Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. april 1960 Æ S KULÝÐ S S í Ð A N Pétur: GuSm. J. ekk'i fiskur!!- Ótthar: Rónar og glœpamenn!! Ingi R. Helgason Árás á lífskjörin Fyrstur talaði Ingi R. Helgason af hálfu ÆFR. 1 upphafi máls síns kvaðst Ingi fagna því að aftur væri upp tekinn sá ágæti siður að efna til kappræðufunda milli þess- ara tveggja andstæðustu fé- laga í íelenzkum stjórnmál- um. í hinni stuttu en snjöllu ræðu sinni rakti Ingi helztu þætti „viðreisnar" afturhalds- ins og sýnidi með óhrekjandi rökum, hvernig hún væri sví- virðilegasta árás á lífskjör is- lenzkrar alþýðu, sem aftur- haldið hefði nokkurntíma lagt út i. Um leið og gengi krón- unnar væri fellf ura 135% og þar með hleypt af stokkunum hamslausri óðaverðbólgu, væri verðalýðsstéttin svipt rétti sínum til bóta, réttinum til vísitöluuppbótar á laun, sem sl. 18 ár hefði veitt henni nokkra vernd gegn arðráni at- vinnurekenda. Jafnframt væri svo með ýmsum hliðarráðstöf- unum þjarmað enn meir að alþýðu manna, svo eem með lögfestingu okurvaxta á út- iánum bankanna, álagningu 3% söluskatts á smásölu og alla þjónustu o.s.fr. Að lok- um vék Ingi að þeim þætti ,,viðreisnarinnar“, sem hann kvað óhugnanlegastan — fyr- irætlunum afturhaldsins um að koma á því, sem það kallar „mátulegt atvinnuleysi". Með niðurskurði á fjárfestingu og verklegum framkvæmdum væri atvinnuleysið og fylgi- fiskar þess, fátækt og skort- ur, leidd inn á heimili ís- lenzkrar alþýðu. Ó, frelsi.......... Af hálfu Heimdallar talaði fyrstur Birgir ísl. Gunnars- son. Hann var sá eini af ræðumönnum íhaldsungling- anria, sem eitthvað vék að umræðuefni fundarins! Það var þó aðeins stuttlega. Lengi framan af fjasaði hann í ar- mæðutón um frelsi og taldi þá að sjálfsögðu upp þær helztu tegundir frelsis, sem íhaldsmenn tönnlast stöðugt á; þegar þeir eiga raunveru- lega aðeins við tvær tegundir þess, þ.e. óskorað frelsi hinna ríku til að verða ríkari á kostnað hinna fátæku. sern áftur njóti óskoraðs freisis til að verða fátækari. Seinni hlutinn a f ræðu Birgis var feimnisleg upptaln- Fró kapprœðu- fundi ÆFR og Heimdallar Eysteinn Þorvaldsson ing á falsrökum Moggaliðs- ins fyrir „viðreisnina“, svo sem að þjóðin hafi undanfar- ið lifað um efni fram (lika þeir, sem búa í braggahverf- um íhaldsins?). Birgir dró upp óhugnanlega mynd af af- leiðingum óðaverðbólgu. — Enda þótt það muni ekki hafa vakað fyrir ræðumanni, lýsti hann þar betur en nokkur andstæðinga lians því ástandi, sem afturhaldið er nú að leiða yfir þjóðina. Æskan — og aftur- haldið Næstur talaði frá ÆFR Ey- Guðmundur J. Guðmundsson Kappræðufundur ÆFR og Heimdallar um „viðreisnar- st,efnu“ ríkisstjórnarinnar fór fram í Sjálfstæðishúsinu sl. þriðjudag'skvöl(J. Ræðumenn voru sex, þrír frá hvor- um aðila og töluðu í fjórum umferðum, fyrst tuttugu mín., síðan fimmtán mín., en að lokum voru tvær tíu mín. umferðir. Aðalfundarstjóri var Sigurður Guðgeirs- son frá ÆFR en honam til aðstoðar var Jóhann Ragnars- son frá Heimdalli. * Af hverju ekki húrra fyrir „viðreisninni?" steinn Þorvaldsson. Lýsti hann einkum áhrifum „við- reisnarinnar“ á kjör íslenzkr- ar æsku. Hundsbætur aftur- haldsins — afnám tekju- skatts og auknar fjölskyldu- bætur — koma æskufólki að engum notum. Kjaraskerðing- in skellur á því af öllum sín- um þunga. Eysteinn minnti á samþykkt almenns stúdenta- fúndar 17. febrúar s.l., þaii sem allir. stúdentar — líka í- • halds- og kratastúdentar —; sameinuðust til að mótmæla, kjaraskerðingunni og báru fram skeleggar kröfur um bætt kjör. Rónar — glæpamenn Og þá var umræðunum um ,,viðreisnina“ lokið af hálfu Heimdallar. Næst steig í ræðustólinn eitt af þessum fyrirbærum, sem ÆFR-félag- ar kannast við af fyrri kapp- ræðufundum. í þetta skipti nefndist það Othar Hansson — og verður bezt afgreitt með hinu hnyttna orðalagi Inga R. Helgasonar síðar í umræðunum: „Hér kom í stól- inn maður að nafni Othar Hansson og talaði mikið — en sagði fátt!“. Engin leið er að rekja ræðu Othars. Satt að segja höfðu menn búizt við, að þessi sér- stæða Heimdallar-manngerð, sem hnökralaust og með ótrúlegum hraða getur í einni striklotu bunað út úr sér öllum verstu fúkyrðum tungunnar, væri útdauð. En herra Othar Hanssyni fipaðist ekki í messunni. Á örskammri stundu sannaði hann að ráð- herrar vinstri stjórnarinnar hefðu allir með tolu verið Hafnarstrætisrónar, Hannibal auk þess sauður, en allir kommúnistar ótíndir glæpa- menn — „stjórnarráðið var þeirra Grand Hotel“, sagði Othar og það fannst verzlun- arskólanemendum á fremsta bekk svo sniðugt að þeir grétu af hlátri!! Nokkrir íhaldsstúdentar, sem sátu á svölunum hægra megin, brostu dauflega og rieru hend- urnar. Eftir snörp átök á bökkum Volgu og Dónár snéri ræðu- maður heim og lauk máli sínu angurvær á svip —- með kjör- orði gamla nazistaflokksins! Framhald ó 5. síðu Heim<Sallarmórall á kapprœðufundi ———BgMiim ^yBBSaaMWHaBBBHBEWEWEe——S—PMWB——gg—aBBBIBa Það átti að opna húsið kl. 8. Klukkan 7 sendi Heim- dallur nokkra stráka að dyr- unum. Það var til þess að ná fremstu sætunum. Þar er hægt að gretta sig framan í ræðumenn ,,gommónista“ — reka útúr sér tunguna og baula. Og það ber ekki eins mikið á því, að maður er í minnihluta á fundinum. Rétt fyrir átta fóru strák- arnir að syngja. Þeir sungu kátir voru karlar og þeir sungu Nú er frost á fróni. Þegar þeir sungu „harmar hlutinn sinn, hásetinn11 varð einhverjum að orði, að það væri ekki nema von eftir við- reisn ríkisstjórnarinnar. Svo sungu þeir ýmislegt fleira sem e.t.v. er táknrænt: Yfir kald- an eyðisand og rétt áður en dyrnar opnuðust sönginn um Óla rokkara.. Fundarmenn hlýddu hljóðir og gneypir á lýsingar Inga R. Helgasonar á kjaraskerðing- unni, sem ríkisstjórnin er að framkvæma. Aftur á móti virtist ræða Birgis ísl. fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, enda var hún í há- tíðlegum ungmennafélagsstíl, sem heyrist sjaldan núorðið. Hann minntist á efnahagsmál. Síðan minntust ræðumenn Heimdailar ekki mikið á efna- hagsmál. Þeir viku sér aust- ur fyrir tjald og æptu um hinn alþjóðlega „gommún- isma“ með sjaldgæfu orð- bragði. Þá fóru strókarnir á fremda bekk að taka við sér og ræðumennirnir fengu heyr og klapp og bravó! Sérstak- legá þó þessi sem endaði ræðu sína á hinu gamla slag- orði nazista; fslandi allt! Há- punkti náðu þó fagnaðarlæti fyrstubekkinga, þegar hátt- virtur alþingismaður Pétur Sigurðsson fyrrv. sjómaður fór að beita rökfimi sinni. Hinn virðulegi alþingismaður varði viðreisnaráform ríkis- stjórnar sinnar á þessa leið: „Fuglar hafa vængi. Guð- mundur jaki hefur ekki vængi. Fiskar hafa sporð. Guðmundur jaki hefur ekki sporð. Ergó! Guðmundur jaki er hvorki fugl né fiskur“. Vakti þetta að vonum mikinn fögnuð á fyrsta bekk og stelp- ur misstu út úr sér tyggigúm- íið. Þegar Eysteinn Þorvalds- son flutti sína ræðu þóttust framíhróparar Heimdallar aft- ur á móti ekkert heyra og þegar Guðmundur .1. flutti sitt mál heyrðist hrópað: „Tíminn er búinn Gvendur feiti“. Má af því nokkuð marka sálarástand liðsins meðan þeir fluttu ræður sín- ar. Síðasti ræðumaður Heim- dallar Birgir ísl. lauk máli sínu með því að biðja fundar- menn að rísa úr sætum og hrópa húrra fyrir fslandi. Hefur* honum kannski fund- izt, að ekki veitti af að hrópa húrra fyrir ættjörðinni, eftir að viðreisnaráform ríkisstjórn- arinnar eru farin að seg'ja til sin. Þau fengu ekkert húrra á fundinum. Vísir skýrir svo frá á mið- vikudaginn var: „Fundurinn hófst með því að Birgir ísl. Gunnarsson stud jur. flutti inngangsorð". Þeir sem voru á fundinum sáu og heyrðu að hann var settur af fundar- stjóra Sigurði Guðgeirssyni, og síðan tók fyrsti ræðumað- ur Ingi R. Helgason til máls. Annaðhvort hefur blaðamaður Vísis ekki verið á fundinum, eða hann hefur átt eitthvað eríitt með að fylgjast með því sem fram fór kringum hann. Er það öllu sennilegra, því hann kvartar mikið yfir skrifuðum ræðum kommún- ista og „þaulhugsuðum setn- ingaflækjum“. Vonandi segir þessi trega heilastarfsemi hjá blaðamanni Vísis ekkert um þá starfsemi hjá íélögum hans í Heimdalli. Þröskuldur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.