leik. Annars má segja að flest standi til mikilla bóta hjá liðinu frá því var í fyrstu leikj- unum, og er það vel. Hannes Sigurðsson dæmdi leikinn og fórst það vel úr hendi, enda ekki um stórt ,,stykki“ að ræða. FH sigraði fallisíana úr Ármanni Með leik sínum á sunnudag- inn lauk Ármann leikjum sínum á þessum vetri. h.u.b. mánuði áður en Handknattleiksmóti fs- lands lýkur. Kemur hér í ljós hversu gölluð niðurröðunin er í mótinu, eins og bent var á hér í blaðinu á sínum tíma. Leikur FH og Ármanns á sunnuöaginn var alls ekki ójafn framan af meðan FH lék með hægagangshraða sem Ármenn- ingarnir réðu við. Ármenningar byrjuðu með því að skora (Hannes), en Ragnar og Birgir náðu forystunni fyrir Hafnfirð- inga. Fram eftir hálfleik voru leikar jafnir; Hafnfirðingar þó að ná sér á str.ik og' unnu hálf- leikinn með 15:9. í síðari hálfleik var engu lík- ara en eldfjall væri farið að gjósa, enda spiluðu Hafnfirðing- ar af þeim krafti og hraða, sem þeim er orðinn eiginlegur. Svo mikill var einstefnuaksturinn að FH-menn skoruðu 31 sinni í síð- ari hálfleik, en Ármenningar skoruðu 4 mörk. Leiknum lauk því með stórum sigri F.H 46:13. Liðin: (FH) Hjalti Einarsson, Birgir Björnsson (11), Hörður Jónsson. , (2), Ólafur Thorlacíus (1), Ragnar Jónsson (18). Borg- þór Jónsson (2), Einar Sigurðs- son (3), Örn Hallsteinsson (2), Pétur Antonsson (8), Jón Ósk- arsson. Lið FH sýndi í þessum leik oi't skemmtileg tilþrif, eink- um þó i síðari hálfleik. Beztur Hafnfirðinganna var Ragnar Jónsson; hann skoraði hvorki meira né minna en 18 mörk! Birgir átti einnig mög góðan leik, svo og Einar. Hjalti varði oft laglega, þó reyndi sáralítið á hann. (Ármann) Kristinn Karlsson, Ingvar Sigurbjörnsson (2), Gunn- ar Jónsson (1), Lúðvik Lúðviks- son, Hörður Kristinsson (1), Hans Guðmundsson, Jón Jóos- son (3), Hannes Hall (3), Sig- urður Þorsteinsson (3). Ármannsliðið byrjaði nokkuð skemmtilega með snöggu spili, en það rann algjörlega út í sand- inn, er á hálfleikinn leið. f síðari hálfleik var eng'u likara en Ármenningarnir stæðu kyrrir í samanburði við Hafnfirðingana. Ungu mennirnir í Ármannsliðinu lofa allir góðu, hafa allir gotf auga fyrir leik, enda þótt þá skorti enn alla hörku og leik- reynslu. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi ágætlega. f 3. flokki íór fram einn leik- ur þetta kvöld (B-Iið). Lið frá Haukum í Hafnarfirði keppti gegn ÍR. Leikurinn var all- skemmtilegur og' vel leikinn. Haukarnir voru nokkuð örugrir um sigur allan leikinn út í gegn og sigruðu með 13:9. Leikur þessi virðist benda á mikla breidd í þessum flokki hjá fé-i lögunum. — bip — Söngleikurinn Rjúkandi ráð 50. og síðasta sfning í Austurbæjarbíói annað kvöld finimtudaginn 17. marz klukkan 23,15. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 báða dagana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.