Þjóðviljinn - 01.05.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1960, Blaðsíða 4
•i) — í>JÖÐVILJINN — Sunnudagur 1. maí 1960 Skákþsng íslands 1960 Skákþingi íslands, sem hófst 14. apríl, lauk 22. sama mánað- ar og stóð þannig um tíu daga skeið. Þátttakendur voru sem kunnugt er 14 í landsliði en 16 í meistaraílokki, og voru í fyrrnefnda flokknum tefldar 8 umferðir eftir Monradkerfi, en 7 í þeim síðari. Mun um- ferðafjöldinn hafa verið snið- inn eftir þörfum þátttakenda utan af landsbyggðinni, sem ætla mátti að hefðu misjafn- ■lega góða aðstöðu til að dvelja iengi fjarri heimilum sínum. En eins og drepið var á í síð- asta þætti hefði verið skemmti- iegra að umferðirnar hefðu _ver- -íð íleiri, ekki sízt í landsliði, .en í þeim flokki hafa kepp- .endur nær undantekningarlaust ‘.eflt allir innbyr.ðis áður. Væri .æskilegast að geta bundið sig .við þá reglu, enda var svo til .ætlazt er landsliðið var stofn- að. Keppninni í landsliði lauk ueð sigri Freysteins Þorbergs- sonar er hlaut 6*4 vinning (af 8). Hefur Freysteinn þar með unnið hinn virðulega titil Skák- meistari íslands fyrir árið 1960. Telja verður að Frey- steinn sé vel að sigri þessum komínri, því hann tefldi yfir- ieitt af festu og öryggi og er ijrðinn gei^i sterkur „positions" ^kákmaður. f ,. | Væri gaman að sjá þá Frið- : ik Olafsson og Freystein leiða saman hesta sína í einvígi, og gæti það orðið tvísýn barátta. Sí til vill verður þess ekki langt að bíða að sú hugmynd J ijomizt í framkvæmd, því á iiausti komanda eigum við rétt ú að senda mann til „svæða- >:eppni“ í skák og varla væri það verjandi að leyfa ekki ís- jandsmeistaranum að spreyta aig á inntökuprófi þangað. Yrði þá væntanlega um annað iveggja að ræða einvígi milli þeirra Friðriks og Freysteins, -em skæri úr um, hvor fengi rétt til að tefla á svæðakeppn- :inni, eða úrtökumót á allbreið- um grunni, þar sem jafnframt væri teflt um réttinn til Ol- ■-•mpíufarar, en sem kunnugt er •■erður haldið Olypmíuskákmót Leipzig í haust og eftir er að velja sveit okkar þangað. Hvor kosturinn sem tekinn •'erður, þá má telja fullvíst, að hinn nýi íslandsmeistari verði nættuiegur keppinautur stór- jneistarans um réttindin til þátttöku i næsta svæðamóti. Þátturinn vill óska Frey- 'teini til hamingju með hinn háa titil, sem hann vinnur nú j fyrsta sinn, en væntanlega •;-'kki síðasta. Annar í röðinni varð Guð- nundur Pálmason með 6 vinn- nga. Guðmundur er mjög traustur skákmaður, sem hættir -ér mjög sjaidan út á hálan ís jg hlýtur því sjaldan slærra -kelli og einnig fremur sjaldan :,vænt happaföll. Sigrar hans ru afleiðing rökréttrar stöðu- uppbyggingar, þar sem tilvilj- unin ræður fáu, en eigin gæfu smiður skapar sér framtíð af stærðfræðilegri nákvæmni. Æfingaleysi háði Guðmundi nokkuð nú, og verður þó frammistaða hans að teljast góð. í þriðja, fjórða og fimmta sæti lentu þeir Gunnar Gunn- arsson, Kári Sólmundarson og Guðmundur Lárusson með 5 vinninga hver. Þeir Gunnar og Kári eru báðir það þrautþjálfaðir skák- menn, að varla hafa þeir komið mörgum á óvart með sinni góðu frammistöðu nú. Gunnar er frábær sóknar- skákmaður, og megnið af töp- um sínum fær hann þannig, að hann týnir liði sínu í hættulegum ævintýraleiðöngr- um. Hitt hendir hann varla, að hann láti svæla sig inni, „sem melrakka í greni“. Tæk- ist Gunnar.i að ná nokkru meira öryggi væri hann í hópi okkar allra sterkustu meistara. Stíll Kára Sólmundarsonar er næsta frábrugðinn stíl Gunn- ars. Líkt GuðmUndi Pálssynj teffir hann sjaldan á tvísýnu, en er lagvirkur stöðubyggingar- maður og hallast meir að lang- unnum skotg'rafahernaði en hreyfanlegum g'jöreyðingaror- ustum. Kári er óeðlilega óskyggn á leikfléttur- miðað við mann með hans styrkleika, en er hins vegar allglöggur á ýms strat- egisk atriði óg býr yfir all- góðu stöðumati. Þetta mun vera bezti árangur, sem Kári hefur náð á -skákborðinu. Árangur Guðmundar Lárus- sonar verður að teljast furðu- legur, þegar miðað er við aldur hans, og er hann eitt mesta skákmannsefnið, sem fram hef- ur komið okkar á meðal síð- ustu árin. Er sérstaklega at- hyglisverð hin vaxandi stíg- andi í framför hans frá haust- mótinu og Reykjavíkurmótinu. Guðmundur teflir af afskap- legri einbeitni, er taktiskur og stórhættulegur árásarskákmað- ur. Væri ástæða til að gefa þessum unga og efnilega skák- manni sem fyrst tækifæri til að spreyta sig á erlendri grund, hvort sem hann verður nú einn af Olympíuförunum á þessu ári eður eigi. í sjötta til sjöunda sæti komu þeir Ingvar Ásmundsson og Ólafur Magnússon með 4 V2 vinning. Ýmsir munu hafa bú- izt við betri frammistöðu hjá Ingvari, því hann er almennt talinn hörkuskákmaður, en líklega hefur hann ekki notið sem beztrar þjálfunar að und- anförnu. Gætu úrslit mótsins orðið honum þörf lexía um að vanda betur til undirbún- ings undir næstu keppni. Framför Ólafs Magnússonar sýnist hægari nú en fyrr, og verður frammistaða hans þó ekki talin slæm nú. Áttundi varð Páll G. Jóns- son með 4 vinninga. Hann vann þrjár fyrstu skákirnar, en' liriaðist er líða tók á mót- ið. Páll teflir af miklu skapi og einbeitni, en hefur líklega enn ekki náð sér í þá byrj- anakunnáttu, sem er nauðsyn- leg til að ná góðum árangri á svo sterkum mótum. En auð- velt ætti að vera að setja und- ir þann leka. í níunda, tíunda og ellefta sæti koma þeir Halldór Jóns- son, Jónas Þorvaldsson og Bragi Þorbergsson með 3V2 vinning hver. Bragi er þeirra stigalægstur og missir því af sæti í landsliði, en það er skipað tíu mönnum. Þessir þrír menn voru allir teknir til með- ferðar hér í þættinum í sam- bandi við úrslitakeppni Reykja- víkurmótsins, og vísast til þess Freysteinn Þorbergsson skákmeistari íslands. nú. Eru þetta allt vaxandi skákmenn, sem liggur í sjálfu sér. ekki svo mjög á, vegna æsku sinnar. Benoný olli aðdáendum sín- um miklum vonbrigðum nú með því að lenda í 12. sæti með 3 vinninga, og falla úr landsliði. í sambandi við Reykjavíkurmótið var þess getið, að Benoný hefði oft tek- izt betur en þá, þótt hann næði þar allgóðum árangri. Hann virtist ekki einbeita sér þar sérstaklega við skákirnar og sama mun hafa verið úppi á teningnum nú og hafði nú verri afleiðingar, þar sem þetta mót var sterkara. Auk þess leggur Benoný alltof mikla á- herzlu á hina taktisku hlið skákarinnar, en tekur of lítið tillit til strategiskra sjónar- miða. Að vísu hefur verið sagt, að 99% af skák væru taktik, en skyldu ekki 99% þeirrar taktikur eiga rætur í strateg- ískum grunni? Strategian verð- ur allajafnan að vera leiðar- ljósið, þegar skyggnzt er um eftir taktískum færum. En nóg um það og við skul- um vona, að Benoný hiti sig upp í Taimanoffstyrkleika fyr- ir næstu keppni. Haukur Sveinsson, sem varð 13. með IV2 vinning stóð sig mun ver en vonir stóðu til. Hefur hann sjálfsagt verið illa undir keppnina búinn, teflt kannski uppá hátt sæti og síðan brotnað við hina hörðu mótstöðu. Er Haukur þó til- þrifamikill og skemmtilegur skákmaður,. þegar honum tekst upp. Jón Kristjánsson rak lest-- ina . í . land^liðskeppninni með Vz vinnipg. Einhyer verður að vera neðstur á öllum kappmót- um, og tók Jón nú að sér þetta vanþakkláta verk. Sýnir það raunar gleggst, að landsliðs- keppnin í ár var engin veifi- skatasamkunda, að Jón Kristj- ánsson skuli lenda þar í neðsta sæti með V2 vinning., Eru þó ekki nema tvö ár síðan hann vann sér með prýði Olympíu- sæti og' tefldi í Múnchen sem varamaður fyrir íslands hönd. En sennilega hefur Jón vandað betur til undirbúnings síns undir landsliðskeppnina þá. í meistaraflokki, þar sem að- eins voru tefldar sjö umferð- ir, urðu þeir hlutskarpastir Magnús Sólmundarson og Sveinn Kristinsson, hlutu 5V2 vinning hvor. Magnús er bróð- ir Kára Sólmundarsonar skák- meistara og • er orðinn öflugur skákmaður miðað við aldur, en hann mun vera um tvítugt. Má vænta af 'honum mikils í framtíðinni, ef hann heldur sér kappsamlega við efnið. í upphafi mótsins hafði for- seti skáksambandsins, Ásgeir Þór Ásgeirsson lýst því yfir í heyranda hljóði að háð skyldi einvígi um efsta sætið ef tveir yrðu jafnir efstir í landsliði eða meistararflokki. Aðspurður endurtók hann þessa yfirlýs- ingu sama dag og síðasta um- ferð var tefld, og einnig var sú frétt birt í Ríkisútvarþinu að tilhlutan skáksambands- stjórnarinnar, að teflt mundi einvígi um efsta sætið í meist- araflokki. En nú mun stjórn- in hafa í hyggju að hafa þess- ar yfirlýsingar að engu og veita Magnúsi 1. verðlaun en Sveini önnur. Orsökin til þessarar skyndi- legu kúvendingar er ókunn nema ef vera skyldi, að stjórn- in hefði skyndilega fengið eftir- þanka af því, að annar hinna 2ja umræddra keppenda hef- ur stundum haldið uppi nokk- urri gagnrýni á þau störf skák- sambandsstjórnar, sem honum hafa þótt miður fara, þótt hann hafi jafnan látið hana njóta sannmælis fyrir þau störf, sem henni hafa farið vel úr hendi, og sem betur fer hafa snöggum fleiri lent í þeim flokki. Sé stjórnin svo viðkvæm fyrir hóflegri gagn- rýni, að sú viðkvæmni hafi á- hrif á verðlaunaafhendingu fyr- ir opinbert skákmót, þá er hag- hennar vissulega illa komið. Er þess að vænta, að hinir gætn- ari menn stjórna-rinnar firri hana þeim vanza, sem svo lítil- mannleg hefndarráðstöfun gegn meintum andstæðingi mundi vera. Þriðji í meistaraflokki varð Guðni Þórðarson frá Akranesi með 5 vinninga, og sýnist þar mjög mikið skákmannsefni á ferðinni. Hann hafði lengi möguleika á efsta sæti, en tap- aði fyrir Sverri .Norðfjörð í síðustu umferð og missti þar með af sínum strætisvagni. Næstir Guðna komu þeir Sverr- ir Norðfjörð og Þorsteinn Skúlason með 4Ý2 vinning hvor. Eru þeir báðir mjög þroska- vænlegir skákmenn einkum Sverrir, en hann stóð sig sem kunnugt er einnig með ágæfi um á s.l. Haustmóti Taflfélags-i ins. í 6. — 7. sæti komu tveir eldri. skákmenn, Bj arni, Magnús- son og Sigurður Gunnarsson með 4 vinninga hvor. Báðir ollu nokkrum vonbrigðum með frammistöðu sinni, einkum Bjarni, sem hefur oftar en' einu sinni teflt í landsliði. Að- spurður sagðist hann hafa ætl- að að taka þetta mót of létt. Önnur úrslit 8.—10. Grímur Ársælsson 3V2 ---- Eiður Gunnarsson 314' ---- Þórður Egilsson 3 Vz 11. Daníel Sigurðsson 3 12.—14. Björn Karlsson 214' ---- Kristján Theodórss. 214 ——- Oddur Árnason 2*4 15. Hjálmar Þorst. 2 16. Eiríkur Karlsson 0 Skákstjóri var Árni Jakobs- son. Mótsstjóri Gísli ísleifsson. Við Htum svo á skák úr landsliðskeppninni, þar sem hinn ungi, upprennandi meist- ari, Guðmundur Lárusson sigr- ar fyrrverandi skákmeistara Norðlendinga Halldór Jónsson. Skýringarnar eru eftir Guð- mund sjálfan. Hvítt: Halldór Jónsson. Svart: Guðm. Lárusson. Sikileyjarviirn 1. e4 c5, 2. Rf3 e6, 3. d4 cxd4, 4. Rxd4 Rf6, 5. Bd3. (Þessi leik- ur, sem stundum er leikið eft- ir 4.-----a6, er veikur í þess- ari stöðu). 5.----Rc6, 6. Be3 (Ef 6. Rxc6 þá 6. — — dxc6 ásamt 7.------e5. T.d. 6. Rxcö dxc6, 7. f4 e5, 8. fxé5 Rxe4!)’ 6. — — d5, 7. Rxc6 (Betra hefði verið að reyná að halda jafnvæginu með því að skipta upp á d5). 7. — — bxc6, 8. e5 Rd7, 9. f4 Bc5, 10. Bxc5 (Eða 1Ö. De2 Db6) 10.--------- Rxc5, 11. Rc3 (Eí hvítur hrók- ar tapar hann peði eftir 11. —• — Db6). 11.-------Db6, 12. b3 a5 (Hvitur á nú tapað tafl, þar sem hann getur hvorugu meg- in hrókáð). 13. a3 0—0, 14. De2 f6, 15. exf6 Hxf6, 16. g3. (Eða 16. Hfl Rxd3). 16.--------Ha7! (Biskupinn stendur bezt á c8. Þetta er því bezta leiðin til að koma hróknum í spilið.) 17. Kd2 (Hvítur getur íátt gert. Ef hann reynir að notfæra sér stöðu hróksins á a7 með 17. Df2, þá fær hann tapað enda- tafl eftir 17. — •— Rxd3f. Skást hefði líklega verið að lang- hróka). 17'.------e5!, 18. Dxe5 (Litlu betra er 18. fxe5 Rxb3t, 19. cxb3 (eða 19. Kel Bg4) 19. ------Hf2, 20. Hbl He7). 18. — — He6, 19. Dh5 Rxd3, 20. cxd3 Df2f, 21. Kcl Ha-e7, 22. Hdl g'6!, 23. Dg5 (23. Dg4 er engu skárra, því eftir 23.----Dc5 vinnur svar.tur auðveldlega). FramHald á 10. síðu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.