Þjóðviljinn - 01.04.1960, Side 7

Þjóðviljinn - 01.04.1960, Side 7
FöstudagUi' 1. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN (7 ánægju : vekja flækingarnir tveir, enda er samleikur beirra mcð þeim áaætum sem íágæt eru á islenzku sviði. Sviðs- njy.i.áin er eitt af beztu verk- um Magnúsar Pálssonar, svort á hvítum grunni, sérkennileg. nýt'zk og stór i sniðum eins t og leikritið siáift. stílfært lan.d'1 ag óháö stað og stundu. Svaft ókennilegt tré, botnlaus tunna og járnarusl, það er í raun og veru allt og sumt, og þó þýr þessi einfaida mynd yf- ir sérstæðri fegurð. Um hinn islenzka búning verksins má éflaust deila. en mér virðist þýðing Indriða Þorsteinssonar viðfeldin. tilgerðarlaus og vel unnin. Vladimir og Estragon heita ílækingarnir tveir og njóta sín Þáðir ágæta vel í traustum iiöndum Erynjólfs Jóhannes- sonnr og Árna Tryggvasonar, báðir íifa hlutverk sín og túlka innanfrá, skilja þau hlýjum rnannlegum skilningi, birta á átakanlegan en oftlega brosleg- an hátt umkomuleysi og algera ■niðurlægingu hinna vesölu jarð- arbarna. Þeir eru Samvaldir og mjög vel samtaka eins og áð- ur er sagt, hvort sem þeir félagar rífast og kíta eða fall- ast í íaðma, snúa saman bök- um. detta kylliflatir eða standa upp að nýiu ■— bar virðist allt hugsað út í áesar og ekkert til- viljunum háð. Þeir eru sýni- lega af sama sauðahúsi, en þó ólíkir um flest; andlitsgerfi og búningar mjög við hæfi. Ald- ursmunur þeirra er gerður mikill þótt ekki sé ‘ á hann minnzt i leikritinu. og fer vel á liví að in'num dómi: Vladimir virðist í öllú reyndari maður en Estragon. skynsamari og skýrari i hu"sún og tali, séðari og' þrautseigari. og verður beiti- línis fýrirmannlegur í meðför- um Brynjólfs Jóhannessonar, .þrátt fyrir eymd sína, óþrif og skituga tötra. Túlkun leikarans er hógvær og varfærin, tal hans helz.ti lágt á stöku stað, en ríkt áð hárfirtum blæbrigð- um, og gráthlægileg trúðlist hans mjög í anda verksins — þá er Brynjólfur óborganlegastur þegar Vladimir reynir að dansc og bregðá á leik, syngja eða hlæja. Árni Trvggvason er ekki síður eftirminnilegur í gerfi hins unga og' óharðnaða um- rennings sem hræðist lífið og Godot og botnar aldrei neitt í neinu, en st.arir á tilver- una barnslegum spurharaugum. Hann er hjálparvana og sí- kveinandi, enda bitbein allra, en verður þó oft mjög' kátbros- legur í höndum Árna, sljór og hvatlegur í senn, orðsvörin lií- andi og skýr. Flosi ólafsson er sviðinu vanur, en Pozzo fyrsta mikils- verða hlutverkið sem hann túlkar og því frumraun með vissum hætti. oe þá raun stenzt hann vonum betur. Gervi hans og framganga er vel við liæfi hins viðbjóðslega og dramb- sama þrælahúsbónda. þótt ekki sé hann nógu mikilúðlegur og þungur á bárunni: og iafnan allmikill þróttur i oröum hans. Beztur er hann þegar Pozzó birtist fyrst. grimmilegur og ó- geðslegur og skipar þræli sín- um eins og hundi; síðar skort- ir leik hans lifandi blæbrigði og áhrifamátt til að halda at- hyglinni nægilega vakandi, enda er hlutverkið margrætt og torvelt viðfangs. Guímundi Pálssyni tekst mjög vel að lýsa sálarlausri þrælslund og' skelf- ingu hálfvitans og' hreyfibrúð- unnar Lucky sem er svo , út- taugaður og þrautkúgaður að hann getur ekki hugsað nema honum sé skipað með harðri hendi, og virðist nær dauða cn lífi. Þögull leikur Guðmundar er innilegur og ýkjulaus, en Lucky talar aðeins einu sinni og ryður þá út úr sér óskiljan- legu orðagjálfri og sundurlaus- um utanbókarlærdómi. Þá ó- hugnanlegu löngu raeðu flvtur Guðmunduf af miklum þrótti og birtir algert skilningsleysi og sljóleika hinnar sorglegu mannveru, röddin er rám og hrjúf eins og leikið sé á glym- skratta. Loks er kornungur og geðfeldur piltur, Brynjólfur Bjarnason, erindreki Godots og gerir skyldu sína: Leikfélag Reykjavíkur hefur enn orðið til hess að opna nýj- ar leiðir og lætur vonandi ekki hér staðar numið, og það kunnu gestir þess á frumsýningu vel að meta; þeir fögnuðu forkunn- arvel hinni fáguðu, nýstárlegu og minnisverðu sýningu. Á. Hj. 1 dag verður til moldar borinn hinn kunni skákmeist- ari og tónlistarmaður Eggert Gilfer, en hann varð bráð- kvaddur hér í Reykjavík hinn 24. fyrra mánaðar Með því að ég átti kost að kynnast þessiyn mæta manni nokkuð síðustu æviár hans, ,þá þyk- ir mér hlýða að minnast hans með nokkrum línum, þótt þær verði fátæklegri en málefninu hæfir Eggert Guðmundsson Gilf- er fæddist í Njarðvíkum syðra 12. febrúar 1892. Faðir hans var Guðmundur Jakobsson Guðmu ndssonar prests og al- þingismanns á Sauðafelli í Dölum. Móðir hans var Þuríð- ur Þórarinsdóttir Árnasonar, Eggert Gilfer við taflborðið GILFER hann á það nýju ljósi svo fersk birta lék um það og leiddi i ljós sannindi, sem maður hafði ekki gefið nægan gaum áður. Áhugamál Gilfers lágu langt út fyrir skáklistina og tónlistina, og mátt raunar segja að honum væri ekkert mannlegt óviðkomandi. Ef einhverntíma verður skrifuð íslenzk menningarsaga 20. aldarinnar, þá hlýtur nafn Eggerts Gilfers að verða þar eitt af unpsláttarorðunum. Þróun skáklistarinnar á Is- MINNINGARORÐ E systir séra Árna Þórarinsson- = ar hins þjóðkunna klerks. = Stóð merkt gáfufólk að Gilfer = f báðar ættir. = Gilfer fluttist 5 ára gamall = til Reykjavíkur með foreldr- = um sinum og átti þar síðan = heima til æviloka, að undan- = skildum þeim árum, sem hann = var ytra við nám. Eftir að = hafa numið píanóleik og orgel- E leik hjá færum kennurum hér = 'heima, þá hélt hann til Kaup- = mannahafnar árið 1908, þar j= sem hann lagði fyrir sig frek- E ara tónlistarnám. Nam hann E píanóleik, orgelleik, tónfræði 5 og tónlistarsögu og lauk org- = anistaprófi 1913. Eftir það = hélt Gilfer aftur til íslands, = þar sem hann lagði fyrir sig = hljóðfæraleik og tónlistar- = kennslu og eru hann og Þór- = arinn bróðir hans (hinn = kunni tónlistarmaður) taldir E einna fyrstu mennirnir til að E hafa atvinnu af tónlistar- E störfum hérlendis. Var þar E fyrst einkum um að ræða E tónlistarflutning á vegum E kvikmyndahúsanna, meðan E þöglu kvikmyndirnar voru enn = við lýði, svo og á vegum Leik- E félagsins. Þegar Ríkisútvarpið = var stofnað var Gilfer að E sjálfsögðu kvaddur þar til E starfa, og var hann starfs- E maður þess til æviloka. Starf- = aði hann þar einkum sem E píanóleikari. Nokkra stund E lagði Gilfer á tónsmíðar, en = ekki er mér kunnugt um, að E nokkurt verk hans á því sviði E hafi komið fyrir almennings- = sjónir enn sem komið er. = Ungur lærði Gilfer að tefla = og fékk þegar mikinn áhuga E á skáklistinni, sem entist til E æviloka. Komu og fliótt í ljós E hinir miklu hæfileikar hans E sem skákmanns, og á námsár- E um sínum í Kaupmannahöfn E vakti hann, m.a athvgli með E því að sigra í fjöltefli hinn E fræga kúbverska skákmeist- E ara J. R. Capablanca, sem E'síðar varð heimsmeistari. Tap- E aðt Capablanca einungi^ E þremur skákum alls í fjöl- = teflinu. Árið 1915 varð Gilfer 'í fyrsta sinn skákmeistari Is-^ lands eða skákkóngur eins ogj þá var venjulega kallað. Síð-. an vann hann þann titil árin 1917, 1918, 1620, 1925, 1927, '1929, 1935 og 1942 eða alls níu sinnum. Hefur enginn ís- lenzkur skákmaður unnið þennan titil svo oft. Skákmeistari Reykjavíkur varð Gilfer fjómm sinnum ár- in 1939, 1947, 1949 og 1952. Þá varð hann meistari Tafl- félags Reykjavíkur árið 1940. Tíilfer tefldi margsinnis fyrir íslands hönd á erlendum skákmótum og oft með góðum árangri miðað við aðstæður. Vöktu margar skákir hans at- hygli vegna glæsilegrar og listrænnar taflmennsku. Bar hann oft sigurorð af frægum erlendum meisturum við skák- borðið. Merkust þeirra erlendu skákmóta sem Gilfer tók þátt i fyrir Islands hönd voru Olympíuskákmótin. Hann tók þátt- í 5 slíkum mótum; í Hamborg 1930, í Folkstone 1933, í Miinchen 1936, í j Stokkhólmi 1937 og í Helsinki 1952. Oftast, ef ekki alltaf, tefldi Gilfer á 1. borði á mót- um þessum Auk þess tók Giífer þátt 1 a.m.k 5 Norðui’landaskák- mótum og náði þar oft góðum árangri. Má af þessari upp- talningu ljóst vera, hve þrautþjálfaður bardagamaður Gilfer var orðinn við skák- borðið og einnig live vítt og breitt honum auðnaðist að bera hróður lands s'íns. E-ggert Gilfer var svo sér- stæður maður, að hann glejnn- ist ógjarnan þeim, sem ein- hver kynni höfðu af honum. Hnnn var frumlegur persónu- leiki, er myndaði sér sjálf- stæðar skoðanir um menn og málefni. en var ekki þræll al- menningsálitsins eða viðtek- inna skoðana annarra. Þess- vegna var fróðlegt og skemmtilegt að ræða við liann, hvaða málefni sem bar á góma, því oftast varpaði Framhald á 10 síðu. Hann. sem ekkert átti annað en sultinn, hafði reikað um skóginn í leit að æti. 'Berfættur, þjáður og þreyttur af langri göngu fann hann sveppi við veginn, það voru ætisveppir. Hann týndi sveppina tók þá upp einn af öðrum til þess eins að seðja sárasta hungrið. En þú, sem ókst um veginn j ofmettur aí auðugri fæðu, þú stc-Jvaðir æki þitt { , , og' atst þa fra honum. i Sigríður Einars frá Munaðarnesi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.